Morgunblaðið - 18.09.1975, Side 18
\ g MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1975
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80.
Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 40,00 kr. eintakið.
ftir útfærslu fiskveiði-
■l laridhelgi okkar í 50
sjómílur gerðu þáverandi
sljórnvöld samninga við
brezku og belgísku ríkis-
stjórnirnar um takmarkað-
ar veiðiheimildir innan
hinnar nýju fiskveiðilög-
siigu. Þessir samningar
voi u staðfestir af Alþingi í
nóvember 1973. Með þeim
greiddu atkvæði allir þing-
menn Alþýðuflokksins, all-
ir þingmcnn Framsóknar-
flokksins, allir þingmenn
Alþýðubandalagsins, báðir
þingmenn Samtaka Frjáls-
lyndra og vinstri manna og
megin þorri þingmanna
Sjálfstæðisflokksins.
Samningurinn fékk aðeins
6 mótatkvæði á Alþingi, 5
þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins og Bjarna Cuðna-
sonar.
Höfuðkostir samningsins
voru, að hann batt endi á
hættuleg átök á íslands-
miðum, jók á raungildi út-
færslunnar þann veg, að
hann setti erlendri sókn á
fiskimið okkar og afla-
magni Breta og Belga viss
takmörk og færði okkur
meiri möguleika en ella til
að nálgast þau markmið
um fiskvernd og skynsam-
lega nýtingu fiskstofn-
anna, sem að var stefnt
með útfærslunni. Megin-
gallar samkomulagsins
voru hinsvegar þeir, að
ekki var nægilega tryggt
og frá því gengið, að toll-
múrar EBE-landa á fersk-
fisk og unnar sjávarafurðir
yrðu felldir niður eða færð-
ir í það lágmark, sem áður
gerðir samningar stóðu til,
og að samátaki fiskveiði-
þjóða á Norðaustur-
Atlantshafi um fiskvernd
var ekki nægur gaumur
gefinn. Þrátt fyrir þessa
annmarka taldi Morgun-
blaóið samningana rétt-
lætanlega við ríkjandi að-
stæður.
Morgunblaðið hefur und-
anfarið rætt hugsanlegar
forsendur samninga við
aðrar fiskveiðiþjóðir um
takmarkaðar veiðiheimild-
ir eftir útfærslu í 200 sjó-
mílur, 15. október nk. Þar
hefur m.a. verið rætt um
samátak umræddra fisk-
veiðiþjóða í fiskverndunar-
málum, tryggingu þess að
sókn útlendinga og afla-
magn á íslandsmiðum
verði verulega skert, að
samningarnir verði svæðis-
bundnir og ' til mjög
skamms tíma, löndunar-
bann og refsitollar á fersk-
fisk og unnar sjávarafurðir
okkar felldir niður og hlið-
sjón höfð af fiskveiðihags-
munum okkar utan vænt-
anlegrar fiskveiðiland-
helgi, t.d. í Norðursjó.
Þessar forsendur þurfa í
aðalatriðum að vera til
staðar, ef samningar eiga
að nást. Þær þjóðir, sem
hér eiga stærstan hlut að
máli, Belgar, Bretar og
Vestur-Þjóðverjar, sem all-
ar eiga aðild að Efnahags-
bandalagi Evrópu, þurfa
því að ná innbyrðis sam-
komulagi um niðurfellingu
og lækkun núgildandi toll-
múra.
Núgildandi tollar á
þorski, ufsa og ýsu eru
15% og á karfa 8%. Ef
bókun 6 í samningum okk-
ar við EBE kemur til fram-
kvæmda lækka þessir
tollar í 3.7% á þrem fyrst
töldu fisktegundunum og í
2% á karfa. Þessi lækkun
myndi að sjálfsögðu hækka
í raun söluverð á ferskfiski
og þar með aflahlut út-
gerðar og sjómanna.
Tollur á rækju í Bret-
landi, sem er aðalmarkaður
okkar fyrir þá vöru, er í
dag 12%, hækkar í 16%
um nk. áramót og f 20% um
áramót 1975—76. Þessi
tollur hefur valdið veru-
legri sölutregðu á rækju,
sem safnazt hefur saman
óseld í vinnslustöóvum.
Fjölmörg fiskvinnslupláss
á Vestfjörðum og við
Húnaflóa byggja afkomu
sína að stórum hluta á
rækjuvinnslu og eiga mikið
í húfi í þessu efni. Ef bók-
un 6 kemur til fram-
kvæmda fellur þessi tollur
með öllu niður.
Svipuðu máli gegnir með
lagmetisiðnað okkar, sem
nú er I verulegum þreng-
ingum, vegna verðlags- og
markaðsmála, svo við borð
liggur, að rekstrarstöðvun
blasi við. Innflutningstoll-
ur á allt lagmeti, annað en
Kavíar, er nú 20% í gömlu
EBE-löndunum. í Dan-
mörku og Englandi fer
hann í 16% um næstu ára-
mót og síðan í 20% ári síð-
ar. Kæmi bókun 6 til fram-
kvæmda lækkaði þessi toll-
ur mjög verulega og bætti
samkeppnisaðstöðu ís-
lenzks lagmetisiðnaðar.
íslendingar eru stærstur
söluaðili grásleppuhrogna
á heimsmarkaði og ættu að
geta unnið þetta hráefni
sjálfir í kavíar, í stað þess
að flytja hrognin óunnin
út, eins og nú er gert. Inn-
flutningstollur á kavíar er
hinsvegar 30% í gömlu
EBE-löndunum, verður
24% í Danmörku og Eng-
landi um nk. áramót og
hækkar ári síðar í 30%.
Grásleppuhrogn eru hins-
vegar lítt eða ekki tolluð.
Afleiðingin er sú að grá-
sleppuhrognin eru flutt út
óunnin og unnin erlendis.
Kæmi bókun 6 til fram-
kvæmda færi tollur á kaví-
ar niður í 6% og skapaði
lagmetisiðnaði okkar nýja
framleiðslumöguleika.
Refsitollar EBE-land-
anna hafa þannig veru-
leg áhrif á aðstöðu og
kjör sjómanna og fiskiðn-
aðar í landinu, sem hafa
verður í huga, þegar heild-
armyndin er skoðuð. Hins-
vegar mega þeir ekki hafa
úrslitaáhrif á afstöðu okk-
ar. Meta verður stöðu okk-
ar með köldu raunsæi,
hyggja að öllum þáttum
þessa umfangsmikla máls
og láta það eitt ráða gjörð-
um og afstöðu, sem þjónar
hagsmunum og framtíðar
heill þjóðarinnar.
Tollmúrar EBE-landanna
Jón Kristvin Margeirsson:
Einokunargróði á 18. öld
t Þjóðviljanum, sunnudag.
10. ág s.l., birtist viðtal víð Gísla
Gunnarsson sagnfræðing, og er
hér m.a. komið inn á afkomu
tslandsverzlunarinnar á dögum
Hörmangarafélagsins. Hér seg-
ir in.a.:...en næstu tuttugu
og fimm árin á undan, 1735—
1760, hljóta yfirleitt að hafa
skilað gróða. En þetta er allt
saman sagt með fyrirvara." Nú
er Gísla sjálfsagt kunnugt um
það, hvað Hörmangarafélagið
(1743—1758) borgaði hluthöf-
um sinum í arð, því að um þetta
hefur birzt grein í Skírni
(1969) eftir undirritaðan og
hér eru taldar þær upphæðir,
sem félagið greiddi í arð á tíma-
bilinu 1744—58. En þar sem ég
hef nú þegar lokið þeim kafla í
væntanlegri bók minni, „Deilur
Hörmangarafélagsins og Is-
Icndinga 1752—57“, sem fjallar
um hag Hörmangarafélagsins,
og þar sem Gísli hefur nú vakið
áhuga íslenzkra blaðalesenda á
þessu atriði, þykir mér rétt að
birta þrjár blaðsíður úr þessum
kafla þann hluta sem geymir
tölurnar um tap og gróða.
(Þessi kafli verður nr. 14 í bók-
inni. Heimildatilvitnunum er
hér sleppt af hagkvæmnis-
ástæðum, en þær verða að sjálf-
sögðu með í bókinni.)
„Yfirlit yfir fjárhagsafkomu
félagsins frá því, er það tók við
Islandsve'rzluninni og út árið
1758 er sem hér segir:
Þegar meta skal þessar tölur,
er nauðsynlegt að hafa í huga,
að Finnmerkurverzlunin var
leigulaus, en Hörmangarafélag-
ið þurfti hins vegar að greiða
17106 ríkisdali í kúrantreikn-
ingi í leigu árlega af tslands-
verzluninni. Ríkið hirti þannig
verulegan hluta af ágóðanum
af tslandsverzluninn, en ágóð-
inn af Finnmerkurverzluninni
lenti óskertur í vasa félagsins.
Hinn raunverulegi arður af Is-
landsverzluninni er þess vegna
miklu meiri en ofangreindar
tölur sýna.“
Blaðalesendum til skilnings-
auka á þessum tölum má nefna,
að hlutafél Hörmangarafélags-
ins var upprunalega sextíu þús-
Þessar tölur sýna afkomu fé-
lagsins f heild. Þess vegna eru
þ;:ð ek.ki nema tölur fjögurra
fyrstu áranna, 1744—47, sem
sýna hina raunverulegu af-
komu Islandsverzlunar félags-
ins. I árslok 1745 var félaginu
veittur einkaréttur á Finn-
merkurverzluninni og frá og
með árinu (fjárhagsárinu)
1748 sýna tölurnar heildaraf-
komu Islandsverzlunarinnar og
Finnmerkurverzlunarinnar
samanlagt. Sé afkoman sundur-
Iiðuð og Islandsverzlunin tekin
fyrir sig og Finnmerkurverzl-
unin fyrir sig, verður niðurstað-
an sem hér segir 1748—58:
ár íslandsverzlunin Finnmerkurverzlunin
Gróði lap gróði
1748 5446 rd 83 sk 5058 rd 0 sk
1749 229 rd 65 sk 7065 rd 59 sk
1750 1886 rd 13 sk 3548 rd 75 sk
1751 11132 rd 82 sk 3270 rd 24 sk
1752 18941 rd 23.sk 10387 rd 41 sk
1753 10350 rd 40 sk 5472 rd 65 sk
1754 2651rd 32 sk 4330 rd 42 sk
1755 9055 rd 71 sk 9910 rd 30 sk
1756 14695 rd 1 sk 15462 rd 83 sk
1757 13446 rd 27 sk 20750 rd 17sk
1758 32545 rd 56 sk 12430 rd 80 sk
ár Gróði tap
1744 (1) 14388rd. 86sk.
1745 27748 rd. 38 sk.
1746 28429 rd. 27 sk.
1747 11100 rd 70 sk.
1748 388 rd 83 sk.
1749 7295 rd 28sk
1750 5434 rd S8 sk
1751 14403 rd 10 sk
1752 2932ft‘rd 64 sk
1753 15823 rd 9 sk.
1754 16'79rd 10 sk
1755 854 rd 55 sk
1756 767 rd 82 sk
1757 7303 rd 86 sk
1758 20114 rd 72 sk.
und ríkisdalir, en var aukið,
fyrst upp f 72000 ríkisdali og
síðan meira, unz það náði tvö
hundruð þúsund ríkisdölum.
Verðgildi ríkisdalsins má
marka nokkuð af því, að kýrin
er talin jafngilda 4—5 ríkisdöl-
um. Akureyrarkaupmaður læt-
ur þess getið i bréfi árið 1745,
að ýmsir, sem áður hafi ekki
tekið út vörur fyrir meira en
4—5 ríkisdali, taki nú út fyrir
10—12 ríkisdali. Svo er að sjá,
að hann hafi hér í huga meðal-
bónda, og er hér um að ræða þá
upphæð, sem bóndinn hefur til
umráða til vörukaupa f verzlun-
inni á hverju ári, eins konar
árskaupgeta.
Blaðamaðurinn spyr Gísla um
það i nefndu viðtali, hvort hann
hafi komizt að einhverju áður
ókunnu varðandi einokunar-
verzlunina, og Gisli svarar því,
að það hljóti að hafa verið
geysilegar sveiflur í þessari
verzlun. Sum árin hafi tap ver-
ið óhjákvæmilegt, en önnur ár
hafi geysilegur gróði verið
óhjákvæmilegur. T.d. megi
nefna, að tímabilið 1760—1775
hafi varla getað verið annað en
taptímabil, en næstu tuttugu og
fimm árin á undan hljóti að
hafa verið gróðatfmabil (sbr.
tilvitnun í upphafi þessarar
greinar). Ef bók Jóns Aðils um
einokunarverzlunina (Einok-
unarverzlun Dana á Islandi
1602—1787) er lesin með at-
hygli, sést þó að hér er ekki um
nýjar skoðanir að ræða hjá
Gísla, því að honum ber saman
við Jón Aðils.
Kaupmannahöfn 3. sept 1975.
Jón Kristvin Margeirsson