Morgunblaðið - 23.09.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.09.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1975 15 Húsvíkingar skora á bæjarstjóm að hafa for göngu um togarakaup Húsavík 18. september ALMENNUR borgarafundur boð- aður af bæjarstjórn Húsavíkur í gær samþykkti eftirgreinda ályktun: Almennur fundur um atvinnu- mál á Húsavík haldinn í félags- heimili Húsavíkur 17. september 1975 telur áríðandi að styrkja undirstöðuatvinnuveg bæjarbúa — fiskveiðarnar. Fundurinn telur óhjákvæmi- legt að auka hráefni fyrir fiskiðn- Ofurhugar úr Unaðsdal til Dynjanda aðinn f bænum og álftur að kaup og útgerð á togskipi sé vænlegasta og öruggasta leiðin til að ná þvf marki. Fundurinn skorar því á bæjar- stjórn Húsavíkur að hafa án frek- ari tafar forgöngu um kaup á togskipi til bæjarins í samvinnu við fyrirtæki oe einstaklinga í bænum. Ennfremur • • samþykkti fundurinn eftirfarandi ályktun. 1. Almennur borgarafundur hald- inn á Húsavfk 17. sept. 1975 lýsir fyllsta stuðningi sfnum við þá ákvörðun að færa fiskveiðitak- mörkin út í 200 milur. 2. Fundurinn lýsir sig andvígan öllum samningum við erlenda aðila um veiðiheimildir innan 50 mflna markanna. 3. Fundurinn hvetur til þess að hinar ströngustu reglur verði settar um nýtingu landhelginnar og bendir sérstaklega á hið alvar- lega ástand er nú ríkir á miðun- um fyrir Norðurlandi þar sem flest byggðarlögin byggja atvinnu sína á sjósókn á staðbundnum bátum og fiskiðnaði. 4. Fundurinn telur að rányrkja undanfarandi ára stefni nú lífsaf- komu íbúa þessa landshluta í voða ef ekki verður gripið til rót- tækra aðgerða. Fréttaritari. 4.000 ára skipsflak Aþenu, 20. september. Reuter GRlSKIR kafarar hafa fundið skipsflak sem er talið elzta skips- flak sem vitað er um f heiminum. Fiakið er af skipi frá bronzöld sem var smfðað fyrir að minnsta kosti 4.000 árum að sögn sérfræð- inga. jazzBaLLeGtstóLi bópu Vetrar- námskeið líkQm/íCttkl Vetrarnámskeiðið í líkamsrækt og megrun fyrir dömur á öllum aldri, hefst mánudaginn 6. okt. Innritun stendur yfir. — ATH Sér megrunarkúrar 4. sinnum i viku, 3 vikur í senn fyrir dömur sem vilja vinna mikið eru kl. 8.15 fyrir hádegi og 7.45 e.h. ATH. Innritun i lokuðu timana hófst 1. sept. Fáein pláss eftir. Innritun og upplýsingar i sima 83730, alla daga frá 8—12 f.h. og 1 —11 e.h. Jazzbaiiettetöii búpu Bæjum 4. sept. 1975 JAFNVEL hér á norðurslóðum og norðan við alla mannabyggð, skríða vélknúin farartæki um dali og fjöll, og eftir að fjórir ferða- garpar á 12 hestum höfðu ferðast hér um norðurstrandir, lagði níu manna hópur í ferð hér frá Bæjum kl. 12 á hádegi hinn 23. ág. á stað á fjórum bílum riorður yfir Dalsheiði til Jökulfjarða. Er óhætt að segja, að ævintýraþráin hafi brunnið í brjóstum þeirra ferðalanga, þvi svo er leið þessi ógreiðfær slíkum farartækjum, að ekki sýnist fýsilegt þeim er best þekkja: Leiðin frá Unaðsdal yfir Dalsheiði og norður að Dynjanda í Jökulfjörðum mun vera um 14 km, en að Dynjanda komu þeir félagar kl. 6 að kveldi þess 25. ágúst, svo ekki virðast þeir víða hafa farið yfir lögmætan ökuhraða enda mun viða þungt fyrir fæti og ekki á neinu malbiki að keyra. Ekki hentu þá ferðalangana nein teljandi óhöpp í ferðinni, utan hvað brotnaði eitt .. . .fjaðrablað í einum bíla þeirra, en það fengu þeir aftur í flugvél sem henti því útbyrðis svo þeir mættu sjá og finna. Frá Dynjanda og útí Grunnavík fóru þeir síðan í góðu yfirlæti eftir ýturuddri vegarslóð, er ný- gerð var áður en Jökulfjörður fór allur í eyði, og í Grunnavík er ferjubryggja, sem þó nokkuð er farin að láta á sjá, en þangað sótti Djúpbáturinn farkostinn og ferðafólkið og flutti til Isafjarðar. Aldrei hefir þessi leið verið áður farin á bflum, enda miklir ofurhugar, sem I slfku standa, þó að Unaðsdalsmegin heiðar sé nú nýrudd jeppaslóð uppá svokölluð Fell, en það er nokkuð uppfyrir brúnir þeim megin heiðar, en á norðurbrún Dalsheiðar er skarð I fjallgarðinn upp af Dynjandisdal, sem Dynjandisskarð heitir, og munu þeir félagar ekki hafa munað það örnefni gjörla, er þetta skarð bæði stórgrýtt og snarbratt, og nefndu þeir það sín á milli „Afglapagil". Skarðið mun þó eftir sem áður halda sínu forna heiti, enda þótt fullillt hafi það verið talið hestum til yfirferðar, hvað þá heldur bflum. Það mun svo geymast í minningu áranna, að einmitt á kvennaárinu 1975 runnu um þetta einstæða fjalla- skarð einir fjórir fjallabílar höfuðborgarbúa, 2 af Blasergerð, 1 G: M.C., og 1. Chevrolett og með í ferð þessari voru einnig tvær konur: Ásdís Þorsteinsd., og Anna Steina Þorsteindsd. , Málningin frá Slippfélaginu A járn og viöi utan húss og innan: Hempels HEMPELS skipamálning. Eyöingaröfl sjávar og seltu ná lengra en til skipa á hafi úti. Þau ná langt inn á land. HtMW|,yijRETEX þilfarsm^U; ^stmálnk CUPRINOL^ A steinveggi utan húss og innan: Vitretex ál VITRETEX plastmálning "I myndar óvenju sterka húó. I Hún hefur því framúr- I skarandi veörunarþol. | Vitretex á veggina A tréverk í garði og húsi: Cuprinol CUPRINOL viðarvöm þrengir sér inn í viðinn og ver hann rotnun og fúa. Cuprinol á viðinn S/ippfélagið íReykjavíkhf Málningarverksmiðjan Dugguvogi Símar 33433og33414 Aðrir í förinni voru: Gunnar Garðarsson, Ragnar Eðvaldsson, Stefán Björnsson, Garðar Sigurðs- son, Sveinn Jakobsson, Hrafn Sveinbjörnsson og Sigfús Kristjánsson. Jens f Kaldalóni. jazzBaLLeCGsKóu bópu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.