Morgunblaðið - 24.08.1975, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.08.1975, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1975 t Eiginkona min VIGDÍS HELGADÓTTIR frá Meðalholtum Flóa Laugavegi 137 verður jarðsunginfrá Fossvogskirkju miðvikudaginn 27. þ.m. kl. 1 30. Jón Þorvarðsson. t Systir okkar ANNA JÓNSDÓTTIR saumakona sem andaðist 1 6.þ.m. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, mánudag- inn 25. þ.m. kl. 3 Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á líknarstofnanir. Ingibjörg Jónsdóttir Kristin Jónsdóttir, Guðný Jónsdóttir. t Utför eiginmanns míns STEINDÓRS PÉTURSSONAR Austurgötu 16, Keflavik verður gerð frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 26. ágúst kl. 1 3.30 Fyrir hönd vandamanna Guðrún Gisladóttir Minningarathöfn um ÓLAF ÞÓRÐARSON, frá Laugarbóli, fer fram frá Dómkirkjunni, þriðjudaginn 26. ágúst kl. 13.30 Hann verður jarðsettur frá Nauteyrarkirkju, við ísafjarðardjúp, 27. ágúst kl. 1 6. Ásta og Sigurður Þórðarson, Ingibjörg Þórðardóttir, Brynhildurog Jón Þórðarson, Dagbjört og Gústaf Þórðarson. t t Hjartkær eiginmaður minn og faðir ÁRMANN GUOFREÐSSON fyrrum trésmiður Vífilstaðahælis, Kleppsvegi 120. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, mánudaginn 25. ágúst kl. 10.30. Anna Einarsdóttir, Svavar Ármannsson. Sonur minn og faðir t STEINN ÁGÚST STEINSSON Ljósheimum 8, verður jarðsunginn frá 13.30. Fossvogskirkju, þriðjudaginn 26. þ.m. kl. Þeim, sem vildu minnast hins látna er bent á Slysavarnarfélag (slands. Fyrir hönd vandamanna Jónína Gísladóttir, Grétar G. Steinsson. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi SIGURÐUR EYLEIFSSON skipstjóri Sólvallagötu 5 a verður jarðsunglnn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 27. ágúst kl. 3. e.h., Þeir sem vildu minnast hins látna láti líknarstofnanir njóta þess Kristjana M. Sigurðardóttir Helga Sigurðardóttir Sigurður Sigurðsson Þóra E. Sigurðardóttir Arinbjörn Sigurðsson Ingibjörg Sigurðardóttir Pótur Guðmundsson Lárus Björnsson Brynja Kristjánsdóttir Jóhannes Guðmundsson Lilja Magnúsdóttir Hinri, Lárusson barnabörn , barnabarnabörn t Þökkum hjartanlega auðsýnda vináttu og samúð við andlát og jarðarför BRANDlSAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Þverholti. Anna og Ragnhildur Árnadætur, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. Anna Jónsdóttir saumakona —Minning Fædd 7. nóvember 1897. Dáin 16. ágúst 1975. 16. ágúst síðastliðinn andaðist að heimili sfnu, Norðurbrún 1, móðursystir mín, Anna Jónsdóttir saumakona, og verður hún jarð- sungin á morgun, mánudaginn 25. ágúst frá Fossvogskapellu. Við andlát önnu frænku rifjast upp ótal minningar og allar góðar, þvf að Anna var ein af þeim konum, sem ætíð fylgdi hressandi and- blær og glaðværð, og í návfst hennar var gott að vera. Anna fæddist að Hamri á Barðaströnd, en fluttist tveggja ára með foreldrum sínum, Jóni Arnfinnssyni bónda og konu hans Elínu Guðmundsdóttur, að Bæ f Múlasveit. Foreldrar Jóns voru Arnfinnur Björnsson bóndi og hreppstjóri að Eyri í Gufudals- sveit og kona hans, Anna Finns- dóttir. Foreldrar Elínar voru Guðmundur Jónsson óðalsbóndi og hreppstjóri að Hvammi á Barðaströnd og fyrri kona hans, Guðbjörg Jóhannesdóttir. Anna var næstelzt sjö systkina, hin eru: Guðný f. 1896, gift Þórarni J. Einarssyni kennara í Reykjavík, Arnfinnur f. 1899, drukknaði 1918, Kristín Guðbjörg f. 1900, gift Sigurði Jónssyni bif- reiðastjóra á Akranesi, Sæunn Ingibjörg f. 1903, gift Bertel Andréssyni skipstjóra f Reykja- vfk, Guðmunda f. 1905, dáin 1922, Guðmundur f. 1906, dáinn 1910. Um fermingaraldur fer Anna út í Breiðafjarðareyjar í Sviðnur til Eyjólfs Ólafssonar og Kristínar Guðmundsdóttur og var þar í fimm ár, næstu tvö árin dvaldist hún mest með foreldrum sfnum, sem þá bjuggu á hluta af Eyri í Gufudalssveit. Þá var Anna og einn vetur f Flatey á Breiðafirði. Anna var dugleg og verklagin við alla vinnu, en mesta gleði og ánægju hafði hún af að sauma og notaði hún allar frístundir til að sauma eitthvað fallegt og læra útsaum, hekl og fleira þess háttar, enda fór hún að dvölinni í Flatey lokinni til Reýkjavíkur og lærði kjólasaum hjá frú Halldóru Helgadóttur. Að námi loknu fór Anna svo að vinna fyrr sér með kjólasaum i Reykjavík, fyrst í nokkur ár f ýmsum húsum í borg- inni og svo á eigin saumastofu að t Bróðir minn, GfSLI S. JOHNSON. Minot N-Dakota, andaðist 9. ágúst. Jón Sigurðsson, Vestmannabraut 73, Vestmannaeyjum. Laugavegi 27a. Anna var listfeng og hafði mjög gaman af að sauma fallegar flíkur, sérstaklega á telp- ur og ungar stúlkur. Sérstakt orð fór af önnu fyrir hversu barngóð hún var og umhyggjusöm við gamalmenni. Um tíma var Anna hjá hinum þekkta gullsmið Baldvin Björns- syni, og stundaði meðal annars móður hans f banalegu, og er eftirfarandi haft eftir Baldvin: „Anna var eins og góður engill á heimili mfnu á þessum erfiðu tfmum“. Anna tók mikla tryggð við fjöl- skyldu Baldvins, sérstaklega við systur hans, f.d. Geirþrúði og Málfríði og börn þeirra. Þrjár systur Baldvins fluttust til Kaup- mannahafnar og bjuggu þar til æviloka. Árið 1931 flyzt Anna svo til Kaupmannahafnar og vann þar við saumaskap, undi hún hag sfnum vel þar og kunni vel við hina glaðlyndu Dani, enda var hún sjálf mjög glaðlynd og söngv- in, og lærði fljótt öll sönglög. Svo kom stríðið og hernám Þjóðverja, og um það sagði Anna m.a. „Mér féll þungt hin myrkraða borg og ég þorði ekki að opna dyr þegar barið var, því að alltaf voru Þjóð- verjar að taka einhverja til fanga, — þó dansaði ég á götum Hafnar á friðardaginn, það var mikil gleði“. Eftir strfðið fluttist Anna svo heim til Reykjavíkur, sýndi hún mikinn dugnað við að vinna fyrir ser með saumaskap og hélt að mestu gleði sinni, en aldrei náði hún sér þó til fulls eftir strfðið. Smá saman fór heilsan að bila og sjónin að daprast, en kjarkinn og sjálfstæðið missti hún ekki. Síðustu.æviárin bjó hún í fbúðum fyrir aldraða að Norðurbrún 1 Reykjavík og þar leið henni vel. Anna giftist aldrei og átti ekki börn. Anna var vinföst, vel greind og hafði góða og skemmtilega frá- sagnargáfu, einnig var hún hag- mælt vel (þótt ekki vissu það margir, því að hún var dul mjög). Allt þetta fékk fjölskylda min að reyna og éru okkur þær samveru- stundir ógleymanlegar og fyrir þær erum við þakklát. Fyrir hönd ættingja önnu vil ég að leiðarlokum þakka þeim konum sem hjálpuðu . henni á margan hátt sfðustu æviár hennar. Góðra er gott að minnast. Far þú í friði frænka mín, friður Guðs þig blessi. Kjartan Trausti Sigurðsson. Minning: Gunnlaugur Egsteinn Hannesson bóndi F. 19. nóvember 1921 D. 25. júlf 1975. Hinn 25. júlf s.I. lézt f sjúkra- húsi Akraness Gunnlaugur E. Hannesson bóndi Litla- Vatnshorni, Haukadal, Dalasýslu. Utför hans var gerð frá Stóra- Vatnshornskirkju laugardaginn 2. ágúst að viðstöddu fjölmenni. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar. HELGUÁRNADÓTTUR Skarðshlíð 9 e Akureyri Börn tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Góður drengur er horfinn sjónum okkar fyrir aldur fram. Skarð er höggvið í röð bænda í fámennu sveitarfélagi. I Dölum hafði lífs- starf hans verið *næstum því óslit- ið alla ævi. Gunnlaugur var fæddur 19. nóvember 1921 á Litla-Vatnshorni í Haukadal og voru foreldrar hans Hannes Gunnlaugsson bóndi þar og kona hans Guðrún Stefanía Guðjónsdóttir frá Alftavatni f Staðarsveit. Af börnum þeirra þremur var Gunnlaugur elztur, sfðan Ragnheiður, gift og búsett í t Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ELlS INGÓLFUR HARALDSSON Norðurbrún 1, andaðist 12. ágúst að Elli-og hjúkrunaftieimilinu Grund. Útförin hefur- farið fram í kyrrþey, að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. Guð blessi ykkur öll. Málfrfður Jónsdóttir, Magnús Ingólfsson, Sigurbjörg Guðvarðardóttir og börnin. t Þökkum innílega auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför eiginmanns míns, bróður okkar og fósturföður, SIGURÐAR PÁLSSONAR, vélstjóra. Ingibjörg Kristinsdóttir frá Hlemmiskeiði, Ólafía Pálsdóttir, Guðrún P. Crosier, Hilmar Sigurjón Ólafur Pálsson. Petersen, Reykjavfk, og Ölafur, giftur og búsettur f Keflavík. Á Litla- Vatnshorni hafá forfeður Gunn- laugs búið f marga ættliði. Föður sinn missti hann árið 1949, en móðir hans, sem orðin er 84 ára gömul, lifir son sinn. Hefur hún dvalið hjá honum öll hans búskaparár og verið heimilinu ó- metanleg stoð. Þau Hannes og Stefanía voru orðlögð dugnaðar- og sæmdarhjón, er höfðu tileink- að sér þau sannindi að vinnan göfgar manninn. Nægjusemi, góðvild og gestrisni einkenndi heimili þeirra og hefur Gunnlaug- ur mótazt af þeim í æsku, og var það honum gott veganesti í lffinu. Gunnlaugur fór ungur að vinna, Framhald á bls. 37

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.