Morgunblaðið - 23.09.1975, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1975
Ljósmynd Karl Rútsson.
FLAKIÐ — Þessi mynd var tekin á Eyjafjallajökli í fyrradag af flaki flugvélar
bandarísku hjónanna, sem fórust þar 14. sept. s.l. á leið sinni til Reykjavíkur. Brak
úr vélinni var dreift yfir stórt svæði, en á myndinni sést stærsti hluti braksins.
EFTA-fundur haldinn í
Reykjavík í næstu viku
RAÐGJAFANEFND Fríverzlun-
arbandalags Evrópu, EFTA, mun
dagana 29. og 30. september halda
ársfund sinn f Reykjavík.
Ráðstefnan verður haldin á Hótel
Loftleiðum og hana munu sitja
um 60 til 70 manns. Fundinum
mun samkvæmt venju stjórna
formaður EFTA-ráðsins, en hann
er í dag Ólafur Jóhannesson,
viðskiptaráðherra.
Þeir Islendingar, sem munu
sitja fundinn, verða Jón H. Bergs,
formaður Vinnuveitendasam-
bands íslands, Guðmundur H.
Garðarsson, alþingismaður og
fulltrúi Alþýðusambands Islands,
Gunnar J. Friðriksson, fulltrúi
Félags íslenzkra iðnrekenda,
Agnar Tryggvason, fulltrúi Sam-
bands íslenzkra samvinnufélaga,
og Hjörtur Hjarlwrson, fulltrúi
Verzlunarráðs íslands. Frá öðrum
EFTA-löndum munu koma hing-
að menn, sem gegna sambærileg-
um trúnaðarstörfum, hver í sínu
landi.
Þessir fundir eru haldnir eink-
um og sér i lagi til þess að gefa
EFTA víðari grundvöll en unnt er
að ná með samstarfi rfkisstjórna,
stjórnmálamanna eða embættis-
manna. Á fundinum hér verður
fjallað um vandamál efnahags- og
viðskiptalegs eðlis, en einnig
verður sérstaklega fjallað um
Portúgal, en Portúgalir hafa sér-
staklega óskað eftir ýmiss konar
aðstoð frá öðrum EFTA-löndum.
Eins og áður segir verður
Ólafur Jóhannesson í forsæti á
fundinum I Reykjavík, en hann
tók við formennsku í EFTA-
ráðinu hinn 1. júlí síðastliðinn og
verður formaður til 31. desember.
Skiptast löndin á um að eiga for-
mann ráðsins eftir stafrófsröð
hálft ár í senn, en EFTA-ráöið
heldur fundi tvisvar á ári.
Ráðstefnan á Hótel Loftleiðum er
á vegum EFTA eingöngu og kost-
uð af því.
Einar Ágústs-
son heldur til
New York í dag
EINAR Agústsson utanrfkis-
ráðherra mun í dag halda utan
til New York, þar sem hann
mun sitja Allsherjarþing Sam-
einuðu þjóðanna. Mun Einar
jafnframt eiga viðræður við
Genscher, utanrlkisráðherra
Þjóðverja, um landhelgis-
málið á meðan hann dvelst í
New York.
Asamt Einari fara utan I dag
Hans G. Andersen, sendiherra,
og Hörður Helgason, skrif-
stofustjóri f utanrfkisráðu-
neytinu. Einar mun ávarpa
þingið mánudaginn 29.
september.
Lézt
SÍÐDEGIS í gær fór vörú-
bifreið út af Álftanesvegi
og stakkst ofan í hraun-
gjótu. Tveir menn voru í
bifreiðinni, og reyndist
ökumaður hennar vera lát-
inn þegar að var komið en
farþegi, sem stakkst út um
framrúðuna og niður í
gjótuna, var slasaður. Tal-
Unnið að þvf að ná vörubflnum upp úr gjótunni. Ljósmynd sv. Þorm.
undir
ið er Ifklegast að ökumað-
urinn, sem var 67 ára
gamall Hafnfirðingur, bafi
látizt undir stýri bifreiðar-
innar áður en hún fór út af
veginum. Það mun þó ekki
verða ljóst fyrr en krufn-
ing hefur farið fram.
Vörubifreiðin var að koma utan
af Álftanesi. Farþeginn, sem var f
henni, kveðst hafa veitt því
stýri
skyndilega athygli að bifreiðin
beygði út af veginum. Hafi hann
þá litið á ökumanninn og séð þá
að hann var að hnfga út af en f því
bili hafi bíllinn steypzt ofan í
gjótuna. Báðir mennirnir voru
fluttir á slysadeild Borgarsjúkra-
hússins og reyndist ökumaðurinn
vera látinn. Hann var sem fyrr
segir 67 ára gamall og hefði áður
kennt lasleika fyrir hjarta. Hinn
maðurinn reyndist hafa meiðzt í
baki.
Stórþjófnaður
í Hrafnistu
INNBROT var framið í litla
verzlun, sem rekin er í dvalar-
heimilinu Hrafnistu, aðfarar-
nótt s.l. mánudags. Þaðan
hurfu 150 þúsund krónur f
peningum, töluvert af tóbaki
og eitthvað af öðrum varningi.
Rannsóknarlögreglan vinnur
nú að rannsókn þessa
þjófnaðarmáls.
Tekinn ölvaður
á 140 km hraða
UM HELGINA var ökumaður
Reykjavfkurbifreiðar telcinn
fastur á Miðnesheiði, en lög-
reglan í Keflavík hafði þá elt
hann um nokkra hríð vegna
ofsaaksturs. Hafði maðurinn
ekið um Reykjanesbraut á 140
kílómetra hraða og hrakið
fjóra bíla útaf veginum og að
sfðustu ók hann sjálfur útaf á
Miðnesheiði. Grunur lék á að
maðurinn væri ölvaður. Bíl-
arnir skemmdust ekkert og
engin slys urðu á mönnum.
Varðskip
aðstoðaði
Stálvík
Siglufjarðarskuttogarinn
Stálvík bað í gærmorgun um
aðstoð varðskips þar sem skip-
ið var statt á djúpmiðum úti af
Jökli. Hafði Stálvík fengið í
skrúfuna og lét ekki að stjórn.
Varðskip dró skuttogarann
upp undir Snæfellsnes þar
sem kafari frá varðskipinu
skar úr skrúfunni og Stálvfk
hélt aftur á veiðar.
Fótbrotnaði
UNGUR piltur varð fyrir
bifreið á Hverfisgötu síðdegis
á laugardag. Hann var fluttur
á slysadeild og reyndist vera
fótbrotinn.
Arekstrar
NOKKRIR árekstrar urðu í
höfuðborginni og nágrenni um
helgina. I engum þeirra urðu
alvarleg slys á fólki en
töluverðar skemmdir f sumum
árekstranna. Um klukkan 20 í
gærkvöldi rákust tveir bílar
saman við Lögberg. ökumaður
annars þeirra og farþegi í hin-
um voru fluttir á slysadeild en
reyndust hafa sloppið án alvar-
legra skaða. Bílarnir skemmd-
ust báðir mikið.
Fengu 50 kr.
meðalverð
Þrjú síldveiðiskip seldu f
Hirtshals í Danmörku í gær og
fengu þau um 50 króna meðal-
verð fyrir hvert kg af sfld, sem
er allsæmilegt. Öskar Magnús-
son AK seldi 90 lestir fyrir 4.7
millj. kr., Hrafn GK seldi 70
lestir fyrir 3.3 millj. kr. og
Hilmir SU seldi 87 lestir fyrir
4.3 millj. kr. Vitað er um nokk-
ur skip sem eru á leiðinni til
Danmerkur með síld og mun
Gísli Árni RE jafnvel selja í
dag.
Vantar verka-
fólk á Siglufirði
Siglufirði, mánudag. ALLIR
fimm þingmenn kjördæmisins
komu hingað til bæjarins á
sunnudagskvöldið. I morgun
héldu þingmennirnir fund
með bæjarstjórn Siglufjarðar
um ýmis málefni bæjarins og
bæjarbúa að sjálfsögðu. í gær
voru réttir í Siglufjarðarrétt.
Var komið með safnið laust
fyrir hádegi. Eftir að skólarnir
hafa kallað nemendur sína til
náms og starfa er hörgull á
fólki til ýmissa starfa hér á
Siglufirði, svo rétt er að segja:
Hér er skortur á verkafólki.
—mj.
Bát rak upp
LITLA trillu 12 tonn að stærð
rak upp í Vogum á Vatnsleysu-
strönd um helgina. Er talið að
báturinn hafi verið leystur frá
bryggju af mannavöldum og
rak hann upp í stórgrýtta fjöru
og skemmdist mikið. Málið er í
rannsókn.
Fallþungi dilka
ekki eins góöur í
haust og í fgrra
— segir Sveinn í Brœðratungu
fjallkóngur Tungnamanna
RÉTTAÐ var í Tungnarétt-
um í Biskupstungum s.l.
miðvikudag og komu um
15 þúsund f jár til réttanna.
Fjölmenni kom til að fylgj-
ast með réttunum enda var
hið fegustra veður. Þegar
blaðamaður Mbl. staldraði
við í Hrunamannarétt í
Hrunamannahreppi á
fimmtudeginum hitti
hann þar fyrir Svein Skúla-
son, bónda í Bræðratungu,
en hann var að þessu sinni
fjallkóngur Tungna-
manna. Sveinn var þarna
kominn ásamt fleiri
Tungnamönnum til að
heimta það fé úr Biskups-
tungum, sem farið hafði
yfir á afrétt Hreppa-
manna.
Sveinn sagði, að fjallmennirnir
hefðu fengið gott veður en kalt
hefði verið til að byrja með. Féð
hefði verið óvenjulega dreift um
afréttinn og taldi Sveinn að þeir
hefðu komið með um 15 þúsund
fjár til byggða. Hann sagði að
afrétturinn hefði verið góður en
féð væri ekki að sama skapi gott.
Mestu réði þar um hversu gróður