Morgunblaðið - 23.09.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.09.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1975 7 r Björgvin og lóðaúthlutanir Hlutverk vandlætarans leikur ekki jafnvel í hönd- um allra. Þannig hefur Björgvin Guðmundssyni, eina borgarf ulltrúa Alþýðuflokksins (sem vissulega má muna sinn fífil fegri i borgarstjórn Reykjavíkur), orðið hált á þvi að skipa sjálfan sig í hlutverk vandlætarans í þeim umræðum, sem orð- ið hafa um lóðaúthlutun til Ármannsfells h.f. Björgvin Guðmundsson gagnrýndi að lóðin, sem Ármannsfell fékk, var ekki auglýst til umsóknar. Hins vegar barðist hann sjálfur eindregið fyrir þvi, að byggingarsamvinnu- félagi Stjórnarráðsins yrði úthlutuð lóð án auglýsing- ar. Á þetta var bent I--------------------- áreitnislaust i Reykjavik- urbréfi Morgunblaðsins fyrir rúmri viku. Bersýni- legt er, að þetta hefur far- ið mjög í taugarnar á borgarfulltrúa Alþýðu- flokksins, því að sl. fimmtudag orðaði Alþýðu- blaðið það svo, að Morg- unblaðið hefði „veitzt að Björgvin Guðmundssyni", í sambandi við þetta mál, sem er auðvitað alrangt. En svo viðkvæmur reynd- ist Björgvin Guðmunds- son fyrir þvi, að á þetta var bent, að forsiðuviðtal birtist við hann í Alþýðu- blaðinu af þessu tilefni. og þar sagði hann m.a.: „Sú lóð, sem hér um ræð- ir, er lóð sú við Hagamel, sem síðar var veitt Bygg- ung, byggingarsamvinnu- félagi ungra sjálfstæðis- manna," sagði Björgvin. „Ég lagði til, að lóðin yrði veitt byggingarsamvinnu- félagi stjórnarráðsins. Ég fæ hins vegar ekki séð, að hægt sé að leggja að jöfnu þá tillögu mfna og ráðstöfun borgarstjórnar- meirihlutans á lóðinni til Ármannsfells án auglýs- ingar. Annars vegar er um að ræða einkafyrirtæki, — Ármannsfell —, sem byggir og selur væntan- lega til þess að skapa sér ágóða. Hins vegar er byggingasamvinnufélag sem tekur að sér að byggja fyrir félagsmenn sína og selur fbúðirnar á kostnaðarverði og án álagningar, og án ágóða- sjónarmiða." Nú er það að sjálfsögðu umdeilan- legt, hvort gera eigi þennan greinarmun á byggingarsamvinnufélagi og byggingarfélagi f einkaeign en látum það vera. Segjum svo, að slíkan greinarmun megi gera og að þá hafi Björgvin Guðmundsson eitthvað til sfns mál, að ekki hafi verið um sam- bærilegt mál að ræða. Breiðholt og Ármannsfell En svo vill til, að þessi borgarfulltrúi hefur i fleiri tilvikum hvatt til lóðaút- hlutunar án auglýsingar. j ræðu sem Björgvin Guð- mundsson flutti á fundi borgarstjórnar 15. maí sl. hvatti hann mjög eindreg ið til þess, að byggingar fyrirtækinu Breiðholti h.f. yrði úthlutuð tiltekin byggingarlóð án auglýs- ingar. f þessari ræðu sagði borgarfulltrúinn: „Þá vil ég benda á aðra ---------------------------, lóð, sem unnt er að út- | hluta nú þegar, án mikils l tilkostnaðar, en það er ' lóðin Krummahólar 8 ! | Breiðholti III. Stærsta I byggingarfyrirtæki borg- : arinnar, Breiðholt h.f., | sem hefur 300 manns í I þjónustu sinni, leitaði eft- ir þessari lóð á siðastliðnu I ári. Þegar rætt var um lóð J þessa í borgarráði var I ekki talið unnt að úthluta I henni nema gert væri nokkuð kostnaðarsamt I bráðabirgðaræsi, en nú er I hins vegar komið f Ijós, að unnt er að gera lóðina I byggingarhæfa á mun ó- I dýrari hátt. Það á þvi ekk- ert að vera þvi til fyrir- | stöðu að úthluta lóðinni. I Tel ég eðlilegt, að bygg- ■ ingaraðili, er á sínum I tfma, fékk vilyrði fyrir lóð- | inni, fái henni þegar út- • hlutað. Verði það gert, ' getur hann hafið fram- I kvæmdir þegar i stað. " Væntanlega heldur * Björgvin Guðmundsson I þvf ekki fram, að einhver . eðlismunur sé á bygging- I arfyrirtækjunum Breið- I holti h.f. og Ármannsfelli > h.f? I fyrra tilvikinu I hvatti hann til lóðaúthlut- I unar án auglýsingar, en f ■ sfðara tilvikinu gagnrýndi ' hann slfka lóðaúthlutun. | Hvernig er hægt að taka ■ mark á málflutningi I svona manns? ____________________________I spurt & Hringið í síma 10100 milli kl. 16 og 17 frá mánudegi til föstudags og spyrjið um Lesendaþjónustu Morgunblaðsins. V______________________> Arsmiðar A HANDBOLTALEIKI Pétur Sigurðsson, Háaleitis- braut 153, Reykjavfk spyr: „Hefur forsvarsmönnum HSt og handknattleiksfélaganna ekki komið til hugar að selja ársmiða á leiki í fyrstu deild og landsleiki og forðast þannig mannþröng við miðasölur rétt fyrir leiki? Sigurður Jónsson, formaður Hanrtknattleikssambands fs- lands svarar: „Við hefðum gjarnan viljað selja ársmiða en við verðum að greiða fullt gjald til húsanna (25%) og getum þar af leiðandi ekki gefið neinn afslátt." LAUN UNGLINGA UNDIR 16 ARA ALDRI Eðvarð Ingólfsson, Hellisbraut 16, Hellissandi spyr: „Hver er ástæðan fyrir því, að unglingar undir 16 ára aldri, sem vinna sömu störf í fisk- vinnu og fullorðnir fá ekki sömu laun og þeir?“ Þórir Danfelsson framkvæmda- stjóri Verkamannasambands Islands Svarar: „Mjög lengi — í áratugi — hafa þau ákvæði verið í samningum verkalýðsfélaga og atvinnurekenda, að unglingar yngri en 16 ára hafi lægra kaup en fuilorðnir, þ.e. aðilar hafa orðið sammála um að fyrst við 16 ára aldur teljist ungmenni hafa náð þeirri starfsgetu og starfshæfileikum, að réttlæti sömu laun og fullorðinna. í nágrannalöndum okkar, þar sem ég þekki til, er þetta aldursmark hærra. Um það má að sjálfsögðu deila endalaust hvar rétt sé að setja mörk. Ég held þó að tæp- lega sé hægt að halda því fram með fullkominni sanngirni að unglingar undir 16 ára aldri geti almennt talist jafngildir á vinnumarkaði og fullorðið fólk, til þess skortir þá bæði likam- legan og andlegan þroska og reynslu, þó að sjalfsögðu megi alltaf finna einstaklinga sem þessi kenning á ekki við. En aðalsvarið við spurningunni er: Þetta er samningur milli sam- taka atvinnurekenda og verka- lýðsfélaga." VEXTIR AF SPARIMERKJUM Jón Karlsson, Hraunbæ 176, Reykjavik spyr: „Ef sparimerki eru tekin út fyrir áramót, eru þá reiknaðir vextir fyrir árið 1975 og hvað eru þessir vextir miklir?“ Haukur Vigfússon, forstöðu- maður Veðdeildar Landsbanka tslands svarar: „Af sparimerkjum er reikn- aðir 4% dagvextir með sama hætti og um væri að ræða venjulegt sparifé. Ef spari- merkin hafa verið í vörslu veð- deildarinnar í 350 daga þá fær eigandi þeirra greidda vexti fyrir þessa 350 daga, taki hann merkin út.“ HVENÆR VERÐUR NÆSTA BÍLASÝNING? Ágúst M. Jónsson, Einimel 12, Reykjavfk spyr: „Hvenær verður næsta bíla- sýning haldin hér í Reykjavík? Júlfus S. Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Bílgreinasam- bandsins svarar: „Unnið er að því aö næsta bílasýning í Reykjavik verði vorið 1976 en um þessar mund- ir er verið að leita eftir húsnæði fyrir sýninguna.“ E. TH. MATHIESEN H.F. STRANDGÖTU 1—3, HAFNARFIRÐI. — SÍMI 51919. ELDTRAUSTIR SKJALASKÁPAR 3ja og 4ra skúffu. SÆNSK GÆÐAVARA NU ER m UTSÖLU MARKAÐURINNf? Í NÝJU HÚSNÆÐI AÐ LAUGAVEGI 66 i sama húslvlð lillðlna á verzlun okkar Otrúlegt ’ vöruúrval á frábærlega góðu verði!!!! o> Q Terelyne & ullarbuxur í miklu úrvali a j Föt með vesti Pils og kjólar | j Bolir Stakir kvenjakkar Q UFO flauelisbuxur. Nú er hægt að gera reyfarakaup TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS UL'ii) KARNABÆR Útsölumarkaðurinn, Laugavegi 66, sími 28155 /l's

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.