Morgunblaðið - 08.07.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.07.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JULI 1975 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur. Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. slmi 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið Iræðu borgarstjórans í Reykjavík, Birgis ís- leifs Gunnarssonar, er hann flutti á aðalfundi Sambands íslenzkra raf- veitna sl. föstudag, leggur hann m.a. áherzlu á frum- kvæði Reykjavíkurborgar í nýtingu innlendra orku- gjafa, bæði raforku og jarðvarma. Fyrsta stór- átakiö í raforkumálum þjóðarinnar var virkjun Elliðaánna, sem tekin var í notkun 1921, en tvívegis aukin síðar, 1923 og 1933. Síðan koma virkjunar- áfangar í Soginu, hver af öðrum, að nokkru í sam- eign og samvinnu við ríkið, enda nær sölusvæði raf- orku frá Sogsvirkjun til nágrannabyggða Reykja- víkur, allt frá árinu 1937. Lög um Landsvirkjun vóru sett árið 1965, sem ríki og Reykjavíkurborg eiga að hálfu, en hún nær til framangreindra virkjana, Búrfellsvirkjunar, miðl- unarmannvirkja í Þóris- vatni og Sigölduvirkjunar, sem nú stendur yfir, og áætlað er aö ljúki haustið 1976. Raforkuþörf Rafmagns- veitu Reykjavíkur var talin tæpur helmingur af orkuvinnsluþörf fyrir hinn almenna markað í landinu öllu árið 1965, en er nú áætlaður um þriðjungur heildarraforkuþarfarinnar í landinu. Síðan segir borgarstjóri: „Orkuspár benda til, að næsta virkjun Landsvirkj- unar verði að vera tilbúin á • árinu 1980, en margt bend- ir til, að Hrauneyjarfoss- virkjun verði sá kostur, sem hagkvæmastur yrði fyrir Landsvirkjun sem næsti virkjunaráfangi. Þetta er m.a. vegna þess, hversu vel liggur við að hefja framkvæmdir við Hrauneyjarfoss í beinu framhaldi af Sigölduvirkj- un, en fjarlægðin milli þessara tveggja virkjana er um 6 km. Einnig er þess að geta að hægt er að bjóða út vélbúnað í Hrauneyjar- fossvirkjun á næstunni og byggingahlutann væri hægt að bjóða út í haust. Þetta veldur því að hægt yrði að hef ja framkvæmdir strax næsta vor, ef ákvörð- un um þetta yrói tekin fljótlega. Væru þá um 4 ár til stefnu til þess að ljúka framkvæmdum, en talið er æskilegt að hafa svo rúman tíma til framkvæmdanna, til þess að vinna við stærsta hluta virkjananna gæti farið fram að sumar- lagi. Þá skal einnig á það bent, að rannsóknir hafa leitt i ljós, að Hrauneyjar- fossvirkjun hentar einkar vel til áfangaskiptingar, ef á þarf að halda vegna minni orkueftirspurnar en nú er búizt við. Ég vil skjóta því hér inn að ég tel nauðsynlegt að breyta nokkuð til um vinnubrögð við byggingarmannvirki næstu virkjunar frá þvf sem nú er. Bæði við Búrfell og Sigöldu var verkið boðið út í heild á alþjóðlegum verktakamarkaði. Ég held að reynslan hafi sýnt, að heppilegra mun að skipta verkinu í fleiri verkhluta og nýta meira innlenda aðila sem sjálfstæða verk- taka.“ Borgarstjóri lagði rfka áherzlu á það í erindi sinu, að nauðsynlegt væri að Landsvirkjun missti ekki niður það frumkvæði, sem fyrirtækið hefði haft í orkuöflunarmálum á und- anförnum árum, ef ekki ætti að tefla f tvísýnu hags- munum og öryggi fólks og fyrirtækja á orkusvæði Landsvirkjunar. Þá gat borgarstjóri þess, að á orkuveitusvæði Rafmagns- veitu Reykjavíkur væri, auk höfuðborgarinnar, Seltjarnarnes, Kópavogur, hluti Garðahrepps, Mos- fellshreppur og Kjalarnes- hreppur. Rafmagnsveita Reykjavíkur þyrfti því tæplega helming af orku- vinnslu Landsvirkjunar á hinum almenna markaði þegar fram liðu stundir. Það væru því ótvíræðir hagsmunir þess fólks, er þetta svæði byggði, að Raf- magnsveita Reykjavíkur hefði veruleg ítök í stjórn Landsvirkjunar og gæti haft úrslitaáhrif á ákvarðanir um orkuöflun fyrir þetta svæði, svo og um verðlagningu heild- söluverðs á svæðinu. Borgarstjóri ræddi og landshlutavirkjanir, frum- kvæði annarra sveitarfél- aga um raforkuöflun og- hlutdeald sveitarfélaga í- stjórnun raforkumála á- heimavettvangi. I því sam- bandi ræddi hann nauðsyn ásamvinnuog samtengingu orkusvæða, þannig að rekstur hins sameiginlega raforkukerfis þjóðarinnar yrði sem hagkvæmastur. í þessu sambandi er rétt að minna á yfirlýsingu orku- ráðherra, dr. Gunnars Thoroddsen, þess efnis, að ákvörðun um stórvirkjun á Norðurlandi þurfi að taka þegar á þessu ári, annað hvort um Blönduvirkjun eða um annan hagkvæman valkost nyrðra. Lagði ráð- herra áherzlu á, að sú ákvörðunartaka yrði eigi síðar en um virkjun Hrauneyjarfoss, jafnframt því sem hraðað yrði fram- kvæmdum við Kröfluvirkj- un og lagningu byggðar- línu milli Suður- og Norðurlands. Núverandi ríkisstjórn hefur tekið ákvörðun um að virkjunarframkvæmdir, bæði vatnsafls- og jarð- varma-, hafi forgang um framkvæmdir í landinu á næstu árum. Sú ákvarðana- taka er eðlileg afleiðing þeirrar þróunar orkumála í heiminum, sem margfaldað hefur verð innfluttra orku- gjafa. Nýting innlendra orkugjafa er því þjóðar- nauðsyn; hagsmunamál, sem í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er sett með næstu útfærslu land- helginnar og skynsamlegri nýtingu fiskstofna á ís- landsmiðum. Nýting innlendra orkugjafa Maður getur ekki sungið á fornmáli „ÞETTA námskeið hefur verið mjög gagnlegt og er ágætlega undirbúið11, sagði Odd Tangerud, sem er norskur menntaskólakennari, í samtali við Morgunblaðið og átti þá við námskeið í nútfmaíslenzku, sem Norræna félagið hefur haldið. Námskeiðinu lauk á fimmtudag og sóttu það 27 manns frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Þetta voru aðallega menntaskóla- kennarar. Námskeiðið hófst 22. júní og kenndu þeir Guðni Kol- beinsson, Kristján Árnason og Sverrir Tómasson. Kennt var í Árnagarði fyrir hádegi en eftir hádegi gafst þátttakendum kostur á að æfa framburð sinn í málstofu Norræna hússins. Odd Tangerud var einn fjögurra þátttakenda, sem Mbl. ræddi við. Hann kennir norsku við menntaskóla í Hokksund. Margot Johansson. ,,I mínum bekk er kennd íslenzka", sagði Odd á hreinni og tærri islenzku," en aðrir kennarar kenna hana ekki. Forníslenzka er almennt keijnd sem valgrein í norskum menntaskólum, en nú eru á milli 20 og 30 kennarar sem kenna nútíma íslenzku. Nútíma íslenzkan er skemmtilegri, því á henni getur maður sungið. Maður getur ekki sungið á forn- máli. Odd sagði að það væri ekki erfitt að Iæra að skilja íslenzku því munurinn á henni og nýnorsku væri svo lítill að hann þyrfti ekki að nota orðabækur. Hins vegar sagðist hann eiga erfiðara með að fá talæfingu, því að í Noregi hefði hann engan til að tala við á íslenzku, og því teldi hann sig heppinn að komast á þetta námskeið. „Ég hef gaman af að lesa Eeva-Liisa Himanen. íslenzk kvæði. Eg les þau stundum fyrir konuna mína en hún skilur þau ekki. Hún finnur samt að þau eru skemmtileg. Ég get notað létt kvæði við kennsluna, eins og Mamma ætlar að sofna og Konan, sem kyndir ofninn minn. Sjálfur les ég gjarnan Áfanga. Það er stór- brotið kvæði. Kannski bezta kvæði, sem ort hefur verið á íslenzku án þess ég þekki þau öll. En það er því miður lítið sem við kennum i islenzku. Það er ekki nema 15 blaðsíður. Það er of lítið til að kennarinn hafi gleði af og svo lítið að það verður erfitt fyrir nem- endurna“. Um hvernig Odd hefði tekizt að læra þá góðu íslenzku, sem hann talar, sagði hann að hann hefði komið hér áður og að Sören P. Mortensen Spjall við nemendurá námskeiði í íslenzku margir hefðu lagt hönd á V'i-'b- i- „Hér í Reykjavík eru margir ágætir menn og konur, sem hafa kennt mér íslenzku. Ég lærði mest af konu, sem þá vat ung stúlka, Unni Halldórsdótt- ur. Hún var með okkur á ferð- lagi og talaði mikið við okkur og ég er henni mjög þakklátur. Ingibjörg Erlendsdóttir gaf mér lika góða æfingu. Odd Tangerud. Nú bý ég hjá Guðrúnu Sveinsdóttur, sem er ágætis kona. Hún talar mikið við okkur Margot (sjá neðar). Þá hef ég líka mikið talað við Ingþór Sigurbjörnsson, málara- meistara. Það er gaman að þekkja Islendinga, sem ekki eru kennarar, því þá getur maður talað daglegt mál“. Og hvert er svo mesta gagnið, sem Odd hefur af íslenzkunni? „Ég skil okkar mál betur, eftir að ég lærði islenzku, því nú skil ég uppruna þess“, sagði Odd að lokum. Meiri áhugi á Norðurlöndum „Staða norrænna mála hefur versnað i sænska skólakerfinu, en á móti kemur að áhugi Svía á Norðurlöndunum hefur stór- aukist. Nú hittir maður oft fólk, sem hefur verið á Islandi, en það var sjaldgæft fyrir ekki meir en þremur árum síðan.“ Þetta sagði Margot Johans- son, menntaskólakennari í Gautaborg, en hún kennir sænsku í tilraunamenntaskóla. „Ég kenni ekki íslenzku, nema þá lítillega i gegnum mál- söguna og þjóðlög. Eg hef nefnilega verið hér áður og þá keypti ég hljómplötur, sem ég hef spilað fyrir nemendurna.“ Islenzka er ekki kennd nema i háskólum og þá getur maður valið á milli forn— og nútíma- íslenzku. Sjálf lærði ég forn islenzku, en þá var ekki farið að kenna nútíma islenzkuna,“ sagði Margot. Svipaða sögu hafði Eeva Liisa Himanen frá Hels- ingfors að segja. Hún kennir einnig sænsku í menntaskóla. „Ég hef ekki bein not af islenzkunni við kennsluna, en sá sem kennir norræn mál þarf að kunna eitthvað í þeim öllum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.