Morgunblaðið - 24.08.1975, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGUST 1975
LANDSLIÐ
A MIÐVIKUDAGINN f næstu viku fer fram f Færeyjum unglingalandsleikur f
knattspyrnu milli Islands og Færeyja. Átti leikur þessi að fara fram fyrr f sumar en
varð þá að fresta vegna þess að Færeyingarnir komust ekki hingað til lands. Islenzka
landsliðið hefur verið valið og er það skipað eftirtöldum leikmönnum: Jón
Þorbjörnsson Þrótti, Halldór Pálsson KR, Þorvaldur Þorvaldsson Þrótti, Halldór
Arason Þrótti, Baldur Hannesson Þrótti, Agúst Karlsson Fylki, Hörður Antonsson
Fylki, Guðmundur Kjartansson Val, Róbert Agnarsson Vfkingi, fyrirliði, Haraldur
Haraldsson Vfkingi, Þorgils Arason Víkingi, Börkur Ingvarsson KR, Kristján
Halldórsson Gróttu, Pétur Ormslev Fram, Stefán Larsen Selfossi.
Jón Þorbjörnsson markvörður úr Þrótti hefur leikið flesta unglingalandsleiki
þessara pilta, en hann er nú valinn f unglingalandslið þriðja árið f röð. Þeir Róbert
Agnarsson og Haraldur Haraldsson úr Víkingi hafa einnig áður verið f landsliðs-
hópi, en aðrir leikmenn liðsins eru nýliðar. I Iiðinu nú er einn Gróttumaður og er
það f fyrsta skipti, sem leikmaður úr þvf félagi er valinn f landsiið í knattspyrnu, þá
er það heldur ekki á hverjum degi, sem Selfyssingar eiga fulltrúa f Iandsliði.
Nokkrir leikmanna liðsins leika með meistaraflokkum félaga sinna og af þeim
sökum verður einn unglingalandsliðsmaðurinn að sitja heima. Er það Valsmaðurinn
Albert Guðmundsson, en hann á að leika með Val f bikarkeppninni gegn Skaga-
mönnum á miðvikudaginn eða sama kvöld og leikurinn f Færeyjum fer fram.
Þjálfarar unglingalandsliðsins eru þeir Lárus Loftsson og Theódór Guðmundsson og
verða þeir með f förinni til Færeyja, en farið verður á þriðjudegi og komið heim á
fimmtudeginum. Unglingalandsliðið tekur þátt f Evrópukeppni unglingalandsliða
og á að leika gegn Luxemborg f haust, en ekki er enn búið að semja um leikdaga.
14 MILLJONIR!
ÞAÐ er ekki ofsögum sagt af vinsældum knattspyrnunnar f Evrópu. Knattspyrnu-
menn sem eru virkir iðkendur f álfunni eru alls rúmlega 14 milljónir, knattspyrnu-
dómarar eru 250 þúsund, félög 210 þúsund og lið sem taka þátt f mótum í hinum
ýmsu aldursflokkum eru rúmlega 402 þúsund. Evrópuknattspyrnusambandið er
stærsti aðilinn innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins og af öllum knattspyrnufé-
lögum f heiminum eru 75% þeirra skráð í Evrópu.
I Evrópu og þá um leið í heiminum eru flestir knattspyrnuiðkendur f Sovét-
rfkjunum, en þar eru skráðir, samkvæmt upplýsingum UEFA, 4,3 milljónir knatt-
spyrnumanna. Austur-ÞýzkaJand er númer tvö í röðinni með rúmlega þrjár millj-
ónir og það er athygli vert að þessar tvær þjóðir hafa einmitt verið mótherjar
Islendinga f landsleikjum á knattspyrnuvellinum f sumar.
Hér er skrá með tölum yfir knattspyrnumenn, dómara, félög og lið f nokkrum
Evrópulöndum.
LAND FÉLÖG LIÐ LEIKMENN DÓMARAR
Belgfa 3071 6380 197065 4921
Danmörk 1390 7400 208000 1800
England 36904 36904 1108000 9503
Finnland 750 750 35500 2000
Frakkland 16242 62000 1007422 11233
A-Þýzkaland 4880 26022 487570 15842
Island 65 396 11456 232
Lichtenstein 7 59 1103 20
Malta 238 362 8164 80
Holland 6665 38843 882835 12213
Noregur 2850 5100 84000 2000
Skotland 3872 7426 117000 1091
Svfþjóð 3016 6011 127655 3664
Sovétrfkin 50163 180 4300000 94000
Þokkaleg frammistaða á Evrópumeistaramótinu í Genf:
Islenzku unglingarnir unnu sinn riðil
rikismenn. Tvíliðaleikurinn fyrir
hádegi fór á þá lund, að Loftur
Ólafsson og Sigurður Thoraren-
sen unnu sína andstæðinga með
2—1 og Geir Svansson og Ragnar
Ólafsson voru jafnir sínum and-
stæðingum eftir 18, en unnu þá á
19. holu.
Holukeppnin eftir hádegið fór
þannig:
Sigurður Thorarens. vann með3:l
Loftur Ólafsson vann með 4:3
Geir Svansson vann með 5:4
Ragnar Ólafsson vann með 5:3
Jóhann Kjærbo tapaði með 4:3
Niðurstaðan varð sú, að Island
sigraði Austurríki með 6—1, og
sigraði islenzka liðið glæsilega í
C-riðli. A-riðilinn unnu Italir,
Svíar voru í 2. sæti, en Spánverjar
í þriðja. Það er eftirtektarvert,
segir Konráð fararstjóri, að eftir
að holukeppnin byrjaði, voru
aðeins tvær þjóðir, sem aldrei töp-
uðu leik. Það voru Italir, sem
sigruðu í A-riðli og tslendingar.
Að sjálfsögðu lentu menn í
ýmiskonar erfiðleikum, en okkar
mönnum tókst vel að bjarga sér út
úr þeim. Ragnar Ólafsson varð til
dæmis fyrir þvi að sjanka (kylfu-
hausinn kemur mjög opinn á bolt-
ann eða hittir hann upp við skaft-
ið, svo að boltinn þýtur út til
hliðar) og lenti með boltann út í
vatnstorfæru nærri flöt. Boltinn
var þar bæði i grasi og vatni. Geir
Svansson átti að slá næsta högg og
hlaut það að teljast geysilega
vandasamt, því að önnur íjörn var
handan við flötina. Með kylfu-
hausnum opnum tókst Geir að slá
stutt högg, sem fór í krappa
beygju til hægri og hafnaði bolt-
inn um 2 metrá frá holu. Dugði
það til að vinna holuna.
Sigurður Thorarensen lenti í
vatnstorfæru síðasta daginn og
boltinn lá að hluta í vatni. Sigurð-
ur fór úr skónum, bretti upp bux-
urnar og sló úr þessari erfiðu
aðstöðu uppá miðja flöt.
Okkar menn höfðu lítið af skóg-
inum að segja; þeir hafa allir gott
vald yfir stefnu. Konráð Bjarna-
son taldi þennan hóp til fyrir-
myndar og mátti sjá í íþrótíafrétt-
um blaða, að strákarnir höfðu
vákið athygli fyrir prúðmannlega
framkomu. Hlýtur það að teljast
sigur út af fyrir sig.
GS.
Á golfvellinum í Genf: 17. holan, par 3, 160 metrar. Mikill skógur, vatn á þrjá vegu og bunkerar á bak við 1
flötina.
ÍSLENZKA unglinga-
landsliðið i golfi tók þátt í
Evrópumeistaramóti ung-
linga 1975 í Genf. Var það í
þriðja sinn sem unglinga-
landslið okkar fer utan; í
Silkeborg í Danmörku
1973 voru þeir 14. f röðinni
og ráku lestina. í fyrra fór
mótið fram í Helsinki og
þar urðu íslendingar 11. —
sigruðu Belga og Austur-
ríkismenn.
Fyrirkomulagið er sama og á
Evrópumeistaramóti landsliða,
sem fram fór síðast í Irlandi og
við tókum þátt í: Fyrsti dagurinn
sker úr um riðil og er þá leikinn
höggleikur. Siðan er leikinn tví-
liðaleikur fyrir hádegi, en holu-
keppni eftir hádegi, maður á móti
manni. Þannig er form keppn-
innar þrjá síðustu dagana. Þetta
skipulag hefur mjög verið gagn-
rýnt og þykir ekki sanngjarnt, að
aðeins 18 holu höggleikur skeri
úr um riðil og þar með keppi-
nauta.
íslenzku unglingarnir, sem
völdust til fararinnar, voru
Ragnar Ólafsson og Geir Svans-
son úr GR, Sigurður Thorarensen
og Hálfdán Karlsson úr Keili,
Loftur Ólafsson úr NK og Jóhann
Kjærbo úr GS. Fararstjóri var
Konráð Bjarnason og hefur hann
látið í té þær upplýsingar, sem
hér er byggt á.
Keppnin fór í þetta sinn fram á
velli Golf Club de Geneve
Cologny og er völlurinn inni í
borginni og raunar skammt frá
miðhluta hennar. Kemur það
íslenzkum bæjaryfirvöldum
áreiðanlega mjög undarlega fyrir
sjónir. Þarna hafði áður verið
búgarður, en fyrir 3 árum var
byggður þar golfvöllur eftir
teikningum hins fræga golfvalla-
arkitekts Robert Trend Jones.
Þetta er skógarvöllur og kemur
vatn við sögu á þremur brautum.
Völlurinn er langur, 6.250 metrar,
SS-skor 73 og par 72. Þátttakend-
ur í mótinu fóru ekki varhluta af
þeim mikla hita, sem plagað
hefur Evrópubúa í sumar, en
íslenzku unglingarnir létu engan
bilbug á sér finna, þótt hitinn
kæmist yfir 30 stig.
Það var að sjálfsögðu keppi-
kefli íslenzku unglinganna að
vinna sig upp úr C-riðlinum. Þótt
það tækist ekki, urðu þeir fremst-
ir I riðlinum og munaði 8 höggum
á þeim og Finnum, sem aftur á
móti voru í aftasta sæti í B-riðli á
eftir Norðmönnum, Frökkum og
Hollendingum. Árangur 5 beztu
var lagður saman, en sá 6. taldi
ekki. Mátti sjá háar tölur hjá
sumum, þegar þess er gætt, að
keppendurnir frá fremstu
þjóðunum eru með 0 I forgjöf.
Lakasti Finninn fór í 96, lakasti
Frakkinn í 91, lakasti Hollend-
íngurinn í 93, en bezta skorið átti
Svíinn Krister Kinell, 71 og
Svíinn Jan Grönkwist var í öðru
sæti með 72. Arangur íslenzku
unglinganna var sem hér segir:
Loftur Ólafsson 90, Ragnar Ólafs-
son 82, Sigurður Thorarensen 81,
Geir Svansson 88, Hálfdán Karls-
son 81 og Jóhann Kjærbo 83.
Annan dag keppninnar sat
fslenzka liðið hjá og þurfti ekki að
keppa, þar sem aðeins þrjár
þjóðir voru í C-riðlinum. En
þriðja keppnisdaginn kepptu
okkar menn við Belga og segir þá
fyrst frá tvíliðaleiknum, sem
fram fór fyrir hádegi. Leikið er
með einum bolta og slá Ieikmenn
til skiptis. Það er á valdi farar-
stjórans, hvernig hann skipar lið-
inu út og hverja hann lætur leika
saman. Fyrstir fóru þeir Loftur
Ólafsson og Sigurður Thoraren-
sen. Þeim gekk vel framan af og
voru 3 upp eftir fyrri níu. En
þggar líða tók á leikinn, komust
Belgarnir í mikinn ham og
einpúttuðu á 6 flötum. Réði það
úrslitum um, að Loftur og Sig-
urður töpuðu 3—1.
Þennan dag léku þeir Ragnar
Ólafsson og Geir Svansson einnig
saman og unnu með yfirburðum.
Eftir fyrri nfu voru þeir 4 upp og
unnu með 6—5.
I holukeppninni við Belga, sem
fram fór eftir hádegi, varð
frammistaða okkar manna sem
hér segir:
Ragnar Ólafsson vann með 1—0
Jóhann Kjærbo tapaði með 6—4
Sig. Thorarensen vann með 6—5
Geir Svansson vann með 3—1
Hálfdán Karlsson var jafn sínum
andstæðingi eftir 18 holur, en
hann vann á 19. Útkoman varð þá
sú, að ísland sigraði Belgíu með
5—2.
Á f jórða og síðasta degi mótsins
áttu íslendingarnir við Austur-
Hér er farið f gegn: Ragnar Olafsson, einn úr unglingalandsliðinu, sem
keppti f Genf.