Morgunblaðið - 24.08.1975, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1975
25
eftir ELÍNU
PÁLMADÓTTUR
Fjarskalega var notalegt að
heyra einn daginn i sumar Hjálp-
ræðisherinn marsera eftir Austur-
stræti og út á Torg með spiliríi og
söng. Það minnti á góðu gömlu
dagana, þegar foreldrar fóru að
labba niður i bæ með börnin um
helgar til að sjá og heyra það sem
fram var borið af predikurum og
söngfólki. Og til að hitta alla hina.
Nokkru seinna var Sinfóniuhljóm-
sveitin okkar farin að senda tóna
út yfir Lækjartorg úr sviðsbilnum
góða, sem keyptur var vegna þjóð-
hátiðarársins. Og enn siðar sendi
popphljómsveit tóna sina yfir
mannfjöldann, sem safnazt hafði
saman á Lækjartorgi. Þarna var
semsagt að færast svolitið lif i
Miðbæinn, sem um langan tima
hefur verið steindauður eftir
klukkan sex og allar helgar. Fyrstu
tilraunir fóru að visu fram á þeim
tima, sem vinnandi fólk er á ferli á
skrifstofur, verzlanir og i bankana,
sem nýta stóran hluta af byggð i
Austurstræti.
Þegar ég las i blaði frétt —
rétta eða ranga — um að
sennilega yrði nú enn ein
byggingin i Austurstræti
leigð undir bankastarfsemi,
varð mér hugsað til svarsins hans
sr. Bjarna, þegar deilt var um það
á sínum tima, hvort Gimli ætti að
vera biskupssetur eða aðsetur
rektors menntaskólans. Pálmi
Hannesson átti að rýma ibúð sina
i skólanum vegna þrengsla þar. Þá
sagði sr. Bjami og þótti spaklega
mælt: — Mér finnt að Gimli ætti
að verða rektorsibúð, en biskup-
inn að fara annað. Menntaskólinn
er i miðbænum, en Guð er alls
staðarl Ég held að ekki sakaði þó
að bankar dreifðu sér svolitið úr
miðbænum. Mammon er vist alls
staðar! Það sem gamla miðbæinn
okkar vantar er lif. Og það verður
ekki endurheimt með tómum
byggingum stóran hluta sólar-
hringsins, hvort sem þær eru
gamlar eða nýjar, út tré eða stein-
steypu, torfi eða bárujárni. Það-
gleður að visu mitt hjarta hve
ihaldinu á gamlar byggingar vex
mikið fylgi, sem vonandi má verða
til þess að i þær sé haldið svo
lengi sem kostur er og hægt er að
nýta þær. En það er önnur saga.
Lif er fólk. Þegar það hættir að
vera á ferli, þá hverfur að sjálf-
sögðu úr húsunurr. öll starfsemi,
sem miðast við umgang fólks.
Þetta hefur verið að gerast.
Búðirnar i miðbænum hafa
ekki lengur opið nema sem
stytztan tima — ekki fram
eftir kvöldum á þriðjudags-
og föstudagskvcldum eða á laug-
ardagsmorgna, eins og leyfilegt
er. Og veitingahús týna tölunni,
nema þau sem hafa skyndimat
eða brauð á vinnutima. Það er t.d.
sjónarsviptir að matsölunni i Hótel
Vik, sem fastagestir streymdu að
viðs vegar að úr bænum vegna
þess hversdagsfæðis, sem þar var
að fá.
Og þá fer fyrir miðbænum eins
og skóginum, þegar fuglarnir
hætta að syngja þar. Hann verður
þögull. Svo þögull að eftir að um-
ferðargnýrinn hætti i hluta Aust-
urstrætis kvarta bankamenn við
borgarráð um að þeir geti ekki
unnið ef heyrist músik. Af hverju
kjósa menn annars að vinna i
miðbænum i höfuðborg og krefj-
ast þess að þar sé hljótt, eins og
uppi i sveit? Þar kemur liklega til
þessi skemmtilegi tviskinningur,
sem býr i okkur öllum. Við viljum
bæði eta kökuna og eiga hana.
Maður kýs að búa i þéttbýli til að
njóta þess sem það hefur upp á að
bjóða, en i friði fyrir öðru fólki.
Helzt við greiða umferðargötu til
að komast leiðar sinnar, en þar
sem ekki heyrist i bil. Með stræt-
isvagn á næsta götuhorni sem
ekki stöðvast fyrir utan manns
eigið hús. Þetta er eins og þegar
allir, sem hafa eitthvað fram að
færa i blaði, vilja fá það á útsiðu.
Þá er ekki um annað að ræða en
að gefa út blað með eintómum
útsiðum. Og á sama máta að
byggja borg með eintómum jarð-
húsum i kyrrðinni við greiðu hrað
brautina. Þannig er um Miðbæinn
okkar. Menn hafa kosið að setjast
að i umferðinni, en um leið að
gera bæinn hljóðan eins og i sveit,
— og það hefur tekizt að vissu
marki.
Þetta minnir mig á konuna, sem
skemmti sér við að segja frá þvi,
er hún fór með bónda að velja sér
sumarbústaðalóð i landi hans. Þau
gengu um landið. Uppi á hólum
sagði hún: — Hér er ekkert skjól!
Og niðri i slökkum varð henni
að orði: — En hér er ekkert útsýni!
Þar til bóndinn settist á þúfu og
varð að orði: — Nú verðurðu að
gera þetta upp við þig. Ég get ekki
látið þig hafa fagurt útsýni til allra
átta og um leið skjól fyrir vindun-
um, sem blása þaðan.
Það er vist algengur sjúkdómur
að fylgja af sama kappi tveimur
andstæðum. Ætli það sé ekki
þetta, sem kallað er geðklofning-
ur. Við Íslendingar. sem flestir
eigum stutt i ræturnar i sveitinni.
en stefnum hraðbyri til borgarlifs,
eigum þetta vist i stórum
skammti, hvað sem við viljum
kalla það. Sjáum eftir kyrrðinni,
en viljum ekki vera þar sem hana
er að finna.
Borgarlif hefur lika sina kosti.
Það býður upp á dagleg og dag-
löng samskipti manna. En ætli við
hér á þessu kalda landi höfum
ekki enn meiri þörf en margir aðrir
fyrir tilefni og stað til að koma
saman og hitta fólk i bæjunum,
þar sem hér eru hvorki almennar
kaffistofur eða barir á næsta götu-
horni, þar sem ibúar hverfisins
geta skroppið út og skipzt á orð-
um við nágranna um jafn hvers-
dagslega hluti og veðrið eða
vonsku heimsins? En borgarlifi
fylgir gjarnan að fólk vill ein-
angrast i mannmergðinni,
þar sem einum kemur ekki
annar við. Einstaklingurinn
fer inn i ibúðina sina að
loknu dagsverki og horfir á
sjónvarp. Þeir, séiit vinnan ekki
lætur i té samskipti við aðra,
verða ótrúlega einmana. Þegar er
farið að bera á þessu i Reykjavik.
Líflegur miðbær, þar sem fólk
kemur utan vinnutima til að
ganga um og sjá aðra, setjast á
bekk eða fá sér kaffibolla, getur
veitt tækifæri til að rjúfa einan-
grunina og draga úr einmana
kennd.
Auðvitað viljum við hafa ró og
næði heima. En það hlýtur að vera
óhætt að bjóða upp á svolitið lif i
Miðbænum okkar — eftir að
bönkum og skrifstofum er lokað
að minnsta kosti. Það er svo dap-
urlegt að koma niður i bæinn um
helgar og sjá ekkert nema nokkra
ráfandi túrista með myndavélar.
Það þarf að fá svolitið lif i bæinn
til að Austurstrætisdætur komi
stöku sinnum ofan úr Breiðholti
eða Árbæ. Svo fleiri en hann Tóm-
as Guðmundsson fái að njóta þess
að:
Sjá göturnar fyllast
af Ástum og Tótum
með nýja hatta oa himinblá
augu
á hvitum kjólum, og stefnumót-
um.
En þær prúðu piur komu vist
ekki þá eða koma nú til að sjá
lokuð hús og dautt Austurstræti.
Á leið úr vinnu á ýmsum timum
dagsins eða kvöldsins hefi ég i
hálfan áratug horft með döpru
hjarta á lifið fjara út i Austur-
stræti. Kannski hraðast með stytt-
ingu vinnutimans og lengri lokun-
artimum búða og skrifstofa i mið-
borginni. Og ofurlitla tilburði hefi
ég haft til að reyna að fá lif og
umferð aftur þangað, svo sem
með þvi að fá gamla Söluturninn
aftur á Torgið, til að veita þjón-
ustu þeim er þar vilja vera, sem
væntanlega verður á þessu hausti.
Og með þvi að fá samþykki fyrir
þvi að Námsflokkar Reykjavíkur
flytjist — með sinn stóra hóp
fólks á leið til fræðslu siðdegis og
á kvöldið — i Miðbæjarbarnaskól-
ann gamla, þegar hann losnar,
sem væntanlega verður eftir rúmt
ár. Það gæti vegið svolitið á móti
umferðartapinu, er leikhúsfólkið
hættir að vera á ferli á leiksýning-
ar i Iðnó. Enda ætlazt til þess að í
Miðbæjarskólanum verði nokkurs
konar menningarmiðstöð fyrir
fullorðna með fyrirlestrum og
fræðslu, sem i er sótt. Þeim megin
i miðbænum er Alþingi leggja und-
ir sig hverja bygginguna af ann-
arri, sem standa auðar stóran
hluta árs. Kannski er þetta fyrir-
fram vonlaust. En samt sem áður
— fjör á Lækjartorgi með spilerii,
Framhald ábls. 37
fylgzt hafa með átökum Solzhenit-
syns og sovétvaldsins, vita fullvel,
að grundvöllur siðferðisboðskap-
ar Solzhenitsyns er sama bjargið
og Tolstoj stóð á. Hann er kristinn
höfundur og sér þess víða stað,
enda er hann ófeiminn að flíka
því. Siðferðilegt þrek sitt sækir
Solzhenitsyn einnig í orð Krists
og kenningar, sem hann boðar af
heitri sannfæringu. En hvað segir
orþódox-kirkjan í Sovétríkjunum
um þennan mesta boðbera krist-
innar trúar, sem nú skrifar og
talar á rússneska tungu? Það er
raunar eins og ekkert hafi breytzt
í Rússlandi, allra sízt kirkjan. Hin
opinbera afstaða kirkjunnar nú
er með nákvæmlega sama hætti
og þegar hún bannfærði Leo Tol-
stoj á sinum tima. Þegar
Solzhenitsyn hafði skrifað fyrsta
bindið af Gulag-eyjaklasanum,
rufu ýmsir af forystumönnum
rússnesku kirkjunnar þögnina og
réðust harkalega að skáldinu; af-
neituðu honum; bannfærðu hann
á sinn hátt. Yfirlýsingar þeirra
leiðtoga orþódox-kirkjunnar rúss-
nesku sem ráðizt hafa á Solzhenit-
syn, hafa að vísu ekki verið birtar
í opinberum sovézkum málgögn-
um innanlands af þeirri einföldu
ástæðu, að þau viðurkenna ekki
tilveru kirkjunnar og talsmanna
hennar. En einhvern frið reyna
þeir nú samt að kaupa sér, og má
þar til nefna Aleksei, yfirmann
orþódox-kirkjunnar í Eistlandi,
Serafin biskup, og Juvenal
biskup, sem sér um það takmark-
aða samband, sem patriarkinn i
Moskvu hefur við önnur lönd.
Yfirlýsingar þeirra hafa verið
birtar i sovézku fréttastofunni
Novosty, sem blómstrar m.a. hér á
landi eins og Níðhöggur i aski
Yggdrasils. I yfirlýsingum klerk-
anna segir, að sovézka þjóðin,
bæði hinir trúuðu og guðleysingj-
arnir, fordæmi alla andþjóð-
félagslega hegðun, eins og komizt
er að orði. (Við þekkjum tungu-
takið). Þessi fordæming nái einn-
ig til Alexanders Solzhenitsyns,
„sem gerir litið úr tilraunum
þjóðar vorrar til að draga úr
spennu, með þvi að birta and-
sovézk verk erlendis," eins og
sagt er i einni yfirlýsingunni frá
þessum kristnu karlfauskum.
Tónninn er sá sami og þegar fyrir-
rennarar þeirra fordæmdu Leo
Tolstoj og verk hans. Serafin
ræðst sérstaklega á Solzhenitsyn
fyrir að birta Gulag-eyjaklasann,
harmsöguna miklu um þrælabúð-
irnar i Sovétríkjunum. Solzhenit-
syn er óvinur lands síns og þjóðar,
segir Serafin og maður trúir því
allt í einu, sem stundum hefur
verið haldið fram, að KGB-menn
séu sendir á prestaskóla til að
eyðileggja orþódox-kirkjuna inn-
an frá.
En einkennilegt er að slíkir
leppar skuli telja sig kristna,
nema þá þeir hafi orðið fyrir svip-
aðri reynslu og persóna ein i
Kontrapunkti, skáldsögu Hux-
leys, sern trúir á djöfulinn og
kemst að þeirri niðurstöðu, að hið
illa sanni tilveru guðs. Eg ætla að
trúa á djöfulinn, segir þessi
kommúnisti í Kontrapunkti, guð í
djöflinum.
Menn geta nálgast guðdóminn
með ýmsum hætti. En þegar
klerkastéttin er orðin málsvari
hins illa, hvað þá um hina minni
spámennina?
En vegir guðs eru sagðir órann-
sakanlegir. Jafnvel „á timum
tækni og vísinda!“