Morgunblaðið - 13.08.1975, Síða 13

Morgunblaðið - 13.08.1975, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. AGUST 1975 13 f HROLLSAMFÉLAGI nú- tímans er það lögmál yfir- vofandi síbreytinga, sem ræður gerðum þjóðfélaga og einstaklinga. Þetta gildir um einstaklingana, þjóðirnar og samskipti landa og heims- hluta. Það gildir siðferðis- lega, efnahagslega og stjórn- málalega. Raunar er hér ekki aldeilis neitt nýtt á ferðinni. Herakleitos orðaði sömu hugsun fyrir 2500 árum með orðskviðnum: Allt flýtur. En nú gerast breytingarnar svo snögglega og hörkulega, að sú spurning hlýtur að vakna, hvort manneskjan gæti að sjálfri sér og svokallaðri sálar- heill í hinum hraða leik tækn- innar og breytinganna. Stjórnkerfið, sá rammi, sem þing þjóðanna og stjórnmála- mennirnir, með aðstoð milljóna sérfræðinga, setja til stjórnunar ríkja, er yfirleitt svo þungt í vöfum og marg- brotið, að mörg úrræði til umbóta eru úrelt um leið og þau loks eiga að koma til framkvæmda. Það er rétt á mörkunum að viðkomandi stjórnkerfi nái að fylgjast með hinum sífelldu breyt- ingum og langt frá að þeim takist að laga sig að þeim. Allar ákvarðanir og áætlana- gerð hafa oft mjög óraun- hæft gildi rétt til bráða- birgða, því að morgni eru allt aðrar forsendur gildandi en kvöldið áður. Mælikvarðinn á raungildi fyrirtækja og heilla ríkja og ríkjasamsteypa, er á okkar dögum fremur sá, hversu fljótt skipulag þeirra og stjórnkerfi getur aðlagað sig síbreytilegum aðstæðum, fremur en framtíðaráætlana- gerð hafi nokkurt raunhæft gildi sem slíkar. Aðlögunarhæfni Nefna mætti fjölmörg dæmi um þessa þróun utan- lands og innan. Olíukreppan skall yfir með svo snöggum hætti að flestir urðu gripnir hálfgerðu móðursýkisæði til að reyna að bjarga afkomu- möguleikum sinum. Hættan á stjórnmálalegri fjárkúgun, efnahagslegri kyrkingu og upplausn alls samstarfs á sviði gjaldeyrismála, kippti botninum nær því alveg úr ríkjandi jafnvægi í stjórnmál- um og efnahagsmálum. Hver varð sjálfum sér næstur og t.a.m. í Efnahagsbandalagi Evrópu flögruðu hin níu sam- stilltu ríki hvert í sína átt fyrst í stað, eins og hænsnahópur. Svo lýsti einn æðsti stjórn- andi bandalagsins viðbrögð- um meðlimaríkjanna. Burðar- ásarnir í alþjóðlegu efna- hagssamstarfi heimsins voru nær brostnir. Á gjaldeyris- málasviðinu hafði Bretton Woods samkomulagið verið uppistaða kerfisins frá 1944—1971 unz Nixon for- seti felldi úr gildi það sem eftir var af gullinnlausnar- skyldu Bandaríkjadollars. Það var ein þýðingarmesta ákvörðunin, sem nær strax varð til þess að flestir gjald- miðlar heimsins voru látnir fljóta. Þar með var liðin tíð fastrar skráningar gjaldmiðlanna og í samræmi við það fallin brott undirstaða gjaldeyriskerfis eftirstríðsáranna. Öllum var Ijóst að víðtækra aðgerða og umbóta var þörf. En breyt- ingarnar urðu jafnan með svo sviplegurn hætti að í hvert skipti sem sérfræðingar og ráðamenn helztu við- skiptaþjóða og samsteypa heimsins hittust að máli til að reyna að finna lausn vand- ans, voru niðurstöður síðustu ráðstefnu þegar úreltar orðn- ar og vandamálin höfðu fengið allt aðra vídd og nýja stærð. Gripið var til þess að hafa fastar, en þreytilegar skrán- ingar gjaldmiðlanna, en sú skipan varð fljótt að víkja, því tíminn leiddi í Ijós að ekki tókst að ná þeirri festu sem stefnt var að. Þá var gripið til þess að reyna að hamla gegn allt of snöggum og miklum breytingum á gengi gjald- miðlanna. Það hefur lítinn ávöxt borið. Nú horfa gjaldeyrismál heimsins þannig við, að við- komandi aðiljar hafa í raun hætt við að reyna að finna varanlega framtíðarlausn í bili, og í staðinn horfið að því að sinna þýðingarmiklum verkefnum, sem fyrir liggja; fyrst og fremst hvernig fara skuli með og mæta hinum gífurlega olíuauði; og sjúkra- hjálp handa hinum mörgu, bágstöddu meðlimaríkjum Við lifum á tímum hinnar sérfræðilegu áætlana-- gerðar. En mælikvarðinn á raungildi fyrirtækja, heilla ríkja og ríkjasamsteypa, er á okkar dögum fremur sá, hversu fljðtt skipulag þeirra og stjðrnun- arkerfi getur aðlagað sig síbreytilegum forsendum, fremur en framtfðaráætlanagerð hafi nokkurt raun- hæft gildi sem slík. Allt flýtur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sérstaklega svokölluðum þróunarlöndum. Með svip- uðum hætti hafa samninga- umleitanir innan tolla- samstarfs GATT orðið fyrir neikvæðum áhrifum vegna1 hinna margvíslegu breyt- inga, sem orðið hafa í alþjóða fjármálaheiminum og á gjald- eyrismálaskipan heimsins. Svokallaðar Tokyoumræður áttu að halda áfram starfinu frá Kennedy-umræðunum um tollalækkanir og afnám annarra viðskiptahafta. Líklegt er þó nú, að flestir aðiljar muni una því vel, þótt engin niðurstaða fáist á þess- um vettvangi. Gott mun þykja ef ekki verður í framtíð- inni hróflað verulega við sjálfu markmiði GATT, þ.e. að vinna áfram að lækkun tolla og afnámi viðskipta- hafta og takmarkana. Núverandi ástand hefur því miður eridurvakið óttann um að margar þjóðir muni ef til vill grípa til viðskiptahafta. Hin nýja viðskiptamálalög- gjöf í Bandaríkjunum er m.a. greinilegt spor í þá átt að vernda bandarískt atvinnulíf gegn samkeppni erlendis frá. Og mörg lönd vilja fá breytt reglum GATTS þannig, að undanþáguheimildir verði auðfengnari, ef löndin telja, að nauðsynlegt sé að grípa til ráðstafana — eða hafta, vegna ástands í viðkomandi landi. Sum ríki hafa jafnvel bent á, að er slíkar undan- þágur verði ekki veittar, muni þeim verða nauðugur einn sá kostur að sniðganga reglur GATTS. En hinn skyndilegi skortur á ódýrri olíu og verðhækkun á öðrum hráefnum hefur líka beint athyglinni frá innflutn- ingshöftun til takmarkana i útflutningi. Þær ráðstafanir, sem nokkrar þjóðir hafa grip- ið til og hafa að miði niður- skurð í útflutningi vissra hrá- efna, hafa skapað þörf fyrir enn ný ákvæði í samfélagi þjóðanna; einskonar siða- reglur, þar sem kveðið væri á um e.k. viðurlög fyrir að taka skyndilega fyrir útflutning á tiltekinni vöru til þeirra aðilja, sem áratugum saman hafa verið mjög háðir þessum inn- flutningi. Stökkbreytingar En það er ekki aðeins tíðni breytinganna, sem veldur erfiðleikum fyrir andlega aðlögunarhæfni aðiljanna og stórfelldum áföllum í lang- flestum ríkjum heims; jafnvel svo að þjóðfélagsbyggingin er á heljarþröm. Það er ekki síður, hversu gagngerar og miklar þessar sífelldu breytingar og umsviptingar eru. Tækniþróunin hefur ungað út kjarnasprengjunni, þannig að mannkynið ræður nú, hvenær það útrýmir sjálfu sér með sprengingu og hefur þannig í hendi sér heimsendi hinna helgu rita. Það er líka með öðrum hætti sem mannkynið er talið færast nær endalokunum og það ekki síður hröðum skrefum: fólksfjölgunin I heiminum. Það liðu tvær milljónir ára, þar til mann- kynið náði fyrsta milljarð- inum, árið 1850. Þvínæst tók það 112 ár að ná þrem milljörðum, 1 962. Og ef ekki tekst að hafa hemil á fjölgun- inni í framtíðinni, verður mannkynið orðið fimm milljarðar árið 2000. Fleira fólk þýðir' aukna neyslu þráefna og iðnaðar- varnings og meiri mengun, sem hvort um sig dregur úr raunvexti, nema snillingar tækninnar finni ný úræði til að skjóta endalokunum á frest. Eins og útlitið blasir við í dag, og sé tillit tekið til fjölgunarinnar og sam- svarandi neyslu, mun blý og zínk verða þrotið eftir 1 3 — 1 5 ár, kopar eftir 23 ár, olía eftir 30 ár og járngrýti eftir 50 ár. Verðbólgan í löndunum og milli einstakra þjóða og markaðssvæða hefur líka stuðlað að því að breikka bilið milli stétta þjóð- félaganna og milli þjóðanna innbyrðis. Árlegar verðlags- hækkanir á 6. áratugnum voru að meðaltali 2 — 3%. Á þeim sjöunda voru þær enn nokkuð svo hóflegar, 3 — 4%. En nú hin síðustu ár er þessi viðmíðun á bilinu 6 — 25% og 14% í OECD- löndunum. Baráttan sem fram fer í flestum iðnþróuðum ríkjum, og snýst um að viðhalda óbreyttum — eða bættum lífskjörum — heldur báli verðbólgunnar logandi og andstæðurnar milli aðilja vinnumarkaðarins verða æ grimmari. Verðbólgan hefur einnig orðið til að skerpa andstæð- urnar milli hinna þróuðu ríkja og hinna vanþróuðu. Miklar hækkanir hafa orðið á verði fullunninna vara iðnþróaðra ríkja, en hráefni vanþróaðra ríkja, önnuren olía, hafa ekki hækkað neitt að sama skapi. Hin skyndilega sprenging, sem varð á verði olíunnar, og kom til framkvæmda af pólí- tískum og hernaðarlegum væringum, eru aðeins ógn- þrungin eftirköst áratuga- langrar undirborgunar á verði þessarar orkutegundar. Aðeins fá önnur hráefni munu hækka að sama marki og því verður bilið milli „ríka" og „fátæka" heimsins enn lengra en áður. Verðbólgan hefur líka orsakað slíka fá- tækt og eymd víða í svoköll- uðum þróunarlöndum, að hún er alveg óskiljanleg Ibúum Vesturlanda. Bilið milli lífskjaranna í nefndum löndum er talið hafa verið 2:1 árið 1850, var orðið 10:1 árið 1950 og 15:1 árið 1970. Og hagspá- menn nútímans gera ráð fyrir að þessi hlutföll árið 2000 verði 30:1. En þar með er ekki öll sagan sögð. Það er líka sívax- andi tekjumismunur milli ein- stakra þjóðfélagsstétta í sjálf- um þróunarlöndunum. Sá vöxtur, sem þrátt fyrir allt verður, kemur aðallega til góða fámennri yfirstétt. Þetta ástand leiðir oft til mikillar spennu í viðkomandi löndum og hefur oft leitt til stjórn- málalegra erfiðleika og upp- lausnarástands. En það er óumdeilt, að mikil og réttlát aðstoð og hjálp við þróunarlöndin er ekki aðeins kærleiksrlkt mannúðarstarf, heldur mun það, þegar fram I sækir, koma hinum iðnþróuðu ríkj- um heims mjög til góða. Milliríkjaviðskipti og alþjóðastjórnmál ■ grein Samantekt eftir BRAGA KRISTJÓNSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.