Morgunblaðið - 13.08.1975, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 13.08.1975, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. AGUST 1975 ÍBK í undanúrslitin eft- ir 2:0 sigur yfir Víkingum Keflvfkingar urðu fyrstir liða til þess að tryggja sér rétt til þátttöku f undanúrslitum Bikar- keppni KSÍ 1975. I gærkvöldi sigruðu þeir Vfkinga með tveim- ur mörkum gegn engu f feik lið- anna á Melavellinum, og voru það nokkuð sanngjörn úrslit þegar tekið er mið af tækifærum og gangi leiksins. Mörk sfn skoruðu Keflvfkingar á 10. og 13. mínútu leiksins og þótt Vfkingar næðu allgóðum sóknarlotum f leiknum og hefðu verðskuldað að skora, tókst þeim það aldrei, enda vörn Keflavfkurliðsins með bezta móti f þessum leik og markvarzla Þor- steins ólafssonar örugg. Keflvfkingar léku byrjun þessa leiks af miklum krafti og ákveðni og það var fyrst og fremst sfðar- nefnda atriðið sem færði þeim mörkin tvö. Hið fyrra kom á 10. mfnútu. Þá léku Keflvíkingar upp hægri kantinn og Jón Ólafur Jónsson átti mjög góða sendingu inn í teig Víkinganna, þar sem Steinari Jóhannssyni tókst að smeygja sér milli varnarmanna Vfkinga og senda knöttinn f netið. Aðeins þremur mínútum síðar breyttist staðan f 2—0. Hilmar Hjálmarsson átti þá ágætt skot á Víkingsmarkið, sem Diðrik náði að hálfverja. Nokkrir varnarleik- menn Vfkings voru til staðar, en Frábært mílu- met: 3:49,4 mín. JOHN Walker frá Nýja-Sjálandi setti nýtt frábært heimsmet f míluhlaupi á fþróttamóti f Gauta- borg f Svfþjóð f gærkvöldi. Nýja metíð er 3.49,4 mfnútur. Gamla metið átti Filbert Bayi frá Tanzanfu, 3.51,0 mfnútur, sett f maf s.l. Walker er þvf fyrsti mað- urinn sem hleypur mfluna undir 3.50,0 mfn. Og það skemmtilega er, að Walker sagði á blaðamannafundi í gær, að hann byggist ekki við þvf að nokkur maður myndi ná þessu marki á þessarri öld. Walker, sem er 23 ára gamall, hafði forystu frá upphafi hlaupsins í gærkvöldi og kom i markið heilum 5 sekúndum á undan næsta manni. þeir voru alltof seinir að átta sig á hlutunum. Það var Einar Gunnarsson, hinn harðskeytti leikmaður Keflavfkurliðsins hins vegar ekki. Hann hafði fylgt vel á eftir og tókst að senda knöttinn framhjá Diðrik ög í markið. Eftir að staðan var orðin þannig náði Víkingsliðið sér loks bæri- lega á strik og sýndi allgóð tilþrif allt fram undir lok leiksins, en þá mögnuðu Keflvíkingar aftur f sig kraft og voru stundum nærri að skora. Ekki var um nein verulega hættuleg færi við mörkin að ræða, en bæði Iiðin sýndu stundum lag- lega tilburði til þess að spila í gegn. Annars sáust f leik þessum flest einkenni malarknattspyrn- unnar, ónákvæmar sendingar og mikil hopp og stökk eftir knettin- um. Hefði stundum ekki þurft að vera innan girðingar til þess að fylgjast með leiknum, þegar leik- ið var á „annarri hæð“ eins og það var kallað. Langbezti leikmaður Keflavfk- urliðsins og raunar bezti maður vallarins í þessum leik var Einar Gunnarsson. Hann sýndi feikilega góða baráttu, og hafði mjög góðar staðsetningar í vörn og sókn, auk þess sem sendingar hans miðuðu oftast að ákveðnu marki. I Kefla- víkurliðinu áttu einnig góðan leik þeir Grétar Magnússon, sem aldrei lætur af baráttu sinni og magnast þegar mest á ríður, og Dregið í riðla í úrslitum 3. deildar: Akureyrarliðin leika ekki saman DREGIÐ hefur verið um það hvaða lið leika saman I úrslita- keppni þriðju deildar sem fram á að fara um aðra helgi. Leikið verður f tveimur riðlum og mæt- ast sigurvegararnir f riðlunum sfðan f úrslitaleik um réttinn til að leika í 2. deild að ári. Lið sem verður númer 2 f 3. deild á þó einnig möguleika á að leika f 2. deild næsta sumar þar sem fjölga á um eitt lið f deildinni. Frjáláþrótta- landsliðið valið tslenzka landsliðið sem mætir Skotum f frjálsfþróttakeppni á Laug- ardalsvellinum 19. og 20. ágúst n.k. hefur nú verið valið. Eru tveir nýliðar í landsliðinu, þeir Björn Blöndal, KR, sem tekur þátt f 4x100 metra boðhlaupi og Pétur Pétursson, HSS, sem tekur þátt f þrfstökks- keppninni. Upphaflega var svo um samið að keppt yrði bæði f karla og kvennagreinum, en nú er ljóst, að ekki getur orðið af kvennakeppn- inni. Munu Skotar ekki hafa talið sig hafa efni á þvf að senda kvennalið sitt hingað „á kvennaárinu“. tslenzka landsliðið í keppninni við Skota verður þannig skipað: 100 metra hlaup: Sigurður Sigurðsson, A, Vilmundur Vilhjálmsson, KR. 200 metra hlaup: Bjarni Stefánsson, KR, Vilmundur Vilhjálmsson, KR 400 metra hlaup: Bjarni Stefánsson, KR, Vilmundur Vilhjálmsson, KR 800 metra hlaup: Jón Diðriksson, UMSB, Júlfus Hjörleifsson, tR. 1500 metra hlaup: Ágúst Ásgeirsson, IR, Jón Diðriksson, UMSB. 5000 metra hlaup: Sigfús Jónsson, ÍR, Gunnar P. Jóakimsson, IR 10.000 metra hlaup: Sigfús Jónsson, IR, Jón H. Sigurðsson, HSK 3000 metra hindrunarhlaup: Ágúst Asgeirsson, IR, Sigurður P. Sig- mundsson, FH. 4x100 metra boðhlaup: Vilmundur Vilhjálmsson, Sigurður Sigurðsson, Bjarni Stefánsson og Björn Blöndal. 4x400 metra boðhlaup: Vilmundur Vilhjálmsson, Bjarni Stefánsson, Stefán Hallgrímsson og Sigurður Jónsson. 110 metra grindahlaup: Valbjörn Þorláksson, KR, Stefán Hallgrfms- son KR, 400 metra grindahlaup: Stefán Hallgrfmsson, KR, Jón S. Þórðarson. tR. Hástökk: Elfas Sveinsson, IR, Karl West Fredriksen, UMSK Langstökk: Friðrik Þór Úskarsson, IR, Sigurður Jónsson, HSK Þrfstökk: Friðrik Þór Óskarsson, IR, Pétur Pétursson, HSS. Stangarstökk: Valbjörn Þorláksson, KR, Elfas Sveinsson, IR, Kúluvarp: Hreinn Halldórsson, HSS, Guðni Halldórsson, HSÞ. Kringlukast: Erlendur Valdimarsson, SR, Óskar Jakobsson, IR. Spjótkast: Óskar Jakobsson, IR, Snorri Jóelsson, IR. Sleggjukast: Erlendur Valdimarsson, SR, Þórður B. Sigurðsson, KR. I a-riðli úrslitakeppninnar leika Stjarnan, KA, Fylkir og Austri eða Einherji. I b-riðli leiða saman hesta sína Þór, Þróttur og Is- firðingar. Er erfitt að segja hvor riðillinn er sterkari, en Akureyringar eru eflaust glaðir að liðin þeirra tvö skuli ekki leika í sama riðli, en þau eru af mörgum taMn sterk- ustu Iiðin f 3. deild. Lið eins og Þróítur frá Neskaupstað, Iþrótta- bandalag Isafjarðar og Fylkir úr Árbæjarhverfi eru þó einnig öflug um þessar mundir. Liðin hafa ekki tapað leik f þriðju deild f ár og aðeins fengið á sig örfá mörk. Stjarnan hefur sýnt fram- farir í leikjum sfnum seinni part sumarsins og sumir sterkustu leikmenn liðsins, sem hlotið hafa meiðsli, eru á góðum batavegi. Ekki er enn ljóst hvort það verður Austri frá Eskifirði eða Einherji frá Vopnafirði, sem tekur þátt f úrslitunum, en þessi lið urðu jöfn að stigum í riðlinum fyrir austan. Leika þau saman í kvöld að Eiðum og fæst þá úr því skorið hvort þessara liða, sem sýnt hafa mjög misgóða leiki í sumar, verður í úrslitunum. Eins og áður sagði fer úrslita- keppnin fram um aðra heigi, dag- ana 22.—25. ágúst. Leikir f öðrum riðlinum fara fram f Reykjavík, en möguleiki er á því að leikir hins riðilsins verði leiknir úti á landi. Einar Gunnarsson skorar annað mark Keflvfkinga f leiknum f gær- kvöldi. Diðrik Ólafsson gerir árangurslausa tilraun til bjargar. Ljósm Mbl. Friðþjófur. Hilmar Hjálmarsson, piltur sem er í mikilli framför. Gunnlaugur Kristfinnsson, varamaður í Víkingsliðinu, sem kom inn á f fyrri hálfleik var bezti leikmaður félags sins, átti vand- aðar sendingar og barðist vel. Þá átti Hafliði Pétursson einnig góða spretti í leiknum og Róbert Agn-< arsson stóð sig einnig oftast með ágætum, þótt stundum væri hann. dálítið glannalegur í vörninni. Dómarinn, Ragnar Magnússon, Reykjavíkurmót í körfuknattleik REYKJAVlKURMÓTIÐ f körfu- knattleik hefst 1. október. Þátt- tökutilkynningar þurfa að hafa borizt til Körfuknattleiksráðs Reykjavíkur í Iþróttamiðstöðinni f Laugardal fyrir 22. ágúst næst- komandi. hafði góð tök á leiknum, en nokk- ur harka hljóp í hann undir lokin. Tveimiir leikmönnum, Hilmari Hjálmarssyni, IBK, og Magnúsi Þorvaldssyni, Vfking, var sýnt gula spjaldið. _stjl Gústaf náði OL-lágmarkinu GCSTAF Ágnarsson, lyftinga- maður úr KR, náði glæsilegum árangri í lyftingum þungavigt- ar á innanfélagsmóti KR, sem fram fór f Sænska-frystlhúsinu f fyrradag. Setti hann tvö ný Islandsmet og náði Olympíu- lágmarki þvf sem alþjóðlega Olympfunefndin hefur sett f þungavigtarflokknum. Gústaf byrjaði á þvf að bæta Islandsmet sitt f snörun um 2 kg, er hann Iyfti 162,5 kg og sfðan jafnhattaði hann 190,0 kg, þannig að samanlagður árangur hans var 352,5 kg og er það nýtt Islandsmet. ísfirðingar 1 úrslitum í öllum yngstu flokkunum ISFIRÐINGAR eiga mjög efni- legum knattspyrnumönnum á að skipa og lið þeirra f 4. og 5. flokki hafa tryggt sér sæti f úrslita- keppni yngri flokkanna, sem fram fer f Reykjavfk um næstu helgi. Þá er þriðji flokkur félags- ins einnig talinn nokkuð öruggur um að komast f úrslit, en iBl og Víkingur frá Ölafsvfk eiga eftir að leíka aukaleik um sæti f úr- slitunum. I þriðja flokki hafa eftirtalin lið tryggt sér rétt á að leika f úrslitum: Huginn Seyðisfirði, Reynir Sandgerði, Þór Akureyri,- IBI eða Víkingur Ó og Breiðablik eða IBK. I 4. flokki leika til úrslita Þrótt- ur Neskaupstað, Akranes, IBI, Fylkir, KA og UBK. I 5. flokki verður baráttan á milli Austra, Eskifirði, Vals, Völsunga, Þróttar R, IBI og Fylkis. Hefjast leikirnir í yngri flokkunum á föstudaginn kemur og verður leikið á Melavellinum, Háskólavelli og Valsvelli i Reykjavík. Urslitaleikirnir í yngstu flokkunum fara svo fram á Melavellinum á mánudaginn. Þrír bikarleíkir í kvöld I KVÖLD fara fram þrír leikir f 8—liða úrslitum bikarkeppni Knattspyrnusambands tslands. Tveir þessara leikja verða á Reykjavfkursvæðinu, en einn verður á Akureyri. Eru það KR- ingar sem fara norður og leika þar við 3. deildar Iið Þórs, sem er eina liðið utan 1. deildar sem enn er eftir f keppninni. Sá leikur hefst kl. 19.30. Leikur FH og Akurnesinga fer fram á Kaplakrikavelli í Hafnar- firði og má búast þar við spenn- andi og skemmtilegri viðureign. FH-ingar sigruðu Akurnesinga mjög óvænt er liðin mættust á þessum velli f 1. deildar keppn- inni á dögunum, og er ekki að efa að Akurnesingar hafa fullan hug á að hefna harma sinna. Þótt Akurnesingar hafi oftsinnis kom- izt f úrslit f bikarkeppninni hafa þeir aldrei unnið sigur í henni. Leikurinn hefst kl. 19. Kl. 20 hefst svo á Melavellinum leikur milli núverandi bikar- meistara Vals og Vestmanney- inga, og þar ætti einnig að geta orðið um spennandi leik að ræða. Bæði þessi lið hafa misst af mögu- leikanum á sigri i 1. deild og leggja þvi mikla áherzlu á að kom- ast áfram f bikarnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.