Morgunblaðið - 24.08.1975, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGUST 1975
Starfsemi Flugleiða utan Is-
lands er vlða geysimikil og sem
dæmi má nefna að 174 manns
vinna á skrifstofum féiagsins á
meginlandi Evrópu. Aðalskrif-
stofa fyrir þetta markaðssvæði
er I Frankfurt am Main og þar
vinna hvorki meira né minna
en 47 manns. Þetta kom m.a.
fram er blaðamaður Morgun-
blaðsins kom til Frankfurt fyr-
ir stuttu. Sumir spyrja ef til
vill hvers vegna Frankfurt hafi
orðið fyrir valinu sem aðalsölu-
miðstöð Flugleiða á megin-
landi Evrópu. Svarið við þeirri
spurningu er einfalt: Frank-
furt er ein stærsta borg Þýzka-
lands og helzta miðstöð sam-
gangna bæði I lofti og á láði.
103 flugfélög hafa skrifstofur I
Frankfurt og segir það sfna
sögu. Þá má benda á, að flestir
bankar Þýzkalands eru I borg-
inni og þar eru árlega haldnar
fjölmargar stórar vörusýningar
eins og t.d. bflasýningin og
bóka. Fyrir ferðamanninn er
margt að sjá í Frankfurt, en
samt má fullyrða, að nágrenni
borgarinnar heilli ferðamann-
inn miklu meira. Þar eru fræg-
ir vfnbæir eins og t.d. Riides-
heim, siglingar um Rfn, hinar
fallegu Taunus-hæðir o.fl. og
vfða á þessu svæði er hægt að
gista á mjög ódýrum en góðum
hótelum.
Selja miða gegnum
4715 ferðaskrif-
stofur í Evrópu
Framkvæmdastjóri Flugleiða
á þessu markaðssvæði er Is-
lendingur, Davið Vilhelmsson
að nafni, og hefur hann dvalið i
Þýzkalandi að mestu f 12 ár.
Hann sagði er við spjölluðum
við hann, að markaðssvæði að-
alskrifstofunnar í Frankfurt
næði til Evrópu utan Norður-
landa og Bretlands, þá væru
þeir meö umboðsmenn í Aust-
urlöndum, Afríku, í A-Evrópu,
Grikklandi og Júgóslavíu, en
þaðan kæmu nú fjölmargir far-
þegar í sambandi við virkjunar-
framkvæmdirnar í Sigöldu.
„Skrifstofan hér í Frank-
furt,“ segir Davíð, „er ein af
þremur aðalsöluskrifstofunum,
en hinar tvær eru í Ameríku og
á íslandi. Frá skrifstofunni hér
höfum við nána samvinnu við
fjöldann allan af ferðaskrifstof-
um og á einstaka stöðum erum
við með eigin skrifstofur. I
Þýzkalandi eru skrifstofur í
Hamborg, þar sem 15 manns
starfa og Díisseldorf, þar sem
11 manns starfa, og hér erum
við 21. Þá seljum við miða gegn-
um 1200 ferðaskrifstofur í
Þýzkalandi. I Frakklandi eru
€IS
eis
skrifstofur i París, en þar starf-
ar 21 maður og í Nissa 2 starfs-
menn. Þar seljum við svo miða
gegnum 1500 ferðaskrifstofur.
í Belgíu er 1 skrifstofa, í BrUss-
el, en þar vinna 9 manns og 780
ferðaskrifstofur selja farmiða
með Flugleiðum. I Sviss er ein
aðalskrifstofa i ZUrich, þar sem
9 manns starfa og síðan eru
umboðsskrifstofur í Basel og
Genf, einnig selja 350 ferða-
skrifstofur þar f landi miða fyr-
ir okkur. Þá er skrifstofa í U«k-
emborg, þar sem 75 manns
starfa og 20 ferðaskrifstofur
vinna fyrir okkur. Þá er skrif-
stofa í Vín, en þar vinna 5
manns og 115 ferðaskrifstofur.
Á Ítalíu höfum við tvær skrif-
stofur og þar eru 400 ferða-
|k J
Davfð Vilhelmsson ásamt eiginkonu sinni, tlrsúlu, og börnum
þeirrá, Svölu og Kristjáni.
Flugvallaskatturinn hefur
valdið elnstæðum
lelðlndum
seglr Davfð Vlllielmsson framkvæmdastjóri RugleiÖa í Þýzkaiandi
skrifstofur sem starfa fyrir
okkur og í Hollandi er aðalum-
boð þar sem 8 manns vinna, en
350 skrifstofur selja miða.“
I viðtalinu við Davfð kom
fram, að á s.I. árum hefur mark-
aóssvæðið þrengzt nokkuð mik-
ið, en mest áherzla er nú lögð á
svæðið í kringum Luxemborg
og í Þýzkalandi. Skrifstofan í
Frankfurt var opnuð 1957 og þá
á vegum Loftleiða. í upphafi
vann þar aðeins 1 stúlka. í því
formi var skrifstofanrekin þar
til upp úr 1960, er Luxemborg-
arflug Loftleiða hófst og farið
var að bjóða lágu fargjöldin.
Þegar árið 1964 unnu 10 manns
við söluna og um þessar mundir
eru það 16 manns. Þessi mark-
aður, sem að vfsu er nokkuð
stór, stækkaði ört og árið 1965
opnaði Flugfélag íslands sölu-
skrifstofu í Frankfurt. Félagið
hafði í hyggju að hefja þangað
flug, en flugleyfi fékkst ekki
fyrr en 1971, um vorið, og fram
til þessa hefur að mestu verið
flogið á sumrin. 90—95% far-
þeganna eru Evrópubúar á leið
til íslands. „Það er því tilvalið
að beina farþegum, sem eru á
leið til Mið- og Suður-Evrópu,
til Frankfurt og skipta um vél
þar, en 103 flugfélög hafa skrif-
stofur I Frankfurt og á það má
benda að 111 félög er f IATA.
Frankfurt hefur verið miðstöð
samgangna í aldaraðir og efld-
ist mjög eftir/'stríð. Stærsti
transitflugvöllur Evrópu er t.d.
f Frankfurt, enda flugstöðin
byggð með það fyrir augum,“
segir Davíð.
stór
Loftljejöaflugið
þáttur
í Atlantshafsfluginu
Þegar við spyrjum hvaða fólk
það er, sem ferðast með Flug-
leiðum um þessar mundir frá
Evrópu, segir hann, að kringum
1970 hafi þeir verið mikið með
unglingafargjöld og þá hafi ver-
ið flogið með troðfullar vélar
án þess að neitt hafi komið út
úr því. Þetta hafi hinsvegar allt
breytzt til batnaðar og nú tali
enginn um „Hippie Airlines“
þegar minnzt er á Loftleiðir.
Þeir hafi t.d. náð til mjög
margra kaupsýslumanna, sem
séu á leið yfir hafið.“
„Flug Loftleiða til og frá Lux-
emborg er stór þáttur f flug-
samgöngum yfir Atlantshafið
og er staðreynd, sem önnur
flugfélög viðurkenna. Það er
líka staðreynd, að okkar starfs-
fólk hefur sömu laun og reglur
og tfðkast hjá öðrum félögum,
og með árunum hefur sam-
vinna Loftleiða við önnur flug-
félög orðið mjög góð. Nú viður-
kenna allir, að leiguflugfélögin
eru jafn hættuleg Loftleiðum
og stóru flugfélögunum. Það er
heldur ekki nóg að stofna flug-
félag og ætla sér að fljúga yfir
Atlantshaf á lágu verði, það
verður að selja farmiðana. Það
má benda á Air Bahama þegar
það var stofnað árið 1968. Þá-
verandi eigendur héldu að nóg
væri að hafa 1 stóra flugvél, en
það var ekki aldeilis nóg —
engir farþegar komu. Síðan
tóku Loftleiðir við og félagið
tók fjörkipp, sem er eingöngu
að þakka hinu góða sölukerfi
Loftleiða, sem tekið hefur
fjölda ára að byggja."
Myndlrog textl
Þðrlelfur dlafsson
blöð og þar fram eftir götunum.
i sambandi við þessar ferðir
hafa ýmsir érfiðleikar komið í
ljós. Sem dæmi má nefna, að
Bravia bruggfyrirtækið f Ham-
borg ætlaði til íslands með sölu-
menn sína og hefðu þeir fyllt
þrjár vélar, eða 360 manns.
Hópurinn ætlaði að dvelja á ís-
landi í viku og borga allt upp f
topp. Á Islandi átti að kynna
nýja tegund af bjór frá fyrir-
tækinu, og í þvf skyni átti að
taka með sem svaraði 3 flöskum
á mann. Eftir mikið þras við
ráðamenn á islandi var þessu
hafnað, þó svo að engir aðrir en
Þjóðverjarnir ættu að fá að
koma nálægt bjórnum. Með
þessu missti íslenzka þjóðarbú-
ið milljónir kr.“
rmm
Ein frægasta gatan f vfnbænum mikla, Rudesheim
360 manns hættu viö
íslandsferð vegna
bjðrákvæðanna á
íslandi
Sfðan segir Davíð, að sölu-
starfsemin sé nú þrfþætt. i
fyrsta lagi megi nefna sölu á
miðum vestur yfir haf, til New
York og Chicago, í öðru lagi sé
það sala með vélum Air Bah-
ama, sem eykst stöðugt, og síð-
ast sé það íslandssalan, sem
miðist að mestu við sumarmán-
uðina. Flogið er einu sinni f
viku milli Frankfurt og islands,
en þar fyrir utan eru farnar 15
leiguferðir með fólk frá Þýzka-
landi, Austurrfki og Sviss til
Islands á tfmabilinu apríl—
spetember og er allt gert til
þess að lengja ferðamannatfm-
ann á islandi. Þessar ferðir eru
mikið seldar í gegnum ferða-
heildsala og í samvinnu við dag-
2 vikna Islandsferð
kostar 120 þús.
krónur
„Það eru einkum ýmsir hópar
og samtök, sem til íslands fara
og þvf reynum við að auglýsa í
tfmaritum eins og Spiegel og
hinum ýmsu fagtímaritum. Þá
dreifum við sérstökum íslands-
bæklingi i 100 þús. eintökum.
Stærsti gallinn við að selja í
ferðir til Islands eru hinar ei-
lffu verðhækkanir og á milli
þess tima, sem farið er selt og
þangað til farið er í feðina, hafa
kannski orðið umtalsverðar
verðhækkanir, þannig að við
eigum f eilífum eftirkröfum,
sem valda eilifum leiðindum.
íslandsferðir eru orðnar gífur-
lega dýrar og t.d. er hægt að
kaupa hér tveggja vikna lúxus-
ferð til Austurlanda, t.d. Bang-
kok, fyrir lægra verð en tveggja
vikna tjaldferð kostar til ís-
lands. Slík ferð til íslands kost-
ar um 2000 mörk eða 120 þús.
kr. og fyrir hjón er þetta ekki
lítill peningur, ekki sizt á þess-
um timum, þegar Þjóðverjar
vilja ekki eyða. Ekki má heldur
gleyma flugvallaskattinum,
sem valdið hefur einstökum
leiðindum. Þetta er langhæsti