Morgunblaðið - 24.08.1975, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. AGÚST 1975
Það sem sérfrœðingar segja að fólk þurfi að vita
um holdlega ást þegar það er gfir fimmtugt
Átta af hverjum tfu, sem sjötugir eru orðnir, eru enn
fullfærir, hvað ástarleiki snertir. Slfkar tölur nefndu
aldurs* eða ellifræðingar á alþjóðaráðstefnu f Israel
nýlega. Þeir fullyrtu, að hjá fólki, sem væri nokkurn
veginn heilbrigt, væri ekki um nein aldurstakmörk að
ræða á sviði ástarinnar.
Milljónir manna, milljónir hjóna draga sig f hlé á
sfðari helmingi ævinnar og neita sér um þá Iffsnautn,
sem aðeins náið samlff tveggja getur veitt, — og þurfa
þó ekki að neita sér um neitt f þeim efnum. Fólk þarf
aðeins að vita svolftið meira um niðurstöður nútfma elli-
og kynlffsrannsókna.
Dæmigert fyrir áhyggjur
margra á þessu æviskeiði er til-
felli hjónanna A, og þessvegna
mun frá þyí sagt hér.
Þau hafa verið gift í 39 ár, hann
er 66 ára, en hún 62. Þau eiga
þrjú uppkomin börn, sem öll eru
gift. Þegar eiginmaðurinn varð
sextugur, dró hann sig I hlé úr
mjög góðri stöðu hjá iðnfyrirtæki.
Fjárhagslega gat hann verið
áhyggjulaus, það sem eftir var
ævinnar. Alvarlega veikt hafði
hvorugt þeirra nokkurn tíma
orðið um dagana. Þau fóru bæði I
langt ferðalag til útlanda til að
njóta hins nýfengna frelsis. Þau
sáu margt, næstum þvf of margt.
Þau gengu þreytt til hvílu á
hverju kvöldi, — en neituðu sér
þó ekki um nautn holdlegrar
ástar, sem þau reyndar ávallt
höfðu haft unun af.
Og þó — þeim tókst það þó ekki
alltaf eins vel og verið hafði öll
þessi ár. Og skömmu fyrir lok
ferðarinnar var eiginmáðurinn að
þessu leyti, ef svo má segja, alveg
búinn að vera. Og þegar þau voru
komin heim, virtist sem hjónalíf
þeirra, — og er þá átt við hina
holdlegu ást, — væri á enda
runnið, enda þótt þeim þætti jafn-
vænt hvoru um annað og áður.
Þau fóru saman til læknis, og
hann skýrði þeim frá þvi, að
engum manni hlífði aldurinn við
slíkum getumissi. „Þetta er það
gjald, sem við verðum að greiða
fyrir ellina,“ sagði læknirinn. Þau
létu sér þetta spakmæli lynda f
fjögur ár. Þá leituðu þau aftur á
vit ýmissa lækna og fengu alls
staðar sömu kveðjurnar.
Þetta er hversdagsleg saga, sem
óendanlega margir reyna. En
henni iauk ekki þannig, hvað
þessi hjón snertir, heldur hlaut
hún annan endi, sem er jafn-
óvenjulegur og hann er uppörv-
andi. Þau gáfust ekki upp. Þau
vildu fá að vita fullkomna vissu
sína, og þegar þau voru að leita að
punktinum yfir i-inu, höfnuðu
þau hjá kynlífsfræðingnum
William H. Masters og aðstoðar-
konu hans, Virginíu Johnson (en
þau hafa nú gifzt).
Þau Masters og Johnson (en
dæmi þetta er tekið úr skjölum
þeirra) hófu nú meðhöndlun sína,
sem fyrst og fremst var fólgin í
fræðslu fyrir þau hjónin. Út-
koman varð svo þessi: „Áður en
vika var liðin frá því er með-
höndlunin hófst, var kynlífsgeta
þeirra beggja komin f eðlilegt
horf aftur.“ Þrátt fyrir hlé á kyn-
Iífi í fimm ár og þrátt fyrir aldur
sjúklinganna.
Umbreytingarár
karlmannsins?
Svo sem eðlilegt var, snerist
þetta fyrst og fremst um mann-
inn. Hann hafði þegar sætt sig við
hið óhjákvæmilega: að eins konar
umbreytingarár kæmu einnig yfir
karlmennina, hin svokölluðu tfða-
hvörf karlmennskunnar. Hor-
mónastarfsemin sljóvgaðist, og
sérstaklega yrði lítið um hormón
þann, er testosteron nefnist. Það
leiddi svo til þess, að smám saman
drægi úr hæfni manna og að
lokum að fullnustu til þess, að
þeim risi hold.
Þessi skoðun, sem fær ekki
staðizt frá vísindalegu sjónarmiði,
er orðin svo rótgróin meðal fjölda
manna, að það er vart hægt að fá
þá til að horfast af nægilegri ein-
beitni f augu við raunveru-
leikann. Til þess að geta lifað
kynlifi þarf karlmaðurinn að vfsu
ákveðið magn af testosteron, en f
heilbrigðum lfkama er fyrir hendi
langtum meira af því en nauðsyn-
legt er til þessa. Og það jafnvel
þótt aldurinn sé hár, fram til 75
ára aldurs og einnig lengur.
I vísindatfmaritum fyrri tíma er
oft fjallað um athuganir, sem
gerðar hafi verið og gætu bent til
þess, að um umbreytingartíma
karlmanna væri að ræða. En
þegar árið 1948 skrifaði hinn
amerfski kynlífskönnuður, Alfred
C. Kinsey, og byggði þá á mjög
ítarlegum skýrslum, sem teknar
höfðu verið af miklum fjölda
manna, „að ekki væri sannreynt,
að um neitt umbreytingartímabil
karlmanna væri að ræða, hvorki
almennt eða hjá einstaklingum".
Og árið 1974 kallaði þýzka sér-
fræðiritið „Kynlyf“ þetta svo-
nefnda umbreytingartímabil karl---
manna „tilbúning". Masters og
Johnson segja þetta „eina hina
mestu villu menningar vorrar".
En þrátt fyrir þetta veit hver
maður, að kyngetan minnkar eftir
þvf sem aldurinn færist yfir
menn. En á þessa staðreynd
Hjón í fullu f jöri.
um leið að draga tfmann á lang-
inn, eftir þvf sem hann og lags-
konu hans Iystir.
En menn hafa einnig ýmsar frá-
leitar skoðanir varðandi kynferð-
islega tilfinningu hinnar rosknu
konu. Gagnstætt manninum lifir
hún að vfsu sitt umbreytingar-
tímabil vegna breytinga á hor-
mónastarfseminni. En það er
aftur á móti alveg út í hött og
kemur þvi máli ekki við að ætla
konum það, að þær missi áhugann
á kynlífi með þessum tfðahvörf-
um.
Það eru einnig Masters og John-
son, sem hafa gefið því gaum, að
margar konur á sextugsaldri sýna
meira kynferðislegt fjör en áður
og njóta „hveitibrauðsviknanna"
í annað sinn. Þessi upplifun leiðir
oft til þess, að hin holdlega ást
auðgar lffið fram á elliár. Og þess
vegna segja þau: „Það þarf aðeins
tvær forsendur til þess, að sjötug
eða áttræð kona geti reglubundið
lifað kynlífi: Hún verður að vera
nægilega heilsugóð og hafa
rekkjunaut, sem hún hefur áhuga
á og hann á henni.“
Til eru konur, sem á umbreyt-
ingarárunum og þar á'eftir eru
áhugaminni um kynlff. En það er
aðallega vegna skorts á hor-
mónum, — og úr honum er svo
auðvelt að bæta, engrar hnign-
unar kynlífsins þarf að gæta.
Konur þurfa þó að gera sér Ijóst,
— alveg eins og karlmennirnir, —
að með aldrinum tekur kynörvun
lengri tíma. Hinn svonefnda for-
leik þyrfti þvf gjarnan að lengja,
með allri þeirri nautn, sem f
honum felst. Þegar rosknar konur
ná ekki fullnægingu, er orsökin
oftast sú, að maðurinn hefur ekki
sýnt nægilega þolinmæði við for-
spilið. En ástaratlot má læra, og
ménn eru heldur aldrei of gamlir
til að fara í þann skóla.
Oft er einni spurningu varpað
Hve lengi er ánœgja
afás tarleikjum:
verður að líta f víðtæku samhengi.
Gera má ráð fyrir því, að hinn
líkamlegi hæfileiki til ásta nái
hámarki um 25 ára aldur, og síðan
fari hann hægt dvínandi. En
sextugur maður tekur því með
rósemi, þótt hann geti ekki hlaup-
ið eins hratt og hann gat, þegar
hann var 25 ára, — því að enn
getur hann hlaupið. Hann gerir
sér enga rellu út af því, þótt hann
þjóti ekki eins hratt upp stiga
eins og fyrir 35 árum, — hann
getur enn gengið upp stiga. Hið
sama gildir um alla lfkamshæfni
og þar með einnig, hvað kynlíf
snertir.
Og svo gerist það einhvern
tíma, eins og kom fyrir hjá hjón-
unum A, eins og áður er sagt:
Einhvern tíma mistekst allt. Á því
augnabliki fer fyrir nær hverjum
manni, eins og henti eiginmann-
inn A. Hann verður skelfingu
lostinn, skyndilega verður honum
ljóst, að hann er orðinn gamall og
honum verður hugsað um hið
(ímyndaða) umbreytingartíma-
bil. Nú upphefst örlagarík hring-
rás: Ur því að honum mistókst í
þetta eina skipti, er hann milli
vonar og ótta í næsta skipti. Hann
snýr sér varla að lagskonu sinni,
heldur beinir allri athyglinni að
sjálfum sér: Verður eitthvað úr
þessu núna, — eða ekki? Slík
afstaða hefur áhrif á allt tauga-
kerfið. Vegna ósjálfráðrar starf-
semi í heilaberkinum fer svo, að
holdið rís ekki, þ.e. óttinn við
mistök leiðir til mistakanna.
Kynlífskönnuðurinn Dr. Her-
mann — J. Vogt í Munchen lýsir
þessum vftahring svo: „Þessi
spenna milli vonar og ótta getur
leitt til taugaveiklunar. Það
skapast hringrás: mistök — ótti
— vonbrigði. Menn skammast sfn
fyrir ófarirnar. Næsta stig er ótt-
inn við skömmina. Og þar sem
enginn vill þó þurfa að fyrirverða
sig, er hætt við, að menn geri ekki
nýja tilraun til samfara." Og
þannig fer svo oft um roskna
menn, að þeir draga sig í hlé í
auðsveipni gagnvart forlögunum.
Af því að þeir vita ekki, að mistök
í ástalffi einu sinni eða jafnvel
oft, — eftir líkamlega eða andlega
áreynslu, á óheppilegum dögum
eða af óþekktum ástæðum, — eru
fullkomlega eðlileg. Hin eðlilega
þróun aldursins hefur f för með
sér breytingar á kynlífinu. En
kynferðislegar truflanir þurfa
ekki að eiga sér stað hjá mönnum,
sem eru nokkurn veginn heil-
brigðir, langt fram eftir aldri. Og
alls ekki, ef menn hafa ekki verið
neitt frábitnir kynlffi fyrir
fimmtugt. Jafnt og reglubundið
kynlíf á yngri árum er, — ásamt
aðlaðandi lagskonu, — bezta for-
sendan fyrir kynlffi allt til elli.
Að sjálfsögðu ætti „fullorðinn“
maður og rekkjunautur hans að
gera sér ljóst, að eðlilegar breyt-
ingar eigi sér stað á kynlífinu.
Þannig lengist til dæmis oft
tíminn, þangað til holdið rís. En
sá, sem lítur ekki á hina sameig-
inlegu kynferðislegu upplifun
sem einhverja athöfn, sem beri að
ljúka af á sem skemmstum tíma,
ætti að skoða þessa staðreynd sem
kost en ekki löst. (Ósjaldan
kvarta lagskonur ungra manna
yfir því, að „þetta" sé svo fljótt
búið).
Hve oft
er nógu oft?
Þess vegna fullyrða þau
Masters og Johnson: „Roskinn
maður getur verið frábær kynlifs-
nautur. Og með rosknum manni
eigum við við þá, sem eru á
aldrinum 50—70 ára. Hinn roskni
maður er I samanburði við yngri
mann miklu færari um að ráða
hápunkti samfaranna og þar með
fram, alveg sérstaklega fávís-
legri: Hve oft?
Þegar hin svokallaða kynbylgja
fór af stað, skoluðust ekki aðeins
burt margir teprulegir fordómar.
Margs konar kynferðislegt raup
og gort var einnig borið fram sem
blákaldur sannleikur. Það sem
gefur að lesa i því efni I klám-
ritum, að minnsta kosti hvað
snertir „Hve oft?“, er hreinn
skáldskapur, og það sem glaum-
gosar eða ráðvandir borgarar
guma af I veitingahúsum við
fastaborð sfn, er alltof oft ekkert
annað en ýkjur. Kynlíf er engin
keppnisíþrótt. Svarið við spurn-
ingunni „Hve oft?“ getur aðeins
verið á þessa leið: Eins oft og það
veitir báðum rekkjunautum
ánægju.
Þegar unga fólkið efnir til síns
kynlffs eins og hátíðar með lúðra-
blæstri og bumbuslætti, ættu
þeir, sem eldri eru, að hafa það f
huga, að eitt lítið næturljóð á ekki
að leika svo hátt, en það getur ef
til vill hljómað miklu betur.
(Ur „Welt am Sonntag*'
Höf: Giinter Speicher.
— svá — þýddi.)