Morgunblaðið - 27.08.1975, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.08.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAJÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGUST 1975 11 Gunnar Thoroddsen orkumðlaráðherra flytur ræðu. Gullfossi og Búrfelli, þar sem virkjunarmannvirki voru skoðuð. Daginn eftir, laugardag, fóru konurnar í skoðunarferð í Hvera- gerði og að Selfossi, en fundum karlmannanna var framhaldið á Laugarvatni. A dagskrá fundar- ins þann dag voru m.a. eftir- farandi málefni: 1. Eftirmenntun rafvirkja í Danmörku og sam- vinna Norðurlandanna á því sviði. 2. Greinargerð frá alþjóðamóti rafverktaka í París í júni 1975. 3. EDB-bókhalds- og reikninga- skriftamiðstöðvar. 4. Almennir söluskilmálar á raflagnaefni. 5. Tungumálaerfiðleikar í sambandi við norræna upplýsingastarfsemi. 6. Innbyrðis þróun starfsgreinar- innar. 7. Ný löggjöf varðandi sænskan vinnumarkað. Auk þessa var í umræðuhópum rætt um ýmis dagleg rekstrar- vandamál rafverktakafyrirtækja. Mótinu lauk með sameiginlegu hófi I Húsmæðraskólanum. Mótstjóri var Páll Þorláksson rafverktaki. Ástæða er til að geta þess að ferðaskrifstofan Utsýn annaðist með miklum ágætum alla fyrir- greiðslu vegna flutninga á móts- gestum tjl og frá landinu, svo og hótel o.fl. hér heima og hótelin á Laugarvatni sýndu mikla lipurð við að hýsa svo margt fólk, sem hér var um að ræða, ekki sizt hótelstýran i Húsmæðraskólan- um, sem hafði mat fyrir allt þetta fólk og að lokum veizlu fyrir 320 manns. Frá mótssetningunni, Páli Þorláksson mótsstjóri ávarpar gesti. ALLT frá þvl fyrir sfðari heims- styrjöldina hafa norrænu raf- verkasamtökin haft með sér sam- starf, sem er að ýmsu leyti óvenjulegt og með nokkuð öðrum hætti en venja er um hefðbundin féiagasambönd. Fyrir þessari samvinnu stendur engin sérstök stjórn eða formaður, skrifstofa er engin og engin sérstök gjöld eru greidd til samstarfsins. Engu að slður er þetta samstarf nokkuð fast I forminu, haldin eru almenn mót fyrir rafverktaka (NEM) þriðja hvert ár, til skiptis á Norðurlöndunum en á milli þeirra eru haldnir smærri fundir, svokallaðir NEPU-fundir, þar sem formenn og framkvæmda- stjórar hittast og ræða ýmis mál og skiptast á upplýsingum. Dagskrár fundanna eru áður undirbúnar sameiginlega af fram- kvæmdastjórum allra samtak- anna. Segja má að þátttaka íslenzkra rafverktaka I þessu samstarfi hafi hafist fyrir alvöru árið 1964, er fyrsti NEPU-fundurinn var hald- inn hér á Islandi, en slfkur fund- urva --rtur haldinn hér 1971. : á komin að tslandi að haliia a.uiuDi Jaf '>»-ktakamót (NEM), en vegna fjarlæogar var nokkur vafi talinn á að mótið yrði sótt sem skyldi. Raunin varð þó önnur, því mót þetta varð hið allra fjölmennasta sem haldið hefur verið til þessa og komu hingað 44 frá Svíþjóð, 45 frá Finnlandi, 70 frá Danmörku og 123 frá Noregi, eða samtals 282. Skráðir voru 36 fslenzkir þátt- takendur, svo samtals var tala mótsgesta 318. Æskilegt var tafið að halda mót sem þetta utan Reykjavíkur og varð Laugarvatn fyrir valinu m.a. með tilliti til hins mikla hótel- rýmis sem þar er, en hin mikla þátttaka gerði það að verkum að hótelin á Laugarvatni og annað húsrými sem þar var að fá nægði ekki og var fengið inni í Hótel Valhöll á Þingvöllum fyrir um 60 manns, sem fluttir voru á milli kvölds og morgna. Sama kvöldið og flestir móts- gestir komu til landsins hafði raf- magnsstjórinn í Reykjavík boð inni fyrir mótsgesti að Kjarvals- stöðum og skýrði hann þar í stuttu máli starfsemi Rafmagns- veitu Reykavíkur, gerði grein fyr- ir helztu virkjunum og raforku- dreifingu. Næsta dag, eftir skoðunarferð um Reykjavfk, var haldið áleiðis að Laugarvatni, með viðkomu f dælustöð Hitaveitu Reykjavfkur að Reykjum f Mosfellssveit og snætt að Þingvöllum og staðurinn skoðaður undir leiðsögu þjóð- garðsvarðar. Föstudaginn 8. ágúst var mótið sett af formanni Landssambands íslenzkra rafverktaka, Kristni Björnssyni og við það tækifæri flutti Kristinn Kristmundsson skólameistari stutt ágrip af sögu Laugarvatns. Að þvf loknu hófust fundahöld og var nú tekið upp það nýmæli að konurnar héldu sérstakan fund þar sem þeim gafst kostur á að ræða áhugamál sín og frú Hulda Stefánsdóttir fyrrverandi skólastjóri kynnti íslenzkan heimilisiðnað. Fundurinn var haldinn í hátfðarsal Húsmæðraskólans og stýrði honum frú Ásthildur Pétursdóttir. Fundur karlmannanna var í hátfðarsal Menntaskólans og voru þar fyrir hádegi flutt tvö erindi; dr. Gunnar Thoroddsen iðnaðar- ráðherra flutti erindi um sam- starf Norðurlanda innan Norður- landaráðs og ræddi framtfðar- áætlanir, svo og um innlendan iðnað og orkuöflun o.fl. Að loknu erindinu svaraði ráð- herra fyrirspurnum. Erindi ráð- herra var afburða vel tekið, en þau mál er hann ræddi eru mjög ofarlega á baugi á öllum Norður- löndunum. Gísli Jónsson verkfræðingur flutti erindi um orkunýtingu með tilliti til húshitunar, en um hús- hitun með rafmagni er nú meira hugsað en áður eftir olíukrepp- una og gerði Gísli þessu máli góð skil. Eftir hádegi var farið að Geysi, Flestir fulltrúa komu með eiginkonur sfnar með sér og höfðu kon- urnar ýmislegt fyrir stafni. Hér sýnir Asthildur Pétursdóttir þeim fslenzka handavinnu. Meðalfita loðnunnar aðeins 7% MEÐALFITA loðnunnar, sem veiddist á s.l. vetrarvertfð, var aðeins 7% og fitufrftt þurrefni, sem fékkst úr fisknum, var að meðaltali um 16%. Kemur þetta fram f nýútkomnu riti Tæknitfð- inda Fiskiðnaðarins. Þar kemur fram, að á undan- förnum árum hafi nokkrum sirin- um verið stungið upp á því að verðleggja Ioðnuna nákvæmlega samkvæmt fituinnihaldi en þann hátt hafa t.d. Norðmenn á. Greinin í Tæknitíðindum sýnir, að mismunur á meðalfitu fyrstu daga veiðitímans og þá sfðustu er geysimikill. Feitasta loðnan s.L vertíð fékkst þann 7. janúar úti fyrir Austfjörðum og var þá með 13.1% bðkfitu og yfirleitt var loðnan, sem veiddist úti fyrir Aust- fjörðum, með um 11% búkfitu. Eftir því sem leið á veiðitímann og loðnan gekk lengra vestur með landinu og nálgaðist hrygninguna missti loðnan fituna og sfðast f febrúar var meðalfitan komin niður f 6,5% og þegar loðnuvertíð lauk þann 8. apríl var fituinni- hald loðnunnar aðeins 1,3%. ASÍMINN ER: 22480 JWírjjunhltibit) Al' ,YS N( sanni segja, að CITROEN GS er sú bifreið, sem hlotið hefur hvað flestar viðurkenningar fyrir útlit, öryggisbúnað og akstursmöguleika, svo ekki sé minnst á sparneytni. Sérstök athygli skal vakin á því aó verðið er mjög hagstætt, og næstu send- ingar hækka um 1 5—20% Talið við sölumenn okkar í síma 81555. Globusn LÁGMÚLI 5, SÍMI81555 CITROÉN* Einstakur f • • ff 1 , i sinni roo Það má með Fjölmennasta mót raf- verktaka á Norðurlöndum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.