Morgunblaðið - 08.07.1975, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.07.1975, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JULl 1975 21 Óvænt úrslit á Húsavík REYNIR FORÐAÐI SÉR AF BOTNINUM EFTIR leiki helgarinnar I 2. deild sitja Vfkingar úr Ólafsvík einir og yfirgefnir á botninum, án stiga. Næst á undan koma liðin tvö af Norðurlandi, Völsungar og Reynir, og hafa bæði liðin hlotið 4 stig, eftir að Reynir sigraði Völsung á Húsavfk á laugardag með 2 mörkum gegn einu. Það var fjölmenni á Húsavfkur- velli f blfðunni á laugardag. Það kom og á daginn að hart var bar- izt, enda hefur báðum liðum vegnað heldur illa það sem af er leiktímabilinu. Leikmenn Reynis byrjuðu leik- inn af miklu fjöri og sóttu í byrj- un all stíft að marki heimamanna, þó án þess að skora. Þegar á leið jafnaðist leikurinn nokkuð, en þó voru Reynismenn öllu ágengari. Það var sfðan á 20. min. sem fyrsta markið var staðreynd. Varnarmaður Völsunga var að dúlla með knöttinn inni í eigin Þróttarar unnu Ólafsvíkinga í miklum rokleik Þrátt fyrir ágætan leik tókst Vfkingunum frá Ólafsvfk ekki að ná stigi f leik sfnum gegn Þrótti f Ólafsvfk á laugardag- inn. Var ef til vill ekki við þvf að búast þar sem Þróttur er f einu af efstu sætum deildar- innar en Vfkingarnir berjast á botninum og hafa enn ekkert stig hlotið. (Jrslit leiksins urðu 2:0, sigur Þróttar, og voru bæði mörkin skoruð í fyrri hálf- leiknum. Fyrsta markið skoraði Hall- dór Bragason með góðum skalla og hið síðara skoraði Þorvaldur I. Þorvaldsson litlu síðar. Höfðu Þróttararnir undirtökin í leiknum allan fyrri hálfleikinn og áttu þá meðal annars tvö hörkuskot í þverslá Víkingsmarksins. I síðari hálfleiknum snerist dæmið við og nú voru það Vík- ingarnir sem sóttn grimmt, enda höfðu þeir sterkan vind- inn í bakið. Ekki tókst þeim þó að skora, enda vörn Þróttara þétt fyrir. Ekki þótti leikur liðanna góður, enda erfiðar aðstæður, mikið rok og slæmur völlur. Víkingarnir léku nú í fyrsta skipti í 2. deildinni með full- skipað lið og þó svo að enn hafi Víkingarnir ekkert stig hlotið þá er ólíklegt annað en að stig- in komi f næstu leikjum. Leik- menn liðsins börðust vel allan tímann og eiga hrós skilið fyrir dugnaðinn. Þróttararnir léku hins vegar ekki vel að þessu sinni og hætt er við að leikur eins og þeir sýndú á laugar- daginn hefði dugað skammt gegn toppliðum deildarinnar. vítateig, þegar Felix Jósafatsson kom aðvífandi, náði knettinum og skoraði án þess að Ólafur Magnús- son í marki Völsunga kæmi vörn- um við. Eftir markið áttuðu Völs- ungar sig nokkuð og tóku leikinn smám saman fastari tökum. Þrátt fyrir það var það Reynir sem næst skoraði. Á 35. mín. var dæmd aukaspyrna á Völsunga á miðjum vallarhelmingi þeirra. Gunnar Valversson spyrnti háum bolta inn i teiginn þar sem þvaga myndaðist og Björgvin Gunn- laugsson var fyrstur að átta sig og skoraði af stuttu færi. Þannig var staðan í leikhléi, 2 mörk gegn engu. I síðari hálfleiknum voru heimamenn mun aðsópsmeiri heldur en gestirnir og sköpuðu sér nokkur tækifæri, sem þó ekki nýttust, mest vegna góðrar frammistöðu Eiríks markvarðar Reynis. Það var ekki fyrr en um miðbik hálfleiksins sem Völsung- um tókst að lagfæra stöðuna þegar Magnús Torfason skoraði örugglega úr vítaspyrnu, sem dæmd var réttilega á varnarmann Reynis sem handlék knöttinn innan vitateigs. Það sem eftir lifði leiksins sköpuðu bæði liðin sér nokkur færi sem þó ekki nýttust. Það hefir lfkast til verið Völs- ungum nokkurt áfall að tapa báð- um stigunum f viðureigninni gegn Reyni á laugardag. Flestir höfðu reiknað með sigri heima- manna, en það fór á annan veg, eins og svo oft þegar knattspyrnu- keppni á i hlut. Eftir úrslit þessa leiks eykst spennan á botninum, , þó svo að staða Víkinga sé þar lökust. Það er skarð fyrir skildi f liði Völsunga þegar Hreinn Elliðason getur ekki leikið með, en hann á við meiðsli í ökkla að stríða. Hreinn kom þó i«n á þegar um tuttugu mín. voru til leiks- loka, en fékk engu um þokað. Beztur Völsunga var tvímælalaust Magnús Torfason. Leikmönnum Reynis fer fram með hverjum leik, og er greini- legt að Duncan MacDowell hefir unnið gott starf þann stutta tfma sem hann hefir verið með liðið. Ef fram heldur sem horfir þurfa Reynismenn alls ekki að óttast að botnsætið verði þeirra. Beztir leikmanna Reynis i leiknum á laugardag voru bræð- urnir Ragnar og Elfar Reykjalín ásamt Eiríki markverði. Dómari var Rafn Hjaltalín og fórst honum hlutverkið vel úr hendi. Sigb.G. Ólafur Friðriksson skorar þriðja mark Breiðabliks f leiknum við Selfoss. Blikarnir í forystu eftir 4-1 sigur yfir Selfyssingum Að loknum 7 umferðum f 2. deild halda Blikarnir úr Kópa- vogi enn forystu, þvf þeir sigruðu Selfyssinga með 4—1 á nýja gras- vellinum f Kópavogi á sunnudags- kvöldið. Hafa Blikarnir nú hlotið 12 stig eftir fyrri umferðina, en Þróttur fylgir fast á eftir með 11 stig og Ármann með 10 stig. Þessi þrjú félög eru hvað lík- legust til að hljóta tvö efstu sætin í 2. deild, en efsta sætið gefur sæti í 1. deild á næsta ári, en annað sætið möguleika á því að leika við það félag, sem verður á botninum f 1. deild, vegna fyrir- hugaðrar fjölgunar í 1. deild á næsta ári, úr 8 liðum i 9 lið. — Það er því til nokkurs að vinna að hljóta 2. sætið f 2. deild að þessu sinni. Þótt Bliknarnir hafi lengst af haft undirtökin í fyrri hálfleik f leiknum við Selfoss á sunnudags- kvöldið, gekk þeim að sama skapi ekki eins vel, að finna leiðina í mark þeirra. Strax á 1. mín. leiksins björguðu Selfyssingar á linu, skoti frá Þór Hreiðarssyni og 10. mín. síðar varði Örn Grétarsson markvörður Selfyssinga gott skot frá Ólafi Friðrikssyni. Á 35. og 36. mín. áttu Selfyss- ingar góð tækifæri, sem ekki nýtt- ust, en á 42. mín. var dæmd horn- spyrna á Selfoss og var knöttur- inn sendur beint á Einar Þór- hallsson, sem skoraði fyrsta mark leiksins með glæsilegum skalla undir þverslá. Blikarnir héldu enn upptekn- um hætti i síðari hálfleik og höfðu enn undirtökin í leiknum. A 55. mín. átti Gísli hörkuskot i þverslá, en þaðan hrökk knötturinn fyrir fætur markakóngi Blikanna, Hinrik Þórhallssyni, sem ekki var á skotskónum að þessu sinni og hitti ekki markið í dauðafæri. Mín. síðar átti Gísli hörkuskot framhjá i góðu færi. Á 81. mín. bætti Gisli úr þessu með því að skora með skoti frá vítateig, sem mér fannst Örn hefði átt að verja. Þrem mfn. síðar komust Sel- fyssingar á blað, en Sumarliði Guðbjartsson tók til sinna ráða og lék upp allan völlinn og á nokkra varnarmenn og afgreiddi knött- inn í netið með glæsilegu skoti af 30 m færi. Undir lokin lögðu Selfyssingar allt kapp á að jafna og gættu sin ekki sem skyldi í vörninni. Kostaði það tvö mörk á loka- mínútum leiksins. Fyrra markið skoraði Ólafur Friðriksson á 88. mín. og á 89. mín. bætti Einar Þórhallsson öðru við. Leiknum lauk þvi með öruggum sigri Blikanna, sem var að visu full stór, en sanngjarn eftir gangi leiksins. I heildina tekið var leikurinn þokkalega leikinn af báðum lið- um og mátti oft sjá góðan samleik og drengilega baráttu. Blikarnir voru sterkari aðilinn allan tímann með Einar Þórhalls- son og Gisla Sigurðsson sem bezta menn. Það er margt efnilegra leik- manna hjá Selfyssingum, en trú- lega háir þeim reynsluleysi og kom það oft fram í leiknum, að þeir léku ekki nægilega yfirvegað og gáfu oft knöttinn frá sér of fljótt. Annars er liðið efnílegt og ætti að geta náð langt. Dómari var Eysteinn Guðmundsson og dæmdi hann vel, nema hvað mér fannst hann sleppa vitaspyrnu á Blikana í fyrri hálfleik. Hdan Yfirburðir ungu mannanna islandsmðllð 2. delld SAMTALS 80 keppendur tóku þátt f opna mótinu á Akranesi nú um helgina, en Sementsverk- smiðjan gefur verðlaunin svo sem kunnugt er. Svo margir hafa aldrei tekið þátt f keppni á golf- velli Leynis, en mótið fór vel fram og veður var allsæmilegt. Sigurður Thorarensen var mað- ur mótsins og vann glæsilegan HAIKARMR AÐ MISSA AF LESTINNI —TÖPLÐU14 GEGN ÁRMENNINGIJM Ármannsliðið hafði ekki mikið fyrir þvf að sigra Hauka f 2. deild- inni á laugardaginn. Urslitin urðu 4:1, eftir að staðan hafði verið 1:0 fyrir Ármann í leikhléi. Voru Ármenningarnir mun bar- áttuglaðari f þessum leik en í Haukaliðið vantaði þann neista sem svo oft hefur gefið liðinu dýrmæt stig. Það var ekki eins og Haukarnir væru þarna að berjast fyrir einu af efstu sætunum f 2. deild og möguleika á 1. deildar- sæti næsta sumar. Ahugaleysið var mikið og á móti hörkuliði eins og Ármanni þýðir ekki annað en að taka á móti og berjast. Með þessum sigri sínum eru Ármenningar í þriðia sæti í 2. deild á eftir Þrótti og Breiðabliki og ætti liðið að eiga talsverða möguleika á að ná að minnsta kosti öðru sætinu i deilöinni og tryggja sér þar með aukaleik um réttinn til að leika i 1. deild næsta ár, Haukarnir eru með 7 stig, fimm stigum á eftir Blikunum og þó svo að staða þeirra sé engan veginn vonlaus þá hafa mögu- leikar liðsins farið ört minnkandi. Leikur Ármanns og Hauka á laugardaginn var alls ekki leikur tveggja nettra samleiksliða, mikið var um langspyrnur, sem oft sköpuðu hættu, en á milli brá þó fyrir laglega uppbyggðum sóknar- lotum. Mikið var um tækifæri í leiknum’og áttu Ármenningarnir mun fleiri þeirra, en Hörður Sig- marsson varði vel í leiknum. Fyrsta mark leiksins skoraði bakvörðurinn Sveinn Guðnason eftir hornspyrnu Jóns Hermanns- sonar. Skallaði hann knöttinn lag- lega í mark Haukanna. Fyrsta mark seinni hálfleiksins skoraði Smári Jónsson eftir að Viggó hafði gefið góða sendingu á hann. Skot Smára sneiddi framhjá sof- andi varnarmönnum Haukaliðs- ins og i netið. Tvö síðustu mörk Ármenning- anna skoraði Viggó Sigurðsson. Það fyrra eftir góðan undirbún- ing Jóns, Jóhanns og Viggós og síðara markið eftir að Ingi Stefánsson hafði skallað knöttinn fyrir fætur honum og skot Viggós var hnitmiðað í slá og inn. Eina mark Haukanna var jafnframt siðasta mark leiksins. Eftir mis- skilning á milli Kristins Petersen og Ögmundar náði Guðjón að senda boltann á Loft Eyjólfsson sem skoraði auðveldlega. Beztu menn Haukanna í þess- um leik voru þeir Loftur Eyjölfs- son og Hörður Sigmarsson, en yfirleitt léku Haukarnir þennan leik undir getu. Af Ármenningun- um stóðu þeir sig einna bezt nafnarnir Jón Ástvaldsson og Jón Hermannsson á miðjunni, sá fyrr- nefndi barðist mjög vel, en hinn byggði upp flestar sóknarlotur’ Ármannsliðsins. Smári tók góða spretti og Viggó Sigurðsson varð mjög ógnandi eftir þvi sem leið á leikinn. sigur, bæði með og án forgjafar. Hann virðist koma sterkari frá hverri raun nú um stundir og kórónar ágætan árangur i Irlands- ferðinni með þessum sigri. Loftur Olafsson er að sækja sig, en eins og oft áður uppá síðkastið, er Þor- björn Kjærbo eini maðurinn, á fullorðnisaldri, sem veitir ungu mönnunum keppni og varð nú i 3.—4. sæti. Úrslit urðu þessi: An forgjafar: (36 hofur) 1. Sigurður Thorarensen GK 71+75, samt. á 146 höggum. 2. Loftur Olafsson NK samt. á 153 höggum 3. —4. Þorbjörn Kjærbo GS samt. á 156 höggum Geir Svansson GR samt á 156 höggum Með forgjöf: (18. holur) 1. Sigurður Thörarensen GK nettó á 67 höggum 2. —3. Atli Arason GR nettó á 70 höggum Loftur Ólafsson NK nettó á 70 höggum. Þeir léku um röðina og Atli vann. 2. og 3. flokkur: An forgjafar: 1. Eggert Isfeld NK81 2. Sigurður Gestsson, G. Borgar- ness 85 3. Björn Þórhallsson GL 89 Með forgjöf: 1. Eggert ísfeld NK nettó á 65 höggum 2. Sigurður Gestsson GB nettó á 70 höggum 3. Guðjón Sigurðsson GL nettó á 71 höggi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.