Morgunblaðið - 18.09.1975, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1975
Nýjarbœkur
á nœstu
O
mánuðum
ÁÐUR en langt um líður
fara fyrstu bækur vertíð-
arinnar að sjá dagsins
ljós og eru reyndar
nokkrar komnar. Að
venju eru flest forlög
með langmesta bókaút-
gáfu á þessum sfðustu
mánuðum ársins, enda
þótt nokkur dreifi henni
yfir árið. Morgunblaðið
hefur haft samband við
alla helztu útgefendur
sem verða með bækur á
næstunni og leitað frétta
hjá þeim, hvað verði á
boðstólum.
Þjóðsaga
Hjá Þjóðsögu er „Árbókin
1974“ nýkomin út, stórt og mik-
ið verk, sem sagt hefur verið
frá i blaðinu. Einnig kemur út
bókin „Opin leið til sköpunar-
gáfu“ eftir lækninn Shafica
Karagulla, sem er um dulrænar
lækningar og sálfræði. Ljóða-
kver eftir Jónatan Jónsson er
og væntanlegt.
Þá er hafin undirbúningur
hjá Þjóðsögu að útgáfu Þjóð-
sagna Sigfúsar Sigfússonar,
sem verður í sex bindum. Óskar
Halldórsson sér um útgáfuna.
Reynt verður að senda tvö
bindi út á næsta ári.
Hörpuútgáfan, Akranesi.
Annað bindi af Ljóðasafni
Guðmundar Böðvarssonar er að
koma, en það er jafnframt
fimmta bindi ritsafns Guð-
mundar. Verkið verður alls sjö
bindi.
„Myndir af langafa“ eftir Jó-
hann Hjálmarsson, ævisaga og
pólitískt uppgjör. Þetta eru
heimildaljóð, en þeir sem vilja
geta kallað það sögu.
Hörpuútgáfan verður með
tvær þýddar bækur, „Nazisti á
flótta" eftir Francis Clifford og
„Ég ann þér einum“ eftir Bodil
Forsberg. Þá koma út endurút-
gáfur af „Því gleymi ég aldrei“
i fjórum bindum, en Kvöld-
vökuútgáfan gaf þær bækur út
fyrir nokkrum árum. Þær eru
nú í nýjum búningi. Sömuleiðis
endurútgáfa af „fslenzkum
ljósmæðrum,“ í þremur bind-
um og „Skáldkonur fyrri alda“.
Bókaforlag Odds Björns-
sonar
Hjá Bókaforlagi Odds Björns-
sonar á Akureyri kemur ævi-
saga Stefáns Islandi óperu-
söngvara. Indriði G. Þorsteins-
son ritaði bókina í samvinnu
við Stefán. Hún heitir „Áfram
veginn“ og er prýdd fjölda
mynda.
„Framtíðin gullna“ heitir
skáldsaga eftir Þorstein Stef-
ánsson, en hann er búsettur í
Danmörku og skrifar á dönsku.
Bók þqssi hefur komið út í Dan-
mörku og fékk þá H.C. Anders-
ens verðlaunin. Hún er nú ný-
Guðmundur Böðvarsson
Jóhann Hjálmarsson
. Stefán Islandi
komin hjá Oxford University
Press í Bretlandi í enskri þýð-
ingu höfundarins sjálfs.
Forlagið gefur út tvær ljóða-
bækur „Sólin og ég“ eftir
Kristján frá Djúpalæk, mynd-
skreytt af sr. Bolla Gústafssyni,
og „Engispretturnar hafa eng-
an konung" eftir Jennu Jens-
dóttur og er það fyrsta ljóðabók
Jennu, en hún hefur ritað fjöl-
margar bækur fyrir börn og
unglinga.
Þá- kemur út stór myndabók
um Jökulsárgljúfur og Theodór
Gunnlaugsson frá Bjarmalandi
skrifar leiðalýsingu um gljúfr-
in. I bókinni eru bæði litmyndir
og svarthvítar.
Enn fremur koma út tvær
íslenzkar skáldsögur, ný
Reykjavíkurskáldsaga eftir
Guðnýju Sigurðardóttur og
„Húmar að kvöldi“, nútímasaga
eftir Guðjón Sveinsson. Þá hef-
ur Finnur Sigmundsson búið til
prentunar bókina „Skáldið sem
skrifaði Mannamun" og er það
bréfasafn Jóns Mýrdals, aðal-
lega frá síðari hluta ævi hans.
Ný bók kemur út eftir Ármann
Kr. Einarsson, „Afastrákur"
og endurútgáfa einnar Árna-
Ármann Kr. Einarsson.
Jenna Jensdóttir
Kristján Frá Djúpalæk
Þorsteinn Stefánsson
bókanna „undraflugvélin".
„Blómin blíð“ heitir barnabók
eftir Hreiðar Stefánsson, vænt-
anleg hjá forlaginu.
Þá koma út nokkrar þýddar
bækur að venju, „Hrakningar á
söltum sjó eftir Dougal
Robertsson, „Bílaborgin“ eftir
Arthur Haily og „Hvítklæddar
konur“ eftir Slaughter.
Siglufjarðarprentsmiðja
Siglufjarðarprentsmiðja gef-
ur út allmargar bækur fyrir
unglinga í bókaflokkum, sem
sumir hafa komið út í nokkur
ár, en öðrum er senn að ljúka.
Má þar nefna bækur úr flokkn-
um Bonanza, Gustur, Lassý,
Flipper, Skippý og Heiðargarð-
ur. Þá verður útgáfan með skáld
verk eftir Harold Robbins, sem
heitir Pirate á frummálinu og
skáldsöguna Gull eftir suður-
afrískan höfund, Wilbur Smith.
Enn er ekki ljóst hvort fleiri
bækur koma út. fyrir jól hjá
útgáfunni, en unnið er að þýð-
ingu Gulageyjahafsins á henn-
ar vegum og verður 1. bindi
sent út jafnskjótt og því verki
er lokið.
Neti jarðskjálftamæla
komið fyrir um landið
Skjálftasvæði kortlögð
Unnið að margþættum jarð-
skjálftarannsóknum hérlendis
Undanfarin ár hefur verið unn-
ið að því hérlendis að koma upp
neti jarðskjálftamælingastöðva,
sem notaðar eru m.a. til þess að
finna upptök þeirra jarðskjálfta
sem verða. Tilkoma þessara
stöðva er liður I rannsóknunr
sem meðal annars miða að því
að unnt verði að spá fyrir um
jarðskjálfta á Islandi. 1 Jan-
úar sl. var gert samkomulag
milli Raunvísindastofnunar
Háskólans, Orkustofnunar og
Veðurstofu tslands um verka-
skiptingu við jarðskjálftamæl-
ingar og úrvinnslu úr þeim og
hafa stofnanirnar skipað þriggja
manna samstarfsnefnd, sem hef-
ur umsjón með mælingunum og
annast framkvæmdastjórn á ein-
stökum verkefnum. Unnið hefur
verið kappsamlega að verkefnum
nefndarinnar og hafa þrlr starfs-
menn Raunvlsindastofnunar, eðl-
isfræðingarnir Sveinbjörn
Björnsson og Egill Hauksson og
Páll Einarsson jarðeðlisfræðing-
ur, unnið mikið við verkið og
einnig Ragnar Stefánsson og Þór-
unn Skaftadóttir á Veðurstof-
unni. Starfslið Orkustofnunar
hefur sömuleiðis lagt hönd á
plóginn.
Komið hefur verið fyrir tæp-
lega 30 mælum á helztu jarð-
skálftasvæðum landsins. Sfðast
var komið fyrir mælum á Hrauni
á Skaga og á Siglufirði fyrir
nokkrum vikum. Einnig var kom-
ið fyrir mæli I Mývatnssveit I
sumar. Sérstakt eftirlit er haft
með hræringum I Mýrdalsjökli og
I Vestmannaeyjum vegna hugsan-
legra eldsumbrota á þessum
svæðum, fylgzt er náið með öllum
hræringum á Tungnaársvæðinu
vegna virkjananna sem þar eru,
eða v«erið er að vinna að.
Hvergi óbrigðular spár
Sveinbjörn Björnsson eðlis-
fræðingur sagði í nýlegu samtali
við Mbl. að um allan heim væri
unnið að því að reyna að full-
komna tækni til að spá fyrir um
jarðskjálfta, en það hefði hvergi
tekizt svo að óbrigðult væri.
Sveinbjörn sagði að aðalverkefnið
hérlendis væri nú að kortleggja
nákvæmlega hvar skjálftar verða
og hve oft á hverju svæði. Með
þessum hætti væri unnt með tím-
anum að koma upp skrám um
tíðni jarðskjálfta og þar með kom-
ast nær þvi marki að spá fyrir um
jarðskjálfta.
Skjálftabréf
í Agústmánuði kom út fjölritað
hefti á vegum Raunvisindastofn-
unar Háskólans og Veðurstofu Is-
Iands, sem nefnist Skjálftabréf og
er ætlað að koma út mánaðarlega.
Annað hefti ritsins kom út nú í
september. t inngangi fyrsta heft-
isins segir m.a.:
„Undanfarin ár hefur jarð-
skjálftamælastöðvum á tslandi
fjölgað mjög og frekari fjölgun er
ráðgerð. Tilgangur þessara auknu
mælinga er margþættur. Stefnt er
að þvi að unnt verði að fylgjast
náið með jarðskjálftavirkni eld-
fjalla með eldgosahættu í huga.
Nákvæmar staðsetningar jarð-
skjálfta geta veitt mikilsverðar
upplýsingar um brotahreyfingar
jarðskorpunnar undir íslandi og
eru auk þess nauðsynlegar til
hliðsjónar við hönnun mann-
virkja og skipulagningu byggðar.
Með því að kanna bylgjur, sem
berast frá jarðskjálftum, má fá
vitneskju um gerð þeirra jarð-
laga, sem bylgjurnar berast um á
leið sinni frá upptökum jarð-
skjálftamælisins. Eleiri not af
mæligögnum frá jarðskjálfta-
mælinetinu mætti nefna, en það
verður gert síðar.
Vegna fjölda þeirra sem að
jarðskjálftamælingum standa og
einnig þeirra, sem hafa bein eða
óbein not af niðurstöðum jarð-
skjálftamælinga, er orðið tíma-
bært að setja á stofn einhvers
konar kerfi til þess að dreifa upp-
lýsingum. Þetta fréttabréf er til-
raun í þá átt. Hugmyndin er að
fréttabréfið verði gefið út mánað-
arlega og yerði meginstofn þess
yfirlit yfir helztu jarðskjálfta á
Islandi mánuðinn á undan. Auk
þess verða í bréfinu upplýsingar
til umsjónarmanna mælistöðva,
ágrip á helztu niðurstöðum gagna-
úrvinnslu og ýmis annar fróðleik-
ur þegar slíkt fellur til.“
tsland á jarðplötuskilum
Páll Einarsson jarðeðlisfræð-
ingur skýrði út fyrir okkur að
lega íslands á Atlantshafshryggn-
um væri mjög sérstæð að því
Ieyti, að landið lægi á skilum milli
platna í jarðskorpunni og fylgdu
jarðskjálftasvæðiskilunum. Lega
landsins er því sem næst eins-
dæmi á jarðkringlunni, það er að-
eins á einum stað í Afríku, þar
sem plötuskil af þessu tagi liggja
á landi. Alls staðar annars staðar
eru slík skil í hafinu eða fylgja
Þessi mynd gefur upplýsingar um stærð og uppruna stærstu jarð-
skjálfta sem orðið hafa hérlendis frá þvf um 1700. Svörtu deplarnir
gefa til kynna upptök en I hringjunum eru skráð ártöl og styrkleiki á
Richterkvarða. Myndin er tekin úr ritgerð um jarðskjálfta á tslandi
eftir Sveinbjörn Björnsson og Pál Einarsson sem birtist á ensku fyrir
nokkru