Morgunblaðið - 24.08.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.08.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1975 Tekið á móti þeirri loðnu, sem Hafrannsókna- stofnunin hefur lagt til I BLAÐINU f gær féll niður kafli úr greinargerð f fréttatilkynn- ingu, sem blaðinu barst frá stjórn S.R. s.l. föstudag. Fer fréttatil- kynningin f heild hér á eftir: „Á fundi stjórnar Síldarverk- smiðja rikisins í dag var eftir- farandi tillaga samþykkt: „Stjórn Sildarverksmiðja ríkis- ins beinir þeirri áskorun til sjávarútvegsráðuneytisins, að það hlutist til um við Hafrannsókna- stofnunina, að annað skipa hennar, Árni Friðriksson eða Bjarni Sæmundsson, verði látið stunda tilraunaveiðar á Ioðnu með flotvörpu fyrir Norðurlandi síðari hluta þessa mánaðar og í septembermánuði n.k. Einnig verði leigt eitt skip eða fleiri í sama skyni, en verði undir stjórn stofnunarinnar." í greinargerð segir: „Á fundi, sem verksmiðju- stjórnin hélt f dag, mætti Jakob Jakobsson. Lét hann í ljós þá skoðun að með þessu móti mætti ganga úr skugga um, hvort um væri að ræða fyrir Norðurlandi loðnugöngur, 2 til 4 ára loðnu, er hentaði til vinnslu. Þykir verk- smiðjustjórninni nauðsynlegt að fá úr þessu skorið. S.R. hafa alltaf verið reiðubúnar að taka við þeirri loðnu, sem Hafrannsóknar- stofnunin hefur lagt til að tekið yrði á móti.“ Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með samhljóða atkvæðum þeirra Sveins Benediktssonar, Jóns Kjartanssonar, Hannesar Bald- vinssonar og Jóns Sigurðssonar. „Einn vandi leystur með því að búa til annan” — segir Kristján Ragnarsson Ríkisstjórnin hefur ákveðið að vextir af lánum Fiskveiðasjóðs skuli hækkaðir og lánstími stytt- ur. Þannig munu vaxtagreiðslur vegna nýs skips nema 12—15 kr. á hvert kfló fisks, sem aflað er. Verð á karfa er nú kr. 19.00, ufsa af millistærð kr. 20.60 og á þorski af millistærð kr. 35.80. Af því verði fær skipshöfnin um 45%. Hlutur útgerðarinnar til að standa straum af vaxtagreiðslum, afborgunum og öllum rekstrar- kostnaði er af verómæti hvers kg af karfa kr. 10.50. ufsa kr. 11.30 og þorski kr. 19.70. Þetta kemur fram f fréttatilkynningu, sem stjórn Landssambands fsl. útvegs- manna sendi frá sér f gær. Þá scndi stjórnin frá sér eftirfarandi samþykkt: „Stjórn L.I.U. mótmælir harð- lega þeirri ákvörðun ríkisstjórn- arinnar að tvöfalda vexti Fisk- veiðasjóðs á einu ári, jafnframt því, sem lánstími er styttur, lán- tökugjöld margfölduð og gengis- og verðtryggingar stórauknar. — Kröfluvirkjun Stjórn L.I.tJ. lýsir furðu sinni á því, að ríkisstjórnin, með ákvörð- un sinni lætur eins og hún viti ekki, að stór hluti fiskiskipaflot- ans liggur nú bundinn við bryggju vegna rekstrarerfiðleika og annar hluti hans berzt í bökk- um. Þessir aðilar eru því sízt af öllu færir um það nú að taka á sig stóraukin útgjöld, nema það sé vilji ríkisstjórnarinnar, að fiski- skipaflotinn stöðvist allur. Stjórn L.Í.Ú. varar ríkisstjórn- ina við að stofna nú til átaka við útvegsmenn, þegar mest ríður á að halda fiskiskipaflotanum í gangi til öflunar gjaldeyristekna og til að tryggja fulla atvinnu, og væntir þess, að ákvörðun þessi verði endurskoóuð." Morgunblaðið hafði samband við Kristján Ragnarsson, formann L.I.Ú. og spurði hann hvers vegna stjórn L.I.Ú hefði sent frá sér þessa samþykkt. Sagði Kristján, að það sæi hver heilvita maður, að útgerðin þyldi ekki slíkar álögur, allir vissu um vanda útgerðarinn- ar en sífellt væri verið að þyngja þann bagga, sem útgerðin bæri. Það væri svo komið, að „Einn vandí væri leystur með því að búa til annan.“ Reykjavfkurmær. Ljósm Mbi. Friðþjófur. Til stuðnings portúgölskum blaðamönnum ISLENZKÚM blaðamönnum hefur borizt, fyrir milligöngu I.P.I., alþjóðasambands rit- stjóra, stuðningsyfirlýsing við ávarp portúgalskra blaða- manna, þ.á m. Regos ritstjóra Republika, og var ráðgert að birta hana á laugardag f ís- lenzkum og erlendum fjöl- miðlum, en sfðdegis á föstudag var þess óskað, að beiðni norskra og vestur-þýzkra blaðamanna, að fresta birting- unni þar til á miðvikudag. Morgunblaðið mun væntan- lega, ásamt öðrum íslenzkum fjölmiðlum, birta yfirlýsing- una og undirskriftir Islenzkra blaðamanna á miðvikudag n.k., enda þótt Vísir hafi birt yfir- lýsinguna á föstudag s.l. og þar með ekki orðið við eindregn- um óskum um að birta hana siðar. Var ritstjóra VIsis þó kunnugt um óskir þess efnis, að yfirlýsingin yrði ekki birt fyrr en á laugardag. Síðasta ferð Smyrils Flutti um 4þús. farþega FÆREYSKA ferjan Smyrifl átti að koma I sfna síðustu tslandsferð kl. 18 í gær, og er þá skipið búið að fara alls II ferðir milli Seyðis- f jarðar og Noregs f sumar. I þess- ari síðustu ferð Smyrils voru 180 farþegar og 45 bflar. Um 100 manns áttu að fara með skipinu til baka. Pétur Helgason, hjá ferðaskrif- stofunni Úrvali, sagði I samtali við Morgunblaðið I gær, að skipið hefði flutt nokkuð á 4. þús. farþega og bílarnir skiptu hundruðum. Útgerð skipsins væri mjög ánægð með Islandsferðir skipsins og ákveðið væri að halda þessum ferðum áfram á næsta ári. Þá sagði Pétur, að menn hefðu átt við ýmiskonar barnasjúkdóma I sumar, sumt hefði tekizt að leysa, en annað yrði ekki hægt að leysa fyrr en á næsta vori. Menn gera sér vonir um að á næsta sumri komi mun fleira fólk með Smyrli erlendis frá, því nú á að auglýsa þessar ferðir viða um heim. Framhald af bls. 48 sér um byggingu hússins og kaup á vélabúnaði, og er gert ráð fyrir að húsið verði fokhelt I haust. Þá er búið að festa kaup á 80—90% af vélabúnaði virkjunarinnar. — Forsendan fyrir því, að hægt verði að taka virkjunina i notkun á næsta hausti, sagði Jón, er að búið verði að leggja línu milli Kröflu og Akureyrar, en Raf- magnsveitur ríkisins eiga að sjá um þá framkvæmd og ef á að koma fyrri hlutanum I notkun fyrir árslok 1976 verður að hefj- ast handa við línulögnina á næsta vori. Jón Sólnes, sagði, að það mætti koma fram, að áætlunin um að taka virkjunina I notkun fyrir árs- lok 1976 væri byggð á bjartsýnis- áætlun, en menn gerðu sér vonir um að hún stæðlst. Vélabúnaður- inn er að mestu keyptur frá Japan og á að afhendast I apríl á næsta ári. Framheimili ekki vígt 1 FRÉTT I blaðinu I gær var mis- hermt að félagsheímili Fram yrði vígt á Framdeginum I dag. Það rétta er, að heimilið verður sýnt I dag en formlega vigt I næsta mánuði og mun borgarstjórinn I Reykjavík, Birgir Isleifur Gunnarsson, gera það, en hann er gamall Framari. „Það hefur sjálfsagt verið gaman að kenna þér á bíL.” — sagði eirtn farþeginn við AðaJheiði Amljótsdóttur, sem ekur Kópavogsstrætó „ÞAÐ kom einu sinni maður I vagninn f vcsturbænum og spurði hvort hann gæti ekki fengið skiptimiða til að fara til Reykjavfkur. Ég sagði, að þessi blll fæii til Reykjavfkur. Þá spurði hann hvort ég væri eitthvað verri og hvort þeir væru vitlausír f Kópavoginum að senda kvenmann með stræt- isvagninn f bæinn. En hann fór nú samt með og fylgdist vand- lega með akstrinum hjá mér. Þegar hann fór svo úr vagn- inum, fór hann út að framan, en sagði við mig f leiðinni: Það hefur sjálfsagt verið gaman að kenna þér á bfl...“ Aðalheiður Arnljótsdóttir keyrir Kópavogsstrætó I afleys- ingum I sumar, önnur tveggja stúlkna sem það gera. Hin er Kristjana Bergsdóttir og þær eru báðar 22 ára gamlar. Þær eru ekki einu stúlkurnar sem gegna starfi vagnstjóra, heldur eru tvær eða þrjár hjá SVR og ein hjá Landleiðum, sömuleiðis I afleysingum. Hefur kvenþjóð- in því gert myndarlega innrás I þetta forna vlgi karlrqannanna, Ljósmynd Sv. Þorm. strætisvagnaaksturinn, nú á miðju kvennaári. Morgunblaðsmenn skruppu I Kópavoginn I gærmorgun til að sp^alla við Aðalheiði og spyrja hana um reynslu hennar I þessu starfi. Hún hóf akstur hjá Strætisvögnum Kópavogs síðast I júnl og á því tæpa tvo mánuði að baki i starfinu: „Nei, þetta er ekki svo mikið erfiði og ekki þreytandi," sagði hún. „Þetta er ágætt starf.“ Aðdragandinn að þvl að hún fór I þetta starf var þessi: I fyrra ákvað hún að taka meira- próf I akstri, „bara að gamni, svona upp á grin,“ var eina stúlkan á meiraprófsnámskeið- inu I það skiptið. „Ef maður spurði um eitthvað, sem strák- unum fannst alveg sjálfsagt að allir kynnu, þá hlógu þeir. En þá sagði kennarinn, að þeir ættu ekkert að vera að hlæja, þetta námskeið væri fyrir fólk sem ekkert kynni og vildi læra.“ Síðan tók hún rútuprófið svo- nefnda I vor, fannst það eðlilegt framhald af þvi að hafa tekið meiraprófið, og vonaðist raunar til að geta fengið eitthvað að gera við akstur. Við spurðum hana, hvernig henni hefði þótt að aka rútu I fyrsta skipti: „Mér fannst hún óhemju löng og mikil, breið og skrítið að keyra hana,“ sagði hún, „en svo var ekkert erfitt að keyra hana.“ Svo hringdi Aðalheiður I Karl Árnason forstöðumann SVK til að athuga málið og það varð úr, að hún var ráðin til afleysingu I sumar. „Ég keyrði Leyland-vagn nokkra hringi, I tvo—þrjá tíma, daginn áður en ég átti að byrja,“ sagði hún. Meiri var þjálfunin ekki. En aksturinn hefur gengið vel hjá henni I sumar og engin óhöpp orðið. Framhald á bls. 47.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.