Morgunblaðið - 13.08.1975, Side 20

Morgunblaðið - 13.08.1975, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1975 Pétur prangari það er best að þú skiljir hestana eftir ► hérna megin við ána. Gamli ferjumaður- inn hjálpar þér sjálfsagt yfir“. Pétur gamli fór nú af stað, hafði mikið nesti og marga hesta, en þá skildi hann eftir við ána, eins og honum hafði verið ráðlagt. Síðan tók ferjumaður hann á bak sér, og þegar þeir voru komnir út í ána, kastaði hann honum niður í vatnið og sagði: „Nú getur þú ferjað fólk yfir, þangað til einhver tekur við af þér“. Og hafi enginn gert það, það er ríki Pétur prangari að bera fólk yfir ára enn í dag. Sonur ekkjunnar Það var einu sinni bláfátæk ekkja, sem aðeins átti einn son. Hún þrælaði og vann fyrir drengnum, þangað til hann var fermdur, en þá sagði hún við hann, að nú gæti hún ekki alið önn fyrir honum leng- ur, nú yrði hann sjálfur að sjá fyrir sér. Piltur lagði þá af stað, og þegar hann var búinn að fara dagleið eða um það bil, mætti hann manni, sem hann aldrei fyrr hafði séð. „Hvert ætlar þú?“ spurði maður þessi. ✓"COSPER — Við höfum engar áhyggjur af þessu — þetia er á hæðinni fyrir neðan! V________________________________________/ * „Eg ætla út í heiminn, og reyna að hafa ofan af fyrir mér“, sagði pilturinn. „Viltu vinna hjá mér?“ „Ojá, alveg eins hjá þér, eins og hverj- um öðrum“, svaraði drengurinn. „Þú skalt eiga gott hjá mér“, sagði maðurinn, „þú átt bara a* vera félagi minn og mér til skemmtunar, en annað þarftu ekki að gera“. Svo fór piltur með honum, og nóg fékk hann að eta og drekka, og hafði lítið eða ekkert að gera, en aldrei sá hann nokkurn annan mann en húsbónda sinn. Einn góðan veðurdag sagði húsbóndi hans við hann: „Nú þarf ég að fara í ferðalag i viku, og á meðan verður þú að vera einn heima, en þú mátt ekki fara inn í neitt af þessum fjórum herbergjum. Ef þú hlýðir því ekki, þá skalt þú láta lifið, þegar ég kem heim aftur“. Piltur lofaði að fara ekki inn í neitt af herbergjunum fjórum. En þegar maðurinn hafði verið að heiman í þrjá eða fjóra daga, gat piltur- inn ekki ráðið við sig lengur, heldur fór inn í eitt herbergið. Hann litaðist um, en sá ekkert annað en hillu yfir dyrunum, og á hillunni lá vöndur. Það var þá eitthvað að banna manni að sjá, hugsaði drengurinn. Þegar vikan var liðin, kom maðurinn heim aftur. „Þú hefir ekki farið inn i neitt af herbergjunum fjórum?“ sagði hann. „Nei, það hefi ég ekki gert“, sagði piltur. „Ég skal nú fljótt ganga úr skugga um það“, sagði maðurinn, og með það fór hann inn í herbergið, þar sem pilturinn hafði verið. „Jú, grunaði mig ekki, hingað hefirðu farið“, sagði hann, „og nú skaltu engu fyrir tína nema lífinu“. Drengurinn grét og baðst vægðar sem best hann kunni, og lifinu fékk hann að halda, en hýddur var hann fast og lengi. Þegar því var lokið, voru þeir sömu vin- irnir og áður. Nokkru síðar fór maðurinn aftur af stað í ferðalag, og sagðist þá myndu vera að heiman hálfsmánaðar tíma, en fyrst skipaði hann piltinum, að stíga ekki fæti inn í neitt af herbergjunum, sem hann hafði ekki þegar komið inn i, því inn i það, sem hann hafði áður komið, mátti hann gjarna fara. Jú, það fór eins og i Vl £9 MORö-dKí KAFfíNU Jafnvel þótt þér þurfið ekki á ryksugu að halda, — má ég ekki segja alla sölumannssög- una mér til upprifjunar? Blátt áfram fáranlegt að eyða ^tórfé f kyifur og bolta, áður en maðhr kann að slá. Mér virðist sem þú hafir enn einu sinni borðað brauðsneiðar uppi I rúmi, þegar þú komst heim f nótt. SÍGfAöND z Kvikmyndahandrit að morði Eftir Lillian O'Donnell Þýðandi Jóhanna Kristjónsdóttir. 19 þeim einhver slikja svo að maður- inn virlist í öðrum heimi, með hvítl og þykkl hárið niður í and- litið og úr hálfopnum munninum rann froða niður á hökuna. Og þessi aumkunarverða mannvera sagði við ransóknarlögreglu- mennina: — ftg vil gera alll sem ég gel til að hjálpa ykkur. Ilann vék til hliðar svo að lög- reglumennirnir gætu gengið inn og skellti hurðinni næstum á nef- ið á niðurbrotinni dóttur sinni. Augu þeirra beindust að tveim- ur dagblöðum sem lágu á skrif- borðinu. Annað með frásögn af endurkomu Mariettu Shaw lil Hollywood og síðan síðdegisútgáf- an, þar sem sagt var frá dauða hennar. Kroneberg lét sig falla þvnglsa- lega niður í skrifborðsstólinn. — Hann fór af stað án hennar! stundi hann. — Hvers vegna gerði hann það? — Hver, Kroneberg? spurði Link áfjáður. — Umboðsmaðurinn ... Hagcn. Ég skil það ekki . .. það er hrein- asta brjálæði. Link beygði sig yfir borðið og starði inn f vot augu kvikmynda- framleiðandans. — Segið okkur nú allt af létta Kroneberg. Alveg frá byrjun. — Já, já, Kroneberg reyndi að herða sig upp. — Það byrjaði fyr- ir nákvæmlega fjórtán árum . .. David vissi að hugur hans hvarfl- aði ár aftur f tfmann og að hann hafði ómeðvitað ýtl hugsunum um niðurlægingar áranna sem á milli voru, frá sér. — Ég sat inni f sýningarher- berginu og fyldist með því sem tekið hafði verið upp þann dag- inn, byrjaði Kroneberg seinma>It- ur. — Ég hafði fyrirskipað að ckki mætti trufla mig, en þegar mér var sagt að konan mín væri f sfmanum, vissi ég að eitthvað al- varlegt hlaut að vera á seyði. Beulah var alveg tryllt og ég skildi hvorki upp né niður í þvf sem hún sagði til að byrja með. Þegar mér varð loks Ijóst hvað hún var að fara, varð ég svo fjúk- andi vondur, að ég skalf frá hvirfli til ilja. Ég hafði ekki leng- ur hugsun á að fylgjast með upp- tökunni, heldur hafi ég hugann við það eitt að komast sem fyrst á fund Eugene Brayms og stöðva hann f viðbjóðslegu atferli hans. Ég var alveg viss í minni sök og þóttist sjá hvað fyrir honum vekti: fjárkúgun ... ekkert ann- að! En að mín eigin dóttir hefði af fúsum og frjálsum vilja látið mis- nota sig svona gróflega ... ég var að sökkva niður f jörðina af skömm og sorg. Ég þekkti Brahm, hann hafði meira að segja verið gestur á heimili mfnu! Fram að þessu hafði ég litið á hann sem hálf- gerðan sakleysingja. Ég vissi að hann hafði aóeins komið f sam- kvæmið hjá mér til að reyna að fá mig til að útvega sér vinnu og kannski reyna að fá að mála Naomi. Ilann reyndi að sleikja sig upp við hana um kviildið, en ég varaði hana við og sagði að hann væri eitt af þessum sníkju- dýrum, sem aðeins hugsuðu um peninga og vildu umtal um sig. Hún sagði að við yrðum öll að hugsa um eigin hag og sagðist hafa áhuga á að vera módel hjá honum en ég svaraði að ég skyldi fhuga málið. Svo reiknaði ég með að hún hefði ekki aðhafst neitt frekar í málinu. A leiðinni til Brahms tókst mér að ná ofurlftið meira valdi yfir mér. Hvað bjóst sá við sem hafði hringt í konu mfna án þcss að kynna sig, að græða á þvf sjálfur? Var það Brahm sjálfur sem hafði hringt? Var hann svo djúpt sokk- inn? Eða höfðu þau Naomi skipu- lagt þetta f sameiningu til að þvinga mig? Það gat verið skýr- ingin. Að sumu leyti var ég stolt- ur af dirfsku dóttur minnar en ákvað að gera mikið veður út af þessu og veita henni síðan föður- lega fyrirgefningu mfna ... og kannski leyfi til að vera módel hjá honum. Ég lék hlutverk mitt sem hinn reiði faðir með mestu prýði, að ég held, þegar ég æddi inn til Brahms, en viðbrögð hans urðu til þess um hrfð að ég sá rautt. — Já, en ég sver, hr. Krone- berg, að dóttir yðar er ekki hér og hefur ekki verið hér ... Eins og ég léti nú leika svona á á mig! — Nú, þá hafið þér vfst ckkert á móti þvf að ég skoöi mig um f húsinu? sagði ég kaldhæðnislega. Og hann tók þátt f leiknum og sagði: — Tja, ef það getur róað yður er það guðvelkomið mfn vegna. Ég tók hann á orðinu og þaut upp stigann og um húsið eins og feJIibylur. En hvergi bólaði á Naomi nokkurs staðar. Þegar ég kom niður stóð hann enn f gang- inum, sakleysið uppmálað — Ég er ekki búinn enn, öskraði ég og byrjaði að ganga f áttina aö her- bergi við forstofuna. En þá gekk hann í veg fyrir mig. Jæja, hugs- aði ég. Hún er sem sagt að fela sig þarna inni. — Nú er ég húinn að fá nóg Kroncbcrg! Ég hef sagt yður að Naomi er hér ekki og ég hef leyft yður að ieita um allt húsið af þvf að ég skildi kvfða yðar. En þér

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.