Morgunblaðið - 24.08.1975, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. AGÚST 1975
Hvít
elding
ir White Llghtning,
bandarfsk, 1973.
Leikstjóri: Joseph Sarg-
ent.
Það er fremur lítið
hægt að segja um mynd,
sem gengur að mestu út á
bifreiðaakstur — kúnst-
ir, sem flestar hafa sézt
áður f öðrum myndum.
Hvít elding fjallar um
leynivínsölu og gjör-
spilltan lögreglustjóra,
ungan pilt, sem hann
myrti og bróður hans,
sem gengur í lið með al-
ríkislögreglunni til að
koma lögreglustjóranum
fyrir kattarnef. Það er
æði lítið við myndina,
sem hægt er að kalla
frumlegt, en hins vegar
minnir hún því oftar á
ýmsar aðrar. Strax í upp-
hafi minnir bátssiglingin
á Deliverance (þar sem
bæði Burt Reynolds og
Ned Beatty, sem leikur
lögreglustjórann, léku)
og síðar í myndinni vitn-
ar Reynolds beint í þá
mynd með brandara um
kynvillingana.
Aðhlynningin, sem
hann fær á heimili
ógiftra mæðra minnir á
Eastwood í The Beguiled
og á Luciano í Mafíunni.
Andlit James Carners í
Support your Local Sher-
iff og Steve McQueens í
Bullit eru aldrei langt
undan, hvort sem Reyn-
olds er að stunda kæru-
leysislegar athuganir eða
einbeita sér bak við stýr-
ið. Leikstjórinn Joseph
Sargent er lítt þekktur
hér á landi en virðist að-
allega standa í því að
gera allskonar eftirlík-
ingar. 1 vetur var sýnd
eftir hann myndin Sun-
shine í Laugarásbíói, eft-
irlíking Love Story, og
þar á undan hafði hann
fetað í fótspor 2001 með
myndinni The Forbin
Project.
Eftir að hann gerði
þessa mynd leikstýrði
hann myndinni The Tak-
ing of Pelham 123, sem
sögð er keimlík mynd
Lesters, Juggernaut.
Slíkar bergmálsmyndir
eru einskonar sjúkdómur
innan kvikmyndaiðnað-
arins, og bera nær und-
antekningarlaust vott
um andlega fátækt og
ófrumleik höfundanna,
hvað og umrædd mynd,
sem nú er til sýningar,
gerir einnig.
SSP.
Leitiná
hafsbotni
if The Neptune Factor
— An Undersea Odyssey,
kanadfsk, 1973.
Leikstjóri: Daniel
Petrie.
Eins og seinni hluti
enska nafnsins bendir tif,
er þessarimyndætiað að
vera einskonar neðan-
sjávar-svar við mynd
Kubricks, A Space Od-
yssey. Því miður er þessi
samanburður neðansjáv-
armyndinni ákaflega
óhagstæður — svo ekki
sé meira sagt. Hér er
hvergi að finna hinn
hreina og tæra stíl
Kubricks, hvorki í kvik-
myndatöku né efnismeð-
ferð. Að vísu er að finna í
myndinni nokkrar mjög
fróðlegar myndir af und-
arlegum sjávardýrum, en
þegar höfundar myndar-
innar reyna að telja
manni trú um risavaxna
stærð þeirra með því að
margfaida stærð þeirra
með nærmýndaupptök-
um, fer glansinn af sjó-
ferðinni. Auk þess er það
landslag og það sjávarlíf,
sem okkur er sýnt og sagt
að sé úti í miðju Atlants-
hafi fjári líkt sunnlenzku
kóralrifi.
Efnið ristir ekki dýpra
en svo, að ekki er þörf
fyrir súrefniskúta eða
kafarabúninga. 1 raun-
inni er efnið svo strjált
að það verður neyðarlega
áberandi um miðbik
myndarinnar, að höfund-
arnir eru aðeins að reyna
að fylla ákveðinn sýning-
artíma með síendurtekn-
um og langdregnum
myndum af Neptúni II á
siglingu innan um ótrú-
lega fjölskrúðugt neðan-
sjávarlíf á botni Atlants-
hafsins. SSP.
McQ
if McQ, bandarísk, 1974.
Leikstjóri: John Sturges.
JOHN Sturges er nafn, sem
tengist faglegum vinnu-
brögðum og mjög þokka-
legum myndum, líkt og The
Magnificent Seven og The
Great Escape. En Sturges er
langt frá því að vera persónu-
legur eða neinn sérstakur
stílisti og gerir, líkt og segir í
einni uppsláttarbókinni,
„eins góðar kvikmyndir og
handritin leyfa". En handrit
Lawrence Roman að McQ
leyfir hins vegar æði fátt.
Sagan um lögreglumanninn,
sem berst gegn spillingu inn-
an kerfisins hljómar kunnug-
lega, og það, að lögreglu-
manninum sé sagt upp störf-
um vegna þess að hann
óhlýðnast skipunum, er
löngu orðin klisja. Það, sem
kemur einna helzt á óvart, er,
að handritahöfundinum tekst
að sníða handritið að John
Wayne, gömlum kúreka,
þegar efnið kallar raunveru-
lega á miklu yngri mann og
viðbragðssneggri. í heildina
er myndin hvorki betri né
verri en almennt gerist um
þessa tegund glæpamynda
og er það miður, því að á
tímabili virðist McQ ætla að
lenda í andstöðu við allt kerf-
ið, þar sem spillingin nær til
æðstu manna. En spillingin
er aðeins látin ná til eins
lítilfjörlegs embættismanns
og eru þau endalok ákaflega
ódýr, eins og því miður endir
flestra mynda af þessu tagi
vil verða.
SSP.
Síðunni þykir rétt
að benda lesendum
sínum á það, að sýn-
ingum fer nú að
fækka á Fat City í
Stjörnubíói. Verður
myndin sýnd aðeins
núna um helgina en
á þriðjudag munu
hefjast sýningar á
Nikulás og Alex-
andra, sem fjallar
um síðustu 14 ár
keisaraveldis í Rúss-
landi. Leikstjóri er
Franklin J. Schaffn-
er (Patton) og er
þetta þriggja tíma
stórmynd. Fat City
var áður sýnd siðast-
liðið haust og þá við
fremur dræma að-
i’ sókn, en til marks
um ágæti þessarar
myndar, sem hlaut
fjórar stjörnur hér á
siðunni á sínum
tíma, er það, að nú
hefur hún verið
endursýnd í jafn-
langan tíma við
betri aðsókn. Á
enskri tungu nefn-
ast myndir eins og
þessi „sleeper“
(svefnmynd), eða
mynd, sem þarf
nokkuð langan tíma
til að taka við sér,
hvað aðsókn snertir.
Eru lesendur síð-
unnar eindregið
hvattir til að sjá
þessa mynd John
Hustons, sem lýsir
lífinu ekki síður en
mynd Andersons, O
Lucky Man!
kvik
mijnl
/íöon
Ern eftir aldrL. eða tuttugu
og níumínútur fgrir lítið
Höfundur og leikstjóri
Magnús Jónsson kvik-
myndargerðarmaður.
Það hefði verið hægt að
byrja greinarstúfinn sem
svo: Magnús Jónsson er
vinstri maður, út-
skrifaður úr skóla i
Moskvu. Með því frábæra
víðsýni hefði grund-
völlurinn verið lagður að
gagnrýninni, og ámóta
einstrengingsleg þykir
mér myndin ERN EFTIR
ALDRI. En það er vafa-
söm leið til að kryfja
viðfangsefnið, að segja
bara þetta' er gott og
þetta er vont. Það er ærið
langt þar á milli, því að
ýmsar hliðar má sjá á
hverjum hlut ef menn
vilja.
Það er ódýr aðferð, og
höfðar vænti ég ekki
nema til blindra línu-
manna, að raða upp þeim
hlutum sem manni geðj-
ast ekki að og segja svo:
er þetta ekki allt alveg
grábölvað; myndast að-
eins við að sjá verri hlið-
ina og gera hana sem tor-
tryggilegasta. Við
megum heldur ekki neita
þeirri staðreynd að eitt
sterkasta sameiningarafl
íslensku þjóðarinnar er
frelsið, sú hamingja að fá
að gera flesta hluti í friði
og óttaleysi.
Og myndin á einmitt að
fjalla um þá þætti, sem
sameina okkur íslend-
inga. Hér er krefjandi og
athyglisverður efniviður
fyrir hendi, en leikstjóri
tekur þann kostinn að
fara frjálslega með það
þema og bregður þá oft
fyrir sig slitnum og
þreytulegum vinstri
áróðri gegn herstöðinni
og NATO, efnishyggju og
sjálfbjargarviðleitni og
þar fram eftir götunum.
Þetta er jú.oft spaugilega
fram.borið, og það er vel,
en sjálfsagt hefur M.J.
ætlað sér að kalla fram
önnur og meiri áhrif hjá
fólki en ódýrt fliss. Það
kemur líka fyrir að hann
h\ttir dálaglega í mark,
því að það er fjölmargt
sem mætti fara betur í
okkar þjóðfélagi, og það
er einmitt f hlutlausum
köflum myndarinDar sem
höfundi tekst bezt upp.
Nú upp á síðkastið
hefur verið átakanlegur
vandræðabragur yfir
ádeilusmíðum reiðra,
ungra vinstri manna,
sem Magnúsi tekst þó
alloft að breiða yfir með
ágætum húmor. Það er
kannski ekki nema von,
því að heimatilbúnir
draugar hafa til að bera
ákaflega lítinn sannfær-
ingarkraft og engan veg-
inn til þess fallnir að
skjóta mönnum skelk í
bringu.
ERN EFTIR ALDRI
hreif mig ekki sem lista-
verk, og beitt er of slitn-
um og ódýrum aðferðum
til þess að hægt sé að
taka hana alvarlega. En
M. J. kann að hitta í
mark, og því má reikna
með að hann geti gert
mun betur og skapað
heilsteyptara verk og
sannférðugra.
M. J. hefur tekið
Laugarásbíó á leigu á
mánudaginn n.k., og
hyggst þá sýna myndina í
sjö skipti þann daginn. —
Og sjálfsagt oftar, ef eitt-
hvað kemur í kassann.
Sæbjörn
Valdimarsson.