Morgunblaðið - 18.09.1975, Síða 10

Morgunblaðið - 18.09.1975, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1975 Júlfus Sisurbjörnsson Ieiðbeindi smfðakennurum. Hér sýnir hann Hjálmari Þorsteins- syni, Akranesi, og Vígþðri H. Jörundssyni, Hólmavík, smfðisgrip, sem Gróa Jakobsdótt- ir frá Eyrarbakka gerði á námskeiðinu. Hluti verkefna, sem smfðakennarar unnu að á námskeiðinu. Þeir ræddu og unnu fjölbreytileg smíðaverkefni fyrir alla aldursflokka grunnskólans, og gerðu kennslu- áætlanir. Ragnheiður Hafsteinsdóttir frá Selfossi (til hægri) leiðbeindi starfshópi, sem vann að gerð verkefna í prjóni og hekli fyrir ýmsa aldursflokka. 120 kennarar á mynd- og handmenntanámskeifti 1 tilraunakennslunni á Hólma- vfk fengu nemendur það verkefni að teikna persónu, sem þeir þekktu vel, f starfi. Þessi mynd er eftir 8 ára dreng á Hólmavík, og er af bróður hans, sem er lögregluþjónn. Þótt sól skfni f heiði þykir lögregluþjóninum vissara að hafa kylfuna með sér. NÝLEGA var haldið námskeið fyrir mynd- og hand- menntakennara í Kennaraháskóla íslands. Námskeið- ið stóð í 9 daga og sóttu það um 120 kennarar víðsvegar að af landinu, en stjórn námskeiðsins hafði Þórir Sigurðsson, nýr námsstjóri í hand- og myndmenntum, með höndum. Kennsla á námskeiðinu var bæði bókleg og verkleg. Daglega voru fluttir fyrirlestrar um uppeldis- og kennslufræðileg efni, tilsögn var veitt í gerð verkefna og settar saman kennsluáætlanir fyrir mismunandi aldursflokka. Meðal fyrirlesara á námskeiðinu var dr. Þuríður J. Kristjánsdóttir, sem flutti erindi, sem hún nefndi ,,Áhugahvöt“. Stefán Ólafur Jónsson námsstjóri ræddi um verk- og tæknimenntun á íslandi, Guðmundur Sveinsson rektor um Fjölbrautaskóla, Bjarni Ólafsson um húsnæði og tækjabúnað vegna mynd- og hand- menntakennslu og Þórir Sigurðsson námsstjóri ræddi um nýja námsskrá og stöðu mynd- og handmennta- greina í skólakerfinu. Námsefni og kennsluaðferðir í þessum greinum hafa tekið verulegum breytingum á undanförnum árum og hefur verið lögð aukin áherzla á að virkja hugmynda- flug nemendanna og láta þá hafa frumkvæði í náminu. Á síðastliðnum vetri fór fram tilraunakennsla í mynd- og handmenntum í fjórum barnaskólum, þ.e. á Hólma- vík, Akranesi, Seltjarnarnesi og í Langholtsskóla. í lok námskeiðsins var haldin sýning á munum nemenda í jessum skólum. |Þessi lágmynd varð til í sam-l vinnu nemenda I Langholts- skóla. IWyndin heitir „Dýra- garðurinn" og er gerð úr rauð- leir, skreytt með hvltum og svörtum leirlit. Elín G. Ólafsdóttir annaðist tilraunakennslu I mynd- og handmenht f 1. og 2. bekk Langholtsskóla. Á myndinni eru nokkur verk nemenda hennar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.