Morgunblaðið - 18.09.1975, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 18.09.1975, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1975 35 Costa Brava-mótinu lokið: Guðmundur í 5.—6. sæti GUÐMUNDUR Sigurjónsson stór- meistari gerði jafntefli í 11. og síðustu umferð skðkmótsins á Costa Brava sem lauk í gær. Hafnaði Guðmundur f 5.—6. sæti með 6'A vinning, sem er ágæt út- knraa. Fjórir stórmeistarar skipuðu efsta sætið á mótinu með 7'A vinn- ing, þeir Szabo frá Ungverjalandi, Kúbumaðurinn Garcia, Vaganian frá Sovétríkjunum og Ciric frá Júgóslavíu. Soos frá Rúmeníu Við teljum að ef 4% koma til af útflutningsgjöldunum komi stærri síldarflokkurinn upp á 42 kr. kg og sá minni upp á 27 kr. eða meðalverðið 35 kr. á kg og það getum við sætt okkur við þótt það sé algjört lágmark til þess að það sé hægt að vera að stunda þessar veiðar. Með því móti þurfum við að fá 70—80 tonn, eða 700 til 800 tunnur á mánuði til að hafa hlut rétt yfir tryggingu. Fyrir ósk Kristjáns Ragnarssonar munum við ekki sigla héðan í nótt heim á leið og við getum' ekki séð annað en úrslit þessa máls séu algjör- lega komin undir því hvað ráð- herra gerir nú í málinu. Þetta er hryllilegt að þurfa að standa í þessu. Maður hefði haldið að það væri nóg að þurfa að berjast við að fiska þetta hráefni og þurfa ekki að standa líka í baráttu fyrir þvl að fá eitthvað raunhæft fyir þetta.“ Frá Höfn eru nú gerðir út 15 reknetabátar og þar af eru 12 aðkomubátar. Ætla þeir allir að sigla heim á leið ef nýtt verð kemur ekki. Yfirnefnd Verðlags- ráðsins var á fundi frá því kl. 16 í gær til kl. 18 án þess að nein niðurstaða fengizt um verð. Var annar fundur boðaður eftir hádegi í dag. í fyrrakvöld var haldinn fund- ur í Hornafjarðardeild Skip- stjóra- og stýrimannafélagsins Öldunnar og kom þar fram að menn lýsa furðu sinni á því, að nótaveiðar skuli leyfðar og um leið söltun um borð í skipunum, þegar síldarmarkaðirnir eru ekki betri en sagt er frá. Ennfremur voru menn á móti því, að sfldin væri sett í flokkunarvélar um borð i veiðiskipunum, þar sem hætta er talin á, að allt að 60% síldarinnar fari dauð út um lensi- portin. Þá var ennfremur samþykkt svohljóðandi ályktun á fundi stjórnar Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Öldunnar í Reykjavík I gær. „Stjórn skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Öldunnar í Reykjavík lýsir eindregnum stuðningi sínum við kröfur og baráttuaðgerðir síldveiði- varð jafn Guðmundi með 6!ó vinn- ing, Benkö frá Bandaríkjunum hlaut 5'A, Pomar frá Spáni 5, Lombard frá Sviss 4'A, Chellstorp frá Bandaríkjunum 4 og lestina rak Spánverjinn Payet sem engan vinning fékk I mótinu. Guðmundur Sigurjónsson mun I vikunni fara til Svíþjóðar þar sem hann teflir á 1. borði í sveit íslands sem tekur þátt I 6-landa keppninni í skák sem hefst á mánudaginn. sjómanna á Hornafirði fyrir endurskoðun síldarverðs til þeirr- ar hækkunar að um mann- sæmandi afkomu áhafna síld- veiðiskipa geti verið að ræða, við þau eðlilegu aflabrögð sem átt hafa sér stað. Lýsir stjórnin furðu sinni á-því að þegar tilraunaveiðar eru nú hafnar eftir friðunaraðgerðir þær, sem sjómenn hafa stutt og raunar lengi hvatt til, skuli þeim ætlað stritið, en einhverjum öðrum hagnaðurinn af tilrauna- veiðum þessum.“ — Eyjar Framhald af bls. 36 reyndi ég að hafa samband við Vilhjálm Hjálmarsson mennta- málaráðherra I gær varðandi þetta mál en það tókst ekki. Við náum hins vegar tali af honum í dag og þá skýrast þessi mál væntanlega að við ætlum farsæl- lega.“ — Portúgal Framhald af bls. 1 myndun starfhæfrar stjórnar í þeim tilgangi að fá Azevedo til að gefast upp og skapa síðan skil- yrði fyrir þvi að mynduð yrði hægristjórn i landinu. Cunhal sagði, að flokkur hans hefði frá öndverðu verið mótfallinn aðild PPD að næstu stjórn landsins, þar sem ekki gæti verið stuðnings þaðan að vænta við framþróun byltingarinnar í landinu. 1 fréttum frá Portúgal í kvöld var sagt að meiri ókyrrð og órói væri að gera vart við sig á ný, er fólk tæki að gera sér grein fyrir þvl að stjórnarkreppan I landinu virtist langt frá því að leysast og borgarar væru orðnir langþreytt- ir á stjórnleysinu I landinu. Er uggur I mönnum að upp úr geti soðið ekki hvað sízt eftir að Cun- hal hvatti bændur og verkamenn, einkum I suðurhluta landsins, þar sem fylgi kommúnista er hvað mest — til að sýna I verki sam- stöðu með kommúnistum. Var búizt við að til funda eða átaka kynni að draga I kjölfar þessara eggjunarorða. — Geir Hallgrímsson Framhald af bls. 36 ir og kannski enn hörkulegri ráðstafanir" hafa áhrif á sig og þola heldur þá lífskjaraskerð- ingu, sem slík valdbeiting hefur I för með sér. tslendingar munu sýna öðrum þjóðum sanngirni og ætlazt til þess að aðrar þjóðir komi þannig fram við þá.“ — Vopnaleit Framhald af bls.36 burg til Bandaríkjanna og þvi þyrfti ekki að leita á öðrum far- þegum en þeim sem bætast i vélarnar hér. Sigurður sagði að 9 ferðir yrðu til Bandaríkjanna I viku hverri I vetur svo vopnaleit- in væri ekki mikið né tafsamt verk og hún ætti ekki að tefja flugið á neinn hátt. Vopnaleitin mun aðallega fara fram með málmleitartækjum, en slík tæki eru nú fyrir hendi á Keflavíkurflugvelli. Tækin eru þó ekki af fullkomnustu gerð, og sagði Páll Ásgeir Tryggvason deildarstjóri varnarmáladeildar utanríkisráðuneytisins við Mbl., að nú væru I athugun kaup á fullkomnari vopnleitartækjum. — Sendiherra Framhald af bls. 3 starfa árið 1977. Er því ætlað að mæta þörfinni fyrir umfram- orku, þannig að Finnar þurfi ekki að auka innflutning sinn á því sviði. Er bygging orkuvers- ins I samvinnu við Sovétríkin, Bandaríkin og Svíþjóð. Að lokum sagði Munkki sendiherra að hann hefði nú I ferðinni afhent Einari Ágústs- syni hin opinberu skjöl I sam- bandi við Öryggismálaráðstefn- una I Helsinki, en ákvörðunin um að halda hana I Finnlandi hefði verið mjög mikilvæg fyrir finnsku þjóðina og Finnar stolt- ir af hvernig framkvæmd hennar tókst til. Sendiherrann heldur til Öslóar á sunnudag. — Viðlága- trygging Framhald af bls. 2 Eigináhætta hinna tryggðu verður, þar sem ekki er um dag- legan viðburð að ræða, að vera há. I lögunum er gert ráð fyrir því að hún verði 5% og tjón undir 100 þúsund krónum bætist ekki. Tekjuöflun til Viðlagatryggingar- innar fer fram á þann hátt, að innheimt verður vægt iðgjald af þeim verðmætum, sem tryggð eru. Iðgjaldataxtinn verður 0,25 o/oo. Til samanburðar má geta þess, að iðgjaldataxti hjá tryggingafélögum fyrir jarð- skjálftatryggingu eingöngu er frá 1 o/oo upp I 2,55 o/oo eftir gerð húsa og aðstæðum. Er þvl ljóst að iðgjaldi er mjög I hóf stillt — að því er Ásgeir Ólafsson skýrði frá á blaðamannafundinum I gær. Þá kom það einnig fram, að þegar tryggingasjóður stofnunarinnar hefur náð 2 o/oo af vátrygginga- verðmætinu, lækkar þessi ið- gjaldataxti um helming og ið- gjaldainnheimta fellur alveg niður, þegar upphæð hans hefur náð 3 o/oo eða 1,8 milljörðum króna, miðað við áætluð trygg- ingaskyld verðmæti I dag, sem eru 600 milljarðar króna. t fréttatilkynningu, sem afhent var á blaðamannafundinum I gær, segir m.a.: „Samkvæmt 8. gr. laganna skal hagnýta trygginga- kerfi starfandi vátryggingafélaga. Vátryggingafélögin sjái um inn- heimtu iðgjalds til viðlagatrygg- ingarinnar um leið og þau inn- heimta brunatryggingaiðgjaldið. Þetta verður að telja mjög hag- kvæmt og auðvelt I framkvæmd. Vátryggingafélögin sjá á sama hátt um uppgjör á tjónum. hvert við sinn viðskiptamann, eins og um brunatjón væri að ræða. Að sjálfsögðu hefir stjórn stofnunar- innar yfirumsjón með þessari starfsemi, en þar sem ætlazt er til að samið verði við Seðlabanka Is- lands um vörzlu sjóða og bókhald fyrir stofnunina verður komizt hjá að ráða fast starfsfólk, sem að sjálfsögðu hefur verulegan sparn- að I för með sér. Áætlað er að heildarfjárhæð þeirra verðmæta, sem trygging þessi nær til, yerði um 600 millj- arðar króna níiðað við verðlag I dag. Hámarksbætur, sem trygg- ingunni er ætlað að ráða við, eru 5 o/oo eða 3 milljarðar króna. Við lagatryggingin sjálf ber fyrstu 2 o/oo eða 1,2 milljarði I hverju tjóni, en það sem umfram er endurtryggir ríkissjóður. Þá er gert ráð fyrir því að Viðlagatrygg- ingin leiti endurtryggingar hjá tryggingafélögum, innlendum eða erlendum, á hluta af eigin áhættu sinni, einkum meðan verið er að byggja upp sjóði stofnunarinnar. Viðlagatryggingin. er hrein eignatrygging eins og brunatrygg- ing. Það er staðreynd að margs konar óbeint tjón hlýzt af þegar byggingar og tæki brenna, sama gildir að sjálfsögðu um tjón á þessum eignum af völdum náttúruhamfara. Rekstur fyrir- tækja raskast, framleiðsla minnkar eða leggst niður, fólk missir atvinnu og fleira mætti telja. Viðlagatryggingunni er ekki ætlað að bæta slíkt óbeint tjón.“ Aðspurð sagði stjórn Viðlaga- tryggingar íslands á blaðamanna- fundinum I gær að á meðaleign, sem væri að verðmæti um 10 milljónir króna, myndi iðgjald vegna viðlagatryggingarinnar hækka um 2.500 krónur á ári og er gert ráð fyrir því að það sé um það bil 50% hækkun iðgjalds. — Bóndadætur Framhald af bls. 1 að grennslast eftir því hverju þetta sætti. Þá kom I ljós að ábyrgir heimilisfeður I þorp- inu, en þar búa 480 manns, höfðu haldið með sér fund og samþykkt að koma I veg fyrir að dætur þeirra hefðu nokkur kynni af hermönnunum, til að verndaður yrði sómi þeirra og meydómur. — CIA Framhald af bls. 17 anna. Astæðan er talin sú, að aðeins starfsmenn CIA hafi þekkt allar tegundirnar. Fyrrverandi yfirmaður efnafræðideildar CIA, dr. Nathan Gordon, kvaðst vera annar tveggja manna, sem bæru ábyrgð á þeirri ákvörðun sem var tekin um að óhlýðnast skipuninni frá forsetanum og geyma eitur- birgðir á laun. Hann sagði að pillan fræga, cyanide-pillan, sem U-2 flugmaðurinn Francis Gary Powers var útbúinn með, hefði verið 10 ár I framleiðslu og hún hefði verið alltof mikilvæg til þess að hún yrði eyðilögð. — Indónesar Framhald af bls. 17 Indónesíu. Lobato sagði að einnig hefði verið umkringdur hópur 20 til 30 velvopnaðra hermanna ná- lægt Atsabe. Hann sagði, að þeir hefðu verið indónesískir. Allt virtist með kyrrum kjörum I bæjum og sveitum, sem fréttamennirnir fóru um, og Fretelin virtist ráða þar lögum og lofum. Aðalleiðtogi Fretelin, Francisco do Amaral, sagði að stuðningsmenn UDT, sem hefði verið teknir til fanga, yrðu Iátnir endurreisa hús stuðningsmanna Fretelin er þeir hefðu lagt I rúst. Fangar Fretelin, sem fréttamennirnir töluðu við með aðstoð túlks, sögðu að þeir sættu góðri með- ferð, en fengju ekki nógan mat. Fretelin virðist hafa dregið úr sjálfstæðiskröfum sínum að undanförnu og do Amaral sagði: „Við gerum okkur vonir um aðstoð frá Ástralíu." Fólk, sem gat talað örfá orð á ensku, sagði við fréttamennina að þörf væri á aðstoð frá Ástralíu og spurði hvort von væri á henni. Gert er ráð fyrir að fljótlega verði rafmagnslaust, vatnslaust og símasambandslaust I höfuó- borginni Dili. Fljótt á litið virðist lítið tjón hafa orðið I bardögunum I Dili, en á sumum svæðum hafa harðir bardagar geisað og þar hafa hús eyðilagzt bæði af eldi og I bardögum. Margt bendir einnig til þess, að mikið hafi verið um rán og gripdeildir. — Reuter. — Minnis- peningur Framhald af bls. 2 ræðu sinni, að útgáfa peningsins væri m.a. til þess ætluð að hvetja til aukinnar samstöðu sjálfstæðis- manna um húsbygginguna. Hann flutti Alberti Guðmundssyni sér- stakar þakkir stjórnarinnar, og sagði hann njóta óskoraðs stuðnings hennar I þeim erfiðleik- um, sem hann og aðrir forgöngu- menn byggingarinnar ættu nú við að etja. Ólafur sagðist búast við því, að útgáfa peningsins mundi afla milli 1 og 2 millj. króna I byggingarsjóðinn. Hann sagði, að nú þegar væru seld um 500 eintök af peningnum. Minnispeningurinn verður til sölu I Galtafelli við Laufásveg og hjá Ragnari Borg, sem er einn stjórnarmanna. — Kjördæmis- ráðið Framhald af bls. 2 innar um einhliða útfærslu hefur verið mótmælt af mörgum þjóðum, sem telja sig hafa hags- muna að gæta, og er þvi viða að íslendingum sótt. Þessvegna er brýnnauðsyn þess að þjóðin standi saman um þessa mikilvægu ákvörðun ríkis- stjórnarinnar, sem ekki mátti dragast lengur að taka. Fundur- inn varar við þeirri sundrungar- starfsemi, sem kommúnistar eru að þyrla upp I sambandi við fram- kvæmd landhelgismálsins. Fundurinn telur að hjá því verði ekki komist að ræða við þær þjóðir, sem þess óska, um fram- kvæmd fiskveiðilandhelginnar, en bendir á að ekki komi til greina samningar við erlendar þjóðir nema að um verði að ræða stórfellda minnkun á aflamagni þeirra frá þeim samningum sem núverandi stjórnarandstaða stóð að. Ennfremur verði allir samn- ingar, er kunria að verða gerðir, til skamms tíma og veiðisvæðum berði breytt á þann veg að veiði- heimildir verði mun fjær landi en I gildandi samningum. Kjördæmisráðið treystir þvi að ekki verði samið við nokkra þjóð innan Efnahagsbandalagsins nema að þær tryggi að tollasamn- ingar Islands við bandalagið taki þegar gildi og samninganefnd okkar Islendinga geri allt sem hægt er til þess að þær þjóðir sem leita samninga við okkur um fisk- veiðar innan Islenskrar fiskveiði- landhelgi felli niður styrki til sjávarútvegs I löndum sínum, til þess að jafna aðstöðu á sölu sjávarafurða til þessara þjóða. Kjördæmisráðið lýsir fyllsta trausti á sjávarútvegsráðherra og fulltrúum ríkisstjórnarinnar, sem með þessi viðkvæmu mál fara og væntir þess að núverandi rikis- stjórn takist að afla viðurkenn- ingar annarra þjóða á 200 mílna fiskveiðilandhelgi Islands, svo að landhelgin komi þjóðinni að fullu gagni. — Geller Framhald af bls. 17 Bandaríkjamanninum Kavalek til að hreppa sigur I mótinu. Staða annarra manna er sú að Bron- stein, Smyslov, Hort og Timman eru I 3.—6. sæti með 7'A vinning, Sax er 7. með 7 vinninga, Kavalek og Friðrik, I 8.—9. sæti með 6'A vinning, Stean með 6, Georghiu og Miles hafa 5 'A, Keene og Lombardy 5 og Hartson 4 vinn- inga. / 1 14. umferð urðu úrslit þau, að Timman og Friðrik gerðu jafn- tefli eins og að frarnan greinir, Geller vann Stean í aðeins 18 leikjum, en aðrar skákir urðu jafntefli, nrilli Húbner og Smyslov, Bronstein og Kavalek. Sax og Hort, Georghiu og Keen, Miles og Lombardy. — íþróttir Framhald af bls. 34 Hibernian FC (Skotlandi) — Liverpool (Englandi) 1—0 (1—0) Mark Hibernian: Harper Áhorfendur 19.219. Antwerpen (Belgfu) — Aston Villa (Englandi) 4—1 (4—0) Mörk Antwerpen: Heyligen, Kodat 3 Mark Aston Villa: Graydon Áhorfendur 15.000. Young Boys (Sviss) — Hamburg SV (V-Þýzkal.) 0—0 Áhorfendur: 17.000. Holbæk (Danmörku) —Stal Milec (Póllandi) 0—1 (0—0) Mark Stal: Sekulski Áhorfendur: 3.500. GAIS, (Sfþjóð) — Slask Wroclaw (Póliandi) Mörk GAIS: Paalsson 2 Mark Slask: Kwiatowski Áhorfendur: 1.776. Hertha Berlfn — HKJ (Finnlandi) Mörk Herthu: Kostedde 2, Horr 2 Mark HKJ: Kangaskorpi Áhorfendur: 6.000. Voest Linz (Austurrfki) — Vasas (Ungverjal.) Mörk Linz: Scharmann, Stering Áhorfendur: 4.000. 2—1 (1—0) 4—1 (3—1) 2—0 (1—0) — Síldarverð Framhald af bls.36

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.