Morgunblaðið - 24.08.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.08.1975, Blaðsíða 1
48 SIÐUR 191. tbl. 62. árg. SUNNUDAGUR 24. AGUST 1975 Prenlsmiðja Morgunblaðsins. Spánarstjórn herðir tökin La Coruna, 23. ágúst. Reuter. SPÆNSKA stjórnin hefur sam- þykkt lög um barðttu gegn hrydjuverkastarfsemi eftir vfö- tækar árásir skæruliða á lögreglu- menn að undanförnu. Talsmenn stjórnarinnar sögðu að loknum fundi sem hún hélt að sveitasetri Francisco Franco þjóðarleiðtoga að hryðjuverkamönnum yrði stranglega refsað, einkum þeim sem réðust á lögreglu. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum verða þeir sem verða lög- reglumönnum að bana sjálfkrafa dæmdir til dauða. Völd lög- reglunnar verða stóraukin, en nánar verður ekki sagt frá lögun- um fyrr en Franco hefur undir- ritað þau. Hryðjuverkamenn hafa skotið þrjá lögreglumenn til bana í Madrid á undanförnum sex mánuðum. Fimm menn sem eru sagðir félagar í samtökum maoista (FRAP) eiga dauðadóma yfir höfði sér ef þeir verða fundn- ir sekir um að hafa myrt einn Kissinger fullvissar Sýrlendinga Damaskus, 23. ágúst. AP. HENRY Kissinger utanríkisráð- herra fullvissaði Sýrlendinga i dag um það að hagsmunir þeirra yrðu ekki fyrir borð bornir þótt samið yrði um brottflutning Israelsmanna á Sinai-skaga. Frá Damaskus fór Kissinger til Jerúsalem til að skýra ísraelskum ráðamönnum frá viðræðum sínum við Anwar Sadat forseta i Alexandriu. Áður en dr. Kissinger fór frá Alexandríu sagði hann að verið gæti að hann færi aftur til Mið- austurlanda í næsta mánuði ef samkomulag tækist ekki um Sinai-skaga í þessari ferð. En hann sagði að viðræðurnar við Sadat hefðu verið „mjög ánægju- legar“. Kissinger sagði að hann mundi skýra ísraelsmönnum frá nýjum hugmyndum sem Sadat hefði komið ,'ram með um það sem enn stæði > vegi fyrir samkomulagi. lögreglumannanna í sfðasta mánuði. Tugir manna sem eru sagðir félagar í FRAP og samtökum Baska i norðurhéruðunum hafa verið handteknir viðs vegar á Spáni á undanförnum vikum. Nýju lögin geta náð til þeirra þvi búizt er við að þau verði látin verka aftur fyrir sig. Um 100 hryðjuverk hafa verið framin á Spáni síðan í janúar 1974 samkvæmt yfirlýsingu sem var gefin út eftir stjórnarfund- inn. 31 maður hefur beðið bana, aðallega lögreglumenn. Nýju lögin munu gilda i tvö ár að minnsta kosti. Lögreglunni verður heimilt að framkvæma húsleit án leitarheimildar og halda meintum hryðjuverka- mönnum i haldi án dóms og Iaga, samkvæmt heimildunum. Símamynd AP DAUÐADÓMAR — Þrír helztu foringjar fyrrverandi herforingjastjórnar í Grikk- landi hlýða á dauðadóma sina (talið frá vinstri): Georg Papadopoulos, Nikolas Makarezos og Stylianos Patakos. Papadopoulos og tveir aðrir dæmdir til dauða Aþenu, 23. ágúst. Reuter. AP GEORG Papadopoulos fyrrverandi einræðisherra og tveir nánustu samstarfsmenn hans, Nikolas Makarezos og Stylianos Pattakos, voru dæmdir tii dauða f dag. Hæstiréttur fann þá seka um uppreisn og Iandráð og þeir voru einnig sviptir herforingjagráðum. Dómunum verður ekki áfrýjað en sakborningar hafa fimm daga frest til að leggja fram beiðni um að ný réttarhöld fari fram. Dauðadómum í Grikkiandi er framfylgt með þvf að leiða menn fyrir aftökusveit. Seinna gaf grfska stjórnin f skyn að dómarnir yrðu mildaðir. Málið verður rætt á stjórnarfundi á mánudaginn. Nokkrir sakborningar sem fengu fangelsisdóma brostu þegar dómarnir voru Iesnir upp en bylt- ingarforingjarnir Papadopoulos, Pattakos og Makarezos, sem sátu hlið við hlið í fremstu röð, voru hreyfingarlausir og sýndu engin svipbrigði. Áóur hafði Pattakos sagt í yfirlýsingu: „Ef aftaka min eða fangelsun er i þágu föður- landsins er ég ánægður i þeirri trú að ekkert er þvi æðra.“ Tveir af 20 fyrrverandi herfor- ingjum sem voru ákærðir voru skýknaðir. Þeir voru Alexander Hadjipetros hershöfðingi sem varð yfirmaður leyniþjónust- unnar eftir byltinguna 1967 og var síðar aðstoðarutanríkisráð- herra, og Konstantin Karidas fv. Sihanouk á heimleið Peking, 23. ágúst. Reuter. NORODOM Sihanouk fursti, þjóðhöfðingi Kambódíu, kom til Peking I dag á leið sinni heim til Kambódfu eftir fimm ára útlegð. Hann kom með sérstakri lest frá Framhald á bls. 47. ofursti sem gegndi ýmsum ráð- herraembættum. Átta menn aðrir voru dæmdir í lífstiðarfangelsi fyrir sömu sakir, og hinir þrir dauðadæmdu. Georg Zoitakis fyrrverandi ríkis- stjóri, Grigorios Spandiakis fyrr- verandi forseti herráðsins, Dimitrios Ioannides fyrrverandi yfirmaður herlögreglunnar, Mikael Roufogalis fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustunnar, Ioannis Ladas, fyrrverandi yfir- maður herlögreglunnar i Aþenu, Antonios Lekkas, Konstanín Papadopoulos, bróðir hins fyrr- verandi forseta, og Mikael Balapoulos. Eftirtaldir menn voru dæmdir í fimm til 20 ára fangelsi: Odysseus Anghelis fv. yfirmaður heraflans, 20 ár, Nikolas Dortis fv. hershöfð- ingi, 20 ár, Nikolas Gandonas fv. hershöfðingi, 15 ár, Stefános Karaberis fv. hershöfðingi, 15 ár, Georg Konstantopoulos fv. ofursti, 12 ár, Evanghelos Tsakas fv. undirofursti, 8 ár, og Dimitrios „Ég bý í fangelsi án veggia” — hafa hollenzkir blaðamenn eftir Alexander Dubcek Haag, Hollandi, 23. ágúst. Reuter. „ÉG bý I fangelsi án veggja,“ sagði Alexander Dubcek fyrr- um Ieiðtogi Kommúnistaflokks Tékkóslóvakiu við tvo hol- lenzka blaðamenn fyrir nokkru. Blaðamennirnir segj- ast hafa náð tali af Dubcek fyrir utan skrifstofu hans skammt frá Bratislava. Þeir segja að lögreglan hafi hand- tekið þá stuttu eftir að þeir ræddu við Dubcek og þeir síðan verið yfirheyrðir í 30 klukku- stundir áður en þeir voru rekn- ir úr landi. Blaðamennirnir tveir, frétta- maður og ljósmyndari, segja að þeir hafi fundið heimili Dubceks og hafi þrír vopnaðir hermenn staðið á verði utan við það. Þeir hafi þá ákveðið að bíða fyrir utan hús Skóg- ræktarráðuneytisins, þar sem Dubcek starfi. Þegar Dubcek bar þar að spurði fréttamaður- inn hann hvort hann væri enn þá ofsóttur. „Ég er ekki frjáls maður þið vitið það. Ég bý í fangelsi sem hefur enga veggi,“ er haft eftir Dubcek. Fréttamaðurinn, de Bok að nafni, segir að Dubcek hafi síð- an beðið þá að fara burt, þar eð lögreglan fylgdist með þeim. Siðan hafi Dubcek sagt eftirfar- andi í mótsögn við það sem hann áður sagði: „Ég get farið hvert sem ég vil... mig skortir ekkert, þið sjáið að ég er lif- andi.“ Dubcek var spurður hvort það væri rétt að hann starfaði sem bílastæðavörður. Ilann svaraði: „Þetta er mesta fjar- stæða sem ég hef nokkurn tímann heyrt. Ég er venjulegur embættismaður." Haft var eftir Dubcek þegar hann var spurður hvort hann mundi eiga nokkur stjórnmála- afskipti I framtíðinni, að það mundi hann aldrei framar gera. Blaðamennirnir tveir segja að Dubcek hafi siðan gengið hratt í burtu og sagt: „Þið verð- ið að fara, ég hef tekið mikla áhættu... ég hef aldrei séð ykkur." Hollendingarnir tveir, sem komu til Tékkóslóvakíu á ferða- mannavegabréfi, segjast hafa tekið eftir því, að öryggislög- reglan veitti þeim eftirför eftir samtalið við Dubcek og því hafi þeir rifið filmur sinar og skrif- legar athugasemdir og hent þeim. Þeir voru siðan teknir til yfirheyrslu i fangelsi skammt frá Bratislava, áður en þeim var sleppt við landamæri Austurríkis. Stamatelopoulos fv. ofursti, fimm ár. Papadopoulos var forsætisráð- herra þar til hann gerðist forseti í júlí 1973. Eftir það dró hann úr áhrifum fyrrverandi samstarfs- manna og bakaði sér óvild þeirra. Hann aflétti herlögum og náðaði nokkra pólitíska fanga en greip til harkalegra ráðstafana þegar stúdentar gerðu uppreisn í Aþenu í nóvember 1973. Eftir innrás Tyrkja á Kýpur var hann settur í stofufangelsi og þá var uppi orð- rómur um að hann ætlaði að stofna stjórnmálaflokk sem mundi bjóða fram í kosningum sem fóru fram í nóvember 1974. Pattakos var innanrfkisráð- herra eftir byltinguna og í þvi embætti svipti hann störfum alla Framhald á bls. 47. Æfingar í Portúgal Coimbra, 23. ágúst. Reuter. HERLIÐ í Mið-Portúgal hefur verið að æfingum sfðan á mið- nætti að sögn herstjórnarinnar f Coimbra. Æfingunum verður haldið áfram i nokkra daga og tilgangurinn er sagður sá að gera hermenn hæfari til að gegna þvf hlutverki að verja lýðræði í Portúgal. Hófsamir herforingjar halda jafnframt áfram tilraunum sínum til að mynda nýja ríkisstjórn og aðstaða Vasco Goncalves forsætis- ráðherra heldur áfram að veikjast. Liklegasti eftirmaður hans, Carlos Fabiao hershöfðingi, yfirmaður hersins, gerði í dag til- raun til að ná völdunum með yfir- lýsingu sem hann birti. Hann minntist að vísu ekki á Goncalves eða kommúnista en í yfirlýsingunni fólst hörð gagn- rýni á forsætisráðherrann og flokkinn. Þar hvatti hann til þess að gagnkvæmum ásökunum yrði hætt og menn viðurkenndu fyrri mistök.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.