Morgunblaðið - 13.08.1975, Síða 21

Morgunblaðið - 13.08.1975, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. AGUST 1975 21 VELVAKAIMOI Velvakandi svarar ! slma 10-100 I kl. 14—15, frá mánudegi til föstu- | dags. j % „Hreintrúuðum“ til góðfúslegrar athugunar Þessa fyrirsögn setur séra Björn O. Björnsson bréfi sínu: „Jóhann M. Kristjánsson stór- kaupmaður hefur skrifað hvítgló- andi grein í Tímann vegna endur- nýjaðar fregnar um að danskur kvikmyndaframleiðandi ætli, með tilstyrk ríkisstjórnar Dana, að gera ástafarsmynd um Jesú. Þarna gætu blessaðir hrein- trúarmennirnir lært dálítið, ef þeir sæju sér fært vegna „hreinnar" trúar sinnar! „Guðspekinemann" Jóhann M. Kristjánsson tekur það sárar en þá sjálfa — eftir tjáningarleysi þeirra að dæma — að vanhelga eigi mynd Jesú á almannafæri. Hann er alveg i öngum sfnum, en við hinir látum það inn um annað og út um hitt. Björn O. Björnsson." # Orðsending til eiganda Víkurskála Hér er bréf frá Hafnarfirði, og er bréfritari Hreinn Aðal- steinsson tannlæknir: „I júlimánuði siðast liðnum ókum við hjónin austur að Skafta- felli. Við áðum í landi Fagradals austan Víkur í Mýrdal og vorum þar i tvær nætur. Skammt austan Vikur er skáli, sem ég held að heiti Víkurskáli. Þar er benzín- sala, verzlun og matsala. Ekki var þó búið að opna matsöluna, þegar við vorum á austurleið, en okkur var sagt, að það yrði gert „eftir helgina". Þegar við svo komum að austan á fimmtudagskvöldi, ákváðum við að borða í þessum nýja skála. Starfsfólkið er alúð- legt og staðurinn þokkalegur og maturinn ágætur. En samt hugsa ég mig um tvisvar áður en ég skipti við þennan stað aftur. Hvernig má það vera? Svarið er þetta: Þarna var varla líft fyrir ólátum og djöflagangi í unglinga- lýð, sem virðist hafa hertekið staðinn. Afgreiðslustúlkurnar voru að reyna að þagga niður í þessum skríl — en án árangurs. Ég hef enga hugmynd um hver á þennan stað, en vil þeim, sem í hlut á, allt hið bezta. Þess vegna ráðlegg ég eigandanum eindregið að gera allt, sem í hans valdi stendur, til þess að reka þennan ófögnuð af höndum sér. Er ekki komið nóg af yfirgangi skrílmenna á íslandi? Með þökk fyrir birtinguna. Hreinn Aðalsteinsson." fáið ekki aðgang að vinnustofu minni. — Jæja, svo að þetta er vinnu- herbergi yðar! Þér getið bölvað yður upp á það að þangað ætla ég ntér að fara! Brahm vék til hliðar, sennilega eins og Naomi hafði sagt honum að gera, hugsaði ég. Ég æddi inn en stóð sem steini lostinn þegar ég kom auga á málverkið I trön- unum. Ég hef ekki hugmynd um hve lengi ég stóð svona. Það eina sem ég skynjaði var að málverkið var ÉKKI af dóttur ntinni. — Já en ... þetta er ekki Naomi, stamaði ég. Brahm kínkaði þreytulega kolli en sagði ekkert. Eftir langa mæðu gat ég slitið augun af málverkinu. — Það var hringt I konuna mfna ... nú, það skiptir engu máli nú. Ég sneri mér viljalaus aftur að málverkinu. — Hver er þessi stúlka? — Ung leikkona, sem heitir Marietta Shaw. — Já. Þér getið vlsl kvatt hana fram úr felustaðnum. — Hún er ekki hér. — Ilvar er hún þá? • Flakkeðli íslendinga B.P. skrifar: „Af þvi að fátt er meira í fréttum en ferðalög Islendinga út og suður, jafnt innanlands sem til útlanda, datt mér i hug að senda þér þennan pistil. Ég skal verða manna síðastur til að letja fólk til þess að ferðast og skoða sig um — allir hafa gott af þvi að breyta um umhverfi og vikka svolitið sjóndeildarhring- inn. En á þessum síðustu og verstu timum í gjaldeyrisvandræðum okkar fyndist mér, að fólk ætti að reyna nýja aðferð við að leita sér hressingar og endurnæringar í sumarfríinu. Eins og allir vita eru fáar þjóðir, sem leggja jafn mikla rækt við að búa heimili sin sem allra glæsilegast og Islendingar. I mý- mörgum tilfellum er um að ræða fólk, sem vinnur næstum dag og nótt allan ársins hring, og er þar af leiðandi aldrei heima hjá sér nema yfir blánóttina. Gæti nú ekki verið góð til- breyting fyrir þetta fólk að dvelj- ast á heimili sinu í sumarfríinu og nóta þess til fulls, sem það hefur kostað svo miklu til? Ég leyfi mér að mæla með því- líku sumarfrii, því að þannig hagaði ég mínu frii fyrir tveimur árum, og get með sanni sagt, að ég hef aldrei hvílzt betur eða notið heimilis míns eins og þá, Ég er ekki að segja, að allir eigi alltaf að sitja heima í stofunni sinni, en þetta er þó þess virði að reyna það einu sinni. t Reykjavik, og sjálfsagt annars staðar á landinu líka, er margt að skoða og við að vera, þegar maður gefur sér góðan tima. Ég bendi á nokkra staði, — Laugardalinn, umhverfi Tjarnarinnar, Árbæ, og svo auvitað marga staði i ná- grenni Reykjavíkur, sem þeir eiga auðvelt með að heimsækja, sem hafa umráð yfir bil. Annað var það nú ekki að þessu sinni, Velvakandi minn. Með beztu kveðju, B.P.“ £ tJtvarpsráð og barnatíminn Kristfn Guðmundsdóttir, 2. götu 7 við Rauðavatn, skrifar: „Kæri Velvakandi. Þökk fyrir góða viðkynningu. Ég hefi áður skrifað þér um það efni, sem ég óska að koma á fram- færi i þessum vinsæla þætti þinum, sem flestir lesa. Það er að skora á Utvarpsráð að sjá til þess að bæði mín barna- börn, sem eru mörg, og öll lands- ins börn fái sem oftast að heyra i barnatimanum hinn ágæta upp- lestur Ólafar Jónsdóttur skáld- konu. Lika eru sögur hennar og ljóð hollt og hugljúft efni, svo af ber, bæði fyrir unga og aldna. Henni sé þökk færð með vin- semd og beztu óskum. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Kristfn Guðmundsdóttir.“ HÖGNI HREKKVÍSI Útsala- ■TÍZKUVERZLUN HVERFISGÖTU 39| SIGGA V/öGA £ \iLVimi m £KK/ WÆGTA9 SfNUö VÓ£K \ TuKTWóSIO Fym A9 SENRA FAí/A/A VöWGKF/AUSA \ WAOS/NN Á 'rÓLKl! Húseignin Smáragata 1 3 er til sölu. Húsið er um 700 rúmmetrar að stærð. Það stendur í fögrum trjágarði á stórri eignarlóð. Bílskúr. Upplýsingar um húsið veita Stefán Hilmarsson, bankastjóri og Sigurgeir Jónsson, bæjarfógeti. LÆRIÐ VÉLRITUN Ný námskeið eru að hefjast. Kennsla eingöngu á rafmbgnsritvélar Engin heimavinna Innritun og upplýsingar í sima 21719. Vélritunarskólinn, Suðurlandsbraut 20, Þórunn H Felixdóttir Bikarkeppni KSÍ Melavöllur í kvöld kl. 8 leika Valur — ÍBV Valur. Til sölu sýnis og sölu eftirtaldar bifreiðar Toyota Carina 1 974 Toyota Corona M K 1 1 1973 Toyota Crown 2000 1 968 Toyota Crown 2600 1972 Toyota Landcruser 1975 Toyota umboðið, Nýbylavegi 10. Sími 44 144 © Nota&ir bílar til sölu O Volkswagen 1 20073 — '74. Volkswagen 1300 '70 — '74 Volkswagen 1303 '73 — '74 ^ Volkswagen Fastback '73 Volkswagen Passat '74 Volkswagen K 70 L '72 Morris Marina '74 Audi '66 Volkswagen sendiferðabíll '71 Saab 96 '72 Land Rover bensín '67 Land Roverdiesel '71 — '74 Range Rover '71—- '74 Tökum bíla í umboðssölu, rúmgóður syningar- salur. HEKLA hf. Laugavegi 170—172 — Sími 21240

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.