Morgunblaðið - 24.08.1975, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1975
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson. >
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10 100.
Aðalstræti 6, sími 22 4 80.
Áskriftargjald 800.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 40,00 kr. eintakið
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
Nú hefur verið ákveð-
ið að viðræður hefjist
um landhelgismál við
Breta hinn 11. september
n.k. og jafnframt hefur rík-
isstjórnin fallizt á beiðni
v-þýzku ríkisstjórnarinnar
um viðræður um deilumál
ríkjanna. Eðlilegt er að
verða vió óskum þeirra
ríkja, sem leitað hafa við-
ræðna um landhelgismál
við okkur, en í tilefni af
væntanlegum viðræðum
við V-Þjóðverja er ástæða
til að vekja athygli á nokkr-
um atriðum er snerta
afstöðu þeirra til lífshags-
muna íslendinga.
Eftir útfærsluna í 50 sjó-
mílur á árinu 1972 hafa
V-Þjóðverjar sýnt meiri
hörku í samskiptum við
okkur íslendinga án þess
að beita vopnavaldi en
nokkur önnur þjóð. Lönd-
unarbann hefur verið lagt
á íslenzkan fisk í V-
Þýzkalandi og valdið okkur
ómældu tjóni og við höfum
verið beittir refsiaðgerðum
af hálfu Efnahagsbanda-
lagsins, þar sem V-
Þjóðverjar eru valda-
mestir vegna þess að við
höfum ekki látið undan
kröfum þeirra um veiðar
togara þeirra á Islands-
miðum. Þessar refsi-
aðgerðir EBE og löndunar-
bannið í Þýzkalandi hefur í
raun lokað markaðnum í
Evrópu fyrir okkur. í þeim
samningaviðræðum, sem
fram hafa farið, hafa full-
trúar V-Þjóðverja verið
erfiðir og ósveigjanlegir og
þess vegna hafa samningar
ekki tekizt.
Þessi harða afstaða v-
þýzkra stjórnvalda er
okkur Islendingum með
öllu óskiljanleg. Milli Is-
lendinga og Þjóðverja rfkir
rótgróin vinátta. Milli
þessara tveggja landa hafa
jafnan verið sterk tengsl.
Við höfum átt mikil við-
skipti við Þýzkaland,
íslenzkir námsmenn hafa
sótt þangað í ríkum mæli
og við höfum veitt því
eftirtekt, að Þjóðverjar
leita mjög til Islands i
orlofsferðum sínum. Þá
eru íslendingar og V-
Þjóðverjar bandamenn í
Atlantshafsbandalaginu.
Þjóðverjar beita þeim
röksemdum við okkur, að
atvinna fjölda manna sé í
húfi, ef þeir hrökklist frá
Islandsmiðum. Hið rétta er
auðvitað, að fjöldi þeirra
V-Þjóðverja, sem hafa at-
vinnu af fiskveiðum og
fiskvinnslu er hverfandi og
raunar mikið um, að
farandverkamenn frá
öðrum þjóðum vinni að
þessum verkefnum í v-
þýzkum skipum og fiskiðju-
verum. Alla vega ætti svo
auðugt og ríkt land, sem
V-þýzkaland ekki að þurfa
að kveinka sér um of út af
þeim smámunum, sem hér
er um að ræða í þeirra
efnahagskerfi.
Þegar setzt verður að
samningaborði með full-
trúum V-Þjóðverja hljóta
fulltrúar íslands í upphafi
að gera eina meginkröfu og
neita öllum frekari viðræð-
um fyrr en við henni hefur
verið orðið. Fulltrúar Is-
lands hljóta að krefjast
þess, að löndunarbanni á
íslenzkum fiski verði aflétt
þegar í stað og að það verði
forsenda fyrir alvarlegum
viðræðum við V-Þjóðverja
um landhelgismál. Þá ættu
V-Þjóðverjar að sjá sóma
sinn í því, að refsi-
aðgerðum EBE verði aflétt
enda ljóst, að ekki er hægt
að ræða í fulltri alvöru við
Breta og V-Þjóðverja fyrr
en tollasamningur Islands
við EBE er kominn að fullu
til framkvæmda.
Þetta atriði þarf að liggja
ljóst fyrir í samningavið-
ræðunum, sem hefjast á
næstunni við Breta. Nýir
samningar koma að sjálf-
sögðu alls ekki til greina
við þá meðan EBE beitir
okkur refsiaðgerðum. Þeir
eru ein stærsta þjóðin í
EBE og þeir geta ekki
vænzt þess, að við horfum
fram hjá þeirri staðreynd.
Matthías Bjarnason,
sjávarútvegsráðherra,
hefur tekið skýrt fram, að
samningar við eina EBE-
þjóð komi ekki til greina
meðan refsiaðgerðum er
beitt vegna þvermóðsku
annarrar.
Þau tvö atriði, sem hér
hafa verið gerð að umtals-
efni, eru í rauninni for-
senda þess, að alvarlegar
samningaviðræður geti
farið fram við Breta og V-
Þjóðverja um landhelgis-
mál. Það verða ráðamenn
þeirra að gera sér ljóst.
Jafnframt mætti það
gjarnan verða v-þýzkum
áhrifamönnum nokkurt
umhugsunarefni, að hér á
íslandi eru menn farnir að
líta svo á, að þótt Bretinn
sé illur viðskiptis f land-
helgismálum, þá séu Þjóð-
verjar orðnir hálfu verri.
Sú staðreynd verður
aldrei nægilega vel undir-
strikuð í viðræðum við út-
lendinga, að útfærsla land-
helginnar er tslendingum
lifsnauðsyn, hún er spurn-
ing um líf eða dauða
þessarar fámennu þjóðar,
hún er sjálfstæðismál
þjóðarinnar í dag og um
sjálfstæði sitt semur engin
þjóð eins og um verzlun
væri að ræða. Þetta virðist
útlendingum ganga erfið-
lega að skilja. Þess vegna
skilja þeir ekki einbeitni
og stefnufestu Islendinga í
landhelgismálum.
Forsenda samninga
urbréf
Laugardagur 23. ágúst m
Mikilmenni
Sjónvarpið sýndi ekki alls fyrir
löngu merka kvikmynd um rúss-
neska stórskáldið, hugsuðinn og
snillinginn Leo Tolstoj. Það var
eftirminnilegt að sjá Tolstoj eins
og hann var á efri árum: þerinan
mikla og sérstæða persónuleika,
sem á seinni árum lifði sjálfur
samkvæmt þeim siðferðiskenn-
ingum sem hann boðaði í verkum
sínum. Mikið lagði hann í söl-
urnar fyrir þann boðskap. Rætur
hans sóttu næringu f siðaboðskap
Krists, eins og kunnugt er. Tolstoj
var kristinn höfundur og hafði
róttækar skoðanir á ýmsum
málum.
Tolstoj var mikilmenni.
Malcolm Muggerage, einn þekkt-
asti rithöfundur og blaðamaður
Breta nú um stundir, sagði um
hann í sjónvarpsmyndinni, að
hann væri eins og sjálft sköpunar-
verkið. Gekk jafnvel svo langt að
nefna Krist í sömu andrá og hann
talaði um trúspeki Tolstojs.
Margt hefur breytzt f föður-
landi Leo Tolstojs. Þó var eins og
margar lýsingar á Iffi hans ættu
ekki síður við nú á dögum en
meðan hann lifði. Afstaða stjórn-
valda til rithöfundarins minnir á
þá kúgun, ofbeldi og mannúðar-
leysi, sem enn ríkir þar í landi.
Frelsið er fótum troðið. Þó verður
að segjast eins og er, að fólk hefur
það nú flest betra hvað snertir
fæði og klæði en á dögum Tol-
stojs. Leiguliðarnir eru að vísu
enn kerfisþrælar og andlegt frelsi
þeirra eða annarra er ekki meira f
þessu föðurlandi mikillar menn-
ingar en á dögum snillingsins.
Ófrelsið jafnvel meira, ef eitthvað
er.
Leo Tolstoj gat aldrei fellt sig
við kenningar Karls Marx, leit á
hann sem boðbera efnishyggju
sem hann fyrirleit og stakk gjör-
samlega í stúf við mannúðarkenn-
ingar, kærleiksboðskap og sið-
gæðisvitund Tolstojs. Kristnin
varð kjarni lífs hans og kenninga.
Virðingin fyrir manninum, frelsi
hans og andlegrí reisn. SniU-
ingurinn taldi jafnvel að andi
mannsins væri guðlegs eðlis og í
eðli hvers einstaklings byggi
fyrirheit um einhverskonar eilífð.
Nú á dögum má helzt ekki
minnast opinberlega á orð eins og
einstaklingur og mannúð í Sovét-
ríkjunum, enda þótt Brezhnev
hafi leyft sér þann munað að taka
þau sér í munn við hátíðlegt tæki-
færi á Helsingforsfundinum.
í leit að full-
komnun
Leo Tolstoj helgaði lif sitt leit
að fullkomnun. Sjálfur fór hann í
gegnum hreinsunareld, skírðist I
þeim eldi meir og betur en flestir
menn aðrir. Verk hans bera þess
ekki sízt merki og munu ávallt
eiga erindi við hugsandi fólk,
hvar sem er í heiminum. Jafnvel
er leyft að lesa þau f Ungverja-
landi(l)
Lenin hafði misjafnar mætur á
Tolstoj, kunni að meta sumt í
verkum hans, annað ekki. Hann
talaði um þverstæðurnar i lífi
hans og verkum, kallaði hann
annars vegar „fjall“, en hinsvegar
„vælukjóa“. En hvernig átti hann
að skilja þennan hugsuð, sem
gekk út á akrana að plægja þá
fyrir rússneska leiguliða og
verkafólk?
En Lenin markaði aftur á móti
þá stefnu, ásamt samstarfsmönn-
um sínum og arftökum, að
milljónir rússneskra bænda flosn-
uðu upp af jörðum sínum, eða
voru hraktar miskunnarlaust inn
í þrælabúðir og dauða.
Eða kirkjan. Jafnvel rússneska
orþódox-kirkjan þoldi ekki sið-
ferðisboðskap Leos Tolstojs, né
þá kenningu hans, að farsælast
væri að menn fetuðu þá einu leið
sem að hans dómi var fær, þ.e. að
fara eftir kenningum Krists, í
verki, en ekki einungis i orði.
Jafnvel það tókst skáldinu, þegar
árin færðust yfir hann. Hann galt
jafnvel ekki keisaranum það, sem
keisarans er, heldur lýsti hann
blákalt yfir því, að hann yrði
ævinlega í andstöðu við ríkið, í
hvaða mynd sem það birtist. Að
þessari niðurstöðu komst hann,
þegar hann horfði á fórnardýr
leggjast undir fallöxina í Parjs.
En fallöxi ríkisins var erfðahlut-
ur orþódox-kirkjunnar rússnesku.
Leo Tolstoj uppfyllti jafnvel í elli
sinni orð Krists, þegar hann sagði
við unga manninn: „Þú skalt
elska náunga þinn eins og sjálfan
þig.“ Hinn ungi maður segir við
hann: „Alls þessa hefi eg gætt.
Hvers er mér enn vant?“ Jesús
sagði við hann: „Ef þú vilt vera
algjör, þá far, sel eigur þinar og
gef fátækum, og munt þú eiga
fjársjóð á himni.“
Slíkur boðskapur var spilltri
orþódoxkirkjunni að sjálfsögðu
ofviða. Hún skildi nánast ekki
skáld, sem tókst í lífi sínu að
framfylgja þessari kenningu
Krists. 1 kringum aldamótin gerði
hún sér Iftið fyrir og bannfærði
Leo Tolstoj, kallaði hann jafnvel
falsspámann, og þá ekki sízt
vegna sainúðar hars með soltnum
Leo Tolstoj
og undirokuðum Ieiguliðum(!)
Hann svaraði þvf til, að hann gæti
ekki, eftir Ianga og stranga bar-
áttu, snúið aftur til fyrri viðhorfa
frekar en fleygur fuglinn inn í
eggið, sem hann kom úr.
Hið opinbera
munnsegulband
Þegar styrjöldin brauzt út milli
Rússa og Japana, var Leo Tolstoj
spurður um það, með hvorum
hann héldi. Skáldið svaraði, að
hann stæði með verkafólkinu í
báðum löndum. Þrátt fyrir slíkt
svar, er kommúnistum um megn
að sjá hann í réttu ljósi. Og þeir
fyrirlitu þaó markmið hans að
stefna að fullkomnun mannsand-
ans, fullkomnun einstaklingsins.
Hvernig ættu marxistar að skilja
siðferðisbaráttu, sem beinir at-
hyglinni inn á við — að innri
auðlegð og þroska einstaklings-
ins, en ekki út — til mergðar-
innar?
Leo Tolstoj var langt á undan
sínum tíma f afstöðu til skóla-
mála. Kenningar hans í mennt-
unar- og fræðslumálum höfðu að
takmarki þroska einstaklingsins,
en ekki mótun hans að vilja ríkis
og opinbers valds. Það kemur því
engum á óvart, þegar talsmaður
Sovétstjórnarinnar á búgarði
skáldsins, sem nú er minjasafn,
feit kerling og flokkslega innrætt,
fullyrðir blákalt í sjónvarpsmynd-
inni, að kenningar Leos Tolstojs í
kennslumálum séu löngu úreltar
— og hafi raunar alltaf verið. Það
vekur ekki heldur neina sérstaka
athygli lengur, en mætti þó vera
kirkjunnar mönnum fslenzkum
nokkurt ihugunar- og áhyggju-
efni, þegar þessi sama þröngsýna
kommúnistakerling segir, að boð-
skapur skáldsins eigi ekki erindi
við okkar tíma, því að „á tímum
tækni og visinda", sé heimskulegt
að trúa á Guó, eins og hið opin-
bera munnsegulband hennar
komst að orði. Veikleiki Tolstojs,
sagði hún, var sá að hann trúði á
guð (!) Hvað skyldi hún vita um
guð, frekar en aðrir, nema þá
falsguðina f fyrirheitum marx-
ismans? En góðum marxista ætti
þó að vera það metnaðarmál að
afgreiða ekki það sem hann veit
ekkert um. Slík heimska er a.m.k.
ódíalektísk.
Hvernig ættu þessar gerviper-
sónur sem hafa tekið sér gervi-
guði og fyrirlíta forsjón Leos Tol-
stojs, að geta skilið líf hans og
störf, boðskap hans og kenningar,
svo ekki sé talað um frelsisást
hans og fordæmi? Skáldsins sem
lagði í verkum sínum höfuð-
áherzlu á eina persónu: sannleik-
ann.
Tveir keisarar
Allt lejðir þetta hugann að öðru
skáldi rússnesku, öðru mikil-
menni, Alexander Solzhenitsyn.
Sagt var að tveir keisarar réðu
rfkjum f Rússlandi, meðan áhrif
Leos Tolstojs voru hvað mest,
skáldið og Nikulás keisari II. Nú
má segja hið sama, að keisarar
Sovétríkjanna séu tveir, sá ver-
aldlegi Brezhnev og hinn andlegi
leiðtogi, Solzhenitsyn. Athyglis-
vert er, hver afstaða orþódox-
kirkjunnar hefur verið til hirs
sfðastnefnda. Það leiðir einnig
hugann að Tolstoj. Allir, sem