Morgunblaðið - 27.08.1975, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. AGÚST 1975
Um skóga á íslandi
miklu dýpra en annar gróður, og breyta
því meira af steinefnum jarðar í frjó-
sama mold en t.d. grösin. En moldin er
undirstaðan að allri ræktun og því auð-
ugri sem hún er þVf meiri afurðir koma í
hlut manna.
Skógar og einstök tré skýla umhverfi
sínu með því að brjóta kraft stormanna,
þau skýla öðrum gróðri og fuglar himins-
ins eiga þar athvarf og skjól í vondum
veðrum. Það eiga mennirnir líka, og þess
vegna eru hin friðuðu skóglendi mest
sótt allra staða á landinu af útivistar-
fólki, þar sem það slær upp tjöldum
x—COSPER--------------------v
's________________________________________________/
sínum og dvelur um lengri eða skemmri
tíma. 1 skóga sækja menn heilbrigði og
þrótt um leið og þeir hvíla sig frá dagsins
önn.
Tré eru öllum gróðri sterkari þegar
þau eru komin á legg, og af því hve þau
eru langlíf þá njóta margar kynslóðir
gæða þeirra unz þau eru höggvin og
viður þeirra notaður til margskonar
þarfa manna. En þá rfður á, að planta
nýjum trjám í stað þeirra, sem tekin hafa
verið.
Það er því skylda okkar, sem nú búum
á hinu góða landi íslandi, að setja niður
tré hvarvetna þar sem þau geta lifað og
borið sitt barr.
En það er ekki nóg að planta trjám.
Það þarf að verja þau á meðan þau eru
ung. Blessuðum húsdýrunum okkar,
kindum, hrossum og kúm, þykja þau lost-
æti, og því mega húsdýrin ekki leika
lausum hala þar sem trjám er plantað.
1 ellefu hundruð ára sögu lands og
þjóðar hefur maðurinn ekki gætt þess
sem skyldi, að gróður landsins, ekki hvað
síst trén, þola ekki mikla beit, og þvi
hefur landið oftast haft meira af húsdýr-
um, einkum sauðfé, heldur en gróðurinn
þoldi. Af þeim sökum stafar mestur hluti
gróðureyðingar og jarðvegsskemmda.
Landið og reyndar jörðin öll er heim-
kynni mannkynsins, og vissulega verðum
við að gæta þess vel að skemma ekki og
eyða gæðum náttúrunnar. Náttúran er
oft lerí^i að lækna þau sár, sem menn
hafa veitt-henni og þau læknast ekki
þegar stöðugt er vegið að henni með of
mikilli notkun. Hætt er við að meira
eyðist af gæðum náttúrunnar en hún
þolir, ef ekki er höfð aðgát á.
Þess vegna er það skylda hvers karls og
hverrar honu, hverrar stúlku og hvers
drengs, að hugsa um lífið í umhverfinu
og stuðla að framgangi þess, að gera
náttúruna ríkari og auðugri, þannig að æ
fleiri geti notið gæða hennar, Það er
skyldan við lífið sjálft, sem menn þurfa
að huga að.
Sólin hellir geislum sínum á landið
okkar á hverju ári. Orka hennar er marg-
föld á við allar virkjanir mannkynsins.
En öll sú orka, sem fellur á klappir og
mela fer alveg forgörðum. Sú sem fellur
vl»
MORÖ-dlv
KArriNU
Þetta er sannarlega áferðarfal-
legur bíll!
— seljið þau strax!
Að lokum vil ég biðja áheyr-
endur að þakka fyrirlesaranum
fyrir hans snjalla erindi: „Kon-
an bezti vinur mannsins." —
Orð hans eru sannarlega orð f
tfma töluð.
Það kemur aldrei fyrir að hún
lagi ‘ekki allt til — áður en við
förum að sofa. — Aldrei að vita
nema innbrotsþjóf beri að
garði, segir hún.
Kvikmyndahandrit aö moröi
Eftir Lillian
O'Oonnell
Þýðandi Jóhanna
Kristjónsdóttir.
30
Dorf eldroðnaði
— Eins og þér vitið eru alltaf
einhverjir sem geta ekki haldið
trantinum á sér saman.
— Þökk fyrir, ég get fengið að
vita það allt f skýrslunum. Það er
SANNLEIKURINN sem ég er
kominn til að hlýða á!
Eiginkona Dorfs varð flóttaleg
á svip og David hélt miskunnar-
laust áfram:
— Fyrst Mariettu Shaw var
svona innilega sama um yður,
hvers vegna varð hún þá bálill
þegar hún frétti um þessi smá-
ævintýri. Gæti hugsast að hún
hafi komist að þvf að þér voruð
kvæntur maður þá þegar?
Dorf gaut fúlu hornauga til
konu sinnar.
— Ætlarðu að sækja þessa
skyrtu eða ekki! Eg hef ekki
hugsað mér að sitja hér og glápa
allan daginn.
Um skamma hríð var eins og
hún ætlaði að malda f móinn. Svo
fór þjáningarsvipur um andlit
hennar og hún reyndi að leyna
tárunum, sem leituðu fram í
augnukrókana. Hún beygði höfuð-
ið og gekk hratt út úr eldhúsinu.
— Jæja, nú vitið þér það sem
sagt! sagði Dorf.
— En það stóð ekki f neinu
sambandi við þetta bíislys, sem
Marietta Ienti f. Henni VAR alveg
sama um mig — þetta særði aftur
á móti hégómagirnd hennar. Hún
varð vond, annað var það ekki. En
ég skal þá segja yður allt af létta.
Við Tille höfðum hitzt f sumarfrfi
og giftum okkur skömmu seinna.
Svo fékk hún vinnu f auglýsinga-
leik f útvarpi í Chicago og við
fluttum þangað. Hún stóð sig
bærilega en mér miðaði ekki
neitt.
Ég reiknaði dæmið þannig að
ég ætti meiri möguleika f kvik-
myndum en f útvarpi eða sjön-
varpi og fór tii HoIIywood til að
freista gæfunnar og samband
mht við Mariettu kom mér á rek-
spöl. Tillie var ekkert ofsahrifin,
cn lét það gott hcita. Svo kom að
því að trúlofunin var kunngcrð
opinberlega. Þá varð hún alvcg
vitlaus og án þess að láta mig vita
tók hún sér leyfi og kom til Holly-
wood. Ég reyndi að skýra sam-
hengi málsins fyrir henni, en hún
vildi ekki hlusta á mig ... svo að
ég var neyddur til að sefa hana
dálítið...
— Og Marietta Shaw kom á
vettvang og fann ykkur saman?
— Hárrétt! sagði hann stuttara-
lega.
Það var skýringin á þvf að
Marietta hafði neitað að sjá Dorf
meðan hún lá á sjúkrahúsinu,
hugsaði David með sér. Hún hafði
getað sætt sig við platónskt hjóna-
band, en að vera beinlínis þriðja
hjól undir vagni var meira en
hún gat við unað.
— Hvernig haldið þér að standi
á þvf að Marietta skyldi einmitt
koma til yðar þá?
— Það var tilviijun ... helvftis
tilviljun! Og þegar það fréttist að
Marietta hefði gcfið mér
gúmoren var ég búinn að vera f
kvikmyndaborginni. Tille fór aft-
ur til Chicago og hélt áfram að
vinna í auglýsingunum þangað til
fyrsta barnið fæddist. Þá hafði ég
fengið starfið sem ég hef núna og
við fluttum saman aftur. Það er
barn númer tvö sem þér heyrið
vælið f.
Þegar David gekk skömmu sfð-
ar út um dyrnar heyrði hann
sáran grát úr svefnhcrberginu.
Og það var ekki barnsgrátur.
Fyrirtækið hefur sjálfsagt
borgað Dorf fyrir að þegja, sagði
Capretto og hagræddi sér betur í
stólnum.
— Og þú getur verið viss um
það, drengur minn, að stúlka eins
og Marietta Shaw hefði aldrei
lagt þetta allt á sig fyrir Dorf ef
hún hefði ekki verið snælduvit-
laus f honum. 1 HoIIywood skiptir
hjónaband engu máli til né frá,
en þegar hún kemur svo að þeim
saman f rúmi ... verður hún
alveg viti sínu fjær.
Þar kemur margt til, sært stolt
... særðar tilfinningar. Ifún er I
miklu uppnámi þetta kvöld og
drekkur dálftið og þar sem hún er
óvön vfni svífur það óeðlilega
mikið á hana. Það er slæmt
skyggni og það endar með þvf að
hún verður f raun sek um mann-
dráp af gáleysi. Þannig liggur f
málinu og þar með punktur.
— Já, kanns 7— Ekkcrt kannski
með það. Svona hefur það verið.
Það var nógu slæmt að hún skyldi
verða mannsbani undir áhrifum
áfengis ... en hugsaðu þér ef það
hefði frétzt að hún hefði verið f
sambandi við giftan mann. Þú
getur verið viss um að fyrirtækið
hefur orðið að borga Dorf fyrir að
þegja.
— Og Dorf samþykkti það, þar
sem hann gerði sér ljóst að bæði
hún og Hollywood höfðu afskrif-
að hann ... já kannski. En þá
hefði Dorf haft áhuga á að Mari-
etta Shaw sneri aftur til kvik-
myndaborgarinnar, hann hefði þá
getað kúgað hana til að hjálpa sér
eða útvega sér peninga, er það
ekki trúlegt?
— Jú, svaraði Capretto sein-
mæltur. — En hvað með konu
hans ... hún hefur sjálfsagt ekki