Morgunblaðið - 23.09.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1975 UMHOI
Almenn stjórnmálaályktun
Leggja ber Framkvæmdastofnun ríkisins niður.
23. þing S.U.S. leggur megin-
áherzlu á þá þjóðarhagsmuni
íslendinga að ná fullum yfir-
ráðum yfir 200 mílna fiskveiði-
lögsögu. Þingið treystir rikis-
stjórninni til að standa þannig
að útfærslu fiskveiðilögsög-
unnar, að markmið þjóðarinnar
um full yfirráð verði að veru-
leika. Landhelgismálið er eitt
meginviðfangsefni 23. þings
S.U.S. og vísast til sérstakrar
ályktunar um það efni.
Samsteypustjórn Sjálfstæðis-
flokksins og Framsóknarflokks-
ins hefur nú setið að völdum í
rúmt ár. Það er ástæða til að
líta um öxl og athuga, hvernig
ríkisstjórninni hefur tekizt að
ná þeim markmiðum, sem hún
setti sér í upphafi.
í efnahagsmálum var eitt
meginmarkmiðið að draga úr
verðbólgunni og færa verð-
bólgustigið á einu ári niður í
15—20%. Þetta hefur mistekizt
algerlega. Eftir eitt ár blasir sú
niðurstaða við, að einungis
hefur tekizt að stöðva nokkurn
veginn hröðun verðbólgunnar,
sem er ennþá 50—60% á ári.
Annað markmið var að ná
jafnvægi í viðskiptum við út-
lönd. Þessu markmiði hefur
ekki fyllilega verið náð, en þó
hefur tekizt að draga nokkuð úr
viðskiptahallanum, án þess að
gripið hafi verið til skerðingar
á verzlunarfrelsi.
Enn var það markmið sett á
oddinn að draga saman ríkis-
búskapinn og ná þar jafnvægi
milli tekna og útgjalda. Ekki
sér votta fyrir samdrættinum.
Tekjur hins opinbera nema nú
jafnvel hærra hlutfalli af
þjóðartekjum, heldur en á síð-
asta ári vinstri stjórnarinnar. A
hinn bóginn hefur ríkisstjórnin
fylgt því meginmarkmiði sínu
að afla tekna fyrir auknum út-
gjöldum. Hefur þannig verið
horfið frá þeirri ábyrgðarlausu
leið vinstri stjórnarinnar að
mæta aukningu útgjalda með
aukinni seðlaútgáfu og þenslu.
Það markmið var sett að
halda fullri atvinnu. Þetta
hefur tekizt og það sem meira
er, þá hefur tekizt að tryggja
vinnufrið í landinu. Hér er um
umtalsverðan árangur að ræða,
því að þetta gerist á sama tíma
og kjör þjóðarinnar hafa farið
versnandi.
Þá setti ríkisstjórnin sér það
takmark að hraða nýtingu inn-
lendra orkugjafa til orkufram-
leiðslu, vegna hins ótrygga
ástands á orkumarkaði heims-
ins. Að þessu hefur verið unnið
svo sæmilegt má teljast. Leggja
verður megináherzlu á áð
skipuleggja framkvæmdir í
orkumálum með þeim hætti, að
orkuframleiðslan haldist í
hendur við fyrirsjáanleg orku-
kaup.
Loks má nefna það markmið
ríkisstjórnarinnar að afnema
löngu úrelt verðlagskerfi, ekki
aðeins í þeim tilgangi að stuðla
að heilbrigðri starfsemi at-
vinnulffsins, heldur einnig til
að tryggja hag neytenda með
virku verðlagseftirliti og -upp-
lýsingamiðlun. Hér hefur ekki
örlað á úrbótum.
Af ofangreindri upptalningu
er ljóst, að því fer fjarri að
rfkisstjórninni hafi tekizt sem
skyldi að nálgast þau markmið
sem hún setti sér í upphafi.
Hafa verður þó í huga, að
einungis eitt ár er að baki og að
á þessu ári hafa ytri aðstæður
verið þjóðinni óhagstæðar.
Engu að síður hljóta ungir
sjálfstæðismenn að benda á, að
alltof lítill árangur hefur náðst
í uppbyggingarstarfinu eftir
vinstri stjórnina. Það er bjarg-
föst skoðun fulltrúa á 23. þingi
S.U.S., að uppbyggingarstarfið
geti því aðeins borið tilætlaðan
árangur að takast megi að hag-
nýta kosti einkareksturs og
frjáls hagkerfis og þá atorku,
sem þannig yrði leyst úr læð-
ingi.
Það hlýtur að vera óhjá-
kvæmilegt hlutverk ríkis-
stjórnarinnar, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn veitir forystu, að
draga úr samþjöppun valds hjá
ríkinu og stuðla að dreifingu
þjóðfélagsvaldsins. Ekki tilvilj-
unarkenndri valddreifingu,
sem byggist á þvf, að sérhver
hagsmunahópur taki sér það
vald, sem aðstæður leyfa
honum, haldur skipulegri vald-
dreifingu sem hefur lýðræðis-
hugsjónina að leiðarljósi.
Á því grundvallarsjónarmiði
þarf að byggja að sérhver
félagseining hafi sem mest völd
um innri málefni sín, og þannig
verði spornað við þeirri þróun,
að ríkisvaldið teygi arma sfna
inn á æ fleiri svið mannlegs
lífs. Ungir sjálfstæðismenn
minna á fyrri ályktanir sínar
um þessi efni. Hér skal aðeins
ítrekuð nauðsyn þess, að
sveitarfélögum og landshluta-
samtökum þeirra séu færð ýmis
skýrt aðgreind verkefni, sem
nú eru i verkahring ríkisins,
jafnframt þvi sem þessum
aðilum verði fengnir tekju-
stofnar til að standa undir
aukningu verkefna.
23. þing S.U.S. krefst þess, að
nú þegar verði horfið frá því
pólitfska eftirlitsmannakerfi,
sem vinstri stjórnin setti yfir
Framkvæmdastofnun ríkisins.
Ungir sjálfstæðismenn lýsa sig
f grundvallaratriðum mótfallna
þvi, að starfsemi eins og sú,
sem nú er rekin á vegum
þessarar stofnunar, sé undir
flokkspólitfskri framkvæmda-
stjórn þeirra stjórnmálaflokka,
sem sitja f ríkisstjórn hverju
sinni. Ber að leggja stofnun
þessa niður og skipta starfsemi
hennar á aðrar stofnanir. 1
þessu sambandi er vert að
minnast þeirra yfirlýsinga, sem
frá Sjálfstæðisflokknum komu,
þegar stofnun þessari var
komið á fót og ítrekaðar voru á
landsfundi Sjálfstæðisflokksins
s.l. vor. I þessu máli sem öðrum
verða orð og athafnir að fara
saman.
Ungir sjálfstæðismenn telja
brýnt, að hið fyrsta, verði gerð-
ar lagfæringar á úreltu verð-
myndunar- og niðurgreiðslu-
kerfi landbúnaðarins. Núver-
andi kerfi er í ætt með hinni
yfirþyrmandi ríkisforsjá og
hefur í för með sér stórkostlega
brenglun á verðmætaskyni al-
mennings. Almenningur hefur
engan möguleika á að gera sér
grein fyrir raunverulegum
kostnaði við framleiðsluna, þó
að hann þurfi að sjálfsögðu að
greiða framleiðsluverðið að
lokum.
Ýmislegt bendir til þess, að of
lítið hafi verið sinnt hagnýtum
rannsóknum í landbúnaði, þess-
um þýðingarmikla atvinnuvegi
Islendinga. Sem dæmi má
nefna að svo virðist sem of
miklu fjármagni sé varið í fjár-
festingar í vélum til heyverk-
unar, sem ekki eru notaðar
nema e.t.v. fáa daga á ári
hverju. Hyggilegra kynni að
vera að verja hluta þessa fjár-
magns til rannsókna á nýjum
heyverkunaraðferðum, sem
henta íslenzku veðurfari. Bein-
ir þingið því til bændasamtak-
anna og ríkisvaldsins að hefja
nú þegar rækilega könnun á
þessum málum.
Stefna ungra sjálfstæðis-
manna grundvallast nú sem
fyrr á því, að þjóðfélagið skuli
vera frjálst, opið og valddreift
og byggja á þeim lýðræðislegu
hefðum, sem Islendingar hafa,
eins og önnur vestræn ríki til-
einkað sér. Grundvöllurinn er
lýðræðið, sem felst m.a. í því að
borgararnir hafi almennan og
jafnan rétt til að velja stjórn-
endur þjóðfélagsins í kosn-
ingum. Þannig völdum stjórn-
endum er sfðan ætlað að setja í
lögum almennar reglur um
heimila og óheimila framgöngu
í þjóðfélaginu. Lýðræðiskerfið
gerir kröfu til mikils félagslegs
þroska og ábyrgðartilfinningar
hjá borgurunum. Þeir verða
undir öllum venjulegum
kringumstæðum að kunna að
sætta sig við niðurstöður, sem
fengnar eru á grundvelli stjórn-
skipunarinnar, hversu ósam-
mála sem þeir kunna að vera
þessum niðurstöðum efnislega.
Á síðustu tímum hefur hér á
landi sem í ýmsum nágranna-
löndunum orðið vart óheilla-
þróunar, sem vegur að grund-
velli hins lýðræðislega þjóð-
skipulags. Einstakir smærri
hópar skirrast ekki við að nýta
aðstöðu sína til hins ítrasta til
að knýja á um hagsmuni sína og
vanvirða þá af fullkomnu
ábyrgðarleysi stjórnskipulegar
reglur í þjóðfélaginu. Þá eru
stundarhagsmunir hugsunar-
laust teknir fram yfir þau verð-
mæti, sem felast í grundvalla-
skipan þjóðfélagsins.
Allsnægtaþjóðfélagið hefur
útrýmt ýmsum þeim vanda-
málum, sem fyrri tfma menn
áttu við að etja. En önnur ný
koma í staðinn. Einstaklingar
og samtök hætta að gera kröfur
til sjálfra sín, og að sama skapi
aukast kröfurnar á hendur
öðrum, einkum samfélaginu.
Abyrgðartilfinningin og
félagsþroskinn þverr, og með
því móti er vegið að grundvelli
lýðræðisskipulagsins. Ungir
sjálfstæðismenn heita á lands-
menn alla að staldra nú við í
kröfugerðarhugsunarhættinum
og athuga, hvort þeir sjálfir
uppfylli þær kröfur, sem þjóð-
félagið hlýtur að gera til þeirra.
Og ungir sjálfstæðismenn heita
einnig á ráðherra Sjálfstæðis-
flokksins í rfkisstjórn að fram-
fylgja því margyfirlýsta stefnu-
miði sjálfstæðismanna að draga
saman hið föðurlega rfkisvald,
svo að hér fái að ríkja þjóð-
skipulag, sem auki ábyrgðartil-
finningu borgaranna og fái þá
til að gera kröfur til sjálfra sín.
Tii þess að ná fram þeim
markmiðum sem í sjálfstæðis-
stefnunni felast, ber fyrst og
fremst að hlúa að og efla
fslenzka menningu. Hér er
veigamikill þáttur þjóðlffsins
sem ræður úrslitum um, hvort
sá menningararfur sem við
byggjum á fái staðist í framtíð-
inni. Ef hugsjónir okkar í
menningarmálum glatast í vel-
ferðarkapphlaupinu er rótum
islenzks þjóðfélags stefnt í
voða. Leitast skal við á hverjum
tíma að tjáningarfrelsi og frum-
kvæði einstaklingsins sé ekki
fótum troðið.
23. þing S.U.S. ályktar, að við
nálgumst þessi markmið með
því að efla frjálsa bókaútgáfu,
frjálsa fjölmiðla og frjálsa list-
sköpun í landinu, en allt þetta
stuðlar að frjálsri hugsun.
23. þing S.U.S. leggur að lok-
um áherzlu á það hlutverk
ríkisins, að gera hverjum
einstaklingi kleift að nýta sem
bezt sína eigin hæfileika/Hver
einstaklingur er sínum sér-
stöku hæfileikum búinn og
menntunarmöguleikar og þjóð-
félagsaðstæður að öðru leyti
verða að miðast við að þessir
hæfileikar nýtist sem bezt.
Þetta er ekki einungis heppi-
legast fyrir þjóðfélagsheildina
heldur er hagur hvers einstakl-
ings, andlegur og veraldlegur,
bezt tryggður með þessu móti.
I þessum anda hafa ungir
sjálfstæðismenn starfað á
umliðnum árum og munu halda
því áfram.
Alltof Iftill árangur hefur náðst f uppbyggingarstarfinu eftir vinstri stjórnina.