Morgunblaðið - 18.09.1975, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1975
ishúsið kominn út
FÉLAG sjálfstæðismanna í Aust-
urbæ og Norðurmýri hcfur látið
slá pening, sem seldur verður til
ágóða fyrir byggingu nýs Sjálf-
stæðishúss. Pctur Halldórsson
hannaði peninginn, sem sleginn
er í kopar. Hann er 5.5 sm í þver-
mál og 5—7 mm þykkur. A
annarri hiið hans er mynd af
Þannig Iftur peningurinn út.
Hann er sleginn I kopar.
Sjálfstæðishúsinu, en á hinni er
mynd af fálkanum, tákni Sjálf-
stæðisflokksins. Upplag penings-
ins er takmarkað — 1500 eintök,
tölusett. Söluverð hans er 3 þús-
und krónur.
I gær afhenti Ólafur Jensson,
formaður Félags sjálfstæðis-
manna í Austurbæ og Norður-
myri, frú Unni Jónasdóttur ekkju
Hermanns Hermannssonar, sem
er nýlátinn fyrsta peninginn að
gjöf. Hermann var f stjórn félags-
ins og átti hugmyndina að útgáfu
peningsins.
Albert Guðmundsson formaður
byggingarnefndar Sjálfstæðis-
hússins, var viðstaddur afhend-
inguna. Hann þakkaði stjórninni
það frumkvæði og framtak, sem
hér hefði verið sýnt. Hann sagði
m.a.:
„Ég fagna því, að minningu
Hermanns Hermannssonar skuli
vera sýndur þessi virðingarvott-
ur. Nú er ráðizt að okkur úr öllum
áttum, bæði af andstæðingum og
öfundarmönnum vegna bygg-
ingar Sjálfstæðishússins. Utgáfa
þessa penings er eins og sólar-
geisli f þessu öllu saman, en ég
vona, að nú fari að rofa til. Bygg-
ingarnefnd mun halda áfram í
sama anda. Við mögnumst og
margföldumst þegar að okkur er
sótt.“
Þá skýrði Albert Guðmundsson
frá því að nú væri verið að inn-
rétta skrifstofuhæð byggingar-
innar og stæðu vonir til að hægt
yrði að taka hana í notkun í
nóvembermánuði n.k. Hann sagði
ennfremur, að síðan Ármanns-
fellsmálið hefði komið upp, hefði
þess orðið áþreifanlega vart, að
aðilar hefðu kippt að sér höndum
með fjárframlög til byggingar
Sjálfstæðishússins og starfsemi
Sjálfstæðisflokksins.
Ólafur Jensson sagði m.a. í
Framhald á bls. 35
Stjórn Viðlagatryggingar Islands. Frá vinstri:
Jónsson, Ásgeir Olafsson og Sigurður Jónsson.
Jóhannes Arnason, Friðjón Guðröðarson, Ólafur
Viðlagatrygging tekur gildi:
Skyldutrygging gegn jarð-
skjálftum, eldgosum og flóðum
TILBOÐ í endurtryggingu á
tryggingum Viðlagatryggingar Is-
lands, sem nýstofnuð er og tók
gildi hinn 1. september síðast-
liðinn, voru opnuð í gær og er
þegar komið f Ijós, þótt eftir sé að
fara yfir tilboð, að 2ja milljarða
trygging er fáanlegt fyrir tiltölu-
lega vægt gjald eða 30 til 40
milljónir króna. Innan árs á þvf
ekki að vera þörf á að leggja á
þjóðina auknar birgðir ef til
náttúruhamfara eða slysa kemur,
þar sem tjón yrði innan áður-
nefndra marka.
Lög um Viðlagatryggingu ís-
lands voru sett á Alþingi hinn 14.
maf síðastliðinn og tóku gildi nú
1. september. Tryggingin skal
tryggja gegn tjóni af völdum eft-
irtalinna náttúruhamfara: eld-
gosa, jarðskjálfta, skriðufalla,
snjóflóða og vatnsflóða. Þau verð-
mæti, sem tryggingaskyld eru,
eru allai^ húseignir og lausafé,
sem brunatryggt er hjá vátrygg-
ingafélagi, sem starfsleyfi hefir
hér á landi. Vátryggingaupphæð-
ir verða hinar sömu og bruna-
tryggingafjáhæðir á hverjum
tíma. Viðlagatryggingin er fyrst
og fremst trygging, sem bætir
meiri háttar tjón. Tjónsuppgjör á
því ekki að vera daglegur við-
burður, heldur vonandi undan-
tekning — eins og fram kom á
blaðamannafundi sem stjórn Við-
lagatryggingar Islands hélt í gær,
en í stjórninni eiga sæti: Ásgeir
Ólafsson, forstjóri, formaður,
Friðjón Guðröðarson, lögreglu-
stjóri, Jóhannes Árnason, sýslu-
maður, Ólafur Jónsson, fram-
kvæmdastjóri, og Sigurður Jóns-
son, framkvæmdastjóri.
Framhald á bls. 35
Kjördæmisráðið á Vestfjörðum: \
Stórfelld minnkun aflamagns - stuttur
samningstími - veiðiheimildir fjær landi
— verði samið um veiðar erlendra
þjóða innan 200 mílna
Stjórn Félags sjálfstæðismanna í Austurbæ og Norðurmýri kom saman
til fundar f gærmorgun, — hér afhendir Ólafur Jensson frú Unni
Jónasdóttur fyrsta minnispeninginn.
AÐALFUNDUR Kjördæmisráðs
Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarða-
kjördæmi var haldinn f Flóka-
lundi 7. september 1975. Ólafur
H. Guðbjartsson Patreksfirði var
kjörinn formaður Kjördæmis-
ráðs, og aðrir f stjórnina voru
kjörnir Guðmundur B. Jónsson
Bolungarvfk. Óskar Kristjánsson
Suðureyri, Kristján Jónsson Isa-
firði og Þórir H. Einarsson
Drangsnesi.
A fundinum var gerð meðfylgj-
andi samþykkt um landhelgis-
mál.
Aðalfundur Kjördæmisráðs
sjálfstæðismanna á Vestfjörðum
fagnar þeirri ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar að færa fiskveiði-
landhelgina út f 200 sjómílur.
Með þessari ákvörðun nær fisk-
veiðilögsagan til 758 þúsund
ferkílómetra í stað 216 þúsund
ferkílómetra miðað við 50
sjómílna fiskveiðileiðsögu.
Þessi ákvörðun ríkisstjórnar-
Framhald á bfs. 35
Raufarhöfn:
Allur fiskur tekinn
nema sá skemmdi
Farmanna- og fiskimanna-
sambandið byggir stórhýsi
FARMANNA- og fiskimannasam-
band tslands áformar nú að reisa
stórhýsi á lóðinni nr. 18 við Borg-
artún. Húsið verður á tveimur
hæðum samtals 4.409 fermetrar
að stærð. Að sögn Ingólfs Stefáns-
sonar, framkvæmdastjóra FFSl,
er búið að ganga frá öllum
teikningum að húsinu, nema
vinnuteikningum, og er áformað
að bjóða bygginguna út á
næstunni, þannig að framkvæmd-
ir geti hafizt f haust.
Sjómannablaðið Víkingur, sem
er nýkomið út, skýrir frá því að
FFSÍ hafi sótt um lóð hjá Reykja-
víkurborg í október 1969 en lóðin
við Borgartún efngizt 1970. Þegar
úthlutun hafi farið fram hefðu
nokkur íbúðarhús verið á lóðinni
og svo hefði verið allt til 1974.
I húsinu munu Farmanna- og
fiskimannasamband íslands og
aðildarfélög sambandsins hafa að-
setur ásamt Sparisjóði vélstjóra.
Arkitekt hússins er Óli Ás-
mundsson.
RANNSÓKN á skemmda freð-
fiskinum frá Hraðtrystihúsinu
Jökli h.f. á Raufarhöfn er enn
ekki lokið, en mun væntanlega
ljúka um helgina.
Hjalti Einarsson, verkfræðing-
ur hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna, sagði I samtali við Morgun-
blaðið, að nú væri búið að fara
talsvert ofan f málið, og hefðu
menn frá SH skoðað fiskinn
ásamt fulltrúum frá Framleiðslu-
eftirliti sjávarafurða. Hofsjökull
hefði verið Iátinn taka allan fisk
úr húsinu, nema þann sem talinn
var skemmdur.
Hann sagði, að þíða þyrfti
nokkuð af fiski til að kann
skemmdirnar nákvæmlega. Ekki
væri hægt að neita því, að slæmir
dagar hefðu fundizt, þ.e. að fiskur
unninn einn daginn væri verri en
annan. Nákvæmlega væri vitað
hvenær togari Raufarhafnarbúa
hefði farið út og hvenær komið
að. Eftir öllum reglum ætti frysti-
húsið að vinna þann fisk fyrst,
sem fyrst væri veiddur og þann
yngsta síðast. Því miður hefði orð-
ið misbrestur á því á einstaka stað
og erfitt að fylgjast með því
iliojur y
Tveir nýir leik-
skólar boðnir út
BORGARRÁÐ hefur fallist á að
leyfa félagsmálaráði að bjóða út
byggingu tveggja nýrra leikskóla
í borginni. Er annað i Hólahverfi i
Breiðholti 3 og hinn í Seljahverfi
í Breiðholti 2. Verða byggingarn-
ar boðnar út í haust og þá a.m.k.
kosti byrjað á leikskólanum í
Hólahverfi, og unnið í vetur, en
reikna má með að byggingartími
sé um eitt ár.
Báðir leikskólarnir verða
byggðir eftir sömu teikningum og
nýrri leikskólarnir, sem fyrir eru.
Geta þá 110 börn komist að í
hvorum. Leikskólarnir eru tví-
Minnispeningur til
ágóða fyrir Sjálfstæð-
Þannig mun norðurhlið hússins Ifta út.
skiptir, og 3 deildir í gangi í einu.