Morgunblaðið - 27.08.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1975 13
W ■ ' ' r "' v ■' ' '
Islenzkir blaðamenn styðja
portúgalska starfsbræður sína
Kommúnistar f röðum prentara við portúgaiska blaðið Republica fagna yfirtöku blaðsins.
RAUL REGO ritstjóri portú-
galska blaðsins Republica og
fimmtán aðrir portúgalskir
blaðamenn hafa farið þess á
leit við biaðamenn f mörgum
löndum Evrópu, að þeir lýsi
með undirskrift sinni yfir
stuðningi við ávarp, sem Rego
og félagar hans hafa sent frá
sér, þar sem krafizt er frelsis
og lýðræðis til handa portú-
göisku þjóðinni.
Blaðamenn við dagblöðin I
Reykjavík og fréttamenn hljóð
varps og sjónvarps hafa skrifað
undir stuðhingsyfirlýsingu við
ávarp portúgölsku blaðamann-
anna. Ávarp Regos og félaga
hans birtist í dag samtímis á
mörgum stöðum f Evrópu, þ.á
m. í fslenzkum fjölmiðlum.
Blaðamenn við allar frétta-
stofnanirnar í Reykjavík skrif-
uðu undir stuðningsyfirlýsing-
una, en rétt er að hafa í huga,
að margir íslenzkir blaðamenn
eru nú í sumarfrii, og náðist þvi
ekki til allra.
Ávarp portúgölsku blaða-
mannanna fer hér á eftir í ís-
lenzkri þýðingu:
„Stærstu stjórnmálaflokkar
landsins, sem hafa að baki sér
mikinn meirihluta portúgölsku
þjóðarinnar, hafa séð sig til-
neydda til að segja sig úr ríkis-
stjórn, sem ekki hlýddi á raddir
þeirra til varnar fjölflokkalýð-
ræði.
Ursagnir þessar hafa Ieitt til
alvarlegrar kreppu, sem með
hverjum deginum sem líður
eykur líkur á einræðisstjórn,
þvert ofan f vonir portúgölsku
þjóðarinnar eftir „blómabylt-
inguna“ hinn 25. apríl 1974.
Þróun mála i Portúgal getur
haft alvarlegar afleiðingar í för
með sér fyrir alla Evrópu. Ein-
ræðisstjórn þar í stað frjáls lýð-
ræðisskipulags væri ógnun við
viðleitni til bættrar sambúðar
ríkja.
Án hjálpar frelsiselskandi
fólks annars staðar f heiminum
verður lýðræði f Portúgal brátt
í hættu. Þegar hefur verið
þaggað niður f „Republica"
með ólöglegri töku blaðsins
með stuðningi þeirra sem reyna
að dylja sannleikann og hindra
frjáls skoðanaskipti. Einnig
hefur verið þaggað niður í öðr-
um frjálsum röddum, og verði
uppkastið að nýjum reglum um
starfsemi blaðanna að lögum,
verður ekki lengur neitt frelsi
rfkjandi til skoðanatjáningar.
„Republica“ og aðrir verjend-
ur fjölflokkalýðræðis börðust
gegn harðstjórn Salazars og
Caetanos stjórnarinnar og eru
enn í dag jafnharðir andstæð-
ingar hvers kyns ritskoðunar,
hvaða nafni sem hún nefnist.
Hjálpið okkur til þess að láta
rödd heyrast til varnar frelsi
okkar og lýðræðinu, sem er
einnig ykkar eign. Það er enn
mögulegt f dag, á morgun gæti
það verið orðið of seint.“
Eftirfarandi íslenzkir blaða-
menn hafa ritað nafn sitt til
stuðnings þessu ávarpi:
Alþýðublaðið: Sighvatur
Björgvinsson, Bjarni Sigtryggs-
son, Þorgrímur Gestsson, Bragi
Sigurðsson, Bragi Jósepsson,
Gísli Sveinn Loftsson, Helgi
Helgason, Oddur Sigurjónsson.
Morgunblaðið: Jóhanna Krist-
jónsdóttir, Áslaug Ragnars, El-
ín Pálmadöttir, Geir Hilmar
Haarde, Pétur J. Eiríksson,
Stefán Halldórsson, Ingvi
Hrafn Jónsson, Þorleifur Ólafs-
son, Þorbjörn Guðmundsson,
Ágúst I. Jónsson, Sverrir Þórð-
arson, Tryggvi Gunnarsson,
Matthías Johannessen, Arni G.
Jörgensen, Gísli S. Jónsson,
Þórir Þorsteinsson, Styrmir
Gunnarsson, Björn Jóhannsson,
Arni Þórarinsson, Björn Vignir
Sigurpálsson, Sigtryggur Sig-
tryggsson, Guðmundur Hall-
dórsson.
Rfkisútvarpið: Arni Gunnars-
son, Vilhelm G. Kristinsson,
Jón örn Marinósson, Halldór
Halldórsson, Sigurður Sigurðs-
son, Ólafur Sigurðsson, Jón Ás-
geirsson, Friðrik Páll Jónsson.
Sjónvarpið: Emil Björnsson,
Guðjón Einarsson, Jón Hákon
Magnússon, Ólafur Ragnarsson,
Svala Thorlacius, Sonja Diego,
Ómar Ragnarsson, Eiður
Guðnason.
Vfsir: Þorsteinn Pálsson, Sig-
urður Hreiðar, Haukur Helga-
son, Berglind Ásgeirsdóttir, Óli
Tynes, Jón Björgvinsson, Edda
Andrésdóttir, Kjartan L. Páls-
son, Þórarinn J. Magnússon.
Tfminn: Þórarinn Þórarins-
son, Freysteinn Jóhannsson,
Baldur Hólmgeirsson, Gunnar
Salvarsson, Oddur Ólafsson,
Guðný Bergs, Guðjón Einars-
son.
Þjóðviljinn: Svavar Gestsson,
Kjartan Ólafsson, Einar Karl
Haraldsson.
Orðsendíngin var send Costa
Gomes Portúgalsforseta sl.
mánudagskvöld. Undir hana
rituðu um þrjú hundruð blaða-
menn í Evrópu, þ.á m.:
Aage Deleuran ristjóri við
Berlingske Tidende, Kaup-
mannahöfn.
Bent A.Koch ritstjóri við Ritzau
fréttastofuna í Kaupmanna-
höfn.
Niels Noerlund ritstj. við
Berlingske Tidende
Eigil Steinmetz Weekendav-
isen Berlingske Aften, Khöfn.
Terkel Terkelsen fyrrv. ritstj.
Berlingske Tidende.
H. Deiring ritstj. Siiddeutsche
Zeitung.
Rolf Gillhausen ritstj. Stern.
Per Monsen ritstj. Noregi.
Per Brunvald ritstj. Arbeider-
bladet.
Arve Solstrand ritstj. Dag-
bladet.
Hans Vatne ritstj. Aftenposten.
Stjórn norska blaðamannafé-
lagsins, sem er fulltrúi fyrir
2300 blaðamenn, ritstjóra og út-
gefendur.
Olof Wahlgren ritstjóri Syd-
svenska Dagbladet.
Gunnar Fredrikson ritstj. Aft-
onbladet.
Ola Gummesson ritstj. Kváll-
posten.
Custaf von Platen ritstj.
Svenska Dagbladet.
Vopnahlé í Angóla
Lissabon 26. agúst — NTB
TVÆR frelsishreyfingar Angóla,
hin vinstrisinnaða MPLA og hin
hægri sinnaða FNLA hafa undir-
ritað vopnahléssáttmála. Kom
þetta fram f útvarpssendingu,
sem endurtekin var f Lissabonút-
varpinu á þriðjudag.
Samkvæmt útvarpsfréttinni
mun vopnahlé hafa gengið í gildi
klukkan eitt á þriðjudagsmorgun.
Vopnahléssamkomulagið gerir
ráð fyrir þvf að FNLA fari frá
ákveðnu svæði, en ekki er ljóst
um hvaða svæði er að ræða. Þá á
hreyfingin að afhenda port-
úgölsku hersveitunum í Angóla
öll vopn sín.
Tilkynningin í Angólaútvarp-
inu um þetta var augljóslega lesin
upp af fulltrúa MPLA. Bardagar
á milli hreyfinganna tveggja hafa
að mestu verið í suðurhluta Ang
óla síðustu dagana. MPLA ræður
höfuðborginni, Luanda, og nýtur
aðallega stuðnings í austur hluta
landsins, en FNLA stendur bezt í
norð-austur héruðunum. Þriðja
hreyfingin, Unita, sem að mestu
hefur haldið sig utan við bardag-
ana stendur bezt að vígi f suður-
hluta Angóla.
Prammamenn opna
Rotterdamhöfn
Rotterdam 26. ágúst — Reuter.
SKIPSTJÓRAR á prömmum hafa
ákveðið að opna aftur höfnina f
Rotterdam, stærstu höfn f heimi,
en þeir lokuðu henni með
prömmum sfnum á mánudag f
mótmælaskyni. Þeir ætla þó að
halda áfram að hindra skip f að
komast inn til 20 annarra hafna
meðal annars með þvf að leggja
prömmum á Rfn.
Leo van Laak, leiðtogi 2000
skipstjóra og sjómanna á prömm-
um, sagði að þeir leyfðu aftur
umferð um Rotterdamhöfn vegna
óska borgarstjórans í borginni,
Andre van der Lou, en þeir héldu
með sér fund, þar sem rædd voru
mótmæli sjómannanna gegn á-
formum ríkisstiórnarinnar um að
beita lögum til að fækka flutn-
ingaprömmum, sem hún segir
vera of marga.
Meira en 200 prammar mynd-
uðu keðju framan við höfnina í
Rotterdam og öftruðu 70 skipum
frá því að komast þaðan, en 50
skip biðu eftir að geta lagzt að
bryggju.
Borgarstjórinn í Rotterdam seg-
ir að lokun hafnarinnar hafi haft
mjög skaðleg áhfif á efnahag
borgarinnar og landsins f heild.
Mynd af bandarfska utanrfkisráðherranum, dr. Henry Kissinger, fest f
fjóra loftbelgi, stfgur til himins á föstudagskvöld. Ungir Gyðingar voru
að mótmæla brottflutningi ísraelskra hermanna frá Sinai að undirlagi
Bandarfkjamanna.
Borpallar
yfirgefnir
London, 25. ágúst. NTB.
50 STARFSMENN þriggja
brezkra borpalla á Norðursjó
voru fluttir burtu með þyrlu í dag
þar sem ónefndur maður hélt því
fram í viðtali við dagblað að
sprengjum hefði verið komið fyr-
ir á þeim. Engin sprengja hefur
fundizt á borpöllunum en
sprengjusérfræðingar frá flotan-
um voru sendir á vettvang til að
rannsaka þá betur.
Maðurinn talaði með erlendum
hreim og sagði að sprengjan
mundi springja á hádegi í dag, í
viðtali við annað blað sagði hann
að önnur sprengja spryngi á
morgun. Borpallarnir eru f eigu
fyrirtækisins Phiiips. Seinna
sögðu talsmenn fyrirtækisins að
svo virtist sem um gabb væri að
ræða.
Landhelgis-
brjót sleppt
Boston, 23. ágúst.
Reuter.
FISKISKIP frá Kúbu sem var
staðið að meintum ólöglegum
humarveiðum í bandarískri
landhelgi á sunnudaginn fær að
fara frjálst ferða sinna sam-
kvæmt fyrirmælum frá banda-
ríska dómsmálaráðuneytinu.
Dómsmálaráðuneytið ætlar
ekki að höfða mál gegn skipstjór-
anum að sögn bandarfsku strand-
gæzlunnar en nánari skýring var
ekki gefin.