Morgunblaðið - 27.08.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.08.1975, Blaðsíða 1
24 SÍÐUF 193. tbl. 62. árg. MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1975 PrentsmiSja Morgunblaðsins. Þýzkir ræða út- færslu við Dani Kaupmannahöfn 26. ágúst — Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá AP. NEFND vestur-þýzka þingsins, sem send var til landa við Norður- sjó til að ræða um hvernig koma megi f veg fyrir fiskveiðideilu vegna útfærslu fiskveiðilögsögu tslands og auka virðingu fyrir hafréttarlögum, kom til Kaup- mannahafnar á þriðjudag. For- maður nefndarinnar er Martin Schmidt, sem er þingmaður Jafn- aðarmannaflokksins, sem nú er f stjórn. Sihanouk hittir Chou En-lai Hong Kong 26. ágúst — Reuter. FORSÆTISRÁÐHERRA Kína, Chou En-lai, hitti Noro- dom Sihanouk prins, og að nafninu til þjóðhöfðingja Kambódíu, í sjúkrahúsi í Pek- ing í dag að sögn fréttastof- unnar Nýja-Kína. Sagði frétta- stofan að forsætisráðherra Kambódíu, Penn Nouth, vara- forsætisráðherra og yfirmaður hersins, Khieu Samphan, og kínverski utanríkisráðherr- ann, Chiao Kuan-hua, hafi ver- ið viðstaddir fundinn. Ekkert var nánar sagt frá því sem fór fram á fundinum, en hann er sá fyrsti sem Sihanouk á með kínverskum ráðamönnum eftir að hann kom úr þriggja mán- aða heimsókn sinni til Norður- Kóreu í maf. Prinsinn kom til Peking á laugardag og með honum Khieu Samphan, sem er álitinn valdamesti maður- inn í stjórn Rauðu Khmer- anna. Frá Danmörku fer nefndin til Noregs, Bretlands og Hollands. „Það er auðvitað of snemmt að spá um það hvort ferð okkar leiðir til einhvers pólitísks frumkvæðis, en við munum skýra þinginu i Bonn og sennilega ríkisstjórninni frá niðurstöðum okkar f næstu viku,“ sagði Sehmidt í samtali við frétíamann AP í stuttri heimsókn í Kristjánsborgarhöll, þar sem danskg þingið situr. Schmidt sagði að útfærsla fisk- veiðilögsögu Islendinga í 200 míl- ur 15. október væri aðalumræðu- efnið á fundum nefndarinnar i löndunum fjórum. „En við skiptumst einnig á skoðunum um hugsanlegar niður- stöður hafréttarráðstefnunnar,“ bætti formaðurinn við. Nefndin bjóst við að eiga fundi með full- trúum samtaka í sjávarútvegi Danmerkur og starfsmönnum sjávarútvegsráðuneytisins, en danski sjávarútvegsráðherrann, Poul Dalsager, er fjarverandi i heimsókn i Noregi. Vestur-þýzka sendinefndin f móttöku f danska þinginu. Nefndin ferðast milli landa við Norðursjó til að ræða um breytt viðhorf vegna útfærslu fslenzku fiskveiðilögsögunnar. Frá vinstri: Egon Susset, kristilegur demókrati, formaður nefndarinnar Martin Schmidt, jafnaðarmaður, Finnur Erlandsson, danska framfaraflokknum og Willi Wolf, jafnaðarmaður. Samkomulag Egypta og ísraela fyrir helgina Alexandríu 26. ágúst — AP, Reuter. EGYPTAR og tsraelsmenn sögðu í dag að nú vantaði aðeins lftið á til að þeir Tvöfalda útflutning saltfisks og skreiðar Álasundi 26. ágúst — NTB. Á FURSTU sex mánuðum þessa árs fluttu Norðmenn út skreið og saltfisk fyrir 99,7 milljónir norskra króna eða um 3 milljarða íslenzkra króna. Er það tvöfalt meira en á sama tíma í fyrra, þegar flutt var út fyrir 41,3 milljónir norskra króna. Ástæðan fyrir þessari miklu aukn- ingu er sú, að þrir nýir markaðir hafa opnast í Mexíkó, Kúbu og Jamaika. Útflutningur til Portúgals er óbreyttur. í lok júlí var útflutningur skreiðar kom- inn upp í 34.600 tonn. Nem- ur eukningin miðað við sama tímabil i fyrra 6.200 tonnum. næðu nýju bráðabirgða- friðarsamkomulagi og dr. Henry Kissinger sagði áð- ur en hann lagði af stað frá Jerúsalem f dag til Alexandrfu í Egyptalandi með drög að samkomulags- textanum, að „undraverð- ur árangur“ hefði náðst. Hann sagði að einhver ágreiningur væri um text- ann, en bandarfskur emb- ættismaður, sem flaug með Kissinger sagði að sam- komulag yrði lfklega undirritað fyrir helgi. tsraelskir embættismenn hafa Iátið það sama f Ijós. Bandariski embættismaðurinn sagði þó að taka bæri bjartsýni deiluaðila með varúð. Utanríkis- ráðherra Israels, Yigal Allon sagði við dr. Kissinger áður en hann fór frá Jerúsalemflugvelli: „Við höfum komið miklu skriði á málin, það hafa orðið miklar framfarir siðustu tvo daga.“ Talsmaður Egypta, Tahsin Bashir, sagði: „Við höfum náð samkomulagi um 90% af grund- vallaratriðunum, en hin 10 prósentin eru mjög mikilvæg.“ Anwar Sadat forseti Egypta- lands hóf viðræður sfnar við dr. Kissinger úti í garði sumarseturs sins i Alexandríu. Þegar hann var Framhald á bls. 23 Viðræður hvítra og svartra Ródesíubúa út um þúfur Salisbury 26. ágúst —Reuter, AP FYRSTA tilraun til beinna við- ræðna á milli minnihlutastjórnar hvftra manna í Ródesiu og svartra afrfskra þjóðernissinna fór út um þúfur 1 dag og ásakaði hvor aðil- Skilyrði eru sögð sett fyrir flóttafólksflutningum USA Lissabon 26. ágúst — AP Reuter. AREIÐANLEGAR heimildir sögðu á þriðjudag að Bandarfkja- menn hefðu skýrt stjórn Port- úgals frá þvf að hún gæti ekki búizt við aðstoð við að flytja flóttamenn frá Angóla á meðan Vasco Goncalves, sem styður kommúnista, situr f forsætisráð- herraembætti. Aftur á móti segir bandarfska utanrfkisráðuneytið að Bandarfkin hafi hafið frum- undirbúning að þvf að flytja flóttamcnn frá Angóla, en að að- gcrðir hafi ekki getað hafizt þar I sem upplýsingar vanti um fjölda flóttamannanna og hvernig flutn- ingunum yrði bezt hagað. Portúgalar telja mjög brýnt að flytja um 300 þúsund hvita íbúa Angóla burt þaðan, þar sem lifi þeirra og eignum er ógnað í borg- arastríðinu, sem þar hefur geisað á milli þriggja frelsishreyfinga nýlendunnar. Talið er að flutningarnir muni ganga of hægt með skipum, auk þess sem þau eru of fá. Þvf hafa Banda- ríkjamenn og fjórar þjóðir veriðj beðnar óformlega um að leggjá til flugvélar. Segir fréttamaður AP, Step- hens Broening, að heimildar- maður hans hafi upplýsingar um þetta frá fyrstu hendi, en hann geti ekki gefið upp hver hann er. Jafnaðarmannaflokkurinn I Portúgal lýsti þvi yfir í dag að hann iiti svo á að hreyfing vinstri sinnaðra hermanna og borgara, sem stofnuð var i gær til stuðn- ings Vasco Goncalves, væri ekki annað en uppreisnarhópur. Fund- urinn þar sem Kommúnistaflokk- urinn gerði samkomulag við ýmsa vinstrihópa og flokk liðsforingja er samsæri og svik, að því er segir í yfirlýsingu jafnaðarmanna, sem er sú fyrsta sem þeir birta í heila viku. Byltingarráð hersins ákvað í dag að gera óvirka starfsemi fimmtu herdeildarinnar, áróðurs og upplýsingaþjónustu hersins, sem stjórnað er af kommúnistum. Framhald á bls. 23 inn annan um að hafa vfsvitandi eyðilagt viðræðurnar. Forsætis- ráðherra Ródesiu, Ian Smith, sem sat f 14 og hálfa klukkustund á fundi með Þjóðarráði Afrfku, Anc, f járnbrautarvegni á brúnni yfir Viktorfufossa, sagði f kvöld að hann myndi því halda fast við áform sfn um að reyna að ná samkomulagi við ættarhöfðingja og aðra Afrfkumenn. Þegar hann skýrði Ródesiu þingi frá þvf að viðræðurnar hefðu orðið árangurslausar, fögn- uðu þingmenn ákaft með lófataki. Smith sagði að Anc hefði vísað á bug öllum umleitunum um að fundurinn gæti orðið undanfari allsherjarráðstefnu og að ráðið myndi ekki aftur reyna að eiga viðræður við sig. En svo virðist sem Suður Afrika og Zambia, en leiðtogar þeirra ríkja áttu einnig aðild að fundin- um, ætli ekki að láta þar við Iiggja, og er líklegt að þeir reyni að beita sér fyrir nýjum viðræð- Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.