Morgunblaðið - 13.08.1975, Side 24
AUííLÝSINGASÍMINN ER:
22480
AUGLVSINGASÍMINN ER:
22480
2H»r0unbl«Íii)>
MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGtJST 1975
3 bátar tekn-
ir í landhelgi
Voru 15 mílur fyrir innan 12 mílurnar!
LANDHELGISGÆZLAN
Ljósm. Mbl. Sigurgeir.
NÓTIN UM BORÐ — Skipverjar á aflaskipinu Sigurði RE, taka risavaxna nótina
um borð. Tvo vörubíla þurfti til að koma henni niður á bryggju. frgtt bls ^ )
Utiræktað grænmeti:
30 tií 50% uppskeru-
brestur eftir tegundum
stóð í gær þrjá togbáta frá
Grundarfirði að meintum
Roksala í
biblíum á
hringveginum
Fíladelfíusöfnuðurinn i Reykja-
vík pantaði á þessu ári biblíur hjá
Hinu islenzka bibliufélagi fyrir 1
millj. kr. Samkvæmt upplýsing-
um Einars Gíslasonar forstöðu-
manns safnaðarins hefur sala á
biblíunum og sérprentuðum bibl-
iuritum gengið mjög vel. Meðal
annars tóku hjón í Fíladelfiusöfn-
uðinum með sér bibliur I
skemmtiferð á bil sínum I kring
um landið, og á hringveginum
seldu þau biblíur fyrir 144 þús.
kr. Tveir félagar úr söfnuðinum
fóru til Suðausturlands í júlí og
seldu þar biblíur og aðrar kirkju-
legar bækur fyrir 700 þús. kr.
Hafa fleiri skip
farið yfir 135
tonna markið?
NO ER verið að athuga hvort
fleiri sildveiðiskip en Loftur
Baldvinsson EA hafi farið yfir
135 tonna aflamarkið, sem síld-
veiðiskipunum i Norðursjó er
sett. Morgunblaðinu er kunn-
ugt um, að bæði örn KE og
Skarðsvík SH liggja undir
grun um að vera komin yfir
þetta mark. Skarðsvik seldi
t.d. í fyrradag, en gaf þá upp,
að síldin væri fengin fyrir
vestan 4. gráðu, þar sem frjáls
veiði er. Við athugun kom i
ljós, að skipið hafði einnig selt
8. ágúst s.I. eða 3 dögum áður.
Það er því ómögulegt, að síldin
hafi fengizt á þeim slóðum, þar
sem minnst 5—6 sólarhringa
ólöglegum veiðum á miðj-
um Breiðafirði, um 15 mil-
ur innan 12 mílna mark-
anna. Voru þetta bátarnir
Gustur SH 24, Sigurfari
SH 105 og Gullfaxi SH 125.
Mál skipstjóranna verða
væntanlega tekin fyrir hjá
sýslumanninum í Stykkis-
hólmi í dag.
Landhelgisgæzlan hefur undan-
farið fengið fjölda kvartana um
gróf landhelgisbrot víða við
landið, en mikil þoka hefur haml-
að því að hægt væri að standa
þrjótana að verki. I gær barst slík
kvörtun frá Breiðafirði og var þá
mögulegt að fara í landhelgisflug.
Tók landhelgisgæzlan á leigu nýja
Cessnuvel Sverris Þóroddssonar,
TF-GTS. Skipherra var Bjarni
Helgason. Kom flugvélin að
bátunum um klukkan 14 og voru
tveir þeirra að togveiðum en einn
að taka inn veiðarfærin. Þeir voru
allir á svipuðum slóðum, um 15
mílur fyrir innan 12 mílurnar.
Eins og fyrr segir hafa margar
kvartanir komið til Landhelgis-
gæzlunnar að undanförnu um
gróf landhelgisbrot. Enda þykir
löghlýðnum sjómönnum það hart
að fá þann afla á viku sem lög-
brjótarnir fá kannski á einni
nóttu með þvi að skrapa botninn
upp I harða landi, eins og einn
starfsmaður Gæzlunnar orðaði
það i samtali við Mbl. I gærkvöldi.
FULLTRÍIAR frá hollenzku
Fokker-flugvélaverksmiðjunum
hafa verið hér á Iandi undanfarna
daga til viðræðna við yfirstjórn
Landhelgisgæzlunnar vegna fyr-
irhugaðra flugvélakaupa Gæzl-
unnar. Sagði Pétur Sigurðsson
forstjóri f samtali við Morgun-
blaðið f gær, að væntanlega yrði
gengið frá kaupunum f dag, mið-
vikudag. Eins og fram kom f frétt-
um fyrir skömmu, hefur rfkis-
stjórnin veitt 450 millj. króna til
kaupa á nýrrí gæzluflugvél.
MJÖG siæmar horfur eru nú með
uppskeru á útiræktuðu grænmeti
s.s. rófum, hvftkáli og blómkáli.
Pétur Sigurðsson sagði i gær, að
Fokkervélin, sem nú er verið að
semja um, yrði alveg ný og að
nokkru leyti sérsmíðuð fyrir
Landhelgisgæzluna. Sagði Pétur,
að vegna hinnar stóru landhelgi
yrði vélin að vera búin aukaelds-
neytisgeymum og erfitt væri og
dýrt að breyta notuðum vélum.
Þvi væri heppilegast að fá nýja
vél beint frá verksmiðjunni, en
það þýddi aftur að nekkur bið
yrði á því að hún kæmist í gagnið.
Hin kalda og þurra veðrátta
framan af sumri dró mjög úr
vexti alls útiræktaðs grænmetis,
þannig að það kom þremur vikum
seinna á markaðinn en f venju-
legu árferði. Garðyrkjubændur,
sem Mbl. hafði tal af, sögðu að
uppskerubresturinn væri milli 30
tíl 50% eftir tegundum. Verstar
eru horfurnar með uppskeru á
blómkáli en auk þess horfir illa
með uppskeru á rófum og hvft-
káli.
Einar Hallgrimsson, garðyrkju-
bóndi, Garði, Hrunamannahreppi,
sagði, að uppskeruhorfur hjá
bændum fyrir austan væru mjög
slaklegar og til jafnaðar mætti
búast við um 30 til 40% uppskeru-
bresti í útiræktuðu grænmeti.
Þessi uppskerubrestur kemur
mjög illa við þá, sem eru með
útiræktað grænmeti, en Einar
sagði, að yfirleitt heyrðist ekki
mikið frá garðyrkjubændum þó
að illa áraði. Grænmeti er ekki
niðurgreitt og garðyrkjubændur
eiga því allt sitt undir veðráttu.
Einar taldi sennilegt að eftir viku
eða svo mætti búast við að
nægjanlegt grænmeti yrði komið
á markaðinn. Sem stendur nægir
það, sem tekið er upp, hvergi til
að anna eftirspurn. Einar sagði,
að menn yrðu að hafa i huga, að
þær rófur, sem nú væru á
markaðnum, væru allar forrækt-
aðar við hita, en mikið af rófum,
sem sáð var, skemmdist f frostum
I vor, þannig að mjög erfitt er að
segja um uppskeru á rófum í
haust, þó að flest bendi til að hún
verði harla litil.
Ásgeir Bjarnason, garðyrkju-
bóndi, Reykjum, Mosfellssveit,
sagði, að spretta hefði verið ótrú-
íega góð miðað við veður og sér-
staklega hefðu dagarnir fyrir
helgina verið góður uppsprettu-
dagar. Upþskera fer þó mikið eft-
ir því, hvort tekur að hlýna og
stóra spurningin er hvernig
haustið verður, sagði Ásgeir að
lokum.
Þorvaldur Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Sölufélags garð-
yrkjumanna, sagði að af samtöl-
um sínum við garðyrkjubændur
teldi hann sennilegt að uppskeru-
bresturinn yrði mestur I blóm-
káli, jafnvel um 50%. Uppskeru-
brestur á hvítkáli væri sennilega
milli 30% til 40% og búast mætti
við um 30% minni uppskeru á
forræktuðum rófum. Hann sagði,
að verð á þessumtegundum græn-
metis væri hátt um þessar mund-
ir. Blómkál er nú selt eftir vigt og
er þetta fyrsta sumarið, sem sá
háttur er hafður á. Hvert kíló af
blómkáli er nú á kr. 500 út úr
verzlunum og kílóið af hvítkáli og
rófum er viðast selt á kr: 130 út úr
búð. Hvað snertir grænmeti, sem
ræktað er í gróðurhúsum, kom
það nokkuð seinna á markaðinn I
sumar en gera má ráð fyrir að það
endist nokkuð lengur fram á
haustið. Þorvaldur kvaðst telja,
að gúrkur ættu að verða á
markaðnum fram I október og
tómatar fram I nóvember.
Framhald á bls. 23
Minnispeningar Jóns
Sigurðssonar falsaðir
Fölsku peningarnir slegnir í Líbanon
UM NOKKURT skeið hefur leikið
grunur á þvf að f umferð væru
fölsuð eintök af minnispeningi
Jóns Sigurðssonar forseta, sem
gefinn var út árið 1961. Sam-
kvæmt upplýsingum sem
Morgunblaðið fékk I gær hjá
Seðlabanka Islands, hefur þessi
grunur nú verið staðfestur. Þrfr
minnispeningar, sem talið var að
væru falsaðir voru sendir til
myntsláttunnar Royal Mint f
London, en þar voru peningarnir
framleiddir. Staðfesti Royal Mint
að um væri að ræða falsaða
peninga og væru þeir að öllum
líkindum framleiddir í Beirút f
Lfbanon, en þar fær slfk falsslátta
að viðgangast f skjóli stjórnvaida.
1 hinu þekkta mynttimariti
World Coin News frá 27. maí s.l.
er auglýsing frá íslenzkum mynt-
sala, Vilhjálmi Vilhjálmssyni, þar
sem hann býður til sölu minnis-
pening Jóns Sigurðssonar á 500
dollara. 1 auglýsingunni er sér-
staklega tekið fram, að ekki sé um
fölsuð eintök að ræða og fylgi
þeim ábyrgðarskírteini til að
sanna að svo sé. Mbl. ræddi við
Vilhjálm í gær og spurði hann
hvað meint væri með þessu orða-
lagi. Sagði Vilhjálmur, að grunur
hefði leikið á því að falsaðir
peningar væru i umferð og taldi
hann sig hafa séð a.m.k. einn
slíkan. Af þessarri ástæðu hefði
hann tekið svona til orða í aug-
lýsingunni.
I framhaldi af samtalinu við
Vilhjálm snéri Mbl sér til Stefáns
Þórarinssonar aðalféhirðis Seðla-
bankans. Hann staðfesti, að falsk-
ir peningar væru f umferð en
bankinn vissi þó aðeins um þrjá
slíka. Hefðu þeir verið sendir
bankanum erlendis frá og hann
sent þá áfram til Royal Mint.
Sagði Stefán að gullinnihald væri
svipað en falspeningarnir smá-
'vegis frábrugðnir þeim ekta í út-
liti og hefðu sérfræðingar Royal
Mint getað staðfest fölsunina á
þvf. íslenzkir myntsalar vissu um
fölsunina og væru vel á verði, en
mikið af peningunum fer um
þeirra hendur.
Stefán kvað það töluvert al-
gengt, að falsanir væru gerðar af
eftirsóttum og dýrum peningum
eins og minnispeningnum um Jón
Sigurðsson. Tíðkaðist þetta aðal-
lega i Beirút í Líbanon og hafa
stjórnvöld þar ekkert viljað
skipta sér af þessarri starfsemi.
Minnispeningur Jóns Sigurðs-
sonar forseta var gefinn út af
Framhald á bls. 23
Gengið frá kaupum nýrr-
ar Landhelgisvélar í dag