Morgunblaðið - 18.09.1975, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1975
t
Eiginmaður minn,
SIGURJÓN GUÐMUNDSSON,
Grenimel 10,
lézt þriðjudaginn 1 6 september
Ásta Jóhannsdóttir.
+
Maðurinn minn og faðir okkar,
JÓN ÞÓRARINSSON,
lyfsali,
lézt þann 1 6 þessa mánaðar
Gunnlaug Hannesdóttir,
Anna Kristrún Jónsdóttir,
Hannes Jónsson.
t
Útför sonar okkar og bróður,
BERGÞÓRS KJARTANSSONAR,
Vesturgötu 22,
Akranesi.
fer fram frá Akraneskirkju laugardaginn 20. sept. kl 2 e h.
Guðrfður Finnsdóttir, Kjartan Helgason,
Garðar Kjartansson, Erla Einarsdóttir.
Eiginmaður minn.
+
HALLGRÍMUR PÉTURSSON,
Laugarásvegi 29.
verður jarðsunginn laugardaginn 20 september frá Fossvogskirkju kl
10.30. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á líknar-
stofnanir
Fyrir hönd barna og annarra vandamanna • .. .
Kristin Aðalstemsdottir
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
jarðaför,
GUÐRÚNAR B. ÁRNADÓTTUR,
frá Lundi,
Börn og tengdabörn.
+
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móður
okkar og systur
GUÐRÚNAR ELÍNAR SCHEVING HALLGRÍMSDÓTTUR
Ásgeir Erlendsson, Sigurjón Ólafsson,
Hansína Scheving, Rósa Scheving,
Sigurlína Scheving, Hallgrímur Scheving.
+
Innilegar þakkir fyrir vinsemd og samúð við fráfall bróður okkar,
GUÐJÓNS HANNESSONAR,
Bjargi.
Ólafur Hannesson, Sigurður Hannesson,
Sigríður Hannesdóttir, Ingólfur Hannesson.
+
Þökkum inmlega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför konu minnar,
móður okkar, tengdamóður og ömmu
ÖNNU SIGRÍÐAR SIGURJÓNSDÓTTUR,
frá Skálum.
Kristján Fr. Guðmundsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Þökkum samúð og hlýhug við andlát og jarðarför föður okkar og
tengdaföður
SÓFUSARGJÖVERAA.
Börn og tengdabörn.
Minning:
Guðjón Guðmunds-
son frá Saurbœ
Fæddur 11. maí 1893
Dáinn 27. júlí 1975
Mínir vinir fara fjöld
fcií'öin þcssa hcimtar köld;
(‘K kcm cftir, kannskc í kvöld,
mcd klofinn hjálm og rofinn skjöld,
br> nju slitna, sundraö svcrð
oft syndai: jöld.
II jálmar Jónsvon frá Bólu.
Andlát aldraðs manns þarf ekki
að koma á óvart. Þó er eins og
maður eigi alltaf bágt með að sjá
á bak góðvini, eins þótt vitanlegt
sé, að hér ræður það sterka lög-
mál, sem ekki verður umflúið.
Sérstaklega finnst manni svip-
legt, þegar dauðann ber snögg-
lega að, án þess auðsætt væri að
hverju stefndi. Samt tel ég gott
hlutskipti að deyja mitt í dagsins
önn. Þannig bar andlát Guðjóns
frá Saurbæ að. Lega hans var
örstutt. Hitt er annað mál, að
sjúkdóms mun hann hafa kennt
um alllangt bil, þótt sú væri
gæfa hans að geta sinnt nokkru
starfi lengst af til sfðasta dags.
Síðast hitti ég þennan gamla
nágranna minn á götu á Hvamms-
tanga um það bil viku fyrir lát
hans. Hann var að koma frá vinnu
sinni, án efa þreyttur eftir langan
vinnudag. Það aftraði honum þó
ekki að rétta mér hjálparhönd.
Bauðst hann til að halda undir
pinkil með mér, sem ég var að
rogast með og reyndist mér
nokkuð þungur að bera. Við bár-
um hann svo saman þann spöl,
sem um var að ræða. Þetta var
hans síðasta, en ekki fyrsta aðstoð
við mig. Atvik ^þetta sýnist
kannske smátt; fyrir mér er það
þó stórt og fer mér ekki úr huga.
Raunar kemur það mér til að fyr-
irverða mig fyrir að mælast und-
an að halda undir kistuna hans að
aflokinni minningarathöfn i
Hvammstangakirkju, jafnt fyrir
það að þessari synjun olli bilun í
fæti, svo ég vildi ekki hætta á að
verr færi, hvorki mín né annarra
vegna.
Um sautján ára skeið vorum við
Guðjón í Saurbæ nánir grannar.
Vorið 1919 festi hann kaup á
jörðinni Saurbæ á Vatnsnesi og
fluttist þangað með eiginkonu
sinni, Ragnhciði Björnsdóttur.
Arið 1914 höfðu þau gengið í
hjónaband, en ekki haft trausta
ábúð fram til þessa. Tvö ár
bjuggu þau á Syðri-Reykjum í
Miðfirði, en síðan á Ytri-
Kárastöðum þar til þau fluttu að
Saurbæ. Bæði voru þau frá Kára-
stöðum á Vatnsnesi, hún frá Mið-,
hann frá Ytri-Kárastöðum. Bæði
voru ung að árum, ötul og starfs-
fús og lágu í engu á liöi sínu.
Ragnheiður var hin ágætasta
kona, dugnaðarforkur til verka,
myndarhúsfreyja, umhyggjusöm
og ástrík manni sínum og
börnum. Þau hjón eignuðust sjö
mannvænleg dugnaðarbörn, sem
tóku sér bólfestu í Reykjavík. Þau
eru: Jónas Þorbergur kennari,
Björn verkamaður, Þorgrímur
Guðmundur húsasmíðameistari,
Hólmfríöur Þóra húsfrú, Ásdís
Margrét, rekur saumastofu,
Gunnar bifreiðastjóri og Ölafur
bifvélavirki, sem lézt sl. vetur.
Var þar mikill harmur kveðinn
að öllum aðstandendum og vissu-
lega þungbært aldurhnignum
föður að sjá á bak dugmiklum og
drengilegum syni í blóma lífsins,
Ragnheiði konu sina missti
Guðjón árið 1947. Bjó hann eftir
það fá ár í Saurbæ, en fluttist
suður á land alfarinn árið 1953.
Vann hann þar ýmis störf, mikið
+
Útför litlu dóttur okkar og systur,
SIGURRÓSAR
JÓHANNSDÓTTUR,
sem andaðist 14. september. fer
fram frá Fossvogskírkju föstu-
daginn 1 9. september kl. 3. e h
Fyrir hönd systkina,
Jóhann Jóhannsson,
Jóna Lúðvíksdóttir.
við byggingar á Keflavíkurflug-
velli. Átti hann um tíma heima í
Höfnum. Norður fluttist Guðjón
þó aftur og settist að á Hvamms-
tanga, þar sem hann hélt heimili
með Ölöfu Magnúsdóttur frá Ás-
bjarnarstöðum, en áður höfðu
þau eignast dóttur saman, Rósu,
sem gift er og búsett á Hvamms-
tanga. Áttu þau gott og friðsælt
heimili, ánægjulegt þeim og
hverjum sem þar bar að garði.
Nutu þau alla tíð ríkulega
aðstoðar dóttur sinnar og tengda-
sonar.
Þetta er stutt og snubbótt
frásögn og lftið sagt um starf og
æviferil bóndans frá Saurbæ,
bóndans sem um nálega fjóra ára-
tugi rak bú sitt í afskekktri sveit
við fábreytt skilyrði og skort
flestra þeirra þæginda um tækni-
búnað, sem síðan hefur þróast í
sveitum landsins og enginn getur
án verið. Á búskaparárunum í
Saurbæ var rafmagni ekki til að
dreifa á Vatnsnesi. Sími var fyrir
stuttu kominn á nyrztu bæina
þpgar Guðjón lét af búskap og svo
mætti lengi telja. Hjónin þar,
eins og annars taðar, urðu
að treysta á eigin orku
og þrótt. Ásamt börnum sín-
um tókst þeim að bæta hag sinn
með árunum og voru raunar
alltaf á því stigi að vera bjai'gálna
sem kalla má. Þau skilja bæði
eftir góðar minningar í hugum
allra vina sinna og nágranna.
Guð.jón Guðmundsson fæddist á
höfuðborgarsvæðinu, sem nú er
svo kallað, þann 11. dag mai-
mánaðar árið 1893. Raunar mun
annar dagur vera skráður
fæðingardagur hans í kirkjubók
viðkomandi prestakalls, en ekki
eru slík mistök einsdæmí. Ömmu
átti hann norður á Vatnsnesi,
Guðrúnu Guðmundsdóttur. Bjó
hún á Ytri-Kárastöðum með Þor-
grími Jónatanssyni. Til þeirra var
Guðjón fluttur, tveggja ára að
aldri, og hjá þeim ólst hann upp.
Dvaldist hann með þeim síðan og
vann þau störf sem fyrir komu,
unz hann stofnaði eigið heimili.
Kárastaðaheimilið var mann-
margt myndarheimili, enda
jörðin talin ein af þeim betri í
Kirkjuhvámmshreppi. Var þar
stuðzt jöfnum höndum við lands-
gagn og sjávarafla. Sótti Þor-
grímur sjóinn fast, var lengi
formaður, m.a. norður á Skaga,
auk þess sem hann reri úr heima-
vör. Ekki var þó slegið slöku við
landstörfin; unnið var aö jarða-
bótum meir en þá var títt og
heyskapur stundaður af kappi,
enda jafnan birgðir heyja á haust-
nóttum. Við þessi störf og öll
önnur venjuleg sveitastörf, svo
sem skepnuhirðingu, ólst Guðjón
upp. Reyndist hann lfka alla tíð
hinn liðtækasti verkamaður.
Hann var ágætur sláttumaður,
starf sem nú er að hverfa úr
sögunni eða heyrir henni öllu
heldur til, ötull jarðabótamaður,
fjármaður ágætur, glöggur á
skepnur og laginn með þær að
fara. Iíélt hann fé sínu mjög til
beitar að vetrinum og stóð þá
tíðum yfir því daglangt, ef með
þurfti. Eyddi hann jafnan litlu
fóðri, hafði þó fénað allan í ágætu
lagi og af honum góðar nytjar. Má
af þvf marka glöggleika hans,
natni og ástundun um alla um-
hirðu búpeningsins. Mikla
ánægju hafði hann alla tíð
af þvf að koma á hestbak, eign-
aðist að nýju hross í seinni
tíð; brá sér allajafna á bak
þegar tækifæri gafst; heim-
sóíti kannski kunningjana eöa fói
bara einhvern spöl sér til yndis-
auka. Meðan hann var viö búskap
átti hann jafnan duglega dráttar-
hesta, sem reyndust honum gagn-
legir.
Lengst af hefir sjór verið stund-
aður af Vatnsnesi. Auk þess sem
róðrar voru stundaðir frá mörg-
um bæjum bæði vor og haust þótti
jafnan gott búsflag að skreppa
með lóð eða færi fram fyrir land-
steinana áð sumrinu þegar tími
vannst til og afla fiskjar f soðið.
Þáð er augljóst að barnmargt
heimili þarf mikils við, bæði með
fæði og annað. Guðjón í Saurbæ
réðst oft við vor- og haustróðra og
dró þannig björg í bú sitt. Hefir
sjávarfang lengi hjálpað Vatns-
nesingum vel, þótt nú sé þeim
þætti í búskaparsögu þeirra lokið,
að minnsta kosti í bili.
Einn vetur stundaði Guðjón
nám við Alþýðuskólann á Hvítár-
bakka undir stjórn og leiðsögn
hins ágæta skólamanns og alþýðu-
fræðara Sigurðar Þórólfssonar.
Þótt skólagangan væri ekki
lengri, mun hún hafa komið hon-
um að góðum notum, m.a. skrifaði
hann mjög vel. Minnugur var
hann svo að fátítt má kalla, að
minnsta kosti meðal yngra fólks,
og sérstaklega var hann minnug-
ur á ártöl, jafnvel dagsetningar.
Oft sagði hann frá liðnum atburð-
um og atvikum af svo mikilli ná-
kvæmni um tímasetningu, að
furðu vakti. Hefir vafalaust mik-
ill og margháttaður fróðleikur
horfið með honum að fullu og
öllu, því ekki veit ég til að hann
færði slíkt í letur. Tel ég það
mikinn skaða, því þar hefur
margt glatazt sem betur væri
geymt til fróðleiks og athugunar á
komandi tímum.
Við félags- eða opinber störf
fékkst Guðjón lítt hafði ekki held
ur mikinn tíma til slíks frá búi
sínu, auk þess sem hann sóttist
ekki eftir slíku. Félagslyndur var
hann þó að eðlisfari, hafði gaman
af að spjalla við kunningja sína og
tók jafnan þátt í góðum gleðskap,
þegar því var að skipta. Og alla tíð
var gestum tekið opnum örmum á
heimili hans. Um nokkur ár var
hann forðagæzlumaður í Þverár-
hreppi, sat um skeið í sóknar-
nefnd, og sízt skal undan fellt að
hann átti ekki minnstan þátt í
stofnun slysavarnardeildarinnar
Vorboðinn, ásamt þeim Guð-
mundi hreppstjóra á Illugastöð-
um og Árna bónda á Gnýsstöðum
Er þessi félagsskapur enn við líði,
að liðnu 31 ári og vex vonandi þvf
meir fiskur um hrygg sem árin
líða fleiri.
Guðjón lézt að heimili sínu á
Hvammstanga þann 27. júlí 1975,
eftir tveggja daga Iegu. Hann var
kvaddur af heimabyggð sinni við
minningarathöfn í sóknarkirkj-
unni föstudaginn 1. ágúst og jarð-
settur frá Fossvogskapellu dag-
inn eftir. Var honum búin hvíla
að síðustu á sömu eða svipuðum
slóðum og hann var borinn í
þennan heim.
Þessi fáu minningarorð eru fá-
tæklegri og síðbúnari en ég hefði
kosið. Hugur minn dvelur við
minningar frá bernsku og síðar
fulloröinsárum f næsta nágrenni
við þau góóu Saurbæjarhjón. Ég
minnist ágæts nágrennis og
margra ánægjustunda frá þessum
árum. Ég get ekki látið hjá líða,
þótt seint sé, að þakka veturinn,
sem ég dvaldi að mestu á heimili
þeirra við hina béztu aðbúð á all-
an hátt. Og ég, og við hjónin bæöi,
þökkum systkinunum frá Saurbæ
alla alúð þeirra og vinsemd í okk-
ar garð.
Við færum svo að lokum öllum
börnum, tengdabörnum, barna-
börnum og öðrum aðstandendum
Guðjóns frá Saurbæ innilegar
samúðarkveðjur. Ég veit að hann
var öllu sínu fólki umhyggjúsam-
ur, börnum sínum góður faðir og
nærgætinn. Góðar minningar eru
að leiðarlokum meira virði en allt
annað.
Guðjón Jósefsson