Morgunblaðið - 18.09.1975, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1975
Aleinir heima
metra?“ spurði Óli. „Þú hefur auðvitað
gleymt að mæla.“
Já, Henry hafði gleymt að mæla. Hann
var líka. sammála Óla í því að Miraklet
hafði fengið nóg ferskt loft í dag, og það
var þeim mikill léttir er þeir höfðu lokað
kálfinn inni i fjósinu aftur, jafnfjörugan
og þegar honum var hleypt út.
Þeir voru svo innilega glaðir og þakk-
látir, þeir vissu kannski ekki alveg hverj-
um — einna helzt Guði og englunum sem
höfðu haldið verndarhendi yfir þeim og
kálfinum. Þeir voru sammála um að vera
reglulega góðir í þakkarskyni, fá sér
haka og skóflu og jafna vonda stökkpall-
inn við jörðu. Það var hættulegt að
stökkva í þessari færð. Þeir gátu búið til
öruggari pall næst þegar snjóaði. Og eftir
þessa fórn ætluðu þeir bara að renna sér
á sleða í brekkunni sem eftir var dagsins.
En hvað er annars’gaman að renna sér
á sleða til lengdar? Það er enginn vandi
að sitja á sleða og renna sér niður ósköp
venjulega brekku, engin spenna, ekkert!
Þeir áttu reyndar tvo sleða, en það bætti
ekkert úr. Það byrjaði líka smám saman
að rökkva, og þeir fundu það á sér að
bráðlega væri matartími, og Óli bauðst til
/-"COSPER-------------------\
V
-/
að fara inn og búa til mat, síðan mundi
hann kalla á þá þegar maturinn væri
tilbúinn.
„Hvers konar mat?“ spurði frændinn
athugasamur, hann vildi tryggja sér að
það væri alla vega ekki grautur.
„Hvað langar þig í?“ spurði Óli gestris-
inn.
„Steikt svínakjöt og brúnaðar kartöfl-
ur, en það getur þú varla búið til?“ Óli
svaraði: „Þú getur fengið soðið svínakjöt
og kartöflustöppu og svo kaffi.“
„Já — já,“ sagði Henry eftirlátur.
Nú þurfti bara að láta tímann líða þar
til Óli kallaði. Þeir litu ráðvilltir hver á
annan því enginn þorði að koma með
tillögu eins og á stóð.
„Það er tóm tunna í útihúsinu,“ sagði
frændinn loks og horfði vandræðalega á
hina tvo.
„Og hvað með hana?“ spurðu Einar og
Jakob og það lifanaði yfir þeim á auga-
bragði.
„Mér datt bara í hug að við gætum
tekið hana hingað út og athugað hvort
hún gæti ekki rúllað niður brekkuna,"
svaraði frændinn.
Einar hoppaði af ákafa.
„Svona gætum við þrír kannski verið
inni í tunnunni!“ hrópaði hann.
Gleymdur var allur góður ásetningur,
almættið, englarnir og kálfurinn.
Tunnan var sótt og þeir stóðu í úti-
húsinu og rökræddu.
„En það er bara að ef tunnan er opin í
annan endan þá getum við runnið út úr
henni,“ sagði Einar hugsandi.
Jakob leit niður. „Barna að ég gæti
fengið pláss fyrir fæturna," sagði hann.
„Þú getur nú látið fara lítið fyrir þér,“ ;
sagði Einar og datt allt í einu í hug
tappatogarinn góði, sem hann fékk í af-
mælisgjöf frá Jakobi. „Það er nóg pláss
fyrir þig Jakob,“ sagði hann hlýlega, „þó
svo að ég verði að bíða.“
Þeir komu sér saman um að fá sér tvær
fjalir, sem þeir gætu sett í kross fyrir
opið á tunnunni að innanverðu. Þeir
urðu að nota hamar til að lemja fjalirnar
svo þær væru örugglega fastar. Nú veltu
þeir tunnunni upp alla brekkuna.
Það kom í ljós að tunnan rúmaði ekki
fleiri en tvo, þrátt fyrir að þeir hnipruðu
sig vel saman.
Frændinn benti á að hann væri gest-
komandi hérna. svo hann mundi víkja
r--------------------------\
Nei, varðstjóri, það var ekki venjulegt bankarán.
Nei, maðurinn minn er ekki
*♦«- »->»'
V______________________________^
Kvikmyndahandrif aö moröi
Eftir Lillian
ODonnell
Þýðandi Jóhanna
Kristjónsdóttir.
49
Ef þér hefðuð sveigt yðar bfl burt
frá hennar hefðuð þér farið út f
hyldýpið fyrir neðan. I stað þess
stiguð þér á hemlana, enda þótt
þér hafið sjálfsagt gert yður
grein fyrir þvf að árekstur var
óumflýjanlegur.
Þegar allt var um garð gengið
og þér heyrðuð ekkert hljóð
annað en rigninguna úti reynduð
þér að gera yður grein fyrfr
hvernig ástandið var. Þér höfðuð
sloppið ómeiddur og þar sem
hinn bfllínn hafði ekki kastazt út
af veginum heldur, bjugguzt þér
við að hafa sioppið. Það var ekki
fyrr en yður varð litið á systur
yðar, sem lá fram á mælaborðið
og reynduð að tala við hana og ýta
við henni að yðar varð loksins
Ijóst að voðalegur atburður hafði
gerzt. AÐ HÚN VAR DÁIN... og
það var YÐAR sök! Þessi setning
hefur hljómað eins og drunur í
eyrum yðar, var það ekki? Þér
hafið með erfiðismunum hrist af
yður taugaáfallið og þér hafið
sjálfsagt tekið púlsinn, hlustað
hjartað og meira að segja hafið
þér kannski borið spegil upp að
vitum hennar til að aðgæta hvort
hún drægiandann.
Timmy beygði höfuðið f angist.
— Þér hljótið þá að skilja að ég
er tilneyddur að taka yður
höndum, sagði David alvarlegur f
hraeði.
— Nei! æpti hann tryllingslega
— Þér Iofuðuð! Þér lofuðuð — ef
ég segði allt af létta.
— Eg sagðist ekki geta gefið
nein loforð, leiðrétti David hann.
— Ef ég iendí f fangelsi verður
ekki hjá þvf komizt að foreldrar
mfnir fái að vita hvers vegna?
Hvers vegna ætti að baka þeim þá
sorg? Þau hafa ekki gert neitt af
sér. Það eina sem ég bið um
er....
— Haldið þér ekki að það sé
betra að þau fái að vita þetta f
stáð þess að ala með sér óljósar
grunsemdir, Timmy?
— Nei, Nei!
Og David var ekki betur á verði
fyrir piitinum en svo að hann stóð
varnarlaus og átti sér einskis iils
von þegar bylmingshögg var rek-
ið f kjáika hans og hann fann
myrkrið umlykja sig á nýjan leik.
Hann hafði blóðbragð f munn-
inum þegar hann rankaði við sér.
Hann hafði dynjandi höfuðverk
og það var hula fyrir öðru auganu
svo að hann sá ógjöria. Ljúfur
ilmur leitaði upp f nasir
hans ... ilmvatnslykt. Hann rétti
höndina fram og kom við eitthvað
undurmjúkt .. . andlit með lokk-
um við eyrun og strfðnisglampa í
augum. Svo var hinu augnlokinu
hans lyft blfðiega en ákveðið og
mjó Ijóskeila lenti á auganu.
— Hættið þessu, mótmælti
hann og reyndi að rffa sig lausan.
— Hvað eruð þér að gera hér?
Diane Quain hélt athugun sinni
áfram eins og ekkert væri.
— Hann er að sprikia eitthvað,
svo að það er eitthvert Iff eftir f
honum, sagði hún við einhvern
sem stóð fjarri. Nokkru sfðar
greindi David að þar var kominn
Capretto yfirlögregluþjónn.
— Hvers vegna eruð þið hér?
Hann reyndi að setjast upp en
sársaukinn f höfðinu var svo nfst-
andi að hann iét fallast út af
aftur.
— Andskotinn hirði þennan
strák! Flýtið ykkur! Þið verðið að
iáta iýsa eftir honum eins og skot,
anriars....
Þau hjálpuðu honum f samein-
ingu að rfsa á fætur og hann neig
niður f hægindastól.
— Taktu þvf rólega, svaraði
Capretto — við erum búnir að ná
honum! Hann kom þjótandi út f
sömu andrá og við dr. Quain'
renndum upp að húsinu og ég
greip hann svona til vonar og
vara. Og þegar við fundum þig
svona útleikinn var ég ekki lengi
að smeila handjárnunum á hann
og nú situr hann f bflnum hérna
fyrir utan.
— Ljómandi gott! En hvernig
stendur á þvf að þið eruð hingað
komin?
Þau litu sem snöggvast hvort á
annað.
— Það var dr. Quain sem hafði
samband við mig, skilurðu, sagði
Capretto.
— Já, þvf að ég vil ekki láta
gleyma þvf ef mér er boðið út að
borða, sagði hún.
— Þér verðið að afsaka, það var
alls ekki meiningin ... ég gerði
það sem sagt ekki vilj-
andi... stamaði David.
— Ég gerði mér nú satt að
segja fljótiega grein fyrir þvf,
sagði hún blfðlega og tók að vefja
sárabindi um höfuð hans.
— Og þar af leiðandi áiyktaði
ég sem svo að eitthvað hefði
komið upp á. Ég hringdí til
stöðvarinnar og fékk samband við
yfirlögregluþjóninn. Hann sagði
mér að þér hefðuð ætlað að fara á
tvo staði til að yfirheyra fóik f
dag og eftir að hafa haft samhand
við Pick þóttumst við vita að þér
hefðuð farið hingað. Við flýttum
okkur eins og við gátum.
— Er það hann sem er