Morgunblaðið - 24.08.1975, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1975
31
Miðborg Frankfurt fór mjög illa f strfðinu. Aðeins gaflarnir stóðu
eftir af ráðhúsinu, og eru látnir standa til minningar um þessa
hörmungartima.
Um þessar mundir er verið að leggja nýja neðanjarðarbraut eftir
allri Frankfurt. Þegar verið var að grafa fyrir brautinni, var komið
niður á miklar rústir frá tfmum Rómverja.
flugvallaskattur, sem þekkist i
heiminum. Það er t.d. svipaður
skattur hér í Frankfurt, en ekki
nema 7.50 mörk. Þessi skattur
kom mjög skyndilega í vor og f
mörgum tilfellum er það svo að
það er erfitt fyrir fólk að borga
háar fjárhæðir þegar það kem-
ur á flugvellina, þvi þá er það
búið að eyða öllu sínu fé, en
hjón þurfa að borga 80 mörk i
þennan fræga skatt. Þegar
skatturinn var settur á neituðu
ferðaskrifstofurnar hér að inn-
heimta þennan skatt með far-
seðlunum. Það er útbreiddur
misskilningur hjá ráðamönnum
á íslandi, að farþegarnir séu
tilbúnir að borga það sem upp
er sett á Islandi," segir Davíð.
Fólk leitar meira
nordur á bóginn
Þá sagði hann, að engu að
síður væri það svo, að fólk væri
nú farið að leita meira norður á
bóginn. Þetta hefðu hinar
Norðurlandaþjóðirnar eins og
t.d. Finnar og Sviar gripið og
þar væri öll skipulagning til
fyrirmyndar, sem þekktist ekki
heima. Ákveðinn hópur fólks
væri alltaf tilbúinn að ienda í
ævintýrum en það kostaði gif-
urlega mikið að komast i kynni
við slfkt fólk, sem vildi fara i
„aktiv holiday", auk þess sem
það krefðist góðs aðbúnaðar.
Skólarnir islenzku væru góðir
að vissu leyti, en það sem fólk-
inu væri boðið uppá væri ekki I
neinu samræmi við verðið, —
þvi miður.
Við spurðum Davið hvaðan
flestir tslandsfarþegarnir
kæmu. Hann sagði, að flestir
kæmu frá Þýzkalandi, því næst
kæmu Frakkar, þá Hollending-
ar og reytingur af fólki kæmi
frá Sviss, Belgíu og Austurriki.
Hinsvegar væri erfitt að eiga
við ítalska markaðinn, því mikil
kreppa væri þar. Að vísu kæmi
alltaf ákveðinn fjöldi ítala til
laxveiða á íslandi, en yfirleitt
kæmu þeir á eigin flugvélum til
íslands. — Það sem heldur
ferðamannaumferðinni til Is-
lands uppi er m.a. hvað áhugi
fólks á landinu hefur vaxið
mikið meðal annars eftir gosin i
Surtsey og á Heimaey, segir
Davfð.
Eitt frægasta skáld Þjóðverja, Göthe, er fæddur f Frankfurt og er
fæðingarstaður skáldsins nú minjasafn. Hér sést framhlið hússins.
Fjögur umferðar-
slys á Akureyri
Akureyri 22. águst
FJÖGUR umferðaslys uðru hér f
bæ á tæpum sólarhring. Hið
fyrsta varð á mótum Byggðavegar
og Þingvaliastrætis, annáluðu
slysahorni, klukkan 19.50 f gær-
kvöldi þegar piltur á vélhjóli
skall á fólksbfl sem kom norðan
Byggðaveg og þvert yfir aðal-
braut. Pilturinn kastaðist í göt-
una og mun vera bæði lærbrotinn
og handleggsbrotinn auk þess
sem hann hlaut önnur minni
meiðsli. Þó er hann ekki talinn f
neinni lffshættu. Hann hafði ör-
yggishjálm á höfði.
Um tveimur klukkustundum
sfðar rákust saman tveir bílar á
Glerárgötu og var annar þeirra að
aka út á götuna af bflastæði. Mikl-
ar skemmdir urðu á bflunum og
annar ökumaðurinn fékk taugaá-
fall-
Sextán ára stúlka á reiðhjóli
varð fyrir bíl á Þórunnarstræti
rétt við lögreglustöðina um klukk-
an 13 í dag. Hún er ekki talin
mikið meidd.
Fjórða óhappið varð á
Tryggvabraut skammt neðan við
Glerárgötu klukkan 17 í dag. Þar
varð piltur á léttu bifhjóli fyrir
bíl en mun ekki hafa meiðzt neitt
að ráði. Sv.P.
NYTT — NYTT
Þýskt plakat
Megrunarfötin
sem grenna
yður á
þægilegan
hátt
komin aftur
UFSTYKKJABUÐIN
Laugavegi 4