Morgunblaðið - 13.08.1975, Síða 3

Morgunblaðið - 13.08.1975, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. AGÚST 1975 3 „Hreintneyðarástand hefði getað skapazt’ ’ „Hér var um að ræða mjög víðtæka en væga matareitrun, og mun láta nærri að um 1300 manns hafi veikzt, en þetta hef- ur nú gengið yfir og má búast við að fyrstu sjúkl ingarnir af þeim 44, sem lagðir voru í sjúkrahús verði útskrifaðir í kvöld“, sagði Bragi Ólafsson aðstoðarborgar- læknir í samtali við Mbl. í gær. Hann sagði að sýnishorn hefðu verið tekin af matnum, sem fólkið, þátttakendur f kristilega stúdentamót- inu, borðaði f borðsal Laugardalshallarinnar, þar sem mótið hefur far- ið fram, og þau send f ræktun, og mætti vænta niðurstöðu þeirrar rækt- unar eftir 2 daga. Þór- hallur Halldórsson hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur tjáði Mbl., að grunur manna beind- ist að kjötinu, sem notað var í aðalréttinn, sem var unghæna með hrfsgrjón- um og grænmeti. Bragi Ólafsson sagði að Birg- ir Guðjónsson læknir, sem var á læknavakt, hefði gert borgar- læknisembættinu viðvart um eitrunina um fimmleytið í gær- morgun og þá beðið um aðstoð. Halldór Jónsson, aðstoðar- borgarlæknif hefði þá þegar farið á staðinn og auk þess hefði Ólafur Ingibergsson læknir komið á vettvang og 4 hjúkrunarkonur og læknanemi af Landakotsspítala. Sent hefði verið eftir lyfjum og sjúkrahús- um gert viðvart. 44 hefðu verið það veikir, að læknar hefðu tal- ið nauðsynlegt að leggja þá inn, hinum hefði verið veitt að- hlynning á staðnum. Hringt f læknavakt kl. 04.30. I samtali við Mbl. sagði Birgir Guðjónsson læknir að hringt hefði verið til sln um kL 4.3Q og tilkynnt að í Vogaskóla hefði hópur fólks veikzt af uppköst- um og niðurgangi. Er hann hefði komið á staðinn hefði að- koman verið fremur slæm, mikill fjöldi af veiku fólki hefði beðið í röðum eftir að komast á salerni og legið á gólfinu þar. Hann hefði þegar sent eftir hægða- og verkjastillandi lyfj um, en um svipað leyti fengið fregnir af því að ástandið væri svipað I öllum þeim skólum, sem þátttakendur dveldust I. Ljóst hefði því verið að um víð- tæka matareitrun væri að ræða. Hann hefði þá haft samband við lyfjadeildir sjúkrahúsanna til að skýra frá þessu og jafn- framt við almannavarnir og beðið um aðstoð því að ástandið hefði getað orðið líkt því, eins og um hópslys væri að ræða. „Ég vil sérstaklega hrósa i þessu sambandi viðbrögðum Landakotsspftala, án þess að gera hlut hinna spftalanna Aœtlun almannavarna um hópslys var sett í gang Hjúkrunarkona veitir einum mótsgesta aðhlynningu. A14. hundrað mannsfengu vœga matareitrun minni, sem sendi þegar í stað 4 hjúkrunarkonur og læknanema á staðinn. Hópurinn kom svo saman I Álftamýrarskóla, þar sem við skiptum með okkur verkum og gengum sfðan á röð- ina og skoðuðum hvern sjúkl ing fyrir sig og gáfum lyf. Slökkviliðið sá um að flytja I sjúkrahúsin þá sjúklinga, sem við töldum nauðsyniegt að leggja inn og sfðan hlutuðust almannavarnir til um að Rauði krossinn serrdi hjúkrunarfólk f skólana, er lfða tók á morgun- inn til að veita fólki aðhlynn- ingu. Þetta gekk allt mjög vel og skipulega fyrir sig þótt fram hefðu komið ýmsir gallar í kerf- inu, sem menn eru sammála um að hægt verði að leiðrétta og verði leiðréttir. Það má segja að hér hafi farið betur en á horfð- ist í fyrstu, þvi að ef um alvar- lega matareitrun hefði verið að ræða, hefði getað skapazt algert neyðarástand, og ég vil að lok- um segja að mér finnst mjög varasamt að láta á 14. hundrað manns borða sama mat eins og gert hefur verið á þessári ráð- stefnu." Rannsókn heilbrigðiseftirlitsins Þórhallur Halldórsson hjá Heilbrigðiseftirliti Reykja- víkurborgar skýrði Mbl. frá þvf að menn frá eftirlitinu hefðu þegar f gærmorgun farið inn f Laugardalshöll og veitingahús- ið Glæsibæ, sem annazt hefur matseld fyrir mótsgesti til að gera nauðsynlegar rannsóknir og taka sýnishorn. Auk þess hefðu sjúkrahúsin tekið sýnis- horn hjá þeim sjúklingum, sem lagðir voru inn. Þessi sýnishorn hefðu verið send f ræktun og væri niðurstöðu að vænta eftir 2—3 daga. Ekki væri með vissu hægt að segja fyrir um hvað eitruninni hefði valdið, en grunur manna beindist einkum að kjötinu, sem notað hefði ver- ið I aðalréttinn, unghænum. Síðan hefði f samráði við Halldór Júlíusson veitinga- mann f Glæsibæ, eldhúsi húss- ins verið lokað og alger hrein- gerning og sótthreinsun fram- kvæmd á húsakynnunum í öryggisskyni. Sömu ráðstafanir hefðu verið gerðar í Laugar- dalshöll og f skólunum, þar sem ráðstefnugestir búa. Þá hefði veitmgamaðurinn f Glæsibæ endurnýjað allar hráefnisbirgð- ir sínar. Þórhallur sagði að fólk- ið hefði flest verið farið aði hressast um hádegisbilið og að- eins neytt léttrar fæðu í dag, að læknisráði, tes, brauðs, og ávaxta. Hópslysaáætlun í gang Eins og fram hefur komið tóku Almannavarnir rikisins þátt í aðgerðum vegna þessa atviks, þvf svo hefði getað farið, að algert vandræðaástand skapaðist, Ifkt og um hópslys væri að ræða. Hafþór Jónsson erindreki hjá Almannavörnum sagði Mbl að Birgir Guðjónsson læknir hefði fyrst haft sam- band við sig kl. 05.30 til að gera sér viðvart, og síðan 15 mfnút- um seinna, og þá sagt að ástand- ið væri orðið það alvarlegt, að flytja þyrfti fjölda sjúklinga í sjúkrahús. Skv. áætlunum hefði hann þá þegar haft sam- band við sjúkrahúsin til að kanna móttökugetu þeirra. Landspftalinn var með neyðar- vakt og því ákveðið að hlífa - honum eins og hægt vaeri. Sfð- an hefði það verið hlutverk Al- mannavarna skv. áætlunum að raða sjúklingunum niður á sjúkrahúsin. Það hefði gert ástandið mjög viðráðanlegt að eitrunin hefði verið væg og því ekki þurft neina skyndilega fjöldaflutninga á sjúkrahúsin, flutningarnir hefðu dreifzt á tímabilið frá 05.30 til hádegis. „Notum aðeins nýjasta og bezta hráefnið“ Síðdegis i gær höfðum við samband við Halldór Júlíusson veitingamann í Glæsibæ, sem sagði: „Við hörmum að sjálf- sögðu þetta atvik, allir höfðu verið mjög ánægðir með matinn frá okkur, enda ekkert notað til matargerðarinnar annað en það sem við töldum nýtt og gott hráefni. Ég frétti af þessu í morgun, er ég var ásamt mínu starfsliði að undirbúa morgun- verðinn handa fólkinu. Eg stöðvaði samstundis alla matar- afgreiðslu úr eldhúsinu og hafizt var handa um allsherjar hreingerningu og sótthreinsun á staðnum f öryggisskyni og skipti að sjálfsögðu um allar Grunur um að kjötmeti hafi valdið eitruninni hráefnisbirgðir. Menn frá Heil- birgðiseftirlitinu hafa unnið með okkur hér f dag til að fylgj- ast með. Maturinn, sem á boð- stólum var í gærkvöldi, var unghæna með grænmeti og hrfsgrjónum og fs á eftir. Sýnis- horn hafa verið tekin af öllu þessu og send til ræktunar og bfðum við eftir niðurstöðum af þeirri ræktun. Að lokum höfðum við sam- band við Sigurbjörn Sveinsson formann Kristilega stúdenta- félagsins síðdegis f gær, þar sem hann var staddur f Laugar- dalshöll, og spurðum hann um ástandið. Sigurbjörn sagði að yfir 90% mótsgesta hefðu aldrei veikzt mjög illa og þetta gengið yfir á nokkrum klukku- stundum. Menn hefðu tekið þessu atviki með mikilli ró og gamansemi og væru nú nær all- ir hressir og kátir og mótshald- ið færi fram skv. áætlun. „Eg vil leggja á það áherzlu að sam- skipti okkar við Glæsihæ hafa verið mjög góð og almenn og mikil ánægja með matinn það- an,“ sagði Sigurbjörn að lokum. Langflestir fengu aðeins vægt tilfelli og tóku gieði sfna fljótlega aftur eftir léttan málsverð. Ljósmyndir Br. H.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.