Morgunblaðið - 24.08.1975, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1975
Varðveizla gamalla húsa er
nú mjög á dagskrá, hér sem
annars staðar. Evrópuráðið
hefur skorið upp herör og helg-
að árið 1975 því viðfangsefni
undir kjörorðunum Framtíð
fyrir fortíð okkar! Á þessu ári
mun væntanlega rísa upp f Ár-
bæ aldargamalt verzlunarhús
austan af Vopnafirði. Hið fyrra
tveggja siíkra húsa, sem þar
verða varðveitt í framtíðinni og
bera vitni fyrri tíma. Þessi tvö
Vopnafjarðarhús eru komin
hingað til Reykjavíkur á vegum
Þjóðminjavarðar, Þórs Magnús-
sonar, sem kveður þau dæmi-
gerð fyrir verzlunarhúsin á síð-
ustu öld, sem nú eru ekki mörg
eftir. Nú liggja viðirnir úr þess-
um tveimur húsum á túninu í
Árbæ, hver hlutur merktur til
að hægt sé að setja þau upp
alveg eins og þau voru.
Mbl. ieitaði eftir upplýsing-
um um þessi hús hjá Þór Magn-
ússyni. Ekki er nákvæmlega
vitað um aldur húsanna, en
talið er að stærra húsið virðist
hafa gengið tjrr’-' r ýmsum nöfn-
um, svo sem kornhús og
beykishús, en það minna ým-
ist ullarhús eða kjöthús, sem
bendir til notkunar þeirra á
ýmsum tímum. Verzlunarfyr-
irtækið Örum & Wulff, sem
lengi verzlaði á Vopna-
firði, átti þessi hús seint á
síðustu öld og voru þau hluti
af verzlunarhúsum þeirra, sem
voru mörg. Með þessum tveim-
ur húsum eru þau öll horfin frá
Vopnafirði utan eitt,- Þess má
geta, að i stærra húsinu bjó
Kristján fjallaskáld síðustu
árin í litlu kvistherbergi og þar
dó hann. Þór kvaðst lengi hafa
vitað um þessi hús, sem eru
býsna merkileg. Hörður
Ágústsson kom þarna sem ann-
ars staðar er hann var að Iíta á
gamlar merkar byggingar víðs-
vegar um landið. Fyrir nokkr-
um árum fékk Þór svo skilaboð
frá Kaupfélagsstjóranum á
Vopnafirði um að þessi hús
þyrftu að vfkja. Og nokkru
síðar var það ítrekað að húsin
þyrfti að fjarlægja, þar sem
kaupfélagsbyggingar væru að
risa þarna og nýtt frystihús al-
veg komið að þeim. Þór fór
austur 1973. Sá hann þá að mik-
ið hervirki hafði verið unnið
siðan Hörður Ágústsson leit á
húsin, þar sem búið var að rífa
milliloftið úr stærra húsinu.
Hafði þetta gamla hús verið
tekið undir sementsgeymslu og
loftið rifið úr þvi til að bílar
ættu greiðan aðgang inn.
— Þegar ég fór að ræða við
heimamenn, kom i Ijós að eng-
inn áhugi var á að gera neitt við
þessi gömlu hús, sagði Þór.
Aðeins var drepið á möguleik-
ana á að flytja þau til á staðn-
um, en það fékk ekki undirtekt-
ir. Þröngt er orðið á Vopnafirði
og búið að byggja mikið á
gamla bæjarstæðinu, svo að
húsin gátu ekki verið þar
áfram. Til þess hefði þurft að
skipuleggja byggingar kaupfél-
agsins öðru vísi fyrir mörgum
árum. Því var ekki um annað að
ræða en að rifa þau og flytja,
eða ryðja þeim í sjóinn. Áður
en nokkur ákvörðun var tekin,
kom Hjörleifur Guttormsson
þangað fyrir Safnastofnun
Austurlands og kannaði málið.
En það bar allt að sama brunni.
Ekki var hægt að varðveita
húsin fyrir austan. Ég spurði
þvi Halldór Halldórsson kaup-
0 Þannig leit byggðin út á Vopnafirði meðan verzlunarhúsin stóðu þar niðri við sjóinn. En nú er
orðið að þeim þrengt og flest horfin, utan stóra húsið á miðri myndinni. Kornhúsið og ullarhúsið,
sem nú eru flutt f Árbæ, sjást til vinstri á myndinni.
Gömlu verzlunarhúsin
fá samastað í Arbæ
• Ullarhúsið frá Vopnafirði
mun væntanlega rísa upp f
Árbæ i sumar.
1 í
^% í | H*// wjm jj‘! 1|
KUIÍiFlim
0 Þarna er stærra húsið frá
Vopnafirði, svokallað kornhús
eða beykishús, þar sem örum &
Wulff geymdu varning sinn.
félagsstjóra hvernig honum lit-
ist á að Þjóðminjasafnið fengi
húsin keypt og flytti þau brott.
Ég hafði þá Árbæjarsafn í
huga, og stjórnin þar sam-
þykkti umsvifalaust að veita
þeim rúm. Ég gerði kauptilboð í
húsin fyrir Þjóðminjasafnið og
fékk þau. Borgaði 100 þúsund
krónur fyrir hvort hús. Stærra
húsið var svo tekið niður í fyrra
og flutt suður, og það minna í
sumar. Áður hafði Bjarni Ólafs-
son smiður í Árbæjarsafni
mælt húsin upp og merkt hluta
þeirra. Og hingað eru þau kom-
in.
Húsin eru sennilega úr furu
og gríðarlega vel viðuð, einkum
minna húsið, sem hefur 12
tommu bita. Grindin er klædd
utan. Á öðru húsinu er lárétt
bðrð, en á hinu lóðrétt. Grindin
var merkt frá gömlum tíma, en
nú voru þök og klæðning
merkt, áður en húsin voru rifin,
svo hægt væri að reisa þau eins
aftur. 1 hvoru húsi eru tvö loft,
neðra loft og efra loft, bæði
manngeng. Þarna hefur verið
geymd ull, korn o.fl. 1 stærra
húsinu hefur verið verzlun en
þær innréttingar var búið að
rífa fyrir löngu.
— Þessi hús eru dæmigerð
fyrir verzlunarhúsin á öldinni
sem leið, segir Þór. Fyrir mér
vakti fyrst og fremst að bjarga
þessum húsum og þar sem
okkur vantar alltaf geymslu,
datt mér i hug að þarna gætum
við geymt ýmsa stærri hluti. Ég
hafði hugsað mér að annað
húsið yrði aðallega notað fyrir
geymslu og sem verkstæði, en í
hinu mætti sýna ýmsa stærri
muni, sem við höfum ekki rúm
fyrir nú. Einu sinni voru uppi
hugmyndir um landsbyggða-
safn i Árbæ. Flutningur Silfra-
staðakirkju þangað ýtti undir
þá hugmynd. Flutningur þess-
ara húsa þangað er hugsaður
sem framhald á þvi safni, ef af
verður. Ég geri mér grein fyrir
þvi að hugmynd Reykvíkinga
er fyrst og fremst að varðveita
gömul merk hús úr borginni.
En ef í Árbæjarsafni yrði
komið upp sýnishornum af
merkum byggingum utan af
landi, torfhúsum sem örðum,
held ég að margir mundu þar
geta skoðað þessar byggingar,
sem ekki sæju þær að öðrum
kosti.
Mjög lítið er varðveitt af hús-
um af þessari gerð, að því er
Þór tjáir okkur. I Ólafsvik er
eitt slíkt hús, sem er friðað. Og
fyrir austan er Gamlabúð á
Eskifirði og Langabúð á Djúpa-
vogi. Isafjarðarhúsin eru eldri,
eða frá 18. öld.
Búið var að afmarka Vopna-
fjarðarhúsunum stað I Arbæ
efst í hæðinni. En við nánari
athugun fannst okkur þau þar
nokkuð áberandi og áveðra,
sagði Þór. Svo þau voru flutt
neðar í túnið og verða reist
neðan núverandi byggðar I
safninu. Þar er verið að byrja
að taka grunn fyrir minna
húsið. Þetta hefur þann kost að
húsin fá eðlilegan byggingar-
stað, sagði Þór. Þau hafa alltaf
staðið neðst við sjóinn og
byggðin fyrir ofan þau. Á sama
hátt verður byggðin í Árbæ
ofar í brekkunni. Þar verða
húsin sett niður með sömu af-
stöðu og með sömu fjarlægð
sem fyrr. Ætlunin er að koma
ullarhúsinu upp í sumar, og
kornhúsinu svo síðar, eftir þvi
sem aðstæður leyfa. Það er
stærra og viðir þarfnast við-
gerðar.
Ekki kvaðst Þór geta sagt hve
dýrt yrði að flytja Vopnafjarð-
arhúsin, en það kostaði mikið
fé að rífa gömul hús, flytja þau
og reisa á nýjum stað. Æskileg-
ast sé að byggðarlögin varðveiti
slík hús og hlynni að þeim
heima. Ríkið hefur árlega veitt
talsverðan stuðning, þar sem
gerðar hafa verið upp gamlar
byggingar, t.d. var veittur
styrkur til viðgerða á Gamla-
húsinu, sem er svipaðs eðlis
sem þessi. Æskilegt hefði verið
að þessi hús hefðu líka verið
varðveitt á Vopnafirði og notuð
svipað og áður fyrir verzlun, en
þess var ekki kostur. En þetta
eru ákaflega falleg hús, sem
eru til sóma hvar sem er og eiga
eftir að gleðja augu margra I
Árbæjarsáfni og fræða um
fyrri tíma.
I Innan úr öðru verzlunarhúsinu.
I Gömlu húsin voru vei viouo.
0 Þór Magnússon skoðar innviði annars hússins, áður
en það er tekið niður til flutnings.