Morgunblaðið - 24.08.1975, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGUST 1975
UMSJÓN: Bergtjót Halldórsdóttir, Björg Einarsdóttir, Erna Ragnarsdóttir,
Lilja Ólafsdóttir.
Menntun - simenntun
Umsjónarmönnum „í tilefni kvennaárs" berast oft
bréf um hin ólíkustu efni. Eftirfarandi bréf frá „Miðaldra
konu í Reykjavík" snertir við máli sem við teljum mjög
brýnt, ekki sízt fyrir konur, en þær hafa oft hlotið minni
menntun í upphafi en karlar:
í tilefni af frétt í dagblaði,
þar sem sagt er frá, að kona
á miðjum aldri settist í 1.
bekk gagnfraeðaskóla úti á
landi vil ég miðaldra kona í
Reykjavík spyrja: Er hægt að
fara þessa leið í borginni?
Ég hef reynt fyrir mér og
það eina, sem staðið hefur
til boða eru Námsflokkar
Reykjavíkur og Bréfaskóli
S.Í.S. og A.S.Í. í þeim hef
ég verið síðastliðna vetur.
Aðrar leiðir virðast lokaðar,
ef maður vill bæta við sig
námi eða rifja upp.
í Námsflokkum Reykjavík-
ur er einn tími á kvöldi,
annar næsta kvöld, enda-
laus hlaup milli skóla og
bæjarhverfa, sem er ákaf-
lega tímafrekt og þreytandi.
Sjaldan hægt að taka grein-
ar eina eftir aðra í röð sama
kvöldið, fyrir utan hvað það
spannar yfir stuttan tíma,
þrjá mánuði; 11 —12 skipti,
síðan byrjað upp á nýtt með
nýju fólki og lesið sama efni
aftur og aftur, önn eftir önn,
svo engu er hægt að bæta
við sig.
Námsflokkarnir eru að
vísu með 3. bekk til prófs að
vori, en það getur verið full
strangt að byrja þar eftir að
hafa ekki setið í skóla um
árabil og hafa eingöngu
fullnaðarpróf, þótt góð
væru. Hvers vegna byrja
Námsflokkarnir ekki neðar
með bekkjardeildir, það
verða alltaf einhverjir sem
þurfa að byrja neðar eða
komast ekki áfram.
Mig hefur alltaf dreymt
um skóla þar sem hægt væri
að taka upp þráðinn aftur.
Taka það sem þarf til upp-
rifjunar með þeim hraða,
sem hverjum einstökum
hentar, en ekki bindast nið-
ur og hjakka í sama fari og
eyða tíma í að fylgja eftir
einhverju föstu formi.
Ég hef fylgzt með því,
sem komið hefur fram í sam-
bandi við umræður um full-
orðinsfræðslu og orðið fyrir
vonbrigðum. Þar virðist ekki
reiknað með þeim hópi, sem
ég tala fyrir. Spurningu er
varpað fram í upphafi þessa
bréfs. Er einhver þess um
kominn að veita svar við
henni, vill eða getur upplýst
hvaða leiðir við eigum opn-
ar?
Miðaldra kona í Reykjavik.
Við snerum okkur til Guðrúnar
Halldórsdóttur, skólastjóra Náms-
flokka Reykjavlkur og báðum hana
að fjalla um málið Svar hennar við
bréfinu er i fjórum liðum:
1 í hinu almenna skólakerfi ber
fræðsluyfirvöldum fyrst og fremst
skylda tilaðsjá nemendumá skóla
skyldualdri fyrir vist I bekkjum, en
lög banna ekki eldra fólki að sitja á
skólabekk með nemendum á
skyldunámsstigi sé rými fyrir
hendi Einnig getur fólk lesið náms-
efni utan skóla og e.t.v. fengið að
sitja í einstökum timum eða náms-
greinum í skólunum.
2 Innan fullorðinsfræðslu er
hægt að búa sig undir miðskólapróf
(3 bekk) og gagnfræðapróf hjá:
a) Bréfaskólanum (Suðurlandsbraut
32 simi: 81 255), sem nú mun vera
að koma fram með nýtt námsefni i
mörgum greinum.
b) Námsflokkum, sem starfa viða
um land (t.d Kópavogi, Akranesi,
Isafirði, Sauðárkróki, Akureyri,
Nesjraupstað og Egilsstöðum).
Námsflokkar Reykjavikur hafa
ekki haft 2 bekkjar deildir — þó
var gerð smátilraun til aðfaranáms
3. bekkjar s.l. vetur og er ætlunin
að reyna að halda þeirri kennslu
áfram i vetur Einnig getur fólk búið
sig undir 3 bekkjar náms með því
að stunda nám i fyrst og öðrum
flokki í islenzku, stærðfræði,
dönsku og ensku og nokkrir hafa
gert það. Reynt er að láta fög
standast á þannig aðfólk geti setið
í 2 námsgreinum á kvöldi, þó að
það geti auðvitað verið erfitt vegna
mismunandi þarfa einstaklinga. í
hverri kennslugrein er ýmist hálf
önnur kennslustund (60 min.) eða
tvær kennslustundir (80 min.) á
kvöldi.
3. Draumurinn um skóla þar sem
hægt er að fara með þeim hraða,
sem hverjum einstökum nemanda
hentar, er draumur margra okkar,
sem við kennslu fáumst — en því
miður er það hægara ort en gjört
einkum i stórum bekkjardeildum
þar sem kennari getur ekki veitt
einstaklingsbundna hjálp svo neinu
nemi.
4. Hlutverk fullorðinnafræðslu er
einmitt að veita fræðslu þeim, sem
vilja viðbótviðþaðnám, sem þeir
hafa lokið og bréfritari á fullan rétt
á fyrirgreiðslu j þvi efni og væri
mér þökk á þvi að fólk ofar skóla-
skyldualdri, sem vill stunda framan-
greint aðfaranám, hefði samband
við Námsflokka Reykjavikur.
Við gripum tækífærið og spyrjum
Guðrúnu Halldórsdóttur nokkurra
spurninga.
Sp. Hvernig er kynskiptingin i
Námsflokkum Reykjavikur?
Sv. Rúmlega tveir þriðju eru kon-
ur
Sp. Hver telur þú að orsökin sé?
Sv. Hún er vafalaust sú, áð kon-
ur afla sér í upphafi ekki eins mikill-
ar menntunar og þær síðar á æv-
inni hefðu kosið að hafa gert.
Sp. Hvers vegna hafa þær ekki
aflað sér þessarar menntunar á
unga aldri?
Sv. Stundum eru þær tálmaðar í
námi vegna ytri aðstæðna t.d.
ótlmabærra barneigna. Auk þess
litur samfélagið og þær sjálfar á
nám og starfsreynslu stúlkna á
yngri árum sem aðdraganda að
hjónabandi og barnauppeldi, en
ekki sem grundvöll að lífsstarfi. Þar
skilur á milli viðhorfs samfélagsins
og uppalenda til náms ungmenna
eftir þvl hvot piltar eða stúlkur eiga
i hlut.
Sp. Hvað áttu við með mismun á
viðhorfum?
Sv. Engum dettur i hug að piltur
stytti námsferil sinn af því að hann
ætli að gifta sig og eiga börn Þvert
á móti eigi hann að fá eins góða
menntun og hægt er til þess að
verða hæfari heimilisfaðir
Sp Ertu með þessu að segja að
það séu viðtekin viðhorf að mennt-
un sé konum ekki nauðsyn til að
verða húsmæður og uppalendur?
Sv. Já — þvi miður Það er lítið
á föðurínn sem aflanda fjárins og
menntun hans er því fjárfesting, en
það gleymist að haldgóð menntun
móðurinnar er ekki aðeins hagnýt I
upp'eldi barnsins heldur er hún
Guðrún Halldórsdóttir, skólastjóri
Námsflokka Reykjavikur.
einnig fjárhagstrygging fyrir heimil-
ið Ekki má það heldur gleymast,
að fjöldi kvenna hefur lokið uppeld-
isstörfunum um fertugt og þarf þá
að hasla sér nýjan völl — þvi að
heimilisstörf með nútima tækni
krefjast tæplega fullrar starfsorku
„heillar" konu.
Sp. Hvað er til úrbóta?
Sv. ( fyrsta lagi verða ungar
stúlkur að gera sér grein fyrir því að
þær þurfa að afla sér haldgóðrar og
hagnýtrar menntunar I upphafi.
Auk þess verður seint nóg áherzla
lögð á það, að konur nýti þá náms-
möguleika sem til eru innan fullorð-
innafræðslunnar.
Sp. Hvað liður lögunum um full-
orðinnafræðslu?
Sv. Frumvarpið hefur að vísu
verið lagt fram á alþingi — en ekki
fengið fulla meðferð þar, enda állt
ég að sitthvað sé í þvi, sem þurfi að
skoða og bæta.
Sp. Hvernig eru þær konur á
vegi staddar, sem hafa fengið
starfsmenntun I upphafi, en tekið
nokkur ár af starfsævi sinni til þess
eingöngu að sinna heimilisrekstri
og barnauppeldi?
Sv. í samfélagi örra framfara
verða allir að viðhalda og endur-
bæta fengna menntun — sí-
menntunar er þvi þörf. Á því
leikur enginn vafi, að margar
konur geta samhliða heimilis-
störfum og umönnun barna
fundið sér tíma til að viðhalda
menntun sinni. En þegar þær ætla
út i atvinnulífið á ný þurfa þær að
eiga kost á námskeiðufn til upprifj-
unar og ekki síður uppörvunar.
Sp. Hvar er upplýsingar að fá um
slíkar námsleiðir?
Sv. Ríkið heldur námskeið fyrir
suma starfshópa svo sem kennara
undir yfirstjórn Pálinu Jónsdóttur í
Kennaraháskóla íslands. Deildireru
starfræktar fyrir verzlunar- og skrif-
stofustörf af Námsflokkunum og
málaskólinn Mimir rekur einkarit-
araskóla. Full þörf er á að efna til
námskeiða I mörgum öðrum starfs-
greinum t.d. hjúkrun. Iðnmenntun
kvenna hefur hingað til verið ótrú-
lega fábreytt og er ástæða til að
hvetja konur til að brjóta sér nýjar
brautir á þeim vettvangi.
Sp. Starfsreynsla, sem konur
hafa öðlazt við barnauppeldi og
störf á heimilunum — hvernig fær
þjóðfélagið notið hennar? Hvar get-
ur húsmóðirin fengið bréf upp á að
bún kunni til verka?
Sv. Fárra kosta hefur hingað til
verið völ i þeim efnum. En brýn
þörf er á að stofna til námskeiða
t.d. fyrir konur, sem vildu stunda
matreiðslustörf eða önnur skyld
störf, hjúkrun i heimahúsum eða í
fataiðnaði. Tilraunir hafa verið gerð
ar í þessa átt bæði af Rauða kross-
inum og menntamálaráðuneytinu
og er mér ekki kunnugt um annað
en að Rauða kross-námskeiðið hafi
gengið vel, en aðsókn að námskeiði
I verksmiðjusaumi var ekki nægjan-
leg. Sennilega vegna þess að rétt-
indi þau, sem konur áttu að fá eftir
slík námskeið voru harla lítil. Og
má i þvi sambandi benda á nám-
skeið fyrir karla í meðferð þunga-
vinnuvéla, sem veittu sýnu meiri
réttindi og haldið var á llkum tima
BjE.
Á qámskeiSi i bifvélavirkjun.
Eftirfarandi samtal heyrðist á snyrtiherberginu á Hótel Sögu s.l. sunnudagskvöld: „
„Ég skil ekkert í henni K . . . — ég hefi talað um þetta við hana' Þegar maður á
bæði strák og stelpu og er ekki alltof vel fjáður, þá er ekki spursmál að maður
menntar strákinn frekar."
Heyrt á fundi suður með sjó: „Þegar ég var búin að koma börnunum mlnum sex á
legg fannst mér ég ekki hafa nóg að starfa heima svo ég réð mig til að smyrja brauð
og bera á borð fyrrr börn I skólamötuneyti. Enda þótt þetta væru samskonar störf
og ég vann um þriggja áratuga skeið á heimili mínu var ég sett á byrjunarlaun."