Morgunblaðið - 24.08.1975, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. AGÚST 1975
----------------—
Um skóga á Islandi
ísöldina uxu þar þvi bæði fura og greni
auk annarra trjátegunda, áður en landið
byggðist.
Noregur er ákaflega langt land eða um
2000 km á lengd. I Mið- og Suður-Noregi
er betra loftslag en hér. Aftur á móti er
svipað veðurfar í Norður-Noregi og á
íslandi en þar hefur land ekki verið f
byggð nema í tvær aldir. Noregur er og
hefur verið mjög strjálbýlt land og menn
hafa ekki þurft að láta húsdýr bjargast á
beit eins og hér. Svo hafði og nærri hver
bóndi tekjur af því að selja við og tré,
þannig að jarðir gengu lítt eyddar frá
föður til sonar í marga ættliði. Skógurinn
var líftrygging ættarinnar. Skógartrén
sáðu sér sjálf og með skynsamlegu höggi
og án beitar spratt ávallt upp nýr skógur.
III
Hvað hafa tré til síns ágætis umfram
annan gróður?
Tré eru stærsti og hávaxnasti gróður
sem til er á jörðinni. Þau veita öðrum
gróðri skjól (skyggja að vísu líka), þau
lægja vindinn, gera loftslagið mildara og
með rótum sínum sækja þau næringu
dýpra í jörðina en aðrar plöntur, þau
binda jarðveginn betur en annar gróður
svo síður er hætta við áföllum af sk-rið-
um vindum og annarri eyðingu.
Aldur trjánna er líka miklu meiri en
nokkurs annars gróðurs á jörðinni. Sum
tré, t.d. reyniviður, verða að vísu lítið
eldri en maðurinn getur orðið. Birkið
getur hæglega orðið rúmlega 100 ára.
önnur tré, t.d. sitkagreni, geta orðið
4—600 ára. Eikur i Danmörku ná allt að
2000 ára aldri. Þetta eru þó smámunir
hjá trjám í öðrum heimsálfum. Stórvið-
irnir í Ameríku, sem eru yfir 100 metrar
á hæð eru 2—3000 ára gamlir en elzta
trjátegund í heiminum heitir broddfura
og getur orðið fast að 5000 ára gömul.
Þegar skógrækt hófst hér á Islandi var
broddfura sett niður á Hallormsstað.
Hún vex þar vel og ber fræ á hverju ári.
Meðalaldur manna er um 70 ár eins og
þið vitið. Þegar sá aldur er borinn saman
við aldur trjáa verður okkur ljóst hvað
tré erú undursamlegur gróður á jörð-
inni. Auk þess gagns sem þau gera í
náttúrunni sjálfri, skýla þau mönnum og
bústöðum. I nytjaskóga hafa menn sótt
og sækja enn allskonar lífsnauðsynjar,
eldivið, húsavið, við til skipasmíða, svo
nokkuð sé nefnt. Að auki bera mörg tré
ávexti og á skógarbotninum vaxa ber og
sveppir margskonar, sem menn hafa haft
not af. Skógurinn hefur líka veitt mörg-
um veiðidýrum skjól og fæðu, svo þangað
hafa menn líka leitað til fæðuöflunar.
DRÁTTHAGIBLÝANTURINN
vlte
MORÖdKf
IíAFP/NU
Þú hefðir átt að sjá skóinn sem Veiztu mamma? Hann Siggi
ég missti... notar hálsbindið sem þú gafst
honum á afmæiisdaginn — upp
á hvern einasta dag.
Jæja! — Ég er farin heim til
mömmu. Eða réttara sagt: Ég
fer á eftir henni.
Sf&tfÚMD IStr-í-f-i
Kvikmyndahandrit aö moröi
Eftír Lillian
O'Donnell
Þýðandi Jóhanna
Kristjónsdóttir.
29
— Hvers vegna haldið þér að
hún hafi gert þetta fyrir yður?
— Tja, þá gerði ég ráð fyrír að
það lægi aðeins ein ástæða þar til
grundvallar og ég viðurkenni að
ég varð montinn. Auðvitað — hún
gat fengið hvern þann karlmann
sem henni þóknaðist að benda á.
Nú, en hvað með það, ég fékk
hiutverkið aftur, en ég heyrði
ekki múkk frá henni; hún virti
mig ekki einu sinni viðlits þá
þrjá mánuði sem eftir voru af
kvikmyndatökunni! Nú veit ég
auðvitað að hún vildi reyna mig
og sjá hvort ég gæti þagað.
— Og hvað gerðist svo?
— Svo fékk hún umboðsmann
sinn til að hafa samband við mig
og hann tók mig á skrá og útveg-
aði mér ýms smáhiutverk og hitt
og annað að gera. Ég flýtti mér að
hringja til hennar og þakka henni
fyrir hjálpina og bauð henni með
niður á ströndina. Ég varð að taka
mið af stöðunni, þvi að það hefði
verið fáránlegt að bjóða henni á
veitingahús eða næturklúbba þar
sem hún var vön að koma. Hún
var einnig mjög hreinskilin, hún
sagði að hana vantaði fasta herra-
fylgd þegar hún kæmi fram opin-
beralega, við frumsýningar og
svoleiðis. Hún bauðst til að sjá
um öll útgjöld, fyrir leigubfla,
aðgöngumiða og allt slfkt og ég
myndi á þann hátt fá tækifæri til
að hitta rétta fólkið.
— En hvað um trúlofun ykkar.
Var hún innifalin f þessum samn-
ingi.
An þess að þeir hefðu tekið
eftir þvf hafði frú Dorf komið
aftur á vettvang. Ilún hafði snyrt
sig og greitt sér. En hún Ifktist
feiminni og óásjálegri skóla-
stelpu engu að sfður.
— Það var bara fyrir pressuna,
maður, og tii að loka kjaftinum á
slúðurkellingunum sem voru
komnar vel á skrið. Þannig hlaut
þetta að fara, víð vissum það
bæði. Marietta taldi að við gætum
með þessu kvcðið niður ýmsar
sögur.
— Og þér slóguð til!
— Já, það getið þér bölvað yður
upp á! Þetta var mér ofaslega ffn
augiýsing.
— Sem sagt samkomulag sem
báðum kom til góða?
— Einmitt.
— Og engar tilfinningar f spíl-
inu?
— Nei. Hún borgaði fyrir þá
aðstoð sem ég veitti henni.
David leit snöggt á eiginkonu
Dorfs og veitti athygli beiskju-
dráttunum kringum munninn og
reiðifegum glampa f augunum.
— Það getur auðvitað verið að
þið hafíð ekki iifað saman en
þetta hiýtur að hafa verið býsna
náið samband, var ekki svo? Þið
hljótið að hafa átt sérstaklega vel
saman, Dorf. Ungfrú Shaw hlýtur
að hafa fundið einhverja mjög
jákvæða eigiuleika f fari yðar.
Hvers vegna hefði hún annars
lagt allt þetta á sig vegna yðar?
Tilfinningar hljóta að hafa verið
með í dæminu, að minnsta kosti
hvað hana varðar, haldið þér það
ekki? Nema því aðeins að þér
hafið haft efnhver tök á henni...
Höfðuð þér það, Dorf?
— Hvað meinið þér eiginlega?
Hvernig þá? Þetta var nákvæm-
lega einsog ég lýsti fyrir yður.
Dorf ýtti gremjulega frá sér
diskinum sfnum og horfði fýlu-
lega á konu sfna.
— Maturinn er fskaldur, ég vil
ekki sjá þetta.
Link lét ekki æsing hans hafa
áhrif á sig.
— Hvers vegna voruð þér ekki
með henni f veizlunni?
— Vegna þess að ég átti að
vinna snemma næsta morgun.
— Og þurftuð að sofa og hvfla
vður, botnaði David fyrir hann.
— Þér slepptuð einhverri eftir-
sóttustu veizlu ársins bara til að
vera nógu vel uppiagður til að
segja örfá orð daginn eftir! Eins
og þér heyrið Dorf hef ég lært
betur heima — betur en þér hafið
vfst búist við.
— Ég tók starf mitt MJÖG al-
varlega.
— öldungís rétt. Þess vegna
hefðuð þér einnig átt að vera f
veizlunni, ekki satt?
— Ileyrið mig nú, maður minn.
Hvort sem ég var þar eða ekki, þá
stcndur það að minnsta kosti ekki
f neinu sambandi við slys sem
hún lendir f og enn sfður kemur
það við morðinu á henni.
— Ykkur hafði lent saman, yð-
ur og hettni?
— Tillie, sæktu mér hreina
skyrtu, f jandakornið! urraði
hann f átt til konunnar.
— Þið höfðuð rifist um Tillie,
var það ekki rétt?
— Ég þekkti ekkf Tillie þá!
sagðí Dorf reiðilega.
— Ég verð ekki lengi aó ganga
úr skugga um hvort það er satt
hjá yður, benti David honum á.
— Það var ekki mér að kenna
að svona fór fyrir henni! öskrað!
Dorf tryllingslega. — Ég er vita-
saklaus af öllu. Jú, reyndar höf-
um við verið að rífast, ég skal
viðurkenna það, en henni var
skftsama um það og hún hefur
ekki eytt á mig einni hugsun eftir
að við skildum...
— Viljið þér að ég trúi þessu?
— Þér þekktuð hana alls ekki!
1 kvikmyndunum var hún voða
hlý og undursamleg cn f einkalífi