Morgunblaðið - 18.09.1975, Síða 5

Morgunblaðið - 18.09.1975, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1975 Heitavatnsverð 69% þess sem það var 1970 og 25% húshitunarkostnaðar með olíu Rætt við Jóhannes Zoéga, hitaveitustjóra HITAVEITA Reykjavík- ur, elzta stofnun sinnar tegundar í landinu og sennilega í veröldinni, rekur starfsemi sina aft- ur til ársins 1930. Það ár hófst starfsemi IftiIIar virkjunar í Þvottalaug- unum, er náði til Land- spítalans, Sundhallarinn- ar, eftir að hún var byggð, og fbúðarhúsa við Bergþórugötu, Njálsgötu og að hluta til Grettis- götu. 1938 hófst gerð hitaveitunnar í núver- andi mynd. Framkvæmd- ir drógust nokkuð af styrjaldaráhrifum, en hitaveita. er náði til meginbyggðar í borg- inni, telst fullgerð 1943. Morgunblaðið leitaði nýverið frétta hjá hitaveitustjóra, Jó- hannesi Zoega, um seinni tlma þróun I þjónustu veitunnar og gjaldskrármál stofnunarinnar. • — Hver hefur verðþróun á heitu vatni frá hitaveitunni verið síðustu árin? Siðan verðstöðvun hófst, haustið 1970, hefur gjaldskrá hitaveitunnar dregizt langt aft- ur úr verðþróun I landinu og hvergi nærri fylgt hækkun rekstrarkostnaðar og tekjuþörf stofnunarinnar. Á þessu tímabili hefur vísi- tala byggingarkostnaðar hækk- að. úr 480 st. I 1881 st. eða margfaldast um 3,92. Á sama tíma hefur heitavatnsverð fengizt hækkað úr kr. 14.50 I 39.36 eða margfaldast um 2.71. Verðlag á vatni nú, miðað við verðlag ársins 1970, er aðeins 69% þess, sem það var þá. Þó orðið verði að fullu við tilmæl- um hitaveitunnar um verð- hækkun heits vatns, þ.e. úr kr. 39.36 I kr. 52.35 á rúmm (33% hækkun), þá yrði það aðeins 92% verðs frá 1970, umreikn- aðs I verðgildi dagsins I dag. Heitavatnsverð yrði eftir þá hækkun 8% lægra en árið 1970. Framkvæmdakostnaður og viðhaldskostnaður veitunnar hefur hækkað mun örar en gjaldskráin. Tekjuþörf veit- unnar hefur vaxið að baki stíflugarðs verðstöðvunar og gjaldskrárskömmtunar stjórn- valda, þ.e. samhliða kostnaðar- þróun I landinu, og hlýtur því að brjótast fram I stærri gjald- skrárhækkunum, er stiflan brestur. 0 — Hafa framkvæmdir Hitaveitu Reykjavíkur f ná- grannabyggðum áhrif á hækk- un heitavatnsverðs nú? Nei. Hitaveituframkvæmdir I nágrannabyggðum hafa ein- vörðungu verið fjármagnaðar með lánsfé til þessa. Hugmynd- in var að vísu að fjármagna þessar framkvæmdir að hluta til með tekjuafgangi veitunnar. Hann hefur hinsvegar að engu orðið vegna margháttaðra. rekstrarhækkana. Hitaveitan hefur þurft að taka um 1600 m. kr. I erlendum lánum vegna þessara framkvæmda, og að auki um 1040 m. kr. lán vegna framkvæmda innan marka Reykjavíkur og I þágu heima- veitunnar. Hitaveituframkvæmdir I ná- grannabyggðum Reykjavíkur koma vissulega íbúum þeirra byggðarlaga til góða I stórlækk- uðum húshitunarkostnaði. En þær styrkja jafnframt rekstrar- Jóhannes Zoega Hitaveitustjóri. stöðu fyrirtækisins. Kerfi veit- unnar stækkar um 25%, án þess að rekstrarkostnaður hennar hækki að sama skapi. Hlutfallslegur rekstrarkostnað- ur minnkar verulega og stuðlar að lægra heitavatnsverði en ella. Þá koma dýrar virkjunar- framkvæmdir Hitaveitunnar að Reykjum fyrr að fullum notum, þ.e. skila fyrr eðlilegum arði af þeirri fjárfestingu, sem þar liggur bundin. Þessi útvíkkun á starfsemi Hitaveitu Reykjavlk- ur ætti þvi að skila gagnkvæm- um hagnaði fyrir íbúa borgar- innar og nágrannabyggðanna. Beiðni Hitaveitunnar um gjald- skrárhækkun nú, sem bæði borgarstjórn og verðlagsyfir- völd eiga eftir að taka afstöðu til, á því einvörðungu rætur I hækkun rekstrarkostnaðar og aukinni tekjuþörf af þeim sök- um, en stendur I engu sam- bandi við stofnkostnaðarauka vegna framkvæmda I Hafnar- firði, Kópavogi og Garðahreppi. 0 — Er tiltækur samanburð- ur á húshitunarkostnaði með heitu vatni og olíu? Miðað við óbreytt verð á heitu vatni og olíu til húshitun- ar er heitavatnskostnaður um 25% af olíukostnaði. Komi um- beðin hækkun til framkvæmda hækkar kostnaðarhlutfall þess I 34% olíukostnaðar. Miðað við óbreytt verð og núverandi dreifikerfi eða umfang veitunnar, þ.e. Reykjavík, Mosfellssveit og 2/3 Kópavogs, er árlegur sparnaður Ibúa á við- komandi svæði 3300 m. kr., ef miðað er við olíuhitun. Eftir að hitaveitan nær til Kópavogs Framhald á bls. 24 Bókanaleikur í borgarráði Á fundi borgarráðs sl. föstudag var lögð fram bókun hafnar- stjórnar um afgreiðslubann á vestur-þýzk eftirlitsskip í Reykja- víkurhöfn, sbr. yfirlýsingu yfir- hafnsögumanns frá 9. þ.m. þess efnis, að skipin hafi enga fyrir- greiðslu fengið I höfninni frá því í október 1972, eins og frá hefur verið skýrt I Mbl. Hófst þá eftir- farandi bókanaleikur borgarfull- trúa: Sigurjón Pétursson óskaði bókað: ,,Ég fagna yfirlýsingu hafnar- stjórnar um, að þýzku „eftirlits- skipin" hafi enga þjónustu fengið I Reykjavíkurhöfn frá 24. okt 1972. Síðan tillaga mín um sama efni kom fram I borgarráði, hefur einnig komið yfirlýsing frá Þjóð- verjum þess efnis, að „eftirlits- skip“ þeirra hafi enga þjónustu fengið I íslenzkum höfnum um árabil. Mig undrar, miðað við þessár upplýsingar, að: — formaður borgarráðs, sem jafnframt á sæti I hafnarstjórn, skuli hafa frestað atkvæða- greiðslu um tillögu mína á þeirri forsendu, að ekki sé „tímabært að gera nokkrar samþykktir, sem torveldað geti Islenzkum stjórn- völdum eða samninganefndum störf, er miða að því að farsælt samkomulag takist", þegar þessi samþykkt hafnarstjórnar átti að vera honum kunn öðrum fremur. — rikisstjórnin og einstakir ráðherrar eru stöðugt að íhuga að setja á afgreiðslubann og m.a. hefur málið verið rætt á ríkis- stjórnarfundi. — starfsmenn landhelgisgæzl- unnar skuli kvarta yfir, að „eftir- litsskipunum“ skuli veitt þjónusta í Islenzkum höfnum, hafi það ekkí verið gert I mörg ár. Þá undrar mig einnig, hve oft þessi skip hafa átt erindi í Reykjavíkurhöfn, hafi þau ein- göngu komið til að setja á land sjúka eða slasaða menn. Albert Guðmundsson óskaði bókað: Vegna framkomninnar bókunar hins undrandi borgarfulltrúa Sigurjóns Péturssonar, vil ég lýsa ,,undrun“ minni á, að tillaga og bókanir borgarfulltrúans, varð- andi fyrirgreiðslu við eftirlitsskip Þjóðverja við Islandsstrendur, skyldi hafa komið fram, því allar fundargerðir hafnarstjórnar eru reglulega sendar öllum borgar- fulltrúum, og hefði hann að sjálf- sögðu átt að muna afstöðu hafnar- Framhald á bls. 24 0STRATFORD E N S K I R PENINGASKÁPAR þjófheldir — eldtraustir heimsþekkt — viðurkennd framleiðsla. _______________A E. TH. MATHIESEN H.F. STRANDGÖTU 1—3, HAFNARFIRÐI. — SÍMI 51919. HVAÐ ER . Herrabuxur, ný sniö fjölbreytt litaúrval. Herraskyrtur, ný sending. Herrapeysur, rúllu- kragabolir. Ný sending kven- kápur. Flauelsbuxnadragtir. Kvenpeysur, blússur, bolir. Nýtt gallabuxnasnið frá Inega ásamt Usa — Levi’s. Mjó leöurbelti. Denim kvensam- festingar. Kvenleðurstígvél ný sending o.m.fl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.