Morgunblaðið - 24.08.1975, Page 16

Morgunblaðið - 24.08.1975, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGUST 1975 Hann skefur sel- skinnin við hné sér Krakkarnir á bænum og gestir að bera inn selskinnin klár til sútunar. Stefán Geirsson bóndi: Ketilsstöðum Jökulsárhlíð Yzti bær f Jökulsárhlfð frammi við sjó er Ketiisstaðir, bóndi Stefán Geirsson 31 árs, kvæntur Bergljótu Stefánsdótt- ur úr Hjaltastaðaþinghá. Yzt f Hlíðinni búa þessi ungu hjón fjölþættum búskap með þrem- ur börnum sfnum, en skammt frá bænum liggur vegurinn yf- ir Hellisheiðina til Vopnafjarð- ar, erfiður yfirferðar og aðeins fær lítinn hluta ársins. 1 júlf s.l. tepptist hann t.d. vegna snjóa, 3 bílar sátu fastir. Á Ketilsstöðum hafa þau Stefán og Bergljót búið síðan 1962, hafa ekkert verið að tví- nóna við þetta og lagt ung að árum í búskapinn, reka nú myndarbú með 400 fjár á fóðr- um s.l. vetur, kýr til heimilisins og auk þess nytja þau hlunnindi í selveiði og reka. „Yfirleitt eru 6—7 manns í heimili hjá okkur," sagði Stef- án þegar við röbbuðum við hann, en hann er hagvanur í Hlíðinni, fæddur að Sleðbrjót og móðir hans er frá Ketilsstöð- um. „Mér líkar vel hérna,“ hélt hann áfram, „vil hvergi vera fremur en hér í Hlíðinni. Við höfum að vísu gamalt íbúðar- hús, en nú hyggjum við að byggingu nýs íbúðarhúss og ég er búinn að sækja um lán til stofnlánadeildarinnar til þess að byggja 120 fm íbúðarhús. Hins vegar höfum við nýlegar fjárhúsbyggingar, en það hefur heldur verið samdráttur í ný- byggingum að undanförnu, en það er eitt brýnt mál sem ég vil vekja athygli á. Mér finnst að það þurfi að gera miklu meira fyrir þennan veg inn Hellis- heiði til Vopnafjarðar. Það eru aðeins 16 km milli brúa handan heiðar. Um þennan veg er um 90 km styttra frá Egilsstöðum til Vopnafjarðar en ef farið er Möðrudalsheiði og út til Vopna- fjarðar. Það hefur ekkert verið gert fyrir þennan Veg í háa herrans tíð. Eg hef orðið var við það að viða er logið frá er sagt er frá veginum yfir Hellisheiði, en ef eitthvað væri gert fyrir þennan veg yrði mikil bót að honum. Vegurinn hefur ekki fengið þá umönn em skyldi, hann hefur verið iuddur með ýtu án nokkurs annars og auðvitað grefst hann þess vegna alltaf meira og meira niður. Ef samgöngur hingað í Hlíð- ina verða bættar hef ég mikinn hug á að auka mjólkursöluna þvi til þess höfum við góðar aðstæður. Þá höfum við fleiri járn í eldinum, selveiði er dálitil, en það er þó búið að eyðileggja hana vegna þess að einhverjir og einhverjir hafa farið i lácrin og skotið eins og vitleysingar. Selveiðin hefur því minnkað frá ári til árs. Hér voru talsverð sellátur, en ég hef haft að með- altali siðustu ár um 50—60 kópa. Það var þó snöggtum minna I ár, eitthvað um 30 í júní, en við veiðum i net á okkar bát sem er 1 tonn og er selurinn tekinn jafnharðan og hann kemur í netin og rotaður. Veiðin sjálf tekur ekki marga daga, en það tekur langan tima að gera þetta gott.“ „Verkar þú sjálfur?" „Já, ég verka allt sjálfur, flái, skef, þvæ og spýti og þá eru skinnin tilbúin, í sútun en við veiðarnar erum við þrir. Smá- vegis sinnum við reka, geri úr staura sem ég sel til nágrann- anna mest.“ „Hvernig skefur þú selskinn- in?“ Stefán Geirsson bðndi „Ég skef á hnénu á mér, finn mér gott bitjárn og siðan er ekki linnt látum.“ „Hvernig er hljóðið í mönn- um í Hlíðinni?" „Menn eru bjartsýnir. Það eru ýmsir möguleikar allsstað- ar hér í sveit ef menn hafa vilja til. Það er samt dálitið harðbýlt hér, veðrahamurinn er eini gallinn á Hlíð. Grasið ætlar að koma heldur seint í þetta sinn, kalt vor og dálítið kal, en það virðist ætla að rætast úr þótt sýnt sé að heyfengurinn verður mun minni en í fyrra. Hitt er svo að við þurfum að fá betri skóla hér, við höfum hér heimavist á býli og tví- skipta skólasetu, 20—30 börn ganga hér i skólann hálfan mánuð í senn, en það vantar tilfinnanlega fullkomnari kennsluaðstöðu fyrir hinn ágæta kennara sem við höfum.“ Ketilsstaðir. r Ahugamenn og fræðimenn kanna útbreiðslu plantna — Slagsíðan Framhald af bls. 14 maður. Þetta er eins óformlegt og hægt er. Engin stefnuskrð eða slíkt. — 0 — Slagsíðan ræddi siðan við Ólaf Lárusson um þau fjögur verk. sem hann sýnir nú. Þau eru öll samsett úr Ijósmyndum, sem sýna höfundinn á ákveð- inni hreyfingu eða hreyfingu í kringum hann. Ólafur sagði m.a. um verkin: „Hugsunin f þessum verkum er sú, að Ifna fari í hring, endi I upphafinu, endi f sjálfri sér ... Fólk litur á þetta sem ljós- myndir og það er ég ekki nógu ánægður með. Þetta eru ekki ljósmyndir, þetta er myndlist Fólk hefur verið óánægt með að ég tek ekki myndirnar sjálfur. Það skilur enginn. Eg Iæt taka myndirnar eftir mfnum hugmyndum. Það er hugmyndin sem skiptir mig máli, en ekki hvort myndin er góð eða slæm. Það myndi þó kannski pirra mig, ef myndin væri slæm ... Það hefur enginn sagt, að þetta sé ekki Iist. Fólk hefur heldur kvartað yfir þvf, að ég skuli ekki ýta á takkann á myndavélinni og fá einhvern annan til að labba ... Það er ákaflega erfitt að gera upp á milli sjálfs verksins og þess sem vinnur það. Það er rétt að blanda þessu meira saman. Verkið og lista- maóurinn eru óskipt svið. Verkið sjálft er úttekt hans á umhverfi sfnu. Listin og Iffið eru eitt hið sama. Listamaður- inn og Iffið eru eitt hið sama og þannig endalaust... Það verður alltaf erfiðara og erfiðara að gera greinarmun á verkinu og listamanninum f sjálfum sér, þar sem hann gengur um. Sumir eru bara gangandi listaverk. Slíkt verð- ur æ algengara ... Listin er ekki bara fólgin f þvf að teikna og mála, heldur alls konar athöfnum ... Verkin fjögur eru öll til sölu. Verðið fer eftir samkomulagi og mönnum Ef þcir eru rikir, þá er allt f lagi að þeir borgi mikið. Eíns gæti ég alveg gefið verkin. Verðlagningin er ekkert ’atriði.. .„ — sh. Grasafræðideild Náttúrufræði- stofnunar Isl. og Náttúrugripa- safnsins á Akureyri hafa ákveðið að gera tilraun með skipulagn- ingu samstarfs áhugamanna um könnun á útbreiðslu villtra fs- lenzkra plantna. Frá þessu segir f nýútkomnu hefti af Náttúrufræð- ingnu’m, þar sem þeir Eyþór Ein- arsson og Hörður Kristinsson senda opið bréf til áhugamanna um útbreiðslu plöntutegunda. Er markmiðið af safna upplýsingum um plöntur sem vfðast af landinu og fylla upp f skörð þeirrar glop- óttu þekkingar, sem við nú höf- um, og láta sfðan gera útbreiðslu- kort allra fslenzkra plantna. En unnið er að slfku verki í mörgum nágrannalöndum okkar. I bréfinu segir: Þýðing rann- sókna sem þessara fer vaxandi, eftir því sem áhrif mannsins á náttúrulegt gróðurlendi verða meiri, svo sem með aukinni á- burðargjöf og sáningu í úthaga. Einnig eru þær nauðsynlegur grundvöllur fyrir störf í þágu um- hverfisverndar. Að sjálfsögðu mun það taka mörg ár að ná loka- takmarkinu með kortlagningu, og það verður aðeins kleift með góðu samstarfi við áhugamenn sem víð- ast af landinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.