Morgunblaðið - 23.09.1975, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1975
Handknattleiksvertíðin hafin
Fram skoraði fyrsta mark Reykjavíkurmótsins, en tapaði
svo fyrir KR — Friðrik Friðriksson með 24 mörk í tveimur leikjum
HANDKNATTLEIKSMENN hófu sína innanhússvertíð
á laugardaginn er fyrstu leikir Reykjavíkurmótsins fóru
fram. Alls voru háðir sex leikir um helgina og léku öll
liðin að minnsta kosti einn leik. Þau úrslit sem mesta
athygli vöktu fyrsta leikdaginn var sigur KR-inga yfir
Fram, en KR-ingar léku þarna sinn fyrsta leik undir
stjórn Geirs Hallsteinssonar. Sá einstaklingur sem mesta
athygli vakti fyrstu leikhelgina var Þróttarinn ungi,
Friðrik Friðriksson. Hann skoraði hvorki meira né
minna en 24 mörk í leikjunum sínum tveimur um
helgina. 15 mörk gegn Fylki og 9 mörk gegn Val.
Páll Björgvinsson skorar fyrir Vfkinga gegn Fylki, Einar Agústsson
kemur engum vörnum við.
Ekki verður sagt að mikill
glæsibragur hafi verið yfir fyrstu
leikjum mótsins. Leikmenn lið-
anna eru rétt að komast í æfingu,
margir hverjir eru enn úthalds-
litlir og leikkerfin ómótuð. Því
verður þó ekki neitað að skemmti-
leg tilþrif sáust annað slagið bæði
hjá liðum og leikmönnum, t.d. hjá
Friðrik Friðríkssyni og Víkings-
liðinu gegn Fylki.
Óvæntur KR-sigur /
Framarinn Þorvaldur Sigurðs-
son skoraði fyrsta mark Reykja-
víkurmótsins að þessu sinni og
héldu menn að mark hans væri
aðeins forsmekkurinn að því sem
á eftir kæmi — öruggum sigri
Framara í leiknum gegn KR.
Margt fer þó öðru visi en ætlað er
og þegar upp var staðið höfðu
KR-ingarnir skorað 18 mörk gegn
16.
2. deildarliðið var nokkuð vel að
þessum sigri sínum komið, leik-
menn liðsins sem níu eru 19 'ára
og yngri börðust mjög skynsam-
lega og að baki sér i vörninni
höfðu þeir Emil Karlsson, em að
nýju er byrjaður að leika með KR
og stóð hann sig mjög vel, einkum
þó í seinni hálfleiknum. Beztir
KR-inga í leiknum voru Þor-
varður Guðmundsson og Hilmar
Björnsson. Skoruðu þeir einnig
flest mörk KR-inga.
Pálmi Pálmason og Andrés
Bridde skoruðu flest mörk Fram-
aranna og voru atkvæðamestir.
Sýning Friðriks
í leik Þróttar og Fylkis skoraði
Friðrik Friðriksson 7 fyrstu mörk
Þróttar, en alls urðu mörkin hans
15 í leiknum. Það skal þó tekið
fram að 8 marka sinna skoraði
Friðrik úr vítaköstum. Unnu
Þróttarar öruggan sigur 22:14.
Þróttarar leika í vetur í fyrsta
skipti í 1. deildinni í handknatt-
leik og verður fróðlegt að fylgjast
með frammistöðu liðsins í deild-
inni. Innan sinna vébanda hafa
Þróttarar tvo mjög snjalla hand-
knattleiksmenn, Bjarna Jónsson
og Friðrik Friðriksson, annar er
gamalreyndur landsliðsjaxl, hinn
leikur ábyggilega sinn fyrsta
landsleik á vetrinum. Auk þess-
ara manna hafa Þróttarar fram-
bærilegum mannskap yfir að ráða
og ætti liðið að geta spjarað sig í
deildinni í vetur.
Réttlátt jafntefli
Ármann og iR gerðu jafntefli í
leik sínum á sunnudaginn, 17:17
og voru þau úrslit eftir atvikum
réttlát. Voru Ármenningar þó
nær sigrinum, en fjögur vítaköst,
sem Jens Einarsson varði frá
þeim, kostuðu sigurinn í leiknum.
ÍR-ingar voru yfir lengst af í
leiknum og staðan í leikhléi var
11:8 iR-ingum í vil. Ármenn-
ingum tókst að jafna 11:11, ÍR
komst yfir á ný, en aftur varð
jafnt á 15:15. Þá komust Ármenn-
ingar fyrst yfir í leiknum, en ÍR
náði að jafna 17:17 nokkru áður
en flautað var af.
Fjórir leikmenn skoruðu mörk
Ármenninganna að þessu sinni,
Björn Jóhannesson, Jens Jensson,
Pétur Ingólfsson og Hörður
Harðarson. Fyrir ÍR-inga skoruðu
þeir Guðjón Marteinsson og
Brynjólfur Marteinsson, 5 mörk
hvor, og voru þeir markhæstir í
liði sinu.
Auðveldur Víkingssigur
Víkingar áttu ekki í miklum
erfiðleikum með lið Fylkis og
sigruðu Víkingarnir 28:11. Léku
Vikingarnir. oft á tiðum mjög
skemmtilega, en mótstaðan var
ekki mikil og því lítið hægt að
meta raunverulega getu islands-
meistaranna út frá þessum leik.
Allir útileikmenn Víkings skor-
uðu að þessu sinni. Viggó var
þeirra markhæstur með 7 mörk,
en Magnús, Erlendur, Ólafur og
Skarphéðinn gerðu 3 mörk hver.
Fyrir Fylki skoraði Einar Ágústs-
son 4 mörk og var markhæstur
liðsmanna Fylkis.
Sex marka Valssigur
Þrótturum gekk ekki eins vel
gegn Val á sunnudagskvöldið og
gegn Þrótti deginum áður. Valur
vann 26:20 og hafði forystu allan
leikinn. I hálfleik var staðan 14:9.
Ólafur H. Jónsson leikur eins og
kunnugt er ekki lengur með Val,
þar sem hann er fluttur til Þýzka-
lands og hefur Stefán Gunnars-
son fengið hlutverk hans sem
stjórnandi Valssóknarinnar. Þá
lék Ólafur Benediktsson ekki með
Val að þessu sinni, en hann mun
hafa verið linur við æfingar að
undanförnu.
Gunnsteinn Skúlason var mark-
hæstur Valsmanna að þessu sinni,
með sex mörk. Guðjón og Jón
Karlsson gerðu 5 mörk hvor, Jón
Pétur 4 mörk, aðrir minna.
Friðrik Friðriksson skoraði 9 af
mörkum Þróttara, Bjarni Jónsson
7 mörk með þrumuskotum og 4
leikmenn gerðu 1 mark hver.
Kunnuglegar tölur
Hermann Gunnarsson og félag-
ar hans úr Leikni höfðu ekki
erindi sem erfiði i leik sínum við
Fram. 1. deildarliðið sigraði með
22ja marka mun 35:13 og eru
þessar tölur kunnuglegar fyrir
Leiknismennina því þeir unnu
flesta leiki sína i 3ju deildinni í
fyrra með álíka markamun. Pálmi
og Hannés Leifsson voru drýgstir
Framara við að skora, en mörkin
35 dreifðust á leikmenn liðsins.
Hafliði skoraði 5 mörk fyrir
Leikni og Hermann 3.
Staðan í Reykjavíkurmótinu:
A-riðiIl
KR 1 1 0 0 18:16 2
Fram 2 1 0 1 51:31 2
Ármann 1 0 1 0 17:17 1
ÍR 1 0 1 0 17:17 1
Leiknir 1 0 0 1 13:35 0
B-riðiII
Víkingur 1 1 0 0 28:11 2
Valur 1 1 0 0 26:20 2
Þróttur 2 1 0 1 42:40 2
Fylkir 2 0 0 2 25:50 0
Svíar sigruðu
Chilebúana 4—1
SVÍAR sigruðu Chile-búa f und-
anúrslitakeppni Davis-
bikarkeppninnar í tennis, er
leikið var f bænum Baastad í
Svfþjóð um helgina. Hlutu Svfar 4
vinninga gegn 1 vinningi Chile og
mæta því annað hvort Astralfu
eða Tekkóslóvakfu f undanúr-
slitum.
Keppnin í Svíþjóð var söguleg
að þvi leyti að hópur ungmenna
notaði komu íþróttamannanna frá
Chile til þess að mótmæla herfor-
ingjastjórninni þar. Hafði íþrótta-
mönnum frá Chile verið hótað
liflátí, kæmu þeir til Svíþjóðar,
en þeir létu það ekkert á sig fá.
Fjölmennt lögreglulið var á
keppnisstaðnum, og mótmælend-
unum var haldið frá honum. Þeir
héldu hins vegar útifundi í ná-
grenninu og heyrðist háreisti og
óp frá honum alla leið á íþrótta-
leikvanginn.
Badminton
1 Firðinum
VETRARSTARF Badminton-
félags Hafnarfjarðar er nú hafið.
Fara æfingar fram í íþróttahús-
inu við Strandgötu kl. 21.00 á
fimmtudögum og kl. 18.00 á föstu-
dögum.
Víkingar með blak
fyrir „old boys”
Vfkingar hafa nú ákveðið að
gefa eldri mönnum kost á að æfa
blak hjá félaginu f vetur og verð-
ur fyrsta æfingin fyrir „old boys“
á vegum Víkings í Vörðuskólan-
um (Gagnfræðaskóla Austurbæj-
ar) á þriðjudaginn klukkan 18.30.
Blak er fþrótt sem stöðugt á aukn-
um vinsældum að fagna og f vetur
verða þrjú íþróttaféiög með blak
á stefnuskrá sinni. Eru það
Vfkinga, Þróttur og Iþróttafélag
Stúdenta.