Morgunblaðið - 24.08.1975, Síða 41

Morgunblaðið - 24.08.1975, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. AGUST 1975 41 Þegar ljósmyndari blaðsins átti leið f Rammagerðina f Hafnarstræti fyrir hádegi s.l. föstudags voru þar m.a. fyrir tveir sýnendur frá Módelsamtökunum, sem gengu um f fslenzkum fatnaði og sýndu hann viðskiptavinum verzlunarinnar. Blaðið frétti, að hér væri verzlunin með tilraun, sem miðaði að þvf að gera kaupendum auðveldara með val á fatnaði. Einnig væri hugmyndin að þetta fólk aðstoðaði þá viðskiptavini, er þess óskuðu, mátaði t.d. ákveðinn fatnað o.s. frv. Fyrst um sinn verður þessi sýning aðeins hiuta úr degi en reynslan mun skera úr um, hvert framhaldið verður. — Ljósm. Mbl.: Friðþjófur. „Heillaði áheyrendur ” r Islenzk stúlka hlýtur frábœra dóma á próftónleikum í víólu-leik + Ung íslenzk stúlka, Unnur Svi inbjarnardóttir, lauk nýlega prófi f vfólu-leik viðtón- listarháskólann f Detmold f Vestur-Þýzkalandi með frá- bærum vitnísburði. Voru allir prófdómarar sammála um að gefa henni hæstu einkunn f öllum greinum. Unnur stundaði nám f Tón- listarskólanum f Reykjavfk og lauk þaðan prófi 1969 f fiðlu- leik. Kennari hennar var Björn Ölafsson. Sfðan stundaði Unnur nám f Royal College of Musie f London og lauk þaðan prófi f Vfólu-leik 1972 með mjög góðum vitnisburði. Þaðan fór hún svo f framhaldsnám f vfólu-leik við tónlistarháskól- ann f Detmold og var prófessor Tibor Varga m.a. kennari hennar þar. Unnur leikur nú með kammersveit prófessors Varga sem 1. vfólu-leikari, en sú hljómsveit heldur tónleika vfða f Evrópu. Morgunblaðinu hafa borizt úrklippur úr tveimur blöðum þar sem tónlistargagnrýnendur Unnur Sveinbjarnardóttir. fara miklum viðurkenningar- orðum um próftónleika Unnar. „Frammistaða með yfir- burðum", segir f fyrirsögn Plick-Punkt f Detmold. Og f greininni segir m.a.: „Hin stór kostlegu blæbrigði tjáningar- hæfni hennar og tónfegurðin, sem virtist skiia sér sjálfkrafa, vakti undrun, og þó var það fyrst og fremst hinn heillandi leikur hennar, sem var unaðs- legur. Mjúkir tónar „Adagio“- kaflans fyrir lágfiðlu og pfanó eftir Kodaly vakti hrifningu áheyrenda ekki sfður en hægu kaflarnir f Solo-sónötunni eftir Hindemith, sem fluttir voru af yfirburðum. Þrátt fyrir ofsa- hraða 4. þáttarins naut tón- fegurðin sfn fyllilega, og ró- semi sfðasta kaflans sýndi ótvf- ræðan þroska lista- konunnar...“ Lippische Rundschau, Westfalen, segir í fyrirsögn: „Unnur Sveinbjörnsdóttir heillaði áheyrendur“. Og enn- fremur m.a.: „Hún ræður yfir furðulegum tónstyrk, breyti- hæfni tóna og músfkölsku hug- myndafluti. Ekki aðeins á hinií djúpa lágsviði hljóðfæris hennar heldur einnig á hásvæði þess, sem reynist flest- um vfólu-leikurum svo örðugt, var leikur listakonunnar ætfð mjög hljómfagur og þrunginn næmum skilningi...“ Sfðar segir m.a.: „Hún sýndi heildar- niðurstöðu hinna frábæru tækni og músfkölsku hæfileika sinna með flutningi á sónötu f es-dúr opus 120/2 eftir Brahms. Túlkun þessarar sónötu var f heild sem og f smáatriðum heillandi afrek f flutningi kammer-tónlistar, en þar átti verulegan þátt pfanóleikarinn Burkhard Böhme...“ Laugardalsvöllur Mánudagskvöld kl. 7 leika. Valur og Akranes Eykur Valur spennuna. Valur. Gulur, rauéur, grænn&blár geröuraf ^ meistaram S- höndum Kráin ísbúð VIÐ HLEMMTORG Buxur Blússur Peysur Drengjaskyrtur Herraskyrtur Herrasloppar Kvensloppar Anorakar, denim Nælonsloppar Telpunáttkjólar o.fl. o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.