Morgunblaðið - 18.09.1975, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1975
29
félk í
fréttum
+ Hættulegur leikur —
Kappakstursmaðurinn Dick
LaHaie fékk að kynnast þvf á
hinni frægu Indianapolis-
kappakstursbraut f Bandaríkj-
unum á dögunum, að kappakst-
ur er enginn dans á rósum.
LaHaie, sem er 33 ára gamall,
var að koma út úr krappri
beygju, þegar bfllinn rann til á
vellinum og skipti það engum
togum, að hann fór margar velt-
ur og stöðvaðist loks á grind-
verkinu fyrir utan brautina.
LaHaie náðist lifandi út úr
brennandi bflbrakinu, eftir að
bfllinn hafði farið f það
minnsta þrjár veltur og
brotnað f tvennt. Við rannsókn
á sjúkrahúsi kom í Ijós, að
hann hafði brotnað mjög illa,
meðal annars á báðum fótum.
Þegar bfllinn valt var hann á
236 mflna hraða.
+ Bar um borð — Nýlega var
afhent f Bretlandi nýjasta tún-
fiskveiðiskip Bandarfkja-
manna og þótt áhöfnin sé ekki
mjög fjölmenn, er hinn fal-
'egasti bar um borð, þannig að
áhöfnin geti vætt kverkarnar
að loknu dagsverki. — Hér sjá-
um við skipstjóra túnfisksbáts-
ins, Manuel Silva Jorge á barn-
um og hann lét þau orð falla, að
auk þess sem þessi góði bar
væri um borð, væru ennfremur
mjög fullkomin stereohljóm-
flutningstæki og litasjónvarp.
+ Leikarar á sjó- Hollywood-stjörnurnar Glen Ford og Henry
Fonda eru um þessar mundir að leika f kvikmyndinni „Midway" og
leika þar aðmfrálana Spruance og Nimitz. Kvikmyndin fjallar um
orrustuna við Midway, en þá urðu þáttaskil f strfðinu við Japani f
sfðari heimsstyrjöldinni.
+ VOR f Astralfu — Nú þegar
haustar hér á norðurslóðum,
gengur vorið f garð f Ástralfu,
Kim French, sem er 17 ára
gömul og býr f Vestur-Ástralíu,
er meðal þeirra sem fagna vor-
komunni og segist hún hlakka
til að get i átt stundir á strönd-
inni.
Krani óskast
20—30 tonna í 2—3 vikur í Sigöldu. Upplýs-
ingar gefnar á skrifstofu
Energoprojekt.
Suðurlandsbraut 12,
sími 84211.
Ödýrasta kennslan
er sú, sem sparar
þér tíma
Frábærir kennarar sem æfa þig í TALMÁLI.
Kvöldnámskeið — síðdegisnámskeið.
Enskuskóli Barnanna.
Einkaritaraskólinn
Sími 10004 og 11109
Málaskólinn Mímir,
Brautarholti 4
Saumið
sjálfar
Tilsniðnu dömubuxurnar
fást nú aftur í mörgum
litum. Ath. aðeins
1. flokks efni og
snið — rennilás
og tvinni fylgir
Stærð mitti mjaðmir
36 65 cm 90 cm
38 67 cm 94 cm
40 70 cm 98 cm
42 74 cm 1 02 cm
44 78 cm 1 06 cm
46 82 cm 110 cm
48 89 cm 114 cm
50 96 cm 1 20 cm
Sendum gegn póstkröfu um land allt.
MUNIÐ VÖRUÚRVALIÐ HJÁ OKKUR
ÁLNAVÖRUMARKAÐURENN
SILLA OG VALDAHÚSINU Austurstræti 17
Sfmi 21780
j