Morgunblaðið - 13.08.1975, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 13.08.1975, Qupperneq 10
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. AGUST 1975 Björn Sigfússon: Borgsýslur nokkrar og æðaþrengsli 1. Hugtök mín og samverkandi þættir. I þessari stuttu landafræðitil- raun rúmast efnið skást með því móti, að unptalning sýslna sé fyrst, ein og ein þeirra og mest þó hin fremsta í stafrófinu sé tekin síðan til dæmis, — m.a. dæmis um þarfir framfarar á dögum fólks sem nú er í uppvexti. Næstfyrsta atriði mitt verða örstuttar skýr- ingar á hugtaki, sem innifelur þessar fjórar borgsýslur: 1. Eyjafjarðarsýsla með Akureyri og Dalvík i þvf lögsagnarum- dæmi. 2. Gullbringusýsla með Keflavík og Grindavík í því lögsagnar- umdæmi. 3. Kjósarsýsla með Hafnarfjörð, Garða- og Bessastaðasveitarfé- lög og Seltjarnarnes í því lög- sagnarumdæmi. 4. Reykjavík ásamt Kópavogs- kaupstað, sem hún er sam- gangna- og aðalatvinnumiðstöð fyrir. Tegundareðli og mannfjölda nokkuð á annan tug þúsunda þarf til að geta áunnið sér heitið borg- sýsla. Sú þeirra, sem nýfædd er til þess vegs, Reykjanesskaginn vest- an Straumsvíkur, hefur 10.1 þús. ibúa innan 10 km hringferils (loftlínu) kringum höfuðstað sinn Keflavfk, en slíkt telst eðli- leg breidd í km fyrir smáborg, og ég er ekkert að fást hér um niður- skipanina í sveitarfélög. Tekju- öflun (og raunar búseta) meira en 99% þeirra 11.8 þús. íbúa, sem þessi borgsýsla hafði um næst- Iiðin jól, tilheyrði þéttbýlisstöð- um hennar, og telst hún þvi jafn- mikið „úrbaniseruð“ og Reykja- vík, en borgsýslur nr. 1 og 3 eru það minna. Það, sem gerir Eyja- fjörð að borgsýslu, kemur skýrt fram er á greinina líður, en auk tilþrifamikils miðstöðvarhlut- verks hefur Akureyri nær 12 þús. íbúa og aldargamla höfuðstaðar- hefð fjórðungs síns. Heill sé hugsjónum, sem föður- landsást vor hrærist I, og t.d. man ég eftir mjög tilvitnaðri ritgerð, sem leggur fyrstu drög að 5—20 milljarða hafnarsmíði og 20—30 þús. borg hjá Dyrhólaey, svo út- skipun afurða úr 1368 ibúa sýslu fái gengið greiðlegar en nú (auk samkeppni við Vestmannaeyjar), meðan Kópasker og Ófeigsfjörður 2. á Ströndum sætta sig við að fá dálítið smærri borgir, út úr byggðastefnunni. Ekki er ég móti heilbrigðri byggðastefnu og skil- greini hana -ekkert f dag, skýt aðeins inn fyrirvara gegn hugsan- legri ofnotkun orða, ef menn fýsir að lýsa með borgsýslunafni öðrum algengustu kaupstöðum ásamt nærsveitum þeirra: Eins og Suðurlandsáætlun I (birt 1973) ber ótvírætt með sér, kemur aldrei til mála, að Selfoss (3 þús. ib. á næstunni) muni móta hérað sitt sem borgsýslu. Eins og núv. samgöngumálaráðherra, Halldór Sigurðsson, hefur nýlega andæft öfgahneigð i byggðastefn- unni með því að taka fram, að uppland Grundartangahafnar (og Akranes — Borgarnes) þurfi einnig sína byggðastefnu, á það ófyrirsjáanlega langt i land, að menn þurfi að kvíða ummyndun á Borgarfjarðarsýslu f borgsýslu. Eins frábið ég mér rex og pex út af tilveru þess orkufreka iðnaðar, sem borgsýslur og aðrar sýslur munu skipta af áfergi milli sin i framtíð. Þvf segir fyrirvari minn: Ef þið notið borgsýslunafn, þá haldið ykkur við jörðina og við fyrr- greint lágmark stærðar, hafnar- og flugvallanýtingar, að ógleymdu því borgarauðkenni, að þar sé víðátta atvinnutæki- færanna hin mesta, er ísland gefur, bæði fyrir menntafólk, iðjuvant fólk og ýmsar þjónustu- stéttir. Slfkt er aðdragandi og allt annað en fyrirbygging þess, að fámennari staðir nái góðri breidd atvinnutækifæra. Ádeilulaust get ég sagt: Vonii; um, að borgir fái blóðtappaáföll, erú að vísu í skáldlegri tízku, helzt meðal ungra áreynslu- leysingja, en þær skáldvonir mis- reikna áhrif æðaþrengsla á norræn lönd og á islenzka kapp- girni. Nóg um þann vanda að sinni. I landfræðilegri staðreynda- túlkun er æðakerfi búsetusvæð- anna lýst með því að fjalla um hentuga, ellegar óhentuga, sam- verkun þátta, sem heita: 1. Nýting orku, sem auk mann- afls er innlend hitaorka, raf- orka og aðkeypt olfuorka. Samgöngur: fiski- og vöruhafn- ir, flugvellir, hringvegur, hrað- brautir frá landshlutavörustöð til nálægra héraðskjarna. 3. Önnur starfsemi markaðs- þróaðs hagkerfis á svæðinu, s.s. verzlun, peninga- og tryggingastofnanir, margar stofnanir héraða og ríkis. 4. Óþvíngað streymi vinnuafls innan borgsýslunnar og oft komið lengra að eða þaðan burt um sinn. 5. Kunnáttuþátturinn: skóla- kerfi, upplýsingaþjónusta, tæknileg geta að ógleymdu þvf, að fólk gleymi ekki að hafa lag á að njóta lifsins. Og illa dugir, ef þessi 5. liður yxi kostnaðar- lega hinum liðunum yfir höfuð eða hann bæri skarðan hlut í keppni við þá. II. Geta þá borgsýslur lært hver af annarri? Samanburður á 1., 2. og 3. borgsýslu gæti reynzt frjó- samari til að skilja stefnu þeirra en hitt að bera þær saman við Reykjavik. Hún hefur áskapaða stefnu sína, þá að vera höfuðborg og miðstöð samskipta vorra við önnur lönd. Hún er af enn fleiri ástæðum hliðstæða 100 — 300 þús. manna borga um norðan- verða Evrópu, og þær kringumstæður hennar eru alger sameign svæðisins frá Straumsvík að Esju. En utan þess svæðis búa á landinu aðeins 100 þúsund slétt, sem græða fátt á því að taka svo reykvískar kringumstæður til sin. Viðleitni þeirra 100 þúsunda til að tjá sig um eigin markmið lifir í kreppu svo Iengi sem þeim finnst ekkert nema Reykjavfk geta verið borg gædd eiginleikum framan- töldu liðanna 1—5, og mætti breyting á verða. Þar með er samt óþarfi að gera ráð fyrir, að vaxtar- skilyrði téðra eiginleika geti ekki líka orðið býsna góð í fámennari héruðum. Togaraútgerð og iðnaður, gjarn- an f stórum stfl, hafa framleitt Hafnarfjörð nútímans og ráða Bjorn Sigfússon. framtfðarstefnu. Að tiltölu við stærð má segja Reykjavík hlé- drægari í þeirri sókn. Framvegis mun uggur um mengun, ef stór- verksmiðjur yrðu leyfðar inni í Sundum, kenna Reykjavfk það að Iáta öðrum stöðum landsins eftir orkufrekasta iðnaðinn, sérlega ef óhreinleiki gæti fylgt (svo sem af löndun úr olfutankskipum). Fyrir sömu sök mega slík fyrirtæki ekki lenda, meira en orðið er, inn f kaupstaði sjálfa, en borgsýsl- urnar eiga þá tök á góðum hafnar- stæðum hæfilega marga km frá mesta þéttbýli sínu. Álykta má, að þær láti sér fordæmi Hafnar- fjarðar að kenningu verða, að mörgu leyti. I Hafnarfirði, Kópavogi, Kefla- vík o.s.frv. mótast nú fjölbrautar- skólar samfellds náms á 13—20 ára aldursstigi. Þeir leiða suma til verkþekkingar eða verzlunar- starfs, aðra áleiðis f háskólanám. Ekki treysti ég mér að spá, hverja ummyndun þessi skólastefna geri síðan á Akureyri, sjálfsagt þó meiri en orðið gæti f smákaup- stað. Hinn hefðbundni og sterki menntaskóli Akureyrar á að geta haslað sér völl til hliðar við fjöl- brautir, og til styrks sér og Norðurlandi gæti hann ráðizt að auki f upptöku einhvers mennta- þreps f ofanálag á stúdentspróf, enda yrðu stíg þess þreps metin gild f tilteknum háskóladeildum annarsstaðar. Könnun nefnda og stjórnvalda á þvf mannsaldralanga stefnu- markmiði að flytja landsmið- stöðvar fyrirtækja og stofnana talinna í 3. lið mfnum f einhverjar héraðamiðstöðvar fer merkilega dult nú um stundir, kannski af skynsemistregðu, kannski vegna pólitískrar áhættu. Hef ég ónógan kunnugleik til að ræða væntan- legar óskir borgsýslna í þvi sam- bandi. Samgöngumál og rafvæðing, svo og nægur jarðvarmi leiddur i náinni framtíð f allt þéttbýli borg- sýSlnanna, eru ekki einkamál þeirra staða, heldur landsmál, sem grein mfn veit og gengur út frá sem sjálfsögðu. Það er svo hlutur fyrir sig, að norðlenzkir kaupstaðir búa í dag yfir þungri gremju fyrir seinagang fram til 1977 við að koma þeim málum áleiðis. Það eitt, að ekki er auð- velt að hefna þess á neinum söku- dólgi, hygg ég munu leiða óbeint til kapps og frekju um að ná vel hlut sínum á næstu árum. Seink- un á hitaveitu Suðurnesja gæti haft áþekkar verkanir. Snúum svo frá hlutum, sem almennt gilda fyrir héruð þjáð af vaxtarverkjum, og höldum okkur að framvindu f botni Eyjafjarðar, séða úr loftinu. III. Fjórðungsmiðstöð teygir arma langt, rýfur einangrun Sú er afmörkun borgsýslunnar út með firði, að vegna vetrartor- færu um Múla sinn telst Ólafs- fjörður ekki með, enda löngu orð- inn óháður kaupstaður, fornvan- ari þvi en Dalvík að vera skilinn frá stærri viðskiptaheildinni. Vilji menn líka nema Hrísey og Grfmsey úr borgsýslu, þar sem ekki sé bflfært þangað, ættu menn að auka Svalbarðsströnd- inni inn í staðinn,sakir nándar við Akureyri, og tæki ég gilt ef orku- frek verksmiðja yrði sett við Sval- barðseyri eða út f Yztuvík t.d., að hún lægi þá atvinnurekstrarlega séð innan e.k. borgsýslumarka. I manntali get ég þessa hér að engu og tek heldur Grímsey og Hrfsey (samtals 380 íb.) með óskiptri Eyjafjarðarsýslu, sem hefur 2.7 þús. manns, en Dalvík nær 1.2 þús., svo borgsýslan er komin fast að 16 þúsundastærð, sem gerir tvo þriðju af íbúafjölda Norðurlands eystra. Virðist nú hlutfallið milli hins eyfirzka parts og nyrðri hlut- ans haldast í varanlegu jafnvægi. Drjúglangt, en greiðfært ,er frá Dalvfk til Akureyrar. En með vegastyttingu, sem ráðgerð er austur um leirur hjá Akureyri og víðar (Hjálteyri — Reystará t.d.) þurfa Hjalteyri og Yztavík varla að vera lengri leið frá flugvelli leirunnar en Grindavík er frá Keflavík eða StraumsVík frá Sundahöfn, stórum nær Akureyri eru hafnir við Dagverðareyri og Svalbarðseyri. Slíka miðpunkts- aðstöðu getum við nú hrósað kaupstaðnum fyrir auk alls, sem kom endur breiðfirzkum skáld- jöfri til að segja um hann þetta: Framhald á bls. 17. Alþjóðaþing Who’s Who 1975 Who’s Who er heimskunn al- þjóða uppsláttarbók, gefin út ár- lega af einum þekktasta háskóla Englendinga, Cambridge. 1 hana eru skráð nöfn manna og kvenna, sem valin hafa verið, helztu ævi- atriði og störf, svo sem ritstörf, tónlistarstörf, og fleira. Fá þeir, sem til greina koma, bréf, þar sem þeim er tjáð að ónefndur aðili hafi bent á viðtak- anda og fylgir eyðublað til út- fyllingar, fyrir kemur að fleiri en einn aðili hafa bent á sama mann- inn og fær hann þá tvö eða fleiri bréf með nokkru millibili. Aðalritstjóri bókarinnar er nú dr. Ernest Kay, hámenntaður maður; sér hann ásamt aðstoðar- mönnum sínum um útgáfuna og alla framkvæmd hennar. Nokkru eftir að bréf höfðu verið send út og svarað, tilkynnti dr. Kay að ákveðið hefði verið að efna til Alþjóðaþings á Waldorf-Astoria, N.Y. dagana 13. —18. júlí og bjóða þangað þeim er skráðir yrðu I bókinni árið 1975. Væri þetta fyrsta Alþjóðaþing útgáfunnar. Kostnað urðu þátttakendur að greiða sjálfir, þó með hæfilegum afslætti og yrðu þeir að búa á Waldorf á meðan á þinginu stæði. Þingið sóttu um fjögur hundruð manns, hvaðanæva að 1 úr heiminum, þar á meðal frá Is- landi þau Magnús Blöndal Jó- hannsson tónskáld og Þorbjörg Arnadóttir rithöfundur. Þingið var frábærlega vel skipulagt af dr. Ka'y og aðstoðar- fólki hans og fengu menn nokkrum vikum áður dagskrá mótsins og allar upplýsingar um fyrirkomulag, o.fl. Var þátttak- endum skipt í sex umræðuhópa og mátti hver velja sinn hóp. Þá var sendur listi yfir skoðunar- ferðir í N. Y. og var þar einnig úr mörgu að velja. Fyrsta daginn tíndust þátttak- endur að á mótsstaðinn og þá um kvöldið á milli sex og átta voru þeir boðnir til veizlu í Stjörnu- salnum, Starlight Roof, á átjándu hæð, þar sem dr. Kay og kona hans tóku á móti gestum í and- dyri. Var þetta kynningarkvöld, fljótandi veitingar með tilheyr- andi. Hvftir, svartir, brúnir, gulir gengu um og settust við smáborð. Mátti sjá fleiri liti við sama borð og fór vel á með öllum. Meira bar á konum en körlum, enda var þátttakendum leyft að hafa maka sína með. Dagskráin var I stórum dráttum þannig að allir þinggestir komu saman k. 9.30 að morgni í stórum sal (Empire). Voru þá flutt erindi af merkum mönnum við ýmsar stofnanir o.fl. og spurningum svarað. Síðan skiptust menn i hópa eftir vali og voru stjórn- endur hópanna fyrirfram ákveðn- ir af mótsstjórninni. Stópu hóp- fundir yfir fram yfir hádegi flesta daga og stundum einnig síðdegis. Hóparnir voru: Fjölmiðlar, Eldri borgarinn, Æskan f dag, Leikhús og kvikmyndir, Tónlist (innif. ópera og ballett), Bókmenntir (innif. ljóðlist). Höfðu stjórn- endur orðið, en spurningar og umræður frá þátttakendum. Síðdegis var farið í skoðunar- ferðir á merka staði, svo sem í hús Sameinuðu þjóðanna, Lincoln Center, Metropolitanóperu- höllina, Metropolitanlistasafn- ið, Klaustursafn, leikhúsferð á Brodway — allir leikarar svartir, bátsferð til Roosewelt og Randalleyja að kvöldlagi, svo og kvöldferð um miðborg. N. Y. Meðal þeirra, sem morgun- erindi fluttu var Ivor Richard, Q.C. sendiherra brezka samveldis- ins hjá Sameinuðu þjóðunum og fulltrúi í öryggisráðinu. Skýrði hann frá starfsemi S.Þ. f stórum dráttum og kvað það álit sitt að starf S.Þ. bæri árangur með því að þarna ræddust menn við frá öllum þjóðum og kynstofnum og kynntust sjónarmiðum hver annars. Annar merkur fyrirlesari var einn af aðallögreglustjórum New Yorkborgar og nefndist erindi hans: Glæpur og refsing. Kvað hann það vera hald margra að N.Y. væri mesta glæpaborg í Bandaríkjunum, en þó væri hún sú þréttánda í röðinni. Sagði hann að margt væri reynt til hjálpar þeim, sem Ientu á villigötum, en þó að þeir hinir sömu hefðu dvalið á skólum f þrjú ár, byrjuðu þeir fljótlega aftur á sinni gömlu iðju, stæðu menn því oft ráðþrota og vissu enga lausn á vandamál- inu. Meðal annars var hann spurður hvert álit hans væri á líflátsdómum og svaraði hann þá að svo vel vildi til að hann væri í nefnd, sem væri á móti lífláts- dómum, enda engin ákvæði um það í stjórnarskránni. Sfðasta morguninn gerðu hóparnir sex grein íyrir störfum sinum. Þá voru flutt ávörp og kveðjur. Birtist þá allt i einu maður á ræðupalli, brúnn á hör- und og gildur um sig, í skósíðri móleitri kápu og með samlita húfu á höfði. Kvaðst sá vera frá Uganda og hefði seinkað. Annan boðskap flutti hann ekki. Síðdegis var farið i lokaskoð- unarferðina, ekið gegnum Mið- garð — Central Park og út á hæð, þar sem ævafornt klaustur stóð, aðflutt og hafði verið hlaðið á ný steinn yfir steini. Hvorki nunna né munkur tóku á móti gestum eins og f kíaustrunum á Grikklandi og Italíu, enda var þetta nú safn. Forkunnarfögur, litrík veggteppi, meistaralega ofin vöktu hrifningu, einnig lítill klausturgarður, tré og sjaldgæfar jurtir. Friðsældin þar úti minnti á gömlu klaustrin og raunar öll byggingin. Siðasta kvöldið var þátttakend- um boðið til matarveizlu í ball- salnum, Grand Ballroom. Var þar vel veitt, ávörp og kveðjur fluttar, gestir allir glaðir og reifir, en ei um of. Lauk veizlunni fyrir mið- nætti. Morguninn eftir bjuggust menn svo hver til síns heima, þreyttir eftir stranga daga, en með minn- ingar, sem lengi munu geymast. Þetta fyrsta Alþjóðamót Who’s Who fór f alla staði vel fram, hvítir, brúnir, gulir, svartir blönduðu geði eins og bræður og systur og engar ýfingar eða mis- sætti að sjá né finna. Virtust allir glaðir og ánægðir og má vissulega þakka dr. Kay og aðstoðarfólki hans þennan góða árangur og sýn- ir að fólkið á þessari litlu jörð gæti lifað f sátt og friði, ef samúð og velvilji fengju að ráða. Þ.A.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.