Morgunblaðið - 08.07.1975, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JULl 1975
13
Reikningar Reykjavíkurborgar 1974:
Rekstrarútgjöld 13%
umfram fjárhagsáætlvm
TEKJUR Reykjavíkurborgar á sl.
ári námu 3.947.3 m.kr., þ.e. 78
m.kr. og 2% umfram fjárhags-
áætlun (3.869.3 m.kr.). Rekstrar-
gjöld námu hinsvegar 3.087.5
m.kr. eda 355.3 m.kr. umfram
áætlun (2.732. m.kr.) þ.e. 13%
yfir áætlun, sem er mun
minna en almennum verð-
hækkunum nam, en innlend verð-
bólga á sl. ári jókst um 54% sam-
kvæmt opinberum gögnum.
Tekjuafgangur til framkvæmda
og greiðslna reyndist 859.8 m.kr.
eða 277.3 m.kr. undir áætlun
(1.137.1 m.kr.). Þessi lækkun á
tekjuafgangi frá rekstri hafði
ekki í för með sér lækkun fjár-
framlaga til eignabreytinga, en
hinsvegar varð að fresta nokkrum
framkvæmdum.
Framangreindar upplýsingar
komu fram í ræðu borgarstjóra,
Birgis Isl. Gunnarssonar, er hann
mælti fyrir reikningum Reykja-
víkurborgar fyrir liðið ár. Fjár-
hagsáætlun ársins var samþykkt í
borgarstjórn í desember 1973.
Tekinn var inn í áætlunina
útgjaldaauki vegna hækkunar
vísitölu síðla árs 1973 (um 10.35
stig) og nýrra samninga við BSRB
(15. des. 1973), er hafði í för með
sér hækkun áætlaðs launakostn-
aðar um 149 m.kr. Áætlun annars
kostnaðar á rekstri var byggð á
RAFVEITA Vestmanna-
eyja hefur að undanförnu
sett upp nokkrar spenni-
stöðvar, sem eru allnýstár-
legar. Ekki er um að ræða,
að byggt sé utan um
stöðvarnar, heldur eru þær
verðlagi eins og það var í nóvem-
ber 1973. Með hliðsjón af 54%
verðbólgu á árinu 1974 verður
13% hækkun heildarrekstrar-
kostnaðar borgarsjóðs að teljast
vottur réttra viðbragða af hálfu
borgarstjórnar.
• Tekjuhlið
borgarreikninga.
Svo sem að framan greinir fóru
heildartekjur borgarsjóðs 78.0
m.kr. fram úr áætlun og vó sú
fjárhæð lítið til að mæta umfram-
greiðslum í rekstri. I stórum
dráttum komu tekjuliðir borgar-
sjóðs þannig út:
0 — Utsvör reyndust 82.0 m.kr.
undir áætlun.
• — Gjaldársútsvör fóru liðlega
1.0 m.kr. fram úr áætlun.
0 — Fasteignagjöld, sem komu
til innheimtu, vóru 37.2 m.kr.
undir fjárhagsáætlun.
0 — Ýmsir skattar (s.s.
byggingarleyfi og leyfi fyrir kvik-
myndasýningar) fóru 5.0 m.kr.
fram úr áætlun.
0 — Arður af eignum fór röskar
19.0 m.kr. fram úr áætlun.
0 — Arður af fyrirtækjum stóðst
nákvæmlega, skv. áætlun.
0 — Framlag frá Jöfnunarsjóði
fór tæplega 107.0 m.kr. fram úr
áætlun, en framlag sjóðsins bygg-
ist á fjárlagaupphæðum og kemur
í þar til gerðum kössum úr
plasti.
Um er að ræða
sænska uppfinningu, sem
bæði sparar tíma og fé við
uppbyggingu rafkerfisins í
Eyjum eftir gos.
ekki i ljós fyrr en eftir á, í lok
hvers árs.
0 — Aðstöðugjöld fóru 25.9 m.kr.
fram úr áætlun.
0 — Tekjur af benzinfé fóru um
l. 0 m.kr. fram úr áætlun.
0 — Dráttarvextir frá Gjald-
heimtu, sem komu í hlut borgar-
sjóðs, fóru 86.8 m.kr. fram úr
áætlun. Útreikningur dráttar-
vaxta fer ekki að fullu frarr fyrr-
en í desembermánuði, þannig að
ekki er vitað fyrr en í lokaupp-
gjöri árs hve háa upphæð aðilar
að gjaldheimtunni fá í sinn hlut í
vöxtum.
• Gjaldahiið
borgarsjððs.
0 — Stjórn borgarinnar fór 42.2
m. kr. fram úr áætlun. Þar veldur
nokkrú hækkun launakostnaðar
en þó meir skýrsluvélavinna
vegna taxtahækkana og aukinnar
forritunarvinnu fyrir bókhald og
launadeild.
0 — Brunamál urðu 18.3 m. kr.
hærri en áætlun, nær eingöngu
vegna launakostnaðar.
0 — Fræðslumál fóru rösklega
64.0 m.kr. fram úr áætlun.
0 — Listir, íþróttir og útivera
fóru 30.0 m.kr. fram úr áætlun.
0 — Heilbrigðis og hreinlætismál
fóru 46.0 m.kr. fram úr áætlun.
0 — Fjárveitingar til félagsmála
urðu 636.0 m.kr. eða 20.8 m.kr.
hærri en áætlun.
0 — Rekstur fasteigna fór 16.6
m.kr. fram úr áætlun.
0 — Önnur útgjöld fóru 88.5
m.kr. fram úr áætlun, þar af 74.7
m.kr. vegna vaxtagjalda, sem er
afleiðing erfiðrar greiðslustöðu
borgarsjóðs á árinu, vegna mikilla
verðhækkana, útlags kostnaðar,
inneigna hjá viðskiptamönnum og
fremur tregrar innheimtu opin-
berra gjalda.
% Gatnagerð,
holræsafram-
kvæmdir o.fl.
Malbikunarframkvæmdir
borgarinnar urðu mestar í nýju
borgarhverfunum. Á árinu var
malbikaður 11.1 km gatna eða
107.500 ferm. Malargötur, sem
eftir er að malbika, eru 14.9 km
en vóru árið áður 18.0 km. Þá
vóru alls steyptir 22.377 ferm. af
gangstéttum.
Holræsaframkvæmdir vóru
einkum í nýju hverfunum. I árs-
lok 1973 var lengd holræsa i borg-
inni samtals 308.0 km en i árslok
1974 323.9 km. Ný holræsi vóru
því lögð sem nemur 15.9 km. að
lengd.
Til gatna- og umferðarmála var
varið 903.4 m.kr. eða 29.4 m.kr.
umfram áætlun. I þvi sambandi
er þó skylt að geta þess að gatna-
gerðin var látin bera kóstnað við
fasteignakaup vegna skipulags að
upphæð 31.5 m. kr.
% Eignabreytingar
og framkvæmdir
Heildarkostnaður við skóla-
byggingar varð 432.3 m.kr. og fór
57 m.kr. fram úr áætlun. Engu að
síður urðu framkvæmdir minni
en fyrirhugað var, enda hefði
áætlunarfjárhæð þurft að hækka
um 100 m.kr. til að fylgja verð-
lagi.
Til leikvallagerðar fóru 16.7 m.
kr.
Til barnaheimila var varið 93.0
m.kr. (þar af frá rikissjóði 22.5
m.kr.).
Skuld Bæjarútgerðar Reykja-
vikur við Framkvæmdasjóð borg-
arinnar, sem stóð i rösklega 209
m.kr. í árslok 1974, var afskrifuð
að fullu skv. ákvörðun borgar-
ráðs.
Skuld Strætisvagna Reykja-
vikur við borgarsjóð jókst um 31.8
m.kr., en afskrifað framlag
borgarsjóðs til fyrirtækisins nam
155.3 m.kr. Tap á rekstri vagn-
anna varð 180.6 m.kr. eða um 150
m.kr. að frádregnum afskriftum.
Rétt er að vekja athygli á þvi,
sagði borgarstjóri, að athuganir
innlendra og erlendra sérfræð-
inga hafa leitt i ljós, að fyllstu
hagkvæmni er gætt í rekstri fyrir-
tækisins og verða orsakir
rekstrartapsins því ekki raktar til
stjórnunar þess. Er raunar sér-
stök ástæða til að þakka forstjóra
SVR, Eiríki Ásgeirssyni, góðan
árangur við erfið skilyrði, sem
eiga rætur i ytri aðstæðum, þ.e.
auknum rekstrarkostnaði, aukn-
um vegalengdum leiðakerfis, far-
þegafækkun o.fl., en verðlagsyfir-
völd stóðu gegn eðlilegri far-
gjaldahækkun til samræmis við
aukinn rekstrarkostnað.
Á Efnahagsreikningi borgar-
sjóðs kemur fram, að skuldir
borgarsjóðs hafa aukizt um 650
m.kr. og vegur þar mest lán við
Landsbanka íslands (600 m.kr.)
sem tekið var vegna erfiðrar
greiðslustöðu á árinu, enda
kemur fram á eignahlið
reikningsins, að eftirstöðvar
gjalda og skuldunauta hafa aukizt
um 500 m.kr. vegnaútlagðskostn-
aðar og versnandi innheimtu
opinberra gjalda. Eigið fé borgar-
sjóðs jókst hinsvegar um 2,3
milljarða á árinu.
Borgarstjóri gerði síðan grein
fyrir starfsemi einstakra fyrir-
tækja borgarsjóðs s.s.: grjótnáms,
pipugerðar, Vatnsveitu Reykja-
víkur, byggingarsjóðs, Rafmagns-
veitu Reykjavikur, Bæjarút-
gerðar Reykjavíkur, Reykjavíkur-
hafnar og Hitaveitu Reykjavikur.
% 54% verðbólga
1 lok ræðu sinnar sagði borgar-
stjóri m.a.:
„Tekjur sveitarfélaganna eru
nokkuð fast bundnar í krónutölu í
upphafi ársins, en hreyfast ekki
með verðbólgunni, nema framlag
úr Jöfnunarsjóði. Aðrar tekjur,
sem um munar eins og útsvör og
aðstöðugjald, miðast hins vegar
við efnahagsástand ársins á und-
an, og ljóst er, að verðbólgan
leikur sveitarsjóðina grátt, þegar
hún geisar jafn ört, eins og reynd-
ist á s.l. ári.
Ég vil sérstaklega vekja athygli
borgarfulltrúa á því, að rekstrSý-
gjöld borgarsjóðs fóru aðeins
13% fram úr áætlun, þrátt fyrir
það að verðbólgan er talin hafa
numið 54% á árinu, eins og ég gat
um áðan. Þessi tala sýnir ótvirætt,
að mikils aðhalds var gætt í
rekstri borgarsjóðs á árinu 1974,
og reyndar endra nær.
Framlag á rekstri til fram-
kvæmda reyndist lægra sem
nemur þessum auknu rekstrar-
gjöldum eða um 277 millj. kr.
Þessi lækkun á tekjuafgangi frá
rekstri hafði þó ekki i för með sér
lækkun fjárframlaga til eigna-
breytinga, en fresta varð þó
nokkrum framkvæmdum.
Um horfur á þessu ári vil ég
einungis segja það, að ýmsar
blikur eru á lofti varðandi aukinn
kostnað borgarsjóðs á árinu. Ég
hef áður getið þess hér i borgar-
stjórn að nýgerðir kjarasamning-
ar muni kosta borgarsjóð 45 millj.
kr. umfram það, sem áætlað hafði
verið til launahækkana við endur-
skoðun fjárhagsáætlunar I aprll-
mánuði s.l. Ýmis annar kostnaður
fer nokkuð fram úr áætlun, og má
m.a. nefna Vinnuskóla borgar-
innar, sem er mun meir sóttur í ár
en hefur verið undanfarin ár. Þá
er ljóst að sérstakar aðgerðir til
að reyna að útvega skólafólki I
Reykjavík atvinnu í sumar muni
kosta borgarsjóð meira en áætlað
hafði verið. Þessi atriði þarf að
sjálfsögðu öll að kanna, þegar út-
svarsálagning liggur fyrir, en
ljóst er, að itrasta aðhalds þarf að
gæta, bæði í rekstri og fram-
kvæmdum, og mjög verður að
fara hægt i að setja nýjar fram-
kvæmdir af stað, þótt áætlað sé
fyrir þeim i fjárhagsáætlun þessa
árs.“
7* ffpkkwrt
9 ú 1.000,000 kr
9 ~ 5OO.Ó0O ™
9 - 200.000 —.
3)5 - 50.000 —
2.520 - 10.000
6,570 - 5.000 —
9.000,000 kr
4.500.000 —
1.800.000 —
15.750.000 —
25.200.000 —
32.050,000 —
89.100.000
Atfkavinníngar:
10 6 50,000 kr
90.000.000