Morgunblaðið - 08.07.1975, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.07.1975, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JULÍ 1975 17 Keppnísgleði 5 met sett í Hafnarfirði og einbeitni í hvers manns svip — Þegar á heildina er litid get ég ekki annað sagt, »n að ég er mjög ánægður með hvernig tókst til með mót þetta, sagði Haraldur Magnússon, formaður Frjáls- íþróttadeildar FH, að loknu meistaramóti hinna yngstu I frjálsum íþróttum, sem fór fram á Kaplakrikavellinum ( Hafnar- firði um helgina, en þar er komin hin ágætasta aðstaða fyrir frjáls- ar fþróttir, nokkuð sem ekki hefur verið fyrir hendi f Hafnar- firði áður. Vafalaust á þessi völl- ur eftir að verða frjálsum fþrótt- um f Hafnarfirði gffurlega mikil lyftistöng, en sem kunnugt er hafa hafnfirzk ungmenni vakið verulega athygli fyrir getu sína f frjálsum fþróttum á undanförn- um árum, og það þrátt fyrir að engin aðstaða væri til æfinga. Bæjarstjórinn f Hafnarfirði, Kristinn Ö. Guðmundsson, setti mótið á laugardaginn, og notaði þá tækifærið til þess að þakka þeim mörgu sem lagt hefðu fram mikla vinnu við að koma vallar- aðstæðum þessum upp og gat sér- staklega um framlag Haralds Magnússonar f þeim málum. Að loknu setningarávarpi bæjarstjóra hófst keppni í 2000 metra hlaupi, sem var aukagrein á meistaramóti þessu, og verður ekki annað sagt en að vel hafi verið af stað farið, þar sem sett voru þrjú ný Islandsmet í hlaupi þessu. Sigurður P. Sigmundsson sigraði á 5:48,7 mín. og bætti drengjamet Kristleifs Guðbjörns- sonar sem var 5:55,8 mín. Gunnar Þ. Sigurðsson varð annar á 6:06,2 mín. og bætti sveinamet sem Sig- urður P. Sigmundsson átti og var 6:24,0 mín. og Magnús Haraldsson hljóp á 7:02,2 mín. og bætti pilta- met sem Gunnar Þ. Sigurðsson átti og var 7:02,8 mín. Fjórði f hlaupinu varð Sigurður Haralds- son á 7:28,4 mfn. Gffurlega mikil þátttaka var í meistaramóti hinna yngstu og væri betur ef slíkt fjör og keppnisgleði væri að sjá á mótum hinna fullorðnu sem sum hver- eru heldur bragðdauf. Og þótt árangurinn i sumum greinum væri ekki neitt á heimsmæli- kvarða var gaman að sjá gleðina og einbeitnina í hinum ungu and- litum. Það gerði hver sitt bezta, og hvers er hægt að krefjast meira. Það er einungis hægt að vona að sem flest þeirra ung- menna sem þarna komu fram og kepptu haldi áfram á sömu braut, og þá þarf ekki að kvíða framtíð frjálsra íþrótta hérlendis. Ágætur árangur náðist í flest- um keppnisgreinunum, ef miðað er við aldur keppenda, en þeir elztu voru aðeins 15 ára og tvö ný aldursflokkamet litu dagsins ljós. Þorsteinn Aðalsteinsson, FH- ingur, setti piltamet í hástökki með því að stökkva 1,70 metra, sem er geysilega gott afrek hjá 14 ára pilti, og boðhlaupssveit IR setti telpnamet í 4x100 metra hlaupi með því að hlaupa á 55,1 sek., sem er góður árangur — aðeins um fimm sekúndum slak- ari en Islandsmetið er i þessari grein. Annars fór ekki hjá því að það voru nokkur ungmenni sem sköruðu fram úr í móti þessu. Þorsteinn Aðalsteináson var atkvæðamestur í piltaflokknum, enda sérlega efnilegur íþrótta- maður, sem hefur nú á skömmum tíma eignazt' þrjú piltamet, i hástökki, stangarstökki og spjót- kasti. I telpnaflokknum voru svo Asta B. Gunnlaugsúóttir og Ingi- björg Ivarsdóttir mest áberandi, en sú sfðarnefnda kom mjög á óvart með því að sigra Þórdísi Gísladóttur í hástökkskeppninni, en Þórdis hefur náð góðum árangri í þeirri grein, 1,63 metrum, sem raunar er annar bezti árangurinn sem náðst hefur frá upphafi hérlendis. Fjölmörg önnur ungmenni sem efnileg eru í þessum flokkum mætti nefna, svo sem Ingva Ö. Guðmundsson, Magnús Haraldsson, Hjört Hawser, Erling Jóhannsson og Cskar Hlynsson, svo aðeins fá nöfn séu nefnd. I flokki stráka og stelpna þar sem keppendur eru 12 ára og yngri var oft hart barizt og lítill munur á keppendum. Þar vöktu sérstaka athygli Arni Arnþórs- son, Guðjón Ragnarsson, Guðni Tómasson Hrefna Magnúsdóttir, Eyrún Ragnarsdóttir, Magnús Gíslason, Kristin Sigurðardóttir, Þóroddur Jónsson, Thelma Björnsdóttir og bræðurnir Svan- ur og Þröstur Ingvarssynir. Þarna er á ferðinni fólk framtfðarinnar, sem á eflaust eftir að láta að sér kveða, þótt það verði ekki fyrr en að 10—15 árum liðnum. Framkvæmd mótsins f Hafnar- firði var með ágætum, þótt tíma- seðill færi nokkuð úr skorðum, og þá mest vegna fjöldans sem þarna keppti, og þess að margir voru að keppa þarna í fyrsta sinn, og því ekki vanir brautunum. — Meira að segja voru veður- guðirnir okkur hagstæðir, sagði Haraldur Magnússon í mótslok, — og hafði það ekki svo lítið að segja. Haraldur kvaðst vilja þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn FH-ingum til aðstoðar við mótshald þetta. — Því er ekki að leyna að okkur skorti ýmislegt til þess að geta staðið fyrir svona móti, sagði hann, — en við nutum sérstakrar velvildar íþróttavall- anna í Reykjavík, sem lánuðu okkur hjálpartæki. Einnig var hlutur þeirra Stefáns Jóhanns- sonar, Armannsþjálfara, og Guðmundar Þórarinssonar, IR- þjálfara, f móti þessu ósmár, sagði Haraldur, — það eru menn sem kunna vel til verka og var það okkur mikill stuðningur að njóta hjálpar þeirra og þekkingar. Urslit Helztu úrslit í meistaramóti hinna yngstu í frjálsum íþróttum urðu sem hér segir: LANGSTÖKK TELPNA: Asta B. Gunnlaugsdóttir, ÍR 5,10 Ingibjörg Ivarsdóttir, HSK 4,90 Kristfn B. Guðlaugsdóttir, A 4,34 Ingibjörg Guðbrandsdóttir, A 4,23 Guðrún Berndsen, USAH 4,15 Sigrún Þórarinsdóttir, A 4,09 Katrfn Sveinsdóttir, A 4,05 Guðrfður Reynisdóttir, ÍR 4,01 IL4STÖKK STRAKA: Magnús Gíslason, IISK 1,30 Arni Arnþórsson, ÍR 1,30 Jón II. Harðarson, HSK 1,30 Þröstur Ingvarsson, HSK 1,25 Svanur Ingvarsson, HSK 1,25 Pálmar Sigurðsson, FH 1,25 Kristján Harðarson, HSH 1,20 Agúst Sigurðsson, FH 1,15 LANGSTÖKK STELPNA: Kristín Sigurðardóttir, A 4,07 Nfna Reynisdóttir.A 4,02 Eyrún Ragnarsdóttir, ÍR 3,88 Hrefna Magnúsdóttir, IISK 3,79 Margrét Óskarsdóttir, ÍR 3,78 Thelma Björnsdóttir, UMSK 3,74 Asdfs Sigurðardóttir, HSH 3,74 Aldís Guðbrandsdóttir, FH 3.63 KÚLUVARP STRAKA: Þóroddur Jónsson FH 8,51 Þröstur Ingvarsson. HSK 8,43 Magnús Gfslason, HSK 8,40 Sigþór Jóhannesson, FH 8,32 Svanur Ingvarsson, HSK 7,63 Guðjón Ragnarsson. ÍR 6,98 Kristján Garðarsson FH 6,70 Kristján Harðason, IISII 6,35 KÚLUVARP PILTA: Þorsteinn Aðalsteinsson, FH 12,54 Kristján Arnason 11,78 Hinrik Hinriksson 10,82 Ingvi ó. Guðmundsson 10,55 Þorkell Sírusson 9,99 Erlingur Jóhannsson, HSH 9,93 Sigurður Einarsson 9,00 Stefán Karlsson 8,94 HASTÖKK PILTA: Þorsteinn Aðalsteinsson, FH 1,70 Hjörtur Hawser, FH 1,55 Sigurður P. Guðjónsson, FH 1,50 Lárus Guðmundsson, A 1,45 Ingvar Sigurðsson, FH 1,40 Sigurður Pálsson, HSH 1,40 Arni Pétursson, HSK 1,35 Jón P. Róbertsson, IISK 1,30 LANGSTÖKK STRAKA: Guðni Tómasson, A 4,71 Arni Arnþórsson, ÍR 4,40 Kristján Harðarson HSH 4,31 Guðjón Ragnarsson, lR 4,24 Halldór Halldórsson, HSH 4,17 Svanur Ingvarsson, HSK 4,16 Þröstur Ingvarsson, HSK 4,13 Jón Ingí, HSK 3.97 HASTÖKK TELPNA: Ingibjörg Ivarsdóttir, HSK 1.40 Þórdfs Gfsladóttir, (R 1,35 Kristfn Bragadóttir, A 1,35 Katrfn Sveinsdóttir, A 1,35 Guðrún Berndsen, USAH 1,30 Ingibjörg Kristjánsdóttir. HSH 1,25 Sólveig Gunnarsdóttir. USAII 1,20 Sigrún Þórarinsdóttir, A 1,15 LANGSTÖKK PILTA: Þorsteinn Aðalsteinsson, FH 5,09 Erlingur Jóhannsson, HSH 4,97 óskar Hlynsson, A 4,96 Jón Pétur Róbertsson, HSK 4,58 Sigurður P. Guðjónsson, FH 4,54 Jón R. Bjarnason, FH 4,43 Birgir Þ. Jóakimsson, ÍR 4,42 Iljörtur Hawser, FH 4.35 KÚLUVARPSTELPNA: Eyrún Ragnarsdóttir, IR 7,50 Hrefna Magnúsdóttir, HSK Aðalheiður Birgisdóttir, FH Hrafnhildur Þórðardóttir, FH Kristfn Sigurðardóttir, A Elfsabet Björgvinsdóttir, HSK Stefanfa Ægisdóttir, FH Guðlaug Ilalldórsdóttir. FH HASTÖKK STELPNA: Kristfn Sigurðardóttir, A Eyrún Ragnarsdóttir, IR Hrefna Magnúsdóttir.HSK Ardfs Sigmundsdóttir, HSK Aslaug Bjarnadóttir, A KÚLUVARPTELPNA: Asta B. Gunnlaugsdóttir, ÍR Hanna D. Stcfánsdóttir, IR Guðrún Kristjánsdóttir. HSH Elva Ingólfsdóttir, FH Sandra Guðlaugsdóttir, HSH Helga Halldórsdóttir, HSH 4x100 METRA HLAUP TELPNA: Sveit ÍR Sveit Armanns Sveit HSK Svelt IISH Sveit Armanns — b Sveit ÍR — b 4X100 METRA HLAUP PILTA: Sveit Armanns Sveit FH Sveit HSH Sveit FH — b Sveit IR Sveit HSK 800 METRA HLAUP PILTA: Ingvi ó. Guðmundsson, FH Magnús Haraldsson, FH Erlingur Jóhannsson, HSH Atli Þór Þorvaldsson, lR Sveinn Guðmundsson, IR Arni Pétursson, HSK Hinrik Hinriksson, HSH Karl Logason, Stjörnunni 60 METRA HLAUP STELPNA: Hrefna Magnúsdóttir, IISK Kristfn Sigurðardóttir, A Eyrún Ragnarsdóttir, IR Ardfs Sigmundsdóttir, HSH 600 METRA HLAUP STRAKA: Arni Arnþórsson, iR Guðjón Ragnarsson, tR Svanur Ingvarsson, HSK Guðni Tómasson, A Sævar Leifsson, FH Þorvaldur Þorstcinsson, Stjörnunni Þórir Grétarsson, iR Þórir Hinriksson, HSK 800 METRA HLAUP TELPNA: Ingibjörg Ivarsdóttir, HSK Guðbjörg Eirfksdóttir, HSK Elva B. Ingólfsdóttir, FH Birna Eirfksdóttir, iR 100 METRA HLAUP TELPNA: Asta B. Gunnlaugsdóttir, IR Ingibjörg Ivarsdóttir, HSK Þórdís Gfsladóttir, lR 100 METRA HLAUP PILTA: Erlingur Jóhannsson, HSH óskar Hlynsson, A Hjörtur Hawser, FH Karl Bogason, Stjörnunni 60 METRA HLAUP STRAKA: Guðni Tómasson, A Kristján Harðarson, HSH Þröstur Ingvarsson, HSK Svanur Ingvarsson, HSK 600 METRA HLAUP STELPNA: Thelma Björnsdóttir, UMSK Kristfn Sigurðardóttir, A Svanhvít Gunnarsdóttir, HSK Asdís Jónsdóttir, FH Nanna B. Sigurjónsdóttir, lR Elva Rafnsdóttir, A Hallbjörg Jónsdóttir, USAII Aldfs Guðmundsdóttir, FH 6,88 6,15 6,01 5,99 5,92 5,91 5,73 1,30 1,30 1,30 1,25 1,20 9,41 9,34 8,25 7,92 7,06 7,03 55.1 57.8 58,4 59.8 60.1 61,1 53.5 53,8 54.3 56.6 59,1 60.3 2:26,9 2:28,1 2:37,5 2:39,6 2:43,9 2:45,2 2:46,2 2:46,7 8,5 8,' 8 8 g'g Það er ekki neinn smá „stfll“ yfir þessum köppum f hástökks- og langstökkskeppninni. 1:53,4 1:54,0 1:54,9 2:00,0 2:03,3 2:05,7 2:09,3 2:13,7 2:42,4 2:53,6 2:58,0 3:02,5 12,9 12,9 13,0 13,0 13,4 13,8 14,0 8,1 8,6 8,8 8,9 2:02,4 2:04,1 2:05,5 2:06,0 2:08,2 2:10,7 2:16,8 2:20,0 Þessi ungi maður dregur hvergi af sér. Tungan úti f munnvikinu og harka í svipnum, enda keppnin tvisýn. . Kristinn Ó. Guðmundsson, bæjarstjóri t Hafnarfirði flytur ræðu við vigslu frjálsfþróttaaðstöðunnar i Kaplakrika

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.