Morgunblaðið - 08.07.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLI 1975
29
fclk í
fréttum
+ Julie Nixon og eiginmanni
hennar, David Eisenhower,
kemur ekki lengur vel saman.
Þess vegna hafa þau nú ákveðið
að skilja. Hún hefur setzt að í
Kalifornfu, en hann býr áfram
I Washington.
+ Burt Reynolds ieikur nú i
kvikmynd sem tekin er í
Mexico. Mótleikari hans er Liza
Minelli. Kvöldunum eyðir leik-
arinn aftur á móti með systur
Lizu, Lornu Luft.
+ Peter Sellers virðist ekki
eins vinsæll alls staðar. Auglýs-
ingamynd sú, sem hann gerði
fyrir bandarfska flugfélagið
TWA, hefur fengið hörmulega
dóma. Kostnaðurinn við töku
myndarinnar var meiri en hálf-
ur milljarður. Forstjórarnir
tveir sem létu taka myndina,
þurfa nú að lfta f kringum sig
eftir nýju starfi.
+ Charles Bretaprins sagði f
viðtali við svissneskt vikublað,
að Marie-Astrid prinsessa af
Luxemburg væri „fögur, hjálp-
fús og heillandi, i stuttu máli
hin fullkomna kona.“
+ Gina LoIIobrigida er nýbú-
in að sýna heimildarkvikmynd
sfna, „Mynd af Fidel Castro“, f
Berlín. Myndin vakti mikla
hrifningu. Fidel Castro sjálfur
er mjög ánægður með hana og
hefur fært Ginu að gjöf elektr-
oniskt platfnu-úr f þakklætis-
skyni fyrir myndina.
+ Danny Kaye hefur fengið
hlutverk Kapteins KIo, og Mia
Farrow á að leika Pétur Pan f
söngleik, sem byggður er á
hinu fræga ævintýri Walt
Disneys. Bandaríska sjónvarps-
stöðin NBC hefur verkið með
höndum og hefur ákveðið að
sýna árangurinn á næsta ári.
Caroline elskaði
ekki þann rétta
og fer tilParísar
+ Caroline Kennedy, 17 ára
gömul dóttir Jacqueline Onass-
is Kennedy, er heldur óhress út
f móður sfna. Henni finnst hún
skipta sér full mikið af einka-
málum sfnum. Þegar Caroline
hætti f skólanum fyrir um
tveimur mánuðum, fékk hún
leyfi til að starfa hjá kvik-
myndafélagi einu. En nú hefur
móðir hennar séð eftir öllu
saman. Caroline er orðin ást-
fangin af kvikmyndaleikara,
ungum og huggulegum, en pao
virðist ekki nógu gott handa
Caroline. Að minnsta kosti er
hún hætt í sumarvinnunni, og
Jacqueline Kennedy hefur sagt
að hún fari með henni til Parfs-
ar til eins árs dvalar. „Ég vil að
hún læri tungumál, og hvar get-
ur maður lært þau betur en á
Sorbonne," sagði Jacqueline,
sem sjálf talar prýðilega góða
frönsku.
+ „Það myndi aldrei
hvarfla að mér að fara þann-
ig með börnin mín, eins og
farið var með mig. Ég minn-
ist þess ekki að hafa átt móð-
ur. Það var önnum kafin
kona, sem fór snemma
morgnana og kom seint
heim á kvöldin." Þannig far-
ast Piu Lindström, 34 ára
dóttur leikkonunnar Ingrid
Bergman, orð. Hún býr f
New York, og starfar þar
sem sjónvarpsfréttamaður.
Nýlega eignaðist hún annan
son sinn. „Ég er ekki bitur
út f móður mfna. Hún var
eins og henni fannst að hún
ætti að vera. En sem barn
öfundaði ég alla leikfélaga
mfna vegna þess að þeir áttu
venjulegar mæður, sem allt-
af voru heima. Hin börnin
voru vissulega geysilega
hrifin, vegna þess að móðir
mín var stjarna,“ sagði Pia
Lindström. Þegar Pia var 13
ára gömul, fór Ingrid Berg-
man frá henni og föður
hennar, prófessor Aron
Lindström, og fór að búa
með leikstjóranum Roberto
Rosselini. Þetta var
hneyksli ársins, og þegar
Ingrid Bergman fór fram á
að fá foreldraréttinn yfir
Mamma var bara
kona sem kom og
fór, segir dóttir
Ingrid Bergmans
Ingrid
Piu, varð stúlkan að segja
frá þvf f vitnastúkunni,
hvort foreldra hennar henni
þætti vænna um. „Mér þykir
mjög vænt um móður mfna,
en ég elska föður minn,“
sagði hún þá. Og henni var
leyft að dveljast hjá föður
sfnum. „Þetta mega foreldr-
ar ekki gera börnum sínum.
Og drengirnir mínir tveir,
skulu aldrei þurfa að lifa
slfkt. Til þess elskum við þá
of mikið,“ sagði Pia, sem er
gift fasteignasala f New
York.
Faryman smá-diesel-vélar
I báta og vinnuvélar, tveggja, þriggja, fjögurra, fimm,
átta, tíu, fjórtán, tuttugu, tuttugu og tveggja, tuttugu og
fimm hestafla. Loft-eða vatnskældar
Sturlaugur Jónsson & CO. SF.,
Vesturgötu 16, Reykjavík, sími 14680.
Nudd- og snyrtistofa
Astu Baldvinsdóttur
Hrauntungu 85, Kópavogi.
Andlitsböð,
húðhreinsun,
fót- og handsnyrting.
Megrunar- og
afslöppunar-
nudd og nudd
við vöðvabólgum.
VIL VEKJA SERSTAKA
ATHYGLI A:
10 tíma megrunar- og afslöppunar-
kúrum.
Nudd, sauna, vigtun mæ/ing og
matseðill. %
OPiÐ TIL KL. 10 ÖLL KVÖLD.
Bílastæði. Sími 40609.
Málarmn
áþakinu
velur alkydmólningu með gott veðrunarþol.
Hann velur ÞO L fró Mdlningu h.f. vegna endingar
og nýtni. Einn líter af ÞOLI þekur um það bil
10 fermetra.
Hann velur ÞO L fró Mdlningu h.f. vegna þess að
ÞOL er framleitt í 10 fallegum staðallitum, — og
þegar kemur að mólningu á gluggunumy girðingunni
og hliðunum, blandar hann litina samkvæmt
nýja ÞOL litakortinu.
Otkoman er: fallegt útlit, góð ending.
Málarinn á þakinu veit hvað hann syngur.