Morgunblaðið - 18.09.1975, Side 13

Morgunblaðið - 18.09.1975, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1975 13 Héraðsfundur Húnavatns- prófastsdæmis SUNNUDAGINN 31. ágúst var héraðsfundur Húnavatnsprófasts- dæmis haldinn að Tjörn á Vatns- nesi að lokinni messugjörð. Sr. Yngvi Þ Arnason predikaði, en sr. Pétur Þ. Ingjaldsson og sr. Róbert Jack þjónuðu fyrir altari. Að lok- inni messu var kirkjugestum boð- ið til kaffidrykkju f boði sóknar- nefndar Tjarnarkirkju. Sama dag var messað í Vesturhólakirkju. Þar predikaði sr. Arni Sigurðsson og sr. Gisli Kolbeins þjónaði fyrir altari. Prófastur sr. Pétur Þ. Ingjalds- son stjórnaði héraðsfundinum og Logsuða og rafmagnssuða LOGSUÐA OG RAFMAGNSSUÐA NYLEGA er komin út önnur út- gáfa af bókinni Logsuða og raf- magnssuða, sem Aðálsteinn Jóhannsson hefur þýtt og samið. I formála fyrstu útgáfu segir Aðal- steinn, að í bókinni sé leitazt við að lýsa undirstöðuatriðum við log- suðu og rafmagnssuðu. I inngangsorðum að annarri út- gáfu, sem nú er komin út, segir Aðalsteinn Jóhannsson að nokkr- ar nýjar myndir hafi verið settar í bókina, en að öðru leyti sé hún óbreytt. Síðasti kafli bókarinnar er eftir B.H. Pejtersen tækni- fræðing í Kaupmannahöfn og fjallar hann um PEH plastik suðu, en það efni ryður sér nú mjög til rúms í byggingariðnaðinum. sátu hann auk presta 12 safnaðar- fulltrúar og aðrir gestir. Prófast- ur minnist f yfirlitsræðu sinni þeirra manna er látizt höfðu á árinu og mikið höfðu starfað að kirkjumálum f héraði, þeirra Jóseffnu Antoníu Helgadóttur, Hafsteins Jónassonar bónda frá Njálsstöðum, Þorláks Jakbosson- ar Blönduósi og Bjarna Þorsteins- sonar á Borðeyri. Ávallt er verið að vinna við kirkju í héraðinu. Lokið er end- urbyggingu Auðkúlukirkju og viðgerð á Breiðabólsstaðarkirkju, einnig eru hafnar viðgerðir á Mel- stað og Staðarkirkju f Steingrfms- firði. Þá hefur fjöldi kirkna hlotið minningargjafir, hinar verðmæt- ustu og þjóðlegustu gripi, er sýna hug og ræktarsemi fólks heima f héraði og burtfluttra sóknarbarna til kirkna sinna. Sr. Gisli Kolbeins ræddi um starf nefndar þeirrar er athugað hefur á hvern hátt bezt yrði varð- veitt minning fyrsta kristniboð- ans meðal vor, Þorvalds víðförla frá Stóru-Giljá. Hafði nefndin at- hugað ýmsa möguleika og mun starfa áfram að þessu máli. Þá ræddi Eðvald Halldórsson um kirkjugarða og girðingar þeirra og einnig um varðveizlu gamalla minnismerkja. Urðu um þetta umræður og jafnframt um hirðingu garðanna. Um kvöldið voru fundarmenn boðnir til kvöldverðar hjá prests- hjónunum á Tjörn, Vigdísi og sr. Robert Jack. Sr. Árni Sigurðsson flutti erindi með skuggamyndum frá för sinni til Kanada á hátfð Vestur-Islendinga. I lok fundar- ins las prófastur ritningarorð og flutti bæn. J.D. Salinger — áður en hann flúði frægðina. „The Catcher in the Rye” komin út í íslenzkri þýðingu CT ER komin í Bókaklúbbi Al- menna bókafélagsins ein kunn- asta skáldsaga bandarískra nú- tímabókmennta „The Catcher in the Rye“ eftir J.D. Salinger, eða „Bjargvætturinn f grasinu" eins og hún nefnist í þýðingu Flosa Ólafssonar. Er skáldsaga þessi kom út í Bandarikjunum árið 1951 hlaut hún svo ákafar viðtök- ur að höfundurinn, sem hún gerði frægan um leið, þótti nóg um. Sagan fjallar um ungan pilt sem í leiðindum hættir í heimavistar- skóla og eyðir viðburðarfkri helgi í stórborginni New York. I per- sónu söguhetjunnar, Holden Caulfields, eignaðist hin óánægða bandarfska skólaæska verðugan málsvara, en meginþáttur bókar- innar er lýsing Salingers á því hvernig Holden hafnar lifnaðar- háttum og viðhorfum gerviheims hinna fullorðnu. Hefur „The Catcher in the Rye“ æ síðan notið gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks beggja vegna Atlantshafs- ins. Salinger, sem fæddur er 1919, hefur hins vegar ofboðið fræg;ð- inni sem fylgdi í kjölfarið og hefur að mestu einangrað sig, en sent frá sér bækur við og við, sem flestar hafa fjallað um eina fjöl- skyldu, Glass-fjölskylduna. m Alltaf er hann beztur Blái borðinn M • smjörliki hf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.