Morgunblaðið - 27.08.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.08.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. AGÚST 1975 5 Framkvæmdum við nýja fiskiskipa- bryggju í Hafnar- firði lýkur næsta ár I ARSBYRJUN 1975 hófust fram- kvæmdir við nýja fiskiskipa- bryggju í Suðurhöfninni I Hafnarfirði en þar er áformað að verði aðalfiskvinnslusvæðið i framtfðinni. Nú fyrir skömmu var lokið við að ramma niður stál- þilið, ganga frá stálþilsfestingum og fylla upp innan þils, en verkið hefur nú verið stöðvað vegna niðurskurðar á fjárlögum og er gert ráð fyrir að hefja fram- kvæmdir að nýju snemma á næsta ári og Ijúka þvf þá. Lengd viðlegukants bryggjunn- ar er samtals um 285 m og gert er ráð fyrir að dýpi verði um 6 m á meðalstórstraumsfjöru við ytri kantinn en 2‘A til 6 m við innri kantinn. Kostnaður við fram- kvæmdir þessar er nú orðinn um 80 millj. króna. Áætlaður kostnað- ur við það sem ólokið er, þ.e. frágangi á kanti, raflagnir og að steypa þekjuna o.fl., er um 30 milljónir króna. Nauðsynlegt verður að framkvæma umfangs- mikla dýpkun umhverfis bryggj- una og á svæðinu milli hennar og norðurbakkans. Gert er ráð fyrir að dýpkun þessi fari fram á næsta ári en kostnaður við hana er um 40 milljónir króna. Ætlunin er að þarna verði að- staða fyrir smærri báta og hafa af HÉR SÉST hin nýja fiskiskipabryggja i Suðurhöfninni i Hafnarfirði. í hægra horni myndarinnar er stiginn, sem um er rætt í fréttinni. Þegar horft er til bæjarins frá hafnarsvæðinu sést hversu vel arkitektum hins nýja áfanga Flensborgarskóla hefur tekizt að koma honum fyrir og halda samræmi milli húsanna. I greininni „Verk sem lofa meist- arann“, sem birtist í Lesbók 17. ágúst, urðu þau mistök, að utan- hússkreytingin á sambýlishúsinu Espigerði 2 var sögð eftir Snorra Svein Friðriksson. Það er rangt; Sigurjón Ólafsson myndhöggvari er höfundur þessarar mynd- skreytingar og eru bæði hann og aðrir aðstandendur þessa verks beðnir velvirðingar. þeim sökum verið útbúnir sér- stakir stigar, sem felldir eru inn í bryggjuna til að auðvelda skip- verjum smærri bátanna að kom- ast að óg frá borði. Þetta fyrir- komulag er nýjung í frágangi hafna, að sögn forráðamanna Hafnarfjarðarbæjar. Aðeins lagt varanlegt slitlag á tvær götur á þessu og næsta ári Vinsamlega birtið eftirfarandi smáauglýsingu í Morgunblaðinu þann:........................ I I I I I I I I I I I I I I I L_l I I I Fyrirsögn 1 50 I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I l 30(' I TENGSLUM við lagningu hita- veitu um Hafnarfjörð fara nú fram mjög miklar endurbætur á gatnakerfi eldri hluta bæjarins og beinast þessar endurbætur sér- staklega að vatns- og holræsalögn- um auk þess sem unnið er að breytingu á hæðarlegu nokkurra. Þá er skipt um jarðveg f götum, þar sem þess er þörf og göturnar að mestu undirbúnar fyrir lagn- ingu varanlegs slitlags. Ekki er þess að vænta að unnt verði að leggja varanlegt slitlag á götur á þessu og næsta ári meðan fram- kvæmdir tengdar hitaveitunni eru f hámarki. Þó verður lagt slitlag á Austurgötu og Heiðvang. Á blaðamannafundi með bæjar- stjórn Hafnarfjarðar kom fram, að nauðsynlegt hefur reynzt að skipta um leiðslur og fyllingu í þeim götum, sem lokið var fyrir árið 1962. Um þessar mundir er upprótið mest f Selvogsgötu, Holtsgötu og Hringbraut. Unnið hefur verið að lækkun Hring- brautar en í náinni framtið er gert ráð fyrir að um hana liggi strætisvagnaleið. Á þessu ári er unnið við og fyrirhugað að ljúka undirbyggingu á 28 götum. Jafn- framt verða boðnar út á næstunni flestar þær götur f bænum, sem þá verður eftir að undirbyggja fyrir varanlegt slitlag, en það eru 36 götur og er gert ráð fyrir að framkvæmdum við þær ljúki á næsta ári. Kostnaður við þessar framkvæmdir, sem eru nauðsyn- legur undanfari hitaveitufram- kvæmdanna er áætlaður um 280 milljónir króna og skiptist nokk- uð jafnt á árin 1975 og 1976. Hafnarfjarðarbær byggir 30 íbúðir fyrir aldraða Á NÆSTU dögum verða boðnar út framkvæmdir við íbúðir fyrir aldraða, sem Hafnarfjarðarbær byggir í nágrenni Sól- vangs. Byggð verða fimm hús með samtals 30 íbúðum sem skiptast niður í 10 hjónaíbúðir og 20 einstakl- ingsíbúðir. Stærð þessara íbúða er 35,7 ferm. og 47,6 ferm. Tæknilegum undir- búningi er Iokið og er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í haust og á þeim að verða lokið á árinu 1978. Heildarkostnaður er nú áætlaður 117,8 milljón kr. við framkvæmdirnar í heild ásamt nauðsynlegum lóðarfrágangi. Hús þessi eiga að rísa í hrauninu milli Álfaskeiðs og Sól- vangs og eru arkitektar að þeim Manfreð Vilhjálms- són og Þorvaldur S. Þor- valdsson. Skuldabréf Tökum í umboðssölu: Veðdeildarbréf Fasteignatryggð bréf Hjá okkur er miðstöð verðbréfa- viðskiptanna. Fyrirgreiðsluskrifstofan Fasteigna- og verðbréfasala Austurstræti 14 sími 16223 Þorleifur Guðmundsson Heima 1 2469. I__\__I___I__I__I__I___I__I__I__I__I__I___I__I__I___I__I__I__\__I__I__I___I__I__I__I 450 I__l__I___I__I__I__I__I___I__I___I_I__I___I__I__I___I.I -,L—1.. J__I__I___I__I__I__I 600 I__\__I___I__I__I__I___I__I__I__I__i__I___I__I__I___l__I__I__I__I__I__I___I__I__!__l 750 I__I__I___I__I__I__1__I___I__I__\__I__I___I__I__I___I_I___I__I__I I I I I I I 000 I__I__I___I__I__1__I__I___I__I___I_I__l_J____I__I___I I I I I__I__I__I___i__i__1 1050 1 I I I I I I I 1 1 1 I 1 1 I I I I I I I I I I 1 I I 1200 Hver lína kostar kr. 1 50 ,7:^,4__i______________i_i_i_i_^_,_i__i_i OÁ J/ÍJCA fr AZfla nSsZffl M£J?& j's úa ,/ Sð/íéA ÆúOci i/1 i i I—I—I—L—L-i—1—1__I______1111 I_1_I_1 1___________L 1 I I 1 . .1. .1. .l.J_L ..1.-1 1 ..1. .1 J- I 1. J.-l 1...L 1 1 i I. 1 1 I Meðfylgjandi er greiðsla kr. SkrifiS með prentstöf- um og setjið aðeins 1 staf I hvern reit. Áríðandi er að nafn, heimili og sími fylgi. Nafn: Heimili: .................................... Sími: .... Auglýsingunni er veitt móttaka á eftirtöldum stöðum: REYKJAVÍK: Kjötmiðstöðin, Laugalæk 2, Sláturfélag Suðurlands, Háaleitisbraut 68 Kjötbúð Suðurvers, Stigahlíð 45—47, Hólagarður, Lóuhólum 2—6 Sláturfélag Suðurlands, Álfheimum 74, Árbæjarkjör, Rofabæ 9 HAFNARFJORÐUR: Ljósmynda og gjafavörur, Reykjavíkurvegi 64 Verzlun Þórðar Þórðarsonar, Suðurgötu 36, KÓPAVOGUR: Ásgeirsbúð, Hjallabrekku 2, Borgarbúðin, Hófgerði 30. Eða senda í pósti ásamt greiðslu til Smáauglýsinga deildar Morgunblaðsins, Aðalstræti 6, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.