Morgunblaðið - 27.08.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.08.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. AGÚST 1975 21 VELXACVKAIMDI Minning Þorkell Velvakandt svarar I síma 10-100 kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu- dags. 0 Styrkur til dag- blaða — andlegur styrkur ríkis- starfsmönnum? mönnum? Árni Helgason í Stykkis- hölmi skrifar: „Fyrir nokkrum dögum hlustaði ég á umræðuþátt í út- varpinu, þar sem rætt var um hlutdeild ríkissjóðs I að styrkja dagblöðin í Reykjavík. Voru það ritstjórar sem rætt var við og töldu það lítinn styrk þar sem blöðin afhentu ríkisstofnunum 450 eintök hvern dag upp í þessar greiðslur. Ekki kom það fram hvort þetta væri afhent rikis- stofnunum um allt land, enda óliklegt, og eru þetta þá ein hlunnindi, sem þeir sem vinna I Reykjavík hafa fram yfir dreif- býlið, en blöðunum mun dreift eftir tillögum og fyrirmælum ráðamanna. Ég skil vel hinn fagra tilgang í þessu. Það er stór velgerningur að gera þeim eitthvað til dægrastytt- ingar, sem erfiðan og langan vinnudag hafa, og eins hitt, að það er praktiskara að lesa blöðin i mánaðarvinnu en tímavinnu, miðað við afköst. Þó hefir mér komið til hugar hvort ekki væri meira góðverk fólgið í þvi að afhenda þessi ein- tök sjúkrahúsunum i landinu, þvi þótt þar sé ekki eins góður tími eða næði til að lesa blöðin, þá mundi það þakksamlega þegið. En svo er aftur á móti hitt. Þeim, sem eiga leið um sali opin- berra stofnana, myndi bregða ef til vill i brún, þegar blöðin væru horfin og ekki lengur hægt að skýla sér með þeim. Þvi þess gengur enginn dulinn að ólíkt lífga dagblöðin betur upp á and- rúmsloftið og meira fjör í að lesa þau heldur en grúfa sig yfir and- lausar skýrslur og pappíra sem um allt flæða, leiðinlegar reglu- gerðir, erfiðar afgreiðslur o.s.frv. En hitt verður líka a muna, að ekki verður á allt kosið. En sem sagt þessu er beint til ráðamanna, þótt þeir kunni stundum að vera ráðalitlir, þá vona ég að þeir sjái I þessu ráð sem góð reynast kom- andi kynslóðum. Árni Helgason." 0 Bílastæði við Túngötu A.G. skrifar: „Við Túngötu er vestur-þýzka sendiráðið, fögur bygging með stórum garði. verið æst I að Marietta kæmi aft- ur? — Nei, það er ég viss um hún hefur ekki verið. En hún er alltof Iftil og veimiltftuleg til að geta hafa gert það... Maturinn var á borð borinn. Davíd hélt áfram. — Hún hefur enga krafta til að kyrkja neinn og siðan ... — Hættu nú! Ekki á meðan við borðum! skipaði Capretto og réðst græðgislega á steikina. Það var ástæðulaust að sitja og eyða tímanum til einskis, hugsaði David og f.vlgdi fordæmi yfirlög- reglu mannsins. En þó gat hann ekki hætt að hugsa um þetta. — Hvað varð þér ágengt með Unterwoodfjölskylduna. Varðstu einhvers visari? — Unterwoodfjölskyldan flutti austur skömmu eftir slysið. Fyrir- tækið sem fjölskyldan vann hjá sá um það. Kannski hefur hann sjálfur óskað eftir þvi, kannski er það tilviljun, sagði Capretto með fullan munninn. — Skrítið að hann skyldi láta málið niður falla. — Hagen sagði að fyrirtækið hefði borgað. — Já, en ég gæti vel hugsað í nærliggjandi götu eru tekin fjögur bilastæði, sem liggja þvers- um yfir gangstéttina, fyrir þetta sendiráð. Eyðileggur þetta mjög heildarsvip gangstéttar þeirrar, sem liggur meðfram Landakots- túni. Þegar ekið eða gengið er um bæinn sést, að þeir, sem nauðsyn- lega þurfa á mörgum bílastæðum að halda, taka af lóðum sínum eða görðum fyrir þau, sbr. Krabba- meinsfélagið og S.I.B.S. við Suðurgötu, einnig við Garðastræti og viðar. Þess vegna spyr ég: Hversvegna tekur vestur-þýzka sendiráðið ekki eitthvað af sínum garði undir sina bila.? A.G.“ 0 Til veiðimanna Ingvar Ágnarsson, Hábraut 4, Kópavogi, skrifar: „Veiðimenn! Þið sem stundið veiðar í ám og vötnum lands okkar. Til hvers eruð þið að þessu? Stundið þið þessar veiðar ykkur til lífsframfæris eða gerið þið þetta eingöngu ykkur sjálfum til skemmtunar? Og í hverju er þessi skemmtun ykkar fólgin? Er hún í þvi fólgin að standa úti í vatninu og gleðjast yfir geisla- bliki á yfirborði þess eða horfa á síbreytilega straumiðu þess? Eða hafið þið mesta ánægjuna af að sjá þessa fögru fiska, lax eða silung, synda um i vatninu, þar sem þeir fara frjálsir ferða sinna? Gætuð þið notið þess að standa klukkustundum saman á árbakka og virða fyrir ykkur hreyfingar þeirra? Eða er það svo, að ánægja ykkar og eftirvænting sé mest i því fólgin að krækja í þá með önglum ykkar, þreyta þá og draga þá loks að landi, er þeir eru ör- magna orðnir? Hvarflar það ekki að ykkur, að þið séuð að vinna illt verk? Að þið séuð að valda lifandi veru þján- ingu og dauða? Að þið séuð hér að vinna gegn tilgangi lifsins, þeim að hlúa að og vernda lífið I stað þess að eyða því og spilla? Hvort finnst ykkur ánægjulegra, að horfa á fagran og stæltan lax synda í ánni eða dauðan uppi á árbakkanum? Ég vil gera mikinn greinarmun á því, hvort menn stunda veiðar af iliri nauðsyn, sjálfum sér og öðrum til lífsviðurværis, eða hvort þær eru stundaðar fyrst og fremst sjálfum sér til ánægju. Og hvort menn hafa ánægju af sjálfu dauðastriði þeirra dýra, sem þeir eru að fást við hverju sinni. En við skulum vona að ekki sé svo, þótt þess muni finnast dæmi. „Lotning fyrir lífinu“ er hugtak, sem mannvinurinn Albert Schweitzer átti mikinn þátt i að skapa, og er I þvi fólgið, að ekki skuli eyða lífi að nauð- synjalausu. Lifernisfræði dr. Helga Pjet- urss hefur þó I sér fólgna miklu meiri möguleika til skilnings á mikilvægi þess að valda aldrei manni eða dýri þjáningar að nauðsynjalausu og því síður sjálfum sér til ánægju. E'nginn kemst að lokum hjá því að gjalda þess á sjálfum sér, sem hann hefur öðrum gert. Þessi skiln- ingur er ekki aðeins trúarlegur, heldur fyrst og fremst náttúru- fræðilegur. Þetta er alheimslög- mál, sem allir hljóta að lúta. Veiðimenn! Áður en þið leggið af stað í næstu veiðiferð ykkar, gerið þá nokkra könnun á þvi i eigin hugskoti, af hverjum rótum veiðilöngun ykkar muni vera sprottin og hvaða þættir veiði- ánægjunnar það eru, sem þið einkum sækizt eftir. Ingvar Agnarsson." HOGNI HREKKVISI Framhald af bls. 22 andi konu sinni, Sigriði Sól- mundsdóttur. Þorkell var heilbrigður og si-' starfandi frammundir fimmtugt, þegar á hann lagðist alvarlegur sjúkdómur. Síðustu átta ár ævi sinnar átti hann í stöðugri baráttu við þennan sjúkdóm, sem að lok- um dró hann til dauða. Meðan á þessu stóð reyndi hann að stunda sína vinnu eins og hann frekast gat, og þegar honum var ekki fært að fara upp á flugvöll, skapaði hann sér sitt eigið starf heima við með þvi að gera gjarðir og beisli og fleira slfkt af hagleik. Þessa hluti seldi hann síðan hestamönnum, og þó kreppti að, féll honum sjaldan verk úr hendi, hann stóð á meðan var stætt. Ég var tíu ára þegar Þorkell gerðist fóstri minn. Þá var hann maður á miðjum aldri, hressileg- ur og glaðlyndur, hár og þrekinn og karlmannlegur, með brúnt smáhrokkið hár, sem hann kallaði i grini fallegasta hár á íslandi og þó víðar væri leitað. Hann bauð af sér góðan þokka, var gamansam- ur, nokkuð striðinn, en allt I góðu, og ákaflega barngóður. Þorkell var mjög saungvinn maður, hafði hljómfagra rödd og naut þess að þenja hana, upphófst kannski skyndilega úr eins manns hljóði með Dísu i dalakofanum eða Laugardagskvöldið á Gili eða Ökuljóðið svo undir tók í húsinu. Hann hafði enda sungið með karlakór á sinum yngri árum og meir að segja tekið þátt i því að syngja inn á hljómplötu um það leyti sem slikir hlutir voru að hefja innreið sína í íslenskt þjóð- félag. I bændaskólanum hafði hann tekið virkan þátt í félagslífi, glímdi af kappi og taldist með bestu skákmönnum skólans. Hann gerði tilraun til að gera skákmann úr mér, sýndi við það ótrúlegt langlundargeð og lagði sig i lima við að iáta mig vinna, en gekk erfiðlega. Hann var einnig mikill unnandi góðs kveðskapar, kunni utanbókar kynstrin öll af kvæðum góðskáldanria og gat þul- ið þau af innlifun. Eitt af skemmtilegustu skáldunum þótti honum vera Steinn Steinarr, og hann lærði utan að hinn sætlega brúðkaupsóð hans og tuldraði hann oft með sjálfum sér inni í eldhúsi við gjarðasauminn. En Þorkell var einnig vel heima í Islendingasögunum, las þær þeg- ar sem unglingur og sótti ávallt í þær einhverja innri fullnægju. Honum þótti það bera vott um andlega lágkúru og smekkleysi þegar stjúpsyninum þótti meira gaman að þvi að lesa Leyndar- dóma Earisarþorgar heldur en ,§turlungu og hélt fram miklum kostum þeirrar bókar fram yfir flestar aðrar bækur í veröldinni. En mesta skemmtun Þorkels var að fara í veiðitúra eitthvað út á landsbyggðina, burt úr borg- inni, upp I fjöll eða að litlu vatni þar seiri voru viðáttur, gróður, fugl og fiskur. Hann gerðist aldrei kátari en þegar hann var að búa sig út með Ola frænda sínum i veiðitúr upp í óbyggðir. Þorkell Þórðarson var alltaf bóndi, sama þó hann byggi rúman þriðjung ævinnar í borg. Hann sagðist sjálfur vera sveitamaður, yrði aldrei annað en sveitamaður og Iangaði ekki til annars. Þó veit ég að hann saknaði þess að hafa ekki lært eitthvað meir, komist til svokallaðs „æðra“ náms. Ég þyk- ist raunar vita að hann hefði orðið frábær verkmaður í hverri þeirri grein sem hann hefði numið, til þess hafði hann bæði allar gáfur og lundarfar. En ég held samt ekki að hann hafi verið bitur þótt tækifærin til mennta væru bæði fá og smá á uppvaxtarárum hans. Þorkell var að minu viti það sem kallað er góður maður, hann var prúðmenni, jafnlyndur, heiðarlegur í samskiptum sinum við allt og alla, reiddist sjaldan, mislíkaði honum. eitthvað þá sló hann því venjulegast upp í grin. Mér reyndist hann vel og ég held að allir þeir sem til hans leituðu einhverntíma um aðstoð við eitt- hvað, smátt eða stórt, hafi sömu sögu að segja. Hann var einlægur vinur vina sinna, hafði gaman af göllum þeirra, en sá ekki að þeir væru neitt verri fyrir það, og hann var ævinlega reiðubúinn til hjálpar ef á bjátaði hjá einhverj- um nákomnum, vini eða ættingja. Hann hafði áhuga á trúmálum, þótti gaman að þrátta um þau og var opin fyrir öllum umræðum um þau mál, en hann átti sér enga heilaga sannfæringu eða kreddu. Hver maður hlaut að leita uppi sinn persónulega guð eða trú, án þess siðan að reyna að troða þvi upp á aðra með offorsi eða yfir- læti. Einar Benediktsson lýsir í Deginum mikla þeirri guðshugs- un sem Þorkell sagði mér oft frá: En stærðirnar hverfa hjá lffsíns lind; þar Ijúkast upp augun hálfskyggn og blind, því veran, sem knýr allan veraldarsveiminn, veit af sér einni um sólkerfa-geiminn, — sem andinn á jörð fyllir út sína mynd, er alföður sálin á vöxt við heiminn. Eg þakka honum fyrir allt það, sem ég hef af honum þegið og ég trúi því að guð sem er ofar öllum kenningum mannanna hafi tekið hann til sin, blessi hann og varðveiti um alla framtíð. Ég og fjölskylda mín vottum öllum ættingjum og öðrum að- standendum og vinum Þorkels samúð okkar. Minningin um góðan mann mun lifa. Reynir Eggertsson. — Minning Vigdís Framhald af bls. 22 við marga þeirra milliliði, sem láta sig þau mál varða. Þannig veitti hún góðum straumum inn i líf þess fólks, sem hún vissi að þurfti á hjálp að halda og var þá ekki endilega um líkamlega van- heilsu að ræða, heldur alveg eins sálarlega. Vigdís var glaðlynd kona og átti auðvelt með að afla sér vina. Þegar hún, ásamt öðrum konum, þurfti að standa að mannfagnaði eða samkomum í sinu byggðar- lagi, var hún hrókur alls fagn- aðar, glaumur og gleði ríkti i undirbúningshópnum. Hún leysti úr vandamálum líðandi stundar með Iéttlyndi svo engum fannst á sig hallað. Slíkt fólk er gott að umgangast. Góður Guð styrki aldraðan eiginmann Vigdisar á stund sorg- arinnar. Friður sé með sálu hennar, friðhelg veri minning hennar. E. Hjartans þakkir færum við öllum ætt- ingjum og vinum nær og fjær fyrir gjafir, skeyti, og annan heið- ur okkur auðsýndan í tilefni af 50 ára hjú- skaparafmæli okkar 4. júlí s.l. Guð blessi ykkur öll, lifið heil. Guðrún og Guðmundur, Bala Miðnesi. SIGGA V/GGA 8 \iLVtmi VW/RPO SWKA/.864 \LL.S\GGA MIGGA, EV ÉG VENG\ Yl£R NýJAfc ftÓSSOR OG lÉTl ‘3KRIM V/a VfJA V£R? 9-7 H0N9/R90 ®>LÁ YIIG \ YLl'b'bU* ^ONR/RDO LÁlA GEU /-ÖGÍAK í bNOWWY WÍNOM? MALWEl D& \I\ÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.