Morgunblaðið - 15.06.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.06.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JUNl 1975 17 „Listiðja í dagsins önn — kvennavinna" nefnist sýningin, sem opnuð var í gær í Bogasal Þjóðminjasafnsins í tilefni hins alþjóðlega kvennaárs. Þar eru hefðbundnir nytjamunir, unnir af konum á svokölluðum útjaðar- svæðum Norðurlantla, þ.e. á Grænlandi, Færeyjum, Álands- eyjum, Islandi og meðal Sama. Eru hingað komnar í tilefni sýn- ingar ■ fulltrúar þessara þjóða, Olevina Joensen frá Torshavn, Marianne Nilsson frá Vilhelmina, Mona Sundberg frá Álandseyjum, en grænlenzku fulltrúunum varð að snúa við vegna yfirvofandi verkfalla. Þeir koma væntanlega um næstu helgi. Hérlendis völdu sýningarmuni Elsa E. Guðjónsson safnvörður og Gerður Hjörleifs- dóttir verzlunarstjóri. Sýningin verður sett upp á nokkrum stöðum utan Reykja- víkur og fer siðan til hinna land- anna. Því varð hún að vera með- færileg og var miðað við að frá hverjú landi yrðu ekki nema 20—30 sýningarmunir, sem ekki vægju nema 10 kg og kæmist hver sýning í eina tösku. Norræni menningarsjóðurinn veitti styrk Gestirnir þrfr, sem komnir eru á kvennasýninguna f þjóðbúningum landa sinna. Þær eru Olevina Joensen frá Thorshavn (fyrir miðju), Marianne Nilsson frá Vilhelmina (t.h.) og Mona Sundberg frá Álands- eyjum (til vinstri). Grænlenzki fulltrúinn kom ekki f tæka tíð. Kvennavinna; Listiðja frá Sömum, Færeyjum Grænlandi, Álandseyjum, íslandi IJngtemplarar tyrfa í Eyjum FÓLK úr ungtemplarafélaginu Flakkarinn í Vestmanna- eyjum hefur unnið að þvf að undanförnu að tyrfa 1000 fm. lóð Breiðabliks í Eyjum en lóðin var mjög skemmd af ösku. Um 20 krakkar hafa unnið við þetta verk að undanförnu, en þau fóru m.a. með Herjólfi til Þorláks- hafnar og hlóðu torfinu á 23 bretti þar á einum klukku- tíma meðan Herjólfur beið. Vestmannaeyjakaupstaður borgar torfið, en krakkarnir leggja til vinnuna. til sýningarinnar og einnig veitti islenzka menntamálaráðuneytið nokkurn styrk. Þjóðminjasafnið lagði til húsnæði en sýningin verður þar opin 14.—22. júní kl. 14—19 virka daga og 14—22 um helgar. Uppsetningu önnuðust Asgerður Höskuldsdóttir og Lovísa Christiansen. Þjóðleg skreytilist er grunn- tónn sýningarinnar, enda hafa konur í afskekktum landshlutum löngum átt fáa aðra kosti list- rænnar tjáningar en að skreyta fatnað og annan búnað heimilis- ins. Þar eru margir fallegir og forvitnilegir munir. Samar sýna t.d. tinsaum, sem mikið var notað- ur þar allt frá 15.—16. öld og kominn aftur og einnig rótartága- muni, Grænlendingar sýna sinn skrautlega perlusaum og skinn- muni, Færeyingar sýna t.d. fugls- vængjasópa og margskonar út- prjónaða ullarvinnu, Álandsey- ingar sýna hörvinnu, sínar sér- stöku tuskumóttur og brúðar- kistil, sem nú er þar farið að nota aftur. En á islenzku sýningunni m.a.d. sjá roðskó, ask sem kona hefur skorið út, og margskonar ullarvinnu. A öllum sýningar- deildunum eru sýndir þjóðbún- ingar. A myndinni sést hvernig hin fyrirhugaða Norðfjarðarhöfn mun lfta út. Norðfjarðarhöfn hönnuð í straumfræðistöðinni Að undanförnu hefur verið unnið að því í straumfræðistöð- inni i Keldnaholti að hanna hina nýju Norðfjarðarhöfn, en eftir snjóflóðin i des. sl. var ákveðið að endurrreisa mannvirki Síldar- vinnslunnar h.f. á ytri hluta nú- verandi hafnarbakka við nýju höfnina. Tíminn til þessara rann- sókna hefur verið mjög naumur og þar sem hönnunarforsendur voru lftt þekktar, var ákveðið að rannsóknir færu bæði fram i höfninni og með líkantilraun- unum. Framkvæmdar hafa verið vindmælingar, öldumælingar og sjávarfallamælingar, sem og mæl- ingar á sogum í höfninni í vetur. Á blaðamannafundi, sem hald- inn var f Straumfræðistöðinni fyrir helgina kom fram hjá Gisla Viggóssyni verkfræðingi, að á Norðfirði hagaði þannig til, að grafa þyrfti höfnina inn í landið. Brátt myndi notkun hafnarbakk- ans stóraukast og leiddi það af sér, að byggja þyrfti viðlegukanta fyrir bátaflotann, þannig að hafnarbakkinn yrði eingöngu notaður fyrir löndun og útskipun. I Straumfræðistöðinni voru nýja höfnin ogumhverfi hennarbyggð á mælikvarða 1:60, þ.e. hæðir og lengdir eru minnkaðar 60 sinn- um. Hlutverk þessara líkantil- rauna er margþætt. I fyrsta lagi þarf að gera sér sem bezta grein fyrir vandamálum hafnarinnar eins og hún er í dag, og hefur þessi þáttur verið unninn með aðstoð heimamanna, en meðal annars hafa forráðamenn í Nes- kaupstað og sjómenn komið suður og liðsinnt eftir megni. Þá hafa verið mældar úthafsöldur, fjarðaröldur og sog, sem eru lang- ar öldur með sveiflutíðni milli 2 og 4 mínútur. Þessar löngu öldur geta valdið miklum straumum í höfninni þrátt fyrir það að þær eru aðeins 10 til 20 cm háar utan hafnar. Hafa tvær aðal-tillögur verið rannsakaðar I þessu skyni. Niðurstöður likantilraunanna urðu þær, að höfninni hefur nú ITamhald á bls. 43 .. "r, n > -j LÆKJARGÖTU 2 SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 28155 ~ TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS KARNABÆR f flUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20» L_ SIMI FA SKIPTIBORÐI 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.