Morgunblaðið - 18.09.1975, Page 33

Morgunblaðið - 18.09.1975, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1975 33 VELVAKAIMPI % Velvakandí svarar í síma 10-100 kl. 14—15, frá mánudegi til föstu- dags. 0 Kennið ekki um- gengnishætti í skólum Guðrún Kristfn Magnúsdóttir skrifar: „Umgengnishættir flokkast undir uppeldi. Mér finnst æski- legt að barn hafi fengið lágmarks- uppeldi áður en það byrjar í skóla. Kennarinn þarf á allri sinni orku að halda til kennslu, að beina leikvilja og verkefnagleði barnsins að þeim, áður óþekktum viðfangsefnum. Það er ótækt fyrir kennara að taka við hópi barna, sem ekki hafa hlotið al- mennt uppeldi, en undir það flokkast tillitssemi, virðing fyrir verðmætum og að geta tjáð sig skammlaust á móðurmálinu, prúð og frjálsleg i fasi. Þáttur foreldra má ekki verða sá einn að vinna fyrir sköttum til þess að þjóðfé- lagið getið séð um barnauppeldið. Forðumst skólamötuneytin, sitj- um sjálf til borðs með börnum okkar og ræðum við þau. Heimilið má ekki verða sá staður, þar sem dauðþreytt fjölskylda sturtar úr öskutunnum sálarinnar að kveldi yfir þá, sem hún unnir mest, held- ur menningarmiðstöð að fornum sið. En vill ekki einhver sjálfstæður maður hefja herferð og áróður fyrir kurteisari íslendingum? Einhverjir tóku að kynna næring- arfræði og hollt mataræði, ein- hverjir tóku sig til og bættu um- ferðarmenninguma. Tillitssemi og virðing fyrir verðmætum, und- irstaða góðra umgengnishátta er styrkur, sem sízt mun eyðileggja hið tápmikla stolt hins frjáls- borna íslendings. Ég bið A.Þ., konu á Akranesi, að klippa neglur barna sinna og skafa undan, áður en þau fara í skólann. Án er ills gengis nema heiman hafi. Guðrún Kristfn Magnúsdóttir, leirkerjasmiður." 0 Dautt og ómerkt Borgari skriíar: „Hér áður fyrr, meðan við vor- um heiðvirð og hugsandi fjóð, hefur það áreiðanlega verið mikið áfall og álitshnekkir fyrir mann, sem var gífuryrtur eða ritsóði, að fá ummæli sin dæmd dauð eða órnerk af dómstólum. — En í dag? 1 dag verka slík dómsorð á fólk einskonar skritla. Þessi orð hafa verið sögð og það er ekki hægt að gera þau ósögð. Manni dettur helzt í hug sagan af Xerxes Persakonungi, þegar hann lét flengja sjóinn og sökkva í hann hlekkjum, þegar herskip morðinginn? spurði Capretto og Stti við Timothy Unterwood. — Það held ég ekki, en ég er næstum viss um hvernig við get- um gengið úr skugga um það, svaraði David. — Það verður ekki af því f kvöid, mótmælti Dinae Quain. — Þér farið ekki vfðar í kvöld. — Aðeins á einn stað i viðbót, læknir! Og ég lofa að ég skal ekki lðta slá mig niður oftar f bili. — Jæja, þá. Hún reyndi að leyna ertnislegu brosi. — En þá ætla ÉG að aka. — Og ég sem hélt að nú væri það versta um garð gengið, sagði David mæðulega. Link var sannfærður um að Timothy Unterwood hafði sagt sannleikann. Einhvern tfma kom að þvf að hann varð að gera slfkt upp við sig. Það var óhugsandi að tortryggja alla. Frásögn unga mannsins hafði vissulega verið trúverðug og auk þess gat þetta allt komið heim og saman við skapgerð hans. Ef hann var ekki þvf útsmognari og lygnari var hann saklaus af morðunum. En ef hans fórust í ofviðri f stríði hans við Grikki. Raunverulega verkar ekkert nú orðið á sökudólga nema fjársekt- ir. Buddan er nefnilega það eina viðkvæma. Það vita allir nú. Þetta ætti löggjafinn að hafa i huga. Borgari." O Ekki sambærilegt Jón Thor Haraldsson skrif- ar: „Ég er höfundur að grein, sem birtist i „Velvakanda “ 11. sept., „Að hafa vit fyrir fólki“. Mikill meirihluti minningar- greina i blöðum er að vi'su „ómerkilegt blaður". Ég var þó ekkert að amast við þeim, heldur því, þegar fólk er farið að birta slfkar greinar „um afa sína og ömmur, systkini og jafnvel for- eldra". Ég er lfka höfundur að ritgerð, sem birtist f bókinni „Faðir minn læknirinn “ (og held því ekki fram, að hún sé „bók- menntir"). Ég velti þessu dálítið fyrir mér, þegar ég samdi greinar- stúfinn í „Velvakanda“ og hugs- aði sem svo, að hver blábjáni hlyti að sjá, að þetta tvennt er ekki sambærilegt. En mér hefur bersýnilega skjátlast. Jón Thor Haraldsson Kleppsv. 14, R.“ O „Um daginn og veginn“ o.fl. Viggó Ilelgason skrifar: „Mér varð að orði er ég hafði lesið grein Á. J. á sjómannasið- unni sl. sunnudag: Matthías rit- stjóri hlýtur að vera í sumarleyfi. Hann myndi aldrei lfða að Mbl. yrði gert að sorpblaði. Á. J stimplar flesta þá, sem talað hafa í þættinum „Um dag- inn og veginn“ sem hálf-vitlausa, menn eins og Jón Eyþórsson, Pálma Hannesson, séra Árna Sig- urðsson og Pál Kolka, svo nokkur nöfn séu nefnd. Látum skítkastið i Pétur Guð- jónsson vera. Hann svarar ábyggi- lega fyrir sig. (Myndin af honum var góð). En að ráðast að jafn einlægum og hjartahreinum manni og séra Árelíusi, kalla hann „vitlausa manninn á hinum endanum" og annað eftir þvi, það þykir mér nokkuð langt gengið. Væri ekki nær fyrir Mbl, að verja rúmi sinu til að bregða skildi fyrir forystumenn sina, eins og Albert Guðmundsson, sem orðið hefur fyrir svivirðilegum árásum andstæðinganna að und- anförnu. Mörgum sjálfstæðis- manninum finnst eins og Mbl. hafi ekki tekið eftir þessum skrif- um kratanna. Viggó Helgason." O Vandamálin leyst Kona hringdi og sagðist hafa heyrt eftirfarandi orðaskipti i umræðum á rauðsokkufundi, þar sem fjallað var um nauðsyn þess, að konur kæmust úr viðjum heim- ilisstarfa og fyndu lifsfyllingu ut- an heimilis: — En hver á þá að hugsa um heimilið? — Maður fær sér bara vinnu- konu. O Hrollvekjumyndir í sjónvarpi Bréfritari, sem nefnir sig „velunnara ungmenna" skrifar: „Velvakandi góður. I Alþýðublaðinu las ég um tvær þýzkar ungpiur, sem höfðu lokkað sjö ára dreng afsíðis til þess að myrða hann. Þessar litlu stelpur kæfðu drenginn, en þær höfðu nýlega horft á „horror“-kvikmynd þar sem einmitt var drepið á þennan hátt. Staksteinahöfundur Morgunblaðsins skrifar góða hug- vekju i gær vegna taumlausra of- beldisverka og hve glæpafarald- urinn hefir teygt anga sina ógn- vekjandi til okkar Islendiriga. Hvað er að gerast? spyrja menn, og ekki að ófyrirsynju. Við skul- um staldra við, góðir Islendingar, við skulum líta á okkar eigin gjörðir. Ég vil biðja Staksteina- höfundinn að taka i streng með mér og reyna allt hvað hægt er til að bægja þessum ófögnuði frá þjóð okkar. En nú skulum við athuga málið. Kvikmyndahúsin eru með sífelld- ar sýningar á glæpamyndum af versta tagi á stundum, hér vaða uppi klám- og óþverramyndir, hryðjuverk, kyrkingar og níðings- verk af lægstu hvötum unnin. Hér eru það peningasjónarmiðin sem ráða. Það verður að kallast hæpin þjóðhollusta, eða við skulum segja hæpin umhyggja fyrir vel- ferð þessarar veslings þjóðar, þegar eigin gróðafókn fær menn til þess að snapa uppi allan sora sem fyrirfinnst til þess að tæla óharðnaða unglinga til þess að forvitnast á. Við skulum láta okkur að kenn- ingu verða örlög ungmennanna í Þýzkalandi, þar var ekkert eins- dæmi í heiminum, síður en svo. Sjónvarp og sorakvikmyndir hafa mannskemmandi áhrif, þar fá unglingarnir hugmyndirnar. Ég skil ekki andvaraleysi yfirvalda hér gagnvart sóðamyndum í sjón- varpinu okkar. Hvaða tilgangi eiga morð og hryðjuverkamyndir að þjóna inni i hvers manns stofu? Siðspillandi hrollvekjur á skilyrðislaust að banna i sjón- varpinu. Við eigum að hreinsa'til i þessum málum, fyrr þýðir ekki að væla vegna sjálfskaparvítis okkar. Ég skora á Staksteinahöf- und og aðra að taka í strent með mér. Velunnari ungraenna." HOGNI HREKKVÍSI Högni! Eins og dýralæknirinn sagði: Borða minna og léttast. — Hér er léttmeti með ýsubragði. PHILIPS 30% mdrayós á vinnuflötinn sami orkukostnaöur PhilipsArgenta’ SuperLux kelluperan meö (tviöjafnanlega birtuglugganum MÁLASKÓLI —26908 O Danska, enska, þýzka, franska, spænska £ ítalska og íslenzka fyrir útlendinga. o Innritun daglega o Kennsla hefst 22. sept. o Skólinn er til húsa að Miðstræti 7. o Miðstræti er miðsvæðis. O Síðasta innritunarvika 26908— HALLDÓRS Rúgmjöl 5 kg. kr. 450.— Haframjöl 1 kg. kr. 162.— Gróft salt 1 kg. kr. 6 1 .— Hveiti 5 Ibs. kr. 202.— Hveiti 50 Ibs. kr. 1 980.— Strásykur 1 kg.kr. 205.— Strásykur 25 kg. kr. 4975.— Egg 1 kg. kr. 350.— Sláturgarn og rúllupylsugarn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.